Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 28
Eitur-
lyfja-
salan
búbót
medilla
launuðu
starfi
Um þriðjungur
blökkumanna í
Washington hefur
hlotið ákæru fyrir
sölu eiturlyfja um
þrítugt
Washington hefur lengi haft á
sér slæmt orð fyrir neyslu og sölu
eiturlyfja. Enda er jaað svo að
óvanalega stór hluti ungmenna
af svarta kynstofninum leggur
eiturlyfjasöluna fyrir sig, sem
best sést á því að áætlað er aö
einn af hverjum sex svörtum karl-
mönnum fæddum 1967 hafi verið
kærðir fyrir viðskipti með eiturlyf
á árunum 1985-1987. Þegar
þessi árgangur stendur á þrítugu
má ráðgera að einn af hverjum
þremur hafi hlotið ákæru og þá
eru vitanlega ótaldir allir þeir sem
ekki hafa verið staðnir að verki.
Það er reyndar margvíslegum
erfiðleikum bundið að henda
reiður á þessum geira viðskipta-
lífsins, sem eðlis síns vegna þolir
lítt að vera dreginn fram í dags-
ljósið. Nýlega var þó ráðin nokk-
ur bót á þessum upplýsingaskorti
er birtar voru niðurstöður athug-
unar á efnahagslegri hlið eitur-
lyfjaviðskiptanna í Washington-
borg. Þar kemur margt athyglis-
vert fram sem skýtur skökku við
fyrirfram gefnar hugmyndir
manna um eiturlyfjaviðskiptin.
Efniviður í athugunina var
fenginn með því að skoða og
greina upplýsingar sem fram
koma í skýrslum lögreglunnar um
þá sem ákærðir voru á árunum
1985 til 1987 fyrir viðskipti með
eiturlyf, og viðtölum við um 200
manns sem lausir voru til reynslu
og könnun á meðal
menntaskólakrakka í fátækra-
hverfum Washingtonborgar.
Samkvæmt athuguninni eru
flestir eiturlyfjasalanna ungir að
árum, karlkyns og blakkir á
hörund og flestir þeirra stunda
iðju sína aðallega á götum úti.
Aðstandendum rannsóknarinnar
telst svo til að á árinu 1986 hafi
fjöldi þessara sölumanna í borg-
inni numið 24.000. Þar af stund-
aði helmingur þeirra iðju sína í
um það bil fjórar stundir dag
hvern.
Ætla má að fimmtungur af
þeim tekjum svartra karlmanna í
Washington á aldrinum 18 til 39
ára komi af sölu eiturlyfja. Að
jafnaði námu árstekjur sölu-
mannanna um 24.000 banda-
ríkjadölum að frádregnum kostn-
aði eða rfflega 1,6 miljón ís-
lenskra króna.
En hvað skyldi það vera sem
gerir sölu eiturlyfja svo eftirsókn-
arverða? Fyrir bandarískan lág-
stéttarungling sem er hörunds-
Hfíldar
Híhí?
þlÓDVILJINN
Föstudagur 17. ágúst 1990 152. tölublað 55. árgangur
»111! 1111
Pl
dökkur í ofanálag er 1,6 miljón
króna ekki svo litlar tekjur. Það
eru margfalt hærri laun en ófag-
lærður svertingi í Bandaríkjunum
getur átt von á að þéna með lög-
legum hætti. Og það sem kannski
er meira um vert er að menn
borga enga skatta af illa fengnu
fé. Þar við bætist að talsverður
hluti eiturlyfjasalanna hefur
dópsöluna sem aukabúgrein -
þeir hafa fast starf fyrir þar sem
þeir þéna að jafnaði um 500 krón-
ur á tímann á móti 2100 krónum í
aukavinnunni.
Þær háu tekjur sem menn hafa
af viðskiptum með eiturlyf má að
nokkru rekja til þeirrar áhættu
sem fylgir starfinu. Að sögn
rannsakenda eru um hundraðfalt
meiri líkur á því að eiturlyfjasali
sé drepinn en að menn farist í
heiðarlegu starfi.
Einn mikilvægur áhættuþáttur
er enn ótalinn sem fylgir því að
handleika og sýsla með eiturlyf.
Mikill hluti eitursalanna sem
könnunin náði til viðurkenndu að
vera sjálfir neytendur sterkra
eiturefna. Þetta kann að gefa til
kynna að flestir þeir sem leggja
fyrir sig eiturlyfjasölu geri það til
þess að fjármagna eigin neyslu.
Öðru nær, segja skýrsluhöfund-
ar. Flestir unglingar sem byrja að
selja eiturlyf hófu að neyta eitur-
lyfja þá fyrst þegar þeir fóru að
handleika eiturlyf reglulega.
-rk endursagði
úr The Economist
WL
rétti tíminn til að reyna sig!
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - lukkulIna 991002