Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 12
Dýralækningar Eflaust hafa flestir dýraeigendur einhvern tíma komiö meö gæludýr- in sín á Dýraspítalann í Víðidal. Komið þangað með fótbrotinn hund, kött með kattafár eða hamstur með tognaðan fót. Á Dýraspítalanum, sem er sjálfseignarstofnun, starfa fjórir dýralæknar. Einn þeirra er Þorvaldur Þórðarson. Hann hefur starfað sem dýralæknir frá 1982, en þá útskrifaðist hann frá Edinborg. Fyrstu tvö árin á eftir starfaði Þor- valdur í Skotlandi, en kom síðan heim og hefur starfað á Stór- Reykjavíkursvæðinu síðan. - Hvers vegna fórstu að læra dýralœkningar? - Ja, ætli það hafi ekki verið einhver áhugi á dýrum. Ég var í sveit sem krakki og unglingur og hef sennilega smitast þar og feng- ið ólæknandi áhuga. Ég hef mik- inn áhuga á dýrum, að umgangast þau, hjúkra þeim og lækna. - Hvernig er þetta starf, er það erfitt? - Já, þetta er ansi erfitt. Það getur verið slítandi og þrúgandi á köflum. Auðvitað er gaman þeg- ar vel gengur, en leiðinlegt er illa gengur. Menn venjast því ekki aö deyða dýr - Venjast dýralæknir því að' þurfa að deyða dýr, eða er kannski aldrei hægt að venjast því? - Það má kannski segja að maður sætti sig í rauninni aldrei við að þurfa að deyða dýr. En það er hægt að brynja sig gegn því og maður myndar þykkan skráp. Það er náttúrlega helst hægt að sætta sig við það þegar maður er að lina þjáningar. En að svæfa dýr bara vegna þess að eigandinn getur ekki lengur haft það, og getur ekki komið því fyrir er erf- itt. Stundum eru erfiðleikar á heimilum eða þá að eigandinn nennir hreinlega ekki lengur að hafa dýrið, nennir ekki að hugsa um það og vill ekki hafa það lengur. Þá finnst mér mjög erfitt að þurfa að deyða dýr. - Hvaða dýr er mest komið með hingað? - Þessi spítali er fyrst og fremst smádýraspítali. Hundar og kettir eru algengustu sjúklingarnir, en svo er komið með páfagauka, hamstra, mýs, naggrísi og þess háttar. Jafnframt því erum við í samstarfi með héraðsdýralæknin- um í Kjósarumdæmi og störfum á þvf svæði. Einnig förum við mikið í hesthúsin hér í kring, á bæi í nágrenni Reykjavíkur og í Kráarstemmning 1. hæð O Söngur — grín — gleði — dans. Opnað kl. 22.00. Pripps-gleðistund frá kl. 23.00—24.00 (fríar veitingar til miðnættis). Ósvikin kráarstemmning með Einari Jónssyni og Ann Andreasen. Pau ganga milli borða með söng og hljóðfæraslætti. Frítt inn allt kvöldiö. Hinn Ijúfi Bylgjumaður Haraldur Gíslason mætir á svæðið. Konungleg skemmtun á annarri hæöinni Opnað kl. 23.00. Hljómsveit André Bachmann ásamt hinni stórgóðu söngkonu Asdísi Fjólu, sem sló svo sannarlega í gegn i „Á tali hjá Hemma Gunn". Rock & roll og poppmeistarinn Þorsteinn Eggertsson skemmtir. Miðaverð aðeins kr. 750 eftir kl. 24.00. Fritt inn til miðnættis. Konungleg skemmtun á konunglegum stað. RF.STAIJRANT ÞORSNCAFE BRAUTARHOI.TT 20 Símar 23333-23334 fiskeldisstöðvar. Til viðbótar erum við með dálitla aðstöðu hér í hesthúsunum sem við köllum hestaspítala. Þar getum við gert algengustu aðgerðir á hestum. Þetta getur verið töluvert mikið starf og ansi erilsamt. Við tökum neyðarvaktir og bakvaktir alla daga, allan ársins hring. Við erum með símsvara hérna sem vísar á þann sem er á bakvakt á kvöldin og um helgar. Algengustu sjúkdómar katta - Eru sjúkdómarnir eins marg- víslegir og dýrin eru, eða eru ein- hverjir sérstakir sjúkdómar sem herja á dýr? - Hjá köttum er mjög mikið um alls konar slys, t.d. beinbrot, skurði og bitsár eftir aðra ketti. Hegðunarmynstur katta