Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 16
1 Reykjavíkur Maraþon Sprækar löggur Lögreglumenn hafa löngum verið þekktir fyrir gott líkamlegt atgervi. Umferðardeild lögregl- unnar í Reykjavík virðist einna fremst meðal jafningja ef marka má úrslit á knattspyrnumóti lög- reglumanna í Reykjavík sem lauk á þriðjudaginn var. Leikið var í sjö manna liðum og tóku sex lið þátt í mótinu og léku allir við alla. Umferðardeildar- menn sigruðu með nokkrum yfir- burðum, unnu alla leiki sína og markatalan býsna góð: 35-7. I úrslitaleik lék Umferðardeildin við Rannsóknardeildina og sigr- aði 3-2 og vegna þess hve mikla yfirburði Umferðardeildin hafði á mótinu hafa liðsmenn hennar ákveðið að skora á afganginn af liðsafla lögreglunflar í „alvöru- leik“ með ellefu jiianna liðum. Lögreglumenn stunda fleiri íþróttir eins og alkunna er, á vet- urna reyna, þeir með sér í hand- bolta, körfubolta, innanhússfót- bolta og/skotfimi og af sumar- íþróttum má nefna Heiðmerkur- hlaupið, björgunarsund og þrí- þraut en þá er keppt í sundi, skot- fimi og spjótkasti úr kyrrstöðu. Handknattleikslið lögreglunar er að fara á Norðurlandamót lög- reglumanna í september, og í lok mánaðarins sendir löggan menn á frjálsíþróttamót. Landsþekktir / kappar reyna sig þar fyrir hönd lögreglunnar og má nefna þá Að- alstein Bernharðsson og Pétur Guðn^undsson. Re.ykjavíkurmaraþonið Stefnir í metþátttöku Maraþonið einn stærsti íþróttaviðburður ársins, þátttakendur allt að 1500 og á öllum aldri; yngstu ársgamlir og elstu um nírætt Búast má við gríðarlegri þátt- töku í Reykjavíkurmarþoninu á sunnudaginn, eða allt að 1500 manns. Væntanlegir eru um 300 erlendir gestir í tenglslum við maraþonið sem er nú háð í sjö- unda sinn. I fyrsta hlaupinu 1984 voru 250 þátttakendur og síðan hefur leiðin stöðugt legið uppá við og er maraþonið nú með stær- stu íþróttaviðburðum ársins. Segja má að Reykjavíkur- maraþonið sé fyrir alla íþrótta- menn og íþróttaáhugamenn, hvort sem þeir stunda hlaup sem keppnisgrein eða bara sem heilsubót. Hægt er að velja um þrjár mismunandi vegalengdir, maraþonhlaupið, sem er 42,195 km, hálf-maraþon og skemmtiskokk sem er 7 km langt og er einkum ætlað byrjendum og þeim sem kjósa styttri vegalengd- ir. Þeir sem vilja vera með ættu að hafa hraðan á, en skráning fer fram hjá Úrvali-Útsýn og skrif- stofu Frjálsíþróttasambandsins. Maraþonið hefst í Lækjargötu á sunnudaginn kl. 12:00 á hádegi og verður mikið um dýrðir fram eftir degi í tengslum við hlaupið. Keppt er í sex flokkum kvenna og sjö flokkum karla og auk þess er sveitakeppni í skemmtiskokki og hálf-maraþoni. í sjálfu maraþonhlaupinu verða margir sterkir keppendur. Af íslenskum keppendum mun íslandsmeistarinn undanfarin fjögur ár, Sighvatur Dýri Guð- mundsson, eflaust verða framar- lega í flokki. Fjórum gestum hef- ur verið boðið í hlaupið, Eng- lendingnum Jerry Hall sem er mjög góður brautarhlaupari og hefur tekið þátt í Lundúnamara- þoninu, Danmerkurmeistaran- um Peter Noadsmark, Susan Shi- eld frá Norður-írlandi og ensku hlaupakonunni Carolyn Boyd. Fyrir utan þessa keppendur er búist við 200-300 erlendum þátt- takendum og aldrei að vita nema að þar slæðist með afburða hlauparar. Hálf-maraþonhlaupið er jafn- framt íslandsmeistaramót. Búast má við spennandi keppni þar sem allir okkar helstu langhlauparar munu taka þátt. Má nefna ís- landsmethafann Sigurð Pétur Sigmundsson, Gunnlaug Skúla- son, Jón Stefánsson, Jóhann Ingibergsson og sigurvegarann ÍÞRÓTTIR frá því í fyrra Kristján Skúla Ingi- bergsson. Þá er Martha Ernsts- dóttir í hörkuformi og setur stefn- una á nýtt íslandsmet kvenna og að slá brautartímann sem franska stúlkan Sylvie Bornet á, 1:17.43. Metið í karlaflokki á Þjóðverjinn Herbert Steffny 1:06.10. Brautarmet karla í fullu mara- þoni á Jim Doig og er það 2:19.46. Svo einkennilega vill til að íslandsmetið í maraþonhlaupi sem Sigurður Pétur Sigmundsson á er upp á nákvæmlega sama tíma, sett í Berlín 1985. Högni Óskarsson hefur oftast íslendinga hlaupið maraþon eða 13 sinnum. Sighvatur Dýri Guð- mundsson og Sigurður Pétur Sig- mundsson hafa báðir hlaupið vegalengdina 12 sinnum. Fólk á öllum aldri tekur þátt í maraþoninu, Mae Ann Garly frá Bandaríkjunum