Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 15
I hundana. Láttu ljónin og tígris- dýrin eiga sig, þau eru of hættu- leg.” En hvað með snáka og krókódíla? Svarið var á sömu lund. Það var ekki fyrr en 1984 að ég fékk tækifæri til að láta þennan draum rætast. Þá stofnaði ég, á- samt foreldrum mínum, sirkus í Þýskalandi, sem við reyndar rek- um enn. Við höfðum ekki nema þrjú atriði upp á að bjóða svo að það var úr vöndu að ráða. Pabbi sagði þá að hann ætlaði að semja atriði með svínum. „Allt í lagi,” sagði ég, „þá kaupi ég mér slöngu,” og það varð úr að ég eignaðist mína fyrstu slöngu. Fljótlega bauðst mér lítill krókó- díll og ég sló til. Það sem meira var um vert var að áhorfendur kunnu vel að meta nýbreytnina. Síðan hefur smám saman bæst við safnið hjá mér. Bengali, stærsta krókódilinn minn, fékk í jóiagjöf frá pabba og mömmu. Mig hafði alltaf dreymt um að eignast fullvaxinn krókódíl. -Jú, krókódílamir cru ekkert lamb að leika sér við, segir Díana þegar hún er innt eftir því hvort þetta séu ekki hin mestu skað- ræðiskvikindi. -Það tekur mjög langan tíma að venja þá og í raun er ósköp lítið hægt að láta þá gera. Sama er að segja um slöngumar. Díana segist ekki hafa orðið fyrir neinum meiriháttar óhöpp- um af völdum kvikindanna. -Bæði krókódílarnir og slöngum- ar hafa auðvitað oft glefsað í mig, segir hún og sýnir blaðamanni handleggina á sér sem eru alsettir ömm eftir slöngubit og krókó- dílaglefs. En Díana hefur fleira í poka- hominu. 1 for með henni hingað til lands em nokkrar stórar kóngulær, tarantúlur. Hvemig atvikaðist það að þú byrjaðir með tarantúlurnar? -Eg er búin að eiga þær síðan 1987. Það vömðu mig allir við kóngulónum. Þær væm baneitr- aðar og áhorfendur myndu flýja út af sýningunum þegar ég drægi þær upp. Það fór á aðra leið. Þær gerðu strax mikla lukku, segir Díana. Hún segir að hún haft gert þær Eftirvæntingin leyndi sér ekki (svip fulltrúa yngstu kynslóðarinnar sem mættur var á sýningu þegar Ijósmyndara Nýs Helgarblaðs bar að garði. Díana fj ölleikamaður: Hér er ég og vil hvergi annarsstaðar vera Myndir Jim Smart vanar sér með því að bytja á því að stinga hendinni inn í kassa sem hún geymir þær í og smám saman hafi hún tekið eina og eina út úr kassanum og látið þær liggja í lófa sér. -Sjáðu til, alveg eins og öll önnur dýr þurfa þær að venjast manni. Það er misjafnt hve langan tíma það tekur að venja þær. Sumar aðeins mánuð, aðrar hálft ár... En bitþeirra er eitrað. -Já, svona álíka og bit skrölt- orma. Það er vissulega nokkur á- hætta að stinga hendinni inn í kóngulóabeðinn. En það þýðir ekkert að vera með hanska. Þær verða að læra að þekkja hörund manns. Eg hef aldrei verið bitin af þeim. Bitið er reyndar ekki lífs- hættulegt fyrir fólk sem er vel á sig komið, en maður verður fár- veikur og verður að komast undir læknishendur. Kemst vel af án karlmanna Á sirkussýningunum sýnir Díana einnig töífabrögð. -Það þýðir ekkert að bjóða sirkusgest- um eingöngu upp á dýrasýningar. Því var það að ég bætti inn atrið- um í sýninguna mína, s.s eins og að gleypa eld, ganga berfætt yfir glerbrot og töfrabrögðum. Upphaflega ætlaði ég að fá karlmann til að taka þátt í sýning- unni. Margir vildu ólmir reyna en þegar til kom var ekki hægt að notast við þá. Þeir skáru sig og urðu sárfættir. Því ákvað ég bara að gera þetta sjálf, ég kæmist al- veg af án aðstoðar karlmanna. En hvert er leyndarmálið bak við tröfabrögðin sem hún sýnir? -Þjóð veit þá þrír vita. Það þýðir ekkert að segja blaðamanni frá atvinnuleyndarmálum, þá eru þau á allra vitorði, segir hún og hlær við. Díana ber Islendingum vel söguna. Hún segir þá vera góða á- horfendur sem láti hrifningu sína vel í ljós á sýningum. -Það var búið að segja mér að íslendingar væru kaldir og fráhrindandi. Það er öðru nær, hér er elskulegt fólk og vingjarnlegt. En hvert liggur leiðin héðan? -Eg fer heim og mun starfa við eigin sirkus í vetur, segir Díana. -rk Díana lætur vel að einni kyrkislöngunni sem hún hefur með sér í för hingað til lands. Ekki verður annað séð en slangan láti sér knús og kjass húsbónd- ans vel lynda. Föstudagur 17. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.