er þann- ig að þeir helga sér ákveðin svæði, eiga sitt umráðasvæði sem þeir verja með kjafti og klóm. Það er þá oft mikið um slagsmál á jaðri þessara svæða. Eins þegar fresskettir eru að slást út af breima læðu. Þetta er hörð og grimm veröld hjá köttunum og þeir bíta hver annan oft illa. Og það er mjög algengt að það komi sýking í slík sár og myndist heiftarleg graftarkýli. Af smitandi sjúkdómum er helst að nefna niðurgang og upp- köst. Slíkt getur verið smitandi, en einnig tengst fóðri eða því sem kettir láta ofan í sig. Síðan er mjög slæmur vírussjúkdómur sem heitir kattafár sem er bráð- smitandi og fer mjög illa með ketti. Það er til bólusetning gegn kattafári og hefur veitt töluvert góða vörn. Þá eru tvær bólusetn- mgar með mánaðar millibili og síðan er bólusett árlega. Sem bet- ur fer hefur það færst mjög í aukana að fólk láti bólusetja kett- ina sína og að mínum dómi er það vel þess virði. Kattafár er mjög slæmur sjúkdómur og fer mjög illa með kettina. Af óbólusettum köttum deyja 40-50% af kattafári ef það gýs upp. - Er kattafár sjúkdómur sem er viðvarandi allt árið eða gýs hann upp öðru hvoru? - Kattafár er í gangi allan ársins hring, en fer örlítið í sveiflum. Sjúkdómurinn virðist aldrei hverfa alveg, en það er eflaust árstíðabundið hversu mikið er um hann. Eins fer það eftir því hversu mikið kettir eru á ferð- inni. Eftir því sem kettir eru meira á ferðinni, því meiri mögu- leiki er á útbreiðslu. Sjúkdómur- inn smitast oftast frá ketti til katt- ar, en hann getur líka smitast með munnvatni, þvagi eða saur. Kettir geta verið hefni- gjarnir - Hvað með andlega sjúk- dóma, geta kettir orðið þung- lyndir? - Það er kannski ekki hægt að tala um geðsjúkdóma, en við tölum um hegðunarbreytingar. Það eru til dæmi um að kettir breyti um hegðan og það er reyndar mjög algengt. Ef það er eitthvað sem þeim mislíkar, kannski ef þeim er ekki gert til hæfis á heimili þá geta þeir verið ansi önugir, erfiðir og leiðinlegir. Þeir geta jafnvel farið út í það að hefna sín á fólki með því að pissa inni og gera stykkin sín út um allt. Jafnvel í handklæði og hreinan þvott. Kettir eru mjög næmir, sér- staklega ef einhverjar breytingar verða. Til dæmis ef dauðsföll verða í fjölskyldu, ef það koma á heimilið nýir aðilar, fæðast börn og ef flutningar standa yfir. Köttum finnst mjög erfitt að flytja í aðra íbúð og í annað hverfi, það fer oft illa í þá. Þá þurfa þeir að byrja að festa sig í því hverfi og festa sér sitt umráð- Þessi köttur kom á dýraspítalann og við rannsókn reyndist hann illa fótbrotinn. Þorvaldur telur þó góðar líkur á að hægt sé að gera hann góðan á ný. Mynd: Kristinn. asvæði sem er töluverð vinna fyrir þá. Við höfum líka dæmi þess að kettir verði veikir andlega. Það er þá oft í sambandi við aðra sjúk- dóma, til dæmis heilahimnubólgu eða mænusjúkdóma. Þá getur orðið mikil breyting á kettinum. Hið ljúfasta dýr getur skyndilega orðið mjög grimmt og pirrað. En ef köttur er frá upphafi erfiður, brenglaður og taugaveiklaður, þá endist fólk ekki til að hafa hann. Slíkir kettir grisjast þá út. - Geta kettir orðið afbrýði- samir? - Já, þeir geta orðið það. Sér- staklega ef það kemur barn á heimilið eða nýr aðili. Ef köttur er vanur einum aðila og síðan kemur kannski ástvinur inn í dæmið, getur kötturinn orðið mjög afbrýðisamur. En í lang- flestum tilfellum lagast það og kötturinn venst hinum tiltölulega fljótt. Ekki taka kettling yngri en 8 vikna - Ef fólk œtlar að fá sér kött, á hvaða aldri á hann að vera? - Það