vann fullt mara- þon kvenna 1987, þá sextug að aldri. Þjóðverjinn Ernst Hallerw- edl er elsti karlmaður sem hefur lokið fullu maraþoni. Hann tók þátt í hlaupinu 1985 þá 71 árs gamall. Ungir jafnt sem gamlir taka þátt í skemmtiskokkinu, blómafræflamaðurinn kunni Noel Johnson var 89 ára gamall þegar hann tók þátt árið 1988. Elsti karl í fyrra var 69 ára og elsta kona 55 ára. Yngsti strákur var 1 árs og yngsta stelpa nokkurra mánaða gömul og fór hún vega- lengdina í barnavagni. Fleiri fróðleiksmolar í lokin: Margir eru hræddir við að hlaupa langar vegalengdir í keppni og óttast mjög að gefast upp á miðri leið. Eins er það talinn ósigur og talið bera vott um lélega æfingu og veika lund, að ganga í miðju hlaupi til að hvíla sig. Orlando Pizzolati, sem vann New York maraþonið 1984, lét slíkar hug- sanir þó ekki hafa áhrif á sig og gekk ekki sjaldnar en fjórum sinnum á lokaáfanga hlaupsins. Talið er að maraþonhlaup eigi rætur sínar að rekja til ársins 490 fyrir Krist en þá hljóp aþenski hermaðurinn Feidippi frá bænum Maraþon til Aþenu með þau skilaboð að Afjeningar hefðu sigrað í orrustu við Persa. Hlaupið reyndi svo mjög á Feidippi að hann hné dauður nið- ur er hann hafði stunið skilaboð- unum upp. Frá árinu 1896 hefur verið keppt reglulega í maraþonhlaupi á ól- ympíuleikunum og á fyrstu leikum nútímans var hlaupin sama leið og talið er að Feidippi hafi hlaupið, eða frá þorpinu Maraþon og að Panaþenaik vell- inum í Aþenu. Gríski geitahirðir- inn Spiridon Lois sigraði og hljóp á tæpum þremur klukkutímum. el Rannsóknardeildinni tókst ekki frekar en öörum að stöðva liðsmenn Umferðardeildarinnar sem sigruðu með yfirburðum á knattspyrnumóti lögreglumanna. Leikmaður Umferðardeildarinnar, í bol merktum UMFD, er hér fyrri tii knattarins og ef vel er að gáð má á bolnum sjá glitta í áletrunina „simply the best“. Mynd: Kristinn. Knattspyrna Ameríski fótboltinn Bræðumir bolabítar Stóri bróðir kallaður ísskápurinn en litli kæli- boxið Fyrir utan japanska glímu- kappa og ofvaxin lyftingatröll er stærstu og þyngstu íþróttamenn heims jafnan að flnna í ameríska fótboltanum. Þar leika þeir yflr- leitt varnarhlutverk enda aðals- merki varnarjaxla að þvælast fyrir og skella mönnum í jörðina og því gott að vera sem mestur að rúmmáli. Það vakti því mikla athygli þegar Chicago Bears liðið flagg- aði einum alþyngsta leikmanni deildarinnar, William Perry í sóknarleik sínum. Birnirnir beittu því bragði að láta Perry, sem hefur viðurnefnið „ísskápur- inn“, hreinlega leggjast ofan á varnarmenn andstæðinganna en Perry er ein 150 kíló á þyngd. Þetta skilaði Chicago liðinu góð- um árangri, hjálpaði m.a. til við að krækja í meistaratitil 1985. Síðan hefur heldur tekið að halla undan fæti fyrir Björnunum og Perry sem hefur bætt á sig auka- kflóum og þykir orðið heldur svifaseinn. Yngri bróðir „ísskápsins", Michael Dean Perry, hefur hins- vegar haldið heiðri fjölskyldunn- ar á lofti. Hann er réttum 10 kfló- um léttari en stóri bróðir en þykir miklu fljótari. Michael Dean hef- ur enda tvö undanfarin ár verið valinn í úrvalslið deildarinnar og þykir einn albesti varnarmaður- inn í ameríska boltanum. Eins og eldri bróðirinn hefur hann viður- nefni og er kallaður „kæliboxið“ til aðgreiningar frá stóra bróður. „Það fer nú enginn með mig í úti- legu undir hendinni“ segir þó „kæliboxið" Michael Dean. Iþróttafréttamenn hafa furðað sig á ógurlegu rúmmáli Perry bræðranna og spurðu Michael Dean hvað þeir hefðu eiginlega fengið að éta í æsku. - Ég er yngs- tur af 12 systkinum, segir Perry, - og fékk nú eiginlega alltaf leifarn- ar! Við lærðum það hinsvegar fljótt að fyrir svarta krakka í fá- tækrahverfunum er um að gera að berjast og reyna að nýta sér öll tækifæri sem gefast. Okkur bræðrum var gefinn íturvaxinn skrokkur og við höfum svo sann- arlega nýtt okkur það til fullnustu. Þess má geta að Michael Dean hefur beitt sér mjög fyrir harðari lyfjaprófum í NFL deildinni og segir þá bræður vera eina af ör- fáum ekta kjötflykkjum í NFL. Flestir þungavigtarkapparnir þar séu útblásnar hormónablöðrur sem geti sprungið hvenær sem er, því notkun hormóna geti haft geigvænlegar afleiðingar. el 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.