Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 24
/
í síðasta skipti til framtíðar
Betur heima setið.
Laugarásbíó
Aftur til framtíðar III (Back to the
FuturelII)
Leikstjóri: Robert Zemeckis & Bob
Gale.
Aðalleikarar: Michael J. Fox, Christ-
opher Lloyd, Mary Steenburgen,
Thomas F. Wilson.
Árið 1985 var frumsýnd mynd-
in Aftur til framtíðar. Hún var
um unglinginn Marty og besta vin
hans Doc, sem er léttgeggjaður
vísindamaður. Þeir fóru í DeLor-
ean tímavél til ársins 1955 þegar
foreldrar Martys hittust. Zem-
eckis og Gale tókst að skrifa líf-
legt og skemmtilegt handrit um
hættur tímaferðalaga, ekki bara
tæknilegar heldur líka tilfinn-
ingalegar. Eins og t.d. að þurfa
að passa að mamma manns falli
fyrir pabba manns en ekki manni
sjálfum og klúðri þannig sögunni.
Myndin var geysivinsæl og
rakaði inn peningum, svo að það
var náttúrlega ákveðið að gera
framhaldsmypd. Og í staðinn
fyrir að gera eina var ákveðið að
gera tvær í einu og frumsýna þær
með sex mánaða millibili. Þetta
var nýtt skref í framhaldsmynda-
iðnaðinum og miklu ódýrara en
að gera þær sína í hvoru lagi.
Fyrir utan það að Michael J. Fox
nálgast óðum þrítugt og það eru
takmörk fyrir því hversu léngi
hann kemst upp með að leika
menntaskólastrák.
Aftur til framtíðar II var sýnd
snemma á þessu ári og varð eng-
an veginn jafn vinsæl og sú fyrsta,
enda ekki nándar nærri eins góð.
Zemeckis fær að vísu að leika sér
að allskyns tæknibrellum því hún
gerist að hluta til árið 2015. Þar
sér Marty sjálfan sig sem mis-
heppnaðan miðaldra tveggja
barna föður. Börnin eru bæði
leikin af Fox og eru bæði í ein-
hverju veseni. Marty reddar því
en verður svo að skutlast aftur til
ársins 1955 til að redda framtíð
sinni enn á ný. Mynd númer tvö
endar á því að tímavélin verður
fyrir eldingu og Doc hendist aftur
til 1855 en skilur Marty eftir á
árinu 1955, þannig að áhorfendur
neyðast til að sjá þriðju myndina
til að vita hvernig fer þó að það sé
auðvelt að giska á það, sérstak-
lega vegna þess að það er sýnt úr
þriðju myndinni á mynd númer
tvö.
Aftur til framtíðar III gerist öll
í Villta vestrinu fyrir utan fyrsta
og síðasta atriðið, og þess vegna
eru færri tækifæri fyrir tækni-
brellur. í staðinn er mikið af hest-
um og lestum og hnyttnum til-
svörum (en þau voru sorglega fá í
nr. 2).
Söguþráðurinn er sá sami og
venjulega, sem sagt tilraunir
Docs og Martys til að komast aft-
ur til framtíðar. Það er forfaðir
erkióvinarins Biffs, Mad dog
Tannen, sem gerir þeim erfitt um
vik en hann er eins og venjulega
leikinn af Thomas F. Wilson.
Doc er aðalmaðurinn í þessum
endi á tímatrílógíunni. Hann
verður ástfanginn af kennslu-
konu (Steenburgen) sem er jafn
hrifin af Jules Verne og hann.
Feimnisleg augnatillit þeirra eru
skemmtileg tilbreyting frá annars
stöðugri aksjón. Fox leikur bæði
Marty og langalangafa hans sem
gefur honum tækifæri til að prófa
að vera með yfirvararskegg.
Hann fer í byssuleik og kallar
sjálfan sig Clint Eastwood og
stælir bæði Robert De Niro í Taxi
Driver og Clint sjálfan í Dirty
Harry.
Aftur til framtíðar III er, að
mér finnst, mun betri en númer
tvö, það er meiri léttleiki í henni
og húmor. Þó slagar hún ekki
hátt upp í fyrstu myndina sem
hefði greinilega átt að vera sú
eina. En þetta er skemmtileg af-
þreying og atriðið þar sem Marty
keyrir inn í Villta vestur Johns
Fords er frábært. Bestu fréttirnar
eru þó þær að þetta er örugglega
síðasta myndin.
SIF
Bíóborgin
Þrumugnýr (Impulse)
Leikstjóri: Sondra Locke
Handrit: John de Marco & Lee Chap-
man
Aðalleikarar: Theresa Russel, Jeff
Famey ,.George Dzundza
Þegar maður fer í Bíóborgina
núna þá er sýnt úr tveim stór-
myndum sem eru á leiðinni, Die
Hard II og Dick Tracy, þar sem
Warren Beatty og Madonna leika
sér saman.
En eftir sýnishornin hefði ég
átt að fara heim, því þá tók við
alveg afspyrnu léleg spennumynd
með alveg ótrúlega lélegum
leikurum.
í stuttu máli er söguþráðurinn
á þessa drepleið (eins og þeir
sögðu í útvarpi Matthildi í gamla
daga): Lotta (Theresa Russel