Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 8
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdas^óri: Hailur Páll Jónsson Ritstjórar: Ami Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ragnar Karteson Fréttastjóri: SiguröurÁ. Friöþjófeson Útllt: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson Afgreiðsla: »68 13 33 Auglýsingadelld:« 68 13 10 - 68 13 31 Símfax: 68 19 35 Verð: 150 knónur [ lausasölu Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Pnentun: Oddl hf. Aðsetur: Sfðumúla 37,108 Reykjavik Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Hvaö varðar þá um þjóöarhag? Eins og allir vita eru ótal ágreiningsefni uppi þegar fjallað er um möguleika á að nýtt álver rísi á Islandi. Að vísu virðast menn því miður hafa glutrað niður miklu af fyrri áhuga sínum á því að íslenskir aðilar eigi meirihluta í stóriðjufyrirtækj- um. En þarfyrir utan hafa menn um nóg að deila. Allir spyrja nú á okkar umhverfisvemdartímum hvemig mengunarvömum verði varið. Aðrir spyrja - og fá ekki svör - hvert það orkuverð sé, sem íslendingar geti sætt sig við án þess að vera eina ferðina enn lentir í hæpnum fjárfestingum. Eða þá um skattamál. Hitt er svo Ijóst að allir þessir mikilvægu þætt- ir hafa í reynd horfið í skuggann fyrir einni spum- ingu: um staðarval fyrir álverksmiðju. Sú ál- verslota sem nú stendur og enginn veit í rauninni hvem enda tekur, hún hófst einmitt með því að þrem landshlutum var gefið undir fótinn með að þeir gætu kannski orðið fyrir þeirri fjárfestingar- og atvinnuaukningarblessun sem ný stóriðja hefði í för með sér. Menn hafa skrifað margt og af meiri tilfinningahita en algengur er á okkar ann- ars skoðanadaufu tímum um kosti og galla og nauðsyn þess að reisa álver á Keilisnesi, í Reyð- arfirði eða Eyjafirði. Það er að sjálfsögðu ekki nema eðlilegt að málið verði stórt í augum manna. Suðumesja- menn hafa, meðal annars vegna þess að þeir voru taldir sælir með gróðavænlegar fram- kvæmdir fyrir herinn, glutrað niður stöðu sinni í sjávarútvegi. Og geta nú eins búist við því að frið- ur milli austurs og vesturs skeri niður útgerðina á herinn. í framhaldi af því er litið á álver á Suður- nesjum sem bjargvætt í miklum vanda. Norð- lendingar og Austfirðingar hafa hinsvegar bent á það, að ef álver eigi að rísa, sé það best komið utan höfuðborgarsvæðisins, það sé eitt af því fáa sem um munar til að koma í veg fyrir frekari byggðaröskun. Sem er rétt svo langt sem það nær. Póiitískar línur eru ekki alltof skýrar í þessu máli frekar en öðrum. ( dæmi sem þessu verður þess mjög greinilega vart, að í hverjum grónum stjómmálaflokki á Islandi eru tveir flokkar: lands- byggðarflokkur og höfuðborgarflokkur. Samt er það Ijóst að Alþýðubandalag og Framsóknar- flokkur kjósa heldur að stór ný verksmiðja rísi á landsbyggðinni og til mun vera samþykkt frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem gengur í sömu átt. Það er þá helst Alþýðuflokkurinn sem hallast að Keilisnesi í reynd - þótt hann vilji svo helst fela sig í málinu á bak við arðsemisútreikn- inga hinna eriendu viðsemjenda til að þurfa ekki að móðga landsbyggðina of harkalega. Þar eru atkvæði líka. í þessu samhengi er oft spurt: hvað er þjóð- hagslega hagkvæmast? Þá hafa menn m.a. það í huga, að þótt það sé ódýrast fyrir Atlantalmenn að reisa álver hér í námunda við höfuðborgina, þá er sá kostur mjög dýr fyrir íslenskt samféiag: það er dýrt fýrir einstaklinga og mörg byggðarlög þegar enn herðir á straumi fólks hingað á suð- vesturhomið. Það var í þeim dúr sem einn af Sjálfstæðisþingmönnum Norðlendinga, Halldór Blöndal, segir í grein um málið í Morgunblaðinu: „Ég vil ekki trúa því að álverið rísi á höfuðborgar- svæðinu, af því að það ylli byggðaröskun sem við höfum ekki ráð á. Að öllu samanlögðu er þjóð- hagslega hagkvæmast í bráð og lengd að álver- ið rísi við Eyjafjörð.” En nú er að gæta að því, að þegar menn vilja laga sig að viðskiptaháttum umheimsins af miklu kappi, þá fá þeir fljótt þau svör, sem sumir álkrat- ar hér viðra reyndar ófeimnir: að það er ekki mik- ið pláss fyrir byggðasjónarmið í því dæmi. Ef markaðslögmálin segja Atlantal að álver skuli rísa við Keilisnes, þá skal það gilda, en ekki tillit tíl þeirra mörgu þátta sem saman koma í orðinu þjóðarhagur. Það þarf klof til að ríða röftum og eins gott að menn átti sig á því í alþjóðlegum við- skiptadansi, að markaðslögmálin og handhafa þeirra í alþjóðlegum stórfýrirtækjum, þau varðar ekkert um þjóðarhag. ¥ f &ÓNIH6A- LE/éaAN SVO BARA ToUJM ViD ENSKU MEÐ IröLiKUM HRiEÍM 06 Steeurnak rmA HLAUfÁMÞ) / 8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.