Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 10
Skákin er líf mitt Hannes Hlífar Stefánsson: Málið er að verða stórmeistari, þá eru allir vegir færir Hannes Hlífar Stefánsson náði á dögunum fyrsta áfanga að stór- meistaratitli með því að sigra á alþjóðlegu skákmóti í Gausdal í Noregi. Hann gæti orðið yngsti íslenski stórmeistarinn enda einungis 18 ára gamali. Um tveggja ára skeið hefur hann helgað sig skákinni eingöngu. Er þetta ekki einhœft og ein- manalegt líf? Nei, þetta er líf mitt og ef ég get lifað af þessu er ég mjög ánægð- ur. Stundum fær maður andann yfir sig og stundum nennir maður þessu ekki, en ef mér gengur vel er þetta bara skemmtilegt. Ætlarðu að halda áfram að helga þig skákinni? Já, það er ómögulegt að vera í skóla með þessu, ég fer til út- landa 7-8 sinnum á ári til þess að tefla þannig að það er enginn tími í skóla. Málið er að verða stór- meistari, þá eru allir vegir færir og mögulegt að lifa af skákinni. Ef ég næ öðrum áfanga að stór- meistaratitli fljótlega verður ljóst að þessi áfangi var ekkert grís og meiri möguleikar fyrir mig að keppa á mótum og fá styrk. Þá eykst sjálfstraustið og vonandi verður þá stutt í lokaáfangann. Og þú stefnir ekki á frekara nám? Tíminn er nægur, ég vildi helst læra tungumál því þegar maður er úti að tefla er nauðsynlegt að kunna tungumál. Þér finnst þú ekki einangraður frá jafnöldrum þínum? Nei, en ég þarf að sleppa ýmsu og það þarf mikla sjálfsstjórn til að stunda æfingar. Annars er ég bara ósköp venjulegur strákur. Hvað finnst þér skemmtilegast við skákina? Sigra, sérstaklega ef ég er kannski búinn að tefla í fimm tíma og svo kemur upp nákvæm- lega sú staða sem ég er búinn að vera að vinna við að leysa úr heima og ég rústa andstæðinginn. Hver er þín sterksta hlið? Endatöflin og að ég get náð mér upp aftur þótt mér hafi gengið illa svo sem í Gausdal þar sem ég tapaði fyrstu skákinni en sigraði svo í næstu sjö. Ég reyni líka að undirbúa mig vel, er með ferðatölvu sem ég tek með mér á öll mót en í henni geymi ég 27 þúsund skákir. Hver er sterkasti skákmaður sem þú hefur teflt við? Enginn einn sérstakur. Rús- sarnir eru alltaf erfiðir, þeir hafa svo rosalega tækni, sérstaklega þegar þeir þurfa að vinna úr að- eins betri stöðu. Af íslenskum skákmönnum virðist Helgi Ólafs- son vera í bestri æfingu um þessar mundir en annars vil ég ekkert segja um það hver er bestur því þá gæti ég móðgað einhvern. Hvernig er með yngri menn- ina? Það eru margir mjög efnilegir en ómögulegt að spá hvað verður úr þeim. Helgi Ass og Héðinn Steingrímsson fá að spreyta sig á íslandsmótinu á Höfn í lok mán- aðarins, það verður erfið raun fyrir þá og maður sér hvað þeir geta. Hvernig stendur heimsmeistari unglinga frá 1987 miðað við jafn- aldra sína í dag? Nokkuð vel bara, en þeir hafa miklu fleiri tækifæri en ég og menn sem ég hef verið að vinna eins og Michael Adams og Frakk- inn Lautier eru orðnir stórmeist- arar, þeir hafa einfaldlega miklu fleiri tækifæri til að taka þátt í sterkum mótum og ná stigum. el n 11 irr :d Hafnarborg 14 ára fiðluleikari Stuðlum að náttúruverndun: Vandaðar, óbleiktar