á alls ekki að taka kött frá móður fyrr en hann er orðinn 8-9 vikna gamall. Kettlingur þarf að fá að vera hjá móðurinni þangað til. Bæði þarf hann á móðurást og móðurmjólk að halda. Ef kett- lingur er tekinn fyrr getur það haft þær afleiðingar að meltingin brenglist hjá honum. Hann fær þá niðurgang og þolir ekki þann mat sem hann fær, því hann er ennþá verulega háður móð- urmjólkinni þótt hann sé farinn að borða annan mat með. Eins geta of ungir kettlingar orðið spenntir og erfiðir. Þótt kett- lingur sé ekki tekinn fyrr en 8-9 vikna, nota ég oft þá samlíkingu að fólk sé í raun með pelabarn í höndunum. Eins getur verið erfitt að taka kött sem er orðinn hálffullorð- inn, til dæmis 1 árs. Það getur gengið verulega vel ef fólk stend- ur rétt að því og veitir kettinum hlýju og umhyggju. Sérstaklega ef kötturinn hefur verið vel alinn. Ófrjósemis- aðgerð - Margir hafa verið í vand- ræðum með læðursem eru orðnar kynþroska og vita ekki hvortþeir eiga að láta taka þær úr sambandi eða láta þœr á pilluna. Hvað er best að gera? - Það virðist vera að fólk hafi fengið einhverjar hugmyndir um að læður þyrftu að eignast kett- linga einu sinni áður en þær væru teknar úr sambandi. Annars yrðu þær leiðinlegar. Ég get ekki merkt þetta og vil þess vegna meina að það sé óhætt að taka læður úr sambandi án þess að þær hafi átt kettlinga. Hvort fólk vill láta læður á pilluna eða taka þær úr sambandi er auðvitað háð því hvað fólk ætlar sér. Það skiptir ekki máli hvað köttinn varðar, en ef fólk ætlar sér einhvern tíma að ala undan læðunni kettlinga á það að láta hana á pilluna. Að öðrum kosti er ráðlegt að taka hana úr sambandi, sem er líka mun þægi- legra. Þá þarf ekki að muna eftir pillunni einu sinni í viku og engar áhyggjur að hafa. Oftast verða læður kynþroska um 6 mánaða aldur og byrja að breima. Það er óhætt að taka þær úr sambandi þá og það virðist ekki hafa verulega mikil áhrif á þær, en alls ekki fyrr. Sjúkdómar hunda svipaðir sjúk- dómum katta - Hvað með hunda, eru þeirra sjúkdómar öðruvísi en kattasjúk- dómar? - Nei, það eru mjög svipaðir sjúkdómar að öðru leyti en því að bitsár eru ekki eins. Hundar eru náttúrlega bitnir en það virðist ekki koma eins út og það er meira um að þeir séu rifnir og tættir heldur en að það komi sýking í þá eða myndist graftarkýli. Alls konar umferðarslys, beinbrot og þess háttar eru mjög algeng hjá hundum og eins eru uppköst og niðurgangur vanda- mál. Þessi dýr eru með nefið ofan í öllu og láta ýmislegt ofan í sig. Ýmiskonar hormónasjúkdómar geta hrjáð hunda og krabbamein er til dæmis ekki óalgengt. Smit- sjúkdómar eru líka til í hundum og ýmsar bakteríusýkingar. Það er smitandi lifrarbólga til á ís- landi og ýmsir aðrir kvillar. Það er engin bólusetning til við sjúk- dómum hunda eins og katta. Mjög mikilvægt atriði í sam- bandi við hunda er hunda- hreinsun. Það þarf að hreinsa þá af bandormum og koma í veg fyrir sullinn sem var algengur hér á árum áður. Eins eru ýmsir tannkvillar og tannsteinn er al- gengur og hundar fá sýkingu í góminn. Ef fólk ætlar að fá sér hvolp er alveg sama með hann eins og kettling. Það má ekki taka hvolpa fyrr en þeir eru orðnir 8-9 vikna. Hundar eru hins vegar ekki eins hefnigjarnir og kettir og finna heldur ekki eins fyrir flutningum og slíku. - Átt þú dýr sjálfur? - Já, ég á írskan setterhund. Sú tegund er reyndar veiðihundar, en ég fer ekkert með hann á veiðar. Hann er aðallega félagi minn. ns. 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.