Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 21
HELGARMENNINGIN skutlur og fljúgandi teppi Eyjólfur Einarsson opnar málverkasýningu í tilefni af fimmtugsafmæli sínu í Nýhöfn í dag - Hvað myndirnar á sýning- unni varðar þá eru þær allar nýj- ar, málaðar á þessu ári, og þem- að er farartæki; skip, skutlur og fljúgandi teppi, segir Eyjólfur Ein- arsson, sem opnar málverkasýn- ingu í Gallerí Nýhöfn á fimmtugsafmæli sínu í dag kl. 17. - í þessum myndum er ég að glíma við það sama og alltaf, þ.e.a.s. form, liti og samræmi. Ég reyni að ota saman tveimur ólík- um hlutum til að fá spennu. Þema þessara mynda ræðst kannski af því að ég er gamall sjómaður. Það verður enginn samur maður eftir að hafa lifað heiðskíran stjörnubjartan himin og norður- ljós á hafi úti. Enginn getur kom- ist hjá því að vinna úr sinni lífs- reynslu. Það má segja að ég máli sífellt þekkjanlegri hluti, áður vann ég mest abstraktmálverk. Ég er alltaf að skynja betur gildi teikningarinnar, og hversu mikil- vægur hluti hún er af málverkinu. Ég met teikninguna meira eftir því sem ég eldist. Ætli ég hafi ekki farið í hring í lífi mínu sem myndlistarmaður; ég byrjaði á fígúratífum myndum og fór síðan út í abstraktmálun, nú er ég aftur búinn að snúa mér að fígúratífari verkum. Erfitt er að skýra af hverju þetta gerist, mér fannst ég þurfa að segja eitthvað, þótt ég hafi aldrei ætlað mér að segja sögu með myndum mínum. Það er fyrst og fremst formið, litirnir og samsetningin sem máli skiptir í verkum mínum. Sýningin í Nýhöfn er tíma- mótasýning vegna fimmtugsafmælisins, en hún er einnig lokapunktur á vissri þróun sem átt hefur sér stað undanfarin átta ár. Ég á þá ekki við lokap- unkt á mínum ferli, þar verður vonandi enginn lokapunktur sett- ur. Sæi ég eitthvert lokatakmark einhversstaðar væri ekkert gam- an að þessu lengur. Mér finnst alltaf þegar ég byrja á nýrri mynd og sé hvítt léreftið í ramma að það sé upphaf ferðar sem ég veit ekki hvar endar, og það er ein- mitt það skemmtilega við vinn- una. Ég er hálfgerð alæta á stefnur og strauma, og á mér marga eftir- lætismálara, auk þess er það mjög tímabundið hver eða hvaða stefna heillar mig. f dag er ég hrif- inn af öðru en hrífur mig á morg- un. En ég hef alltaf haldið mig við málverkið, og það hefur stundum verið í tísku og stundum ekki. Þegar málverkið á ekki upp á pallborðið er erfitt að vera mál- ari. Svo var t.d. þegar konseptið var og hét, þá var maður litinn hornauga af kollegunum. Þetta breyttist svo þegar nýja málverk- ið komst í tísku og jafnvel kons- eptlistamenn viðurkenndu að hafa einatt málað í laumi. í dag finnst mér aftur fara lítið fyrir málverkinu á alþjóðlegum sýn- ingum. Nú er mínímalisminn langmest áberandi; skúlptúrar og strangflatarlistin í málverkinu. Þetta er hreintrúarstefna en ég hef samt sem áður fengið mikið út úr henni. Kynni mín af henni hafa hreinsað margt hjá mér, þrátt fyrir það að ég sé ekki alveg á línu mínimalista. Einhversstað- Þegar ég ræðst til atlögu við hvítt léreftið er það eins og upphaf ferðar sem ég veit ekki hvar endar, segir Eyjólfur Einarsson listmálari. Mynd: Jim Smart. ar leynist frásögnin hjá mér, en hún er bannorð í fyrrgreindri stefnu. Síðast hélt ég einkasýn- ingu hérlendis fyrir tæpum þrem- ur árum í FÍM-salnum, en síðst- liðin tvö haust hef ég haldið einkasýningar í Kaupmanna- höfn. Sýning Eyjólfs í Nýhöfn við Hafnarstræti 18 verður opnuð í dag kl. 17. Hún er opin alla virka daga nema mánudaga frá kl. 10- 18 og um helgar frá kl. 14-18, af- mælissýning þessi stendur til 5. september. BE Hitt og þetta með kostum og göllum Þá eru hinir föstu liðir eins og venjulega, safnplötur sumarsins, komnar út. Steinar hafa gefið út „Bandalög 2“ og Skífan hefur sent frá sér „Hitt & þetta aðallega hitt alla leið“. Það má margt misjafnt segja um safnplötur og sá sem hér skrifar hefur ekki alltaf tekið þeim Ijúfmannlega í skrifum sínum fyrir dægurmálasíðuna. Það versta sem getur komið fyrir safnplötu er að hún höfði til allra og engra en ég held að „Hitt og þetta..." höfði aðallega til sumra frekar en annarra og því ætti hún að sleppa fyrir horn. Platan byrjar á „Hvursu lengi“ með Síðan skein sól, sem einnig á lögin „Vertu þú sjálfur“ og „Mér finnst það fallegt". Þessi þrjú lög sýna að Síðan skein sól er að fjarlægjast raulið sem klæddi hljómsveitina svo illa og er aftur farin að nálgast rokkið. Það er ánægjulegt að Sólin skuli sveigja aftur inn á rokkbrautina vegna þess að þar hefur hljómsveitin sýnt að hún getur átt góða spretti. „Vertu þú sjálfur" er til dæmis ekta Helga Björns lag, þar sem hann á sinn Jagger eggjandi hátt skorar á hvern og einn að vera stoltur af sjálfum sér. Hljómsveitin Pís of keik er með rapplag á „Hitt og þetta..“ sem ég held að verði að teljast fyrsta íslenska rapplagið sem er gefið út á plötu. Þetta er furðu- lega skemmtilegt lag, sem nálgast frekar seinnitíma rapp en frum- rappið, þe. lagið er í svo kölluð- um dansstíl. Eins og öll rapplög er samnefnt lag Pís of keik ver- öldin í brotum, eins og hver og einn upplifir hana á einum degi eða parti úr degi. Pís of keik kjósa að halda nöfnum sínum leyndum, en textinn er eftir Birgi Fannar Birgisson. Hjálparsveitin, sem er hópur þekktra tónlistarmanna, er hér með lagið „Neitaðu að vera með“ eftir Jakob Frímann Magnússon. f þessu lagi vara þeir Helgi Björnsson, Egill Ólafsson, Bubbi Morthens, Stefán Hilmarsson og Björn Jr. Friðbjörnsson við vímuefnunum með því að þylja upp innihald lyfjaskápsins, rétt eins og Hérastubbur bakari þegar hann söng piparkökusönginn. Hjálparsveitin er einnig með þetta lag á „Bandalögum 2“, en jjað verður að segjast eins og er að það slær ekkert á brennivíns- losta minn við að hlusta á þessa þulu. Eitt furðulegasta lagið á „Hitt og þetta...“ er lag Gulleyjunnar „Aftur og enn“. Ég hef sjaldan orðið eins áberandi var við áhrifavald annars tónlistarmanns og í þessu lagi. Það er engu líkara en Brian Ferry hafi brugðið sér á kvöldnámskeið í íslensku og snarað inn einu lagi fyrir Skífuna. Höfundur lagsins ívar Sigur- bergsson syngur „Aftur og enn“ með sama skjálfandanum og Fer- ry en það vantar þó í lagið frygð- artón uppans, sem einkennt hef- ur Ferry í seinni tíð. Rokkabillybandið Langi Seli og skuggarnir eiga lagið „ísjak- inn“. Þetta lag verður á væntan- legri breiðskífu sveitarinnar sem kemur út með haustinu og verður forvitnilegt að heyra hvað Langi Seli gerir á þeirri plötu. „ísjak- inn“ er dæmigert Langa Sela lag, kemur lítið á óvart en er engu að síður hið besta lag. Alls eru sautján sólistar og hljómsveitir á „Hitt og þetta...“ sem engin leið er ræða allar hér. Sverrir Stormsker er með fer- skeytlubrandara um skáta, sæmi- legt lag og texti sem nær samt ekki að bæta neinu við það sem Sverrir hefur gert áður. Éinhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að Sverrir geti gert betri hluti ef hann gefur sér tíma til þess. Eftirlitið skipa yngstu tón- listarmenn „Hitt og þetta...“. Lag þeirra heitir „Frá byrjun". Sennilega hefur það ekki verið meiningin með titlinum, en hann á engu að síður mjög vel við sem merkimiði á Eftirlitið. Það er engu líkara en Eftirlitið hafi sett byrjunarpunktinn á Bubba Mort- hens á Egóskeiðinu, og hefur söngur Davíðs Freys þar mest að segja. Davíð hljómar nefnilega eins og Bubbi á sínum fyrri árum og það eina sem nær að lyfta þessu lagi til nútíðarinnar er bás- únuleikur Einars Jónssonar, sem er í stíl Band Of Holy Joy. Éftir- litið og Davíð hafa samt alla burði til að gera ágæta hluti í framtíðinni. Hér skal látið staðar numið. Margt af því sem er ónefnt, skal látið ónefnt. Það fylgir flestum safnplötum sá galli að á þeim eru lög sem gera lítið annað en að vekja upp í manni fúkyrðaflaum- inn og ég nenni ekki að fara í þær stellingar að þessu sinni. Föstudagur 17. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.