bamableyjurfyrirO-5kílóa og 5-10 kílóa börn. Barnaþurrkur (biautþurrkur) án lanolínsog alkóhóls. Endurunninn handþurrkupappír. Hreinsiefni.semeru vingjarnleg náttúrunni, fyrir verkstæðisgólf og bíla. HEILDVERSLUNIN EFFCO Smiðjuvegi 14,200 Kópavogi Símar: 91-73233 og 77152 Halli Cauthery leikur á síðdeg- istónleikum í Hafnarborg á sunn- udaginn kl. 16.30. Nína Margrét Grímsdóttir leikur með honum á píanó. Halli heitir fullu nafni David Harald Cauthery og er 14 ára gamall. Hann er sonur hjónanna Bjargeyjar Árnadóttur Björns- sonar tónskálds og Andrews Cautherys óbóleikara við bresku Þjóðaróperuna í Lundúnum. Halli hóf nám í fiðluleik aðeins 5 ára gamall og hefur síðastliðin tvö ár stundað nám við Yehdui Menuhin skólann, sem Menuhin stofnaði sjálfur á 7. áratugnum. Halli er einn af 48 nemendum víðs vegar úr heiminum sem stunda nám við skólann. Á efnisskrá tónleikanna eru Halli Cauthery fiðluleikari. verk eftir J. Massenet, Árna Björnsson, Max Bruch og Manu- el de Falla. í Hafnarborg stendur nú yfir sumarsýning á verkum í eigu safnsins, m.a. í nýopnuðum Sverrissal sem hlaut nafngiftina í virðingarskyni við dr. Sverrir Magnússon. í salnum eru til sýnis um þrjátíu verk er Sverrir afhenti stofnuninni til eignar í nóvember á síðasta ári. Verk í öðrum sölum safnsins eru hluti þess safns sem dr. Sverrir og kona hans Ingi- björg Sigurjónsdóttir gáfu Hafn- arborg árið 1983. Sýningarsalirn- ir eru opnir alla daga nema þriðjudaga frá kl. 14-19. Mengar þú móður jörð þegar þú þværð þvottinn þinn, vaskar upp eða þværðþérumhárið? Þú þarft þess ekki lengur. Ecoversérhæfirsigí framleiðslu á lífrænum hreinlætisvörum sem skaða ekki náttúruna. Ecover-þvottaefni, upp- þvottalögur, klórlaust bleikiefni, klósetthreinsir. Einnig úrval af náttúrulegum sápum og sjampói. Kornmarkaðurinn Skólavörðustíg21A Páll Sólnes við eitt þeirra verka sem verða til sýnis í Slúnkaríki á ísafirði næstu vikurnar. Slúnkaríki Páll Sólnes sýnir Páll Sólnes listamaður opnar málverkasýningu í Slúnkaríki á ísafirði á morgun, 18. ágúst. Páll stundaði myndlistarnám í Kaupmannahöfn á árunum 1978-1982. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér á landi og í Danmörku. Á sýningunni fyrir vestan verða myndir unnar í olíu og teikningar. Allar myndirnar eru unnar á nýliðnum vormánuðum. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga milli kl. 16 og 18, en sýningunni lýkur 2. september næstkomandi. Veður laugardag 18. ágúst Horfur á laugardag: Nokkuð hvöss norðanátt með rigningu eða súld um allt norðanvert landið, en þurrt og allvíöa bjart veður sunnan heiða. Fremur kalt verður I veðri. Veður sunnudag 19. ágúst Horfur á sunnudag: Minnkandi norövestanátt norðanlands og dálítil súld eða rigning, einkum við ströndina. Sunnanlands má búast við hægri austanátt, að mestu skýjuðu veðri og sums staðar skúrum allra syðst. Lltið eitt hlýnandi vestanlands. Holtaskóli l|P Keflavík Kennara vantar næsta skólaár. Kennslugrein- ar: líffræði, stærðfræði og sérkennsla. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 92-15597. Skólastjóri 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.