Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 13
 ÍSW; 1®... hj \Jwfr Vetnisfram leiðsla vænlegur kostur Viðræður hafa verið í gangi um að reisa tilraunaverksmiðju fyrir vetni hér á landi - Það geta komið þeir tímar að íslendingar verði umfangsmiklir orkuútflytendur. ( Evrópu eru nú uppi áform um stórfelldan orkuinnf- lutning, jafnvel frá fjarlægum heimsálfum. Það er Ijóst að strax um aldamót mun verða þörf á nýjum orkugjöfum og nú þegar er unnið markvisst að þyí að kanna hvaða kostir eru vænlegastir í þeim efnum, sagði Bragi Árnason efnafræðingu hjá Raunvísindastofnun Há- skolans. -Þótt orkutlutningur á milli heimsálfa sé ekki enn orðinn staðreynd og reyndar óvíst hve- nær af slíku verður, þá eru ýms teikn á lofti sem benda til þess að slíkt gæti orðið í nánustu framtíð, jafnvel eftir tvö til þrjú ár. Það er mitt álit að fslendingar eigi að fylgjast grannt með því sem nú er að gerast í þessum málum því þarna gæti verið á ferðinni nýr möguleiki á íslenskri stóriðju, sem kynni að vera vel samkeppn- isfær við stóriðju eins og álvinns- lu, sagði Bragi. Hann hefur verið í sambandi við þýska aðila sem unnið hafa að rannsóknum á hvort hagkvæmt væri að nýta vetni sem orkugjafa framtíðar- innar. framleiða vetni með raf- greiningu, síðan yrði vetnið flutt til Hamborgar, annað hvort sem hreint vetni eða bundið í efna- samböndum. f Hamborg yrði vetninu skipað á land og það not- að í orkukerfum borgarinnar. í fyrsta lagi er hugmyndin að blanda því við kolagas eða jarð- gas og nota til húshitunar, en við það myndi draga verulega úr loftmengun í borginni. í öðru lagi er gert ráð fyrir að nota vetnið til að framleiða raforku í gufuafls- töðvum sem nú nota kol. í þriðja lagi er gert ráð fyrir að framleiða raforku í efnarafölum, en þá yrði orkunýtnin um tvöfalt betri en í gufuaflstöðvum. í fjórða lagi er gert ráð fyrir að nota vetnið sem eldsneyti á strætisvagna borgar- innar, sagði Bragi. Til viðbótar þessu sagði hann að nú væri unn- ið að því að kanna hvort hag- kvæmt væri að nota vetni sem eldsneyti á nýju Airbus flugvél- arnar sem framleiddar eru í Evr- ópu. Nákvæm rannsókn Bragi sagði að í upphafi hefði verkefni þessu verið skipt í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn hófst í árs- byrjun 1986 og lauk honum í árs- lok 1987. Hann fólst í forvali á heppilegustu aðferðum og tækni til að framkvæma tilraunina og frumkostnaðaráætlun. Hluti tvö hófst svo árið 1988 og honum lýk- ur á fyrri hluta næsta árs. Hann felst í nákvæmri athugun á hverj- um einstökum lið verkefnisins, svo og nákvæmri kostnaðaráætl- un. Að loknum þeim hluta verð- ur tekin ákvörðun um hvort ráð- ist verður í hluta þrjú, sem er þá að hrinda verkefninu í fram- kvæmd, byggja verksmiðju, flutningstæki, eldsneytisgeyma og gera nauðsynlegar breytingar á orkukerfum Hamborgar. - Það sem kom mér spánskt fyrir sjónir þegar ég las þessa skýrslu var að Kanada var valið sem orkusöluland. Kanadamenn bjóða 100 megawött af raforku á 18 mills kWh nokkur fyrstu árin en 36 mills eftir það. Þetta mundi nú varla teljast mjög lágt verð á íslandi. í skýrslunni segir jafn- framt að ef unnt væri að fá keypta raforku nær Evrópu þannig að ekki þyrfti að flytja vetnið um jafnlangan veg og hér er gert ráð fyrir, mundi flutnings- og geymslukostnaður vetnisins lækka umtalsvert og þá jafnframt heildarkostnaður við öflun elds- neytisins. - Þá kom það mér einnig mjög á óvart að í skýrslunni var hvergi minnst á ísland sem hugsanlegt orkusöluland. Þar er getið um það að í framtíðinni megi fá mikla orku frá Brasilíu og einnig frá Grænlandi, en að á íslandi væri til Vetnið - Vetnið hefur þótt álitlegur kostur sem eldsneytistegund þar sem það veldur ekki megnun. Það eina sem það skilur eftir er hreint vatn. Rannsóknir síðustu tveggja áratuga hafa leitt til þess að tækni til að framleiða, með- höndla og nota vetni sem elds- neyti hefur fleygt mjög fram, þannig að nú er ekkert því til fyrirstöðu að hefja notkun slíks eldsneytis f miklu magni, sagði Bragi og bætti við að í V- þýskalandi væri í gangi umfangs- mikið rannsóknarverkefni til að kanna þessa möguleika. - Þessar rannsóknir eru gerð- ar í samvinnu við Evrópubanda- lagið, og þeim er stjórnað af fyrir- tæki sem heitir Dechema en það eru samtök þýskra rannsókna- stofnana á sviði efnafræði, efna- tækni og líftækni. Verkefni þetta er unnið í samvinnu við Kanada- menn. Rannsóknarverkefnið felst nánar tiltekið í því að kaupa 100 megawött af raforku í Québec í Kanada og nota hana þar til að Framleiðsla og nýting vetnis Rafmagn »1 ÞÉTTING "♦L H2 x f FLJÓTANDl') VATNSAFL -4' RAFORKU- RAFREINING: l VETNI J FRAMLEIÐSLA 735 kV 2 H20 > 2H2 + 02 »| EFNABINDING ^MCHvJ METHYL- ' 1 CYCLO- k H EXANE y VETNISSKIÞ ORKUVER STRÆTISVAGNAR FLUGVÉLAR BLANDAÐ BORGARGASI OG BRENNT (HÚSHITUN) VENJULEGT TANKSKIÞ GEYMSLA GEYMSLA L H2 FLJÓTANDI VETNI DREIFT MCH M VETNI LOSAÐ UR MCH LH2 GH2 ÞJÓÐVIUINN / ÓHT Vetniðfráíslandiyrði flutt með skipi til Evr- ópu. Svona gera menn sér í hugarlund hvernig löndunarhöfn í Ham- borg myndi líta út. Inn á myndina hafa menn svo bætt Airbus flugvél og strætisvögnum til að sýna væntanleg f ar- artæki sem hugsan- legamuni notavetnií stað bensíns í framtíð- inni. mikil óvirkjuð orka virtust Þjóð- verjar hins vegar ekki hafa minnstu hugmynd um, sagði Bragi og bætti við að hann hefði í framhaldi af þessu haft samband við stjórnanda verkefnisins og bent honum á að á íslandi væri umtalsvert magn af ónýttri vatnsorku og því hugsanlegt að þeir gætu sparað sér sporin yfir lækinn til að sækja vatnið. Fundur hér á landi - Viðbrögð við þessari ábend- ingu minni voru mjög jákvæð. Þegar hefur verið haldinn einn fundur hér á landi með fulltrúum bæði frá Evrópubandalaginu og stórfyrirtækjunum sem standa fyrir þessu verkefni auk stjórn- anda þess, með Landsvirkjun og öðrum sem málinu tengjast. Þá var ákveðið að halda annan fund í Hambörg nú í október, sagði Bragi og bætti við að stjórnandi verkefnisins hefði sagt að ef ráð- ist yrði í þetta verkefni á annað borð hlyti fsland að vera kjörið orkusöluland. - Fari svo að kostnaðaráætl- anir sem gerðar hafa verið miðað við að tilraunaverksmiðja verði reist í Kanada reynist of háar til þess að raunhæft þyki að ráðast í þetta verkefni, er ekki ólíklegt að dæmið verði reiknað upp á nýtt og þá miðað við að tilraunaverk- smiðjan verið reist á íslandi. Leiðin til Hamborgar héðan er aðeins þriðjungur af þeirri leið sem skipin þyrftu að sigla frá Kanada. Það eitt er talið geta lækkað verulega kostnaðinn við flutning og geymslu á vetninu, sagði Bragi. Hann sagði jafn- framt að við hefðum nú þegar þekkingu á því hvernig framleiða ætti vetni, það hefði verið gert í Áburðarverksmiðjunni frá upp- hafi. Hann benti jafnfram á að svona verksmiðja myndi ekki spilla umhverfinu að öðru leyti en þeim landspjöllum sem fylgja svona framkvæmdum. Raforka á við álver - Tilraunaverksmiðja af þeirri stærð sem hugmyndin er að byggja þarf um 100 megawött en það er álíka og álverið í Straumsvík notar. Þarna yrði þörf fyrir um 100 starfsmenn ef af þessu yrði. Fari svo að þessi til- raun borgi sig ekki, eru þeir sem vinna að þessu verkefni ekki hræddir við að sitja uppi með verksmiðju sem ekki eru not fyrir. Þeir vita sem er að í fram- tíðinni verður alltaf þörf fyrir vetni. í því sambandi má geta þess að nútíma rafeindaiðnaður hefur í vaxandi mæli þörf fyrir mjög hreint vetni. - Leiði á hinn bóginn tilraunin til þess að Evrópubandalagið sjái sér hag í því í framtíðinni að flytja inn orku í stórum stíl með þessum hætti, þá sýnist mér að hér gæti verið í augsýn mjög álitlegur kostur fyrir okkur til að nýta orkulindir okkar, sagði Bragi. Hann lagði áherslu á að langt væri í land með að niðurstöður lægju fyrir í þessu máli. - Hér gæti risið upp stórfelldur orkufrekur iðnaður, þar sem við höfum möguleika á að nota alla þá orku sem við þurfum ekki til eigin nota, ef við höldum rétt á spöðunum, sagði Bragi að lok- um. -«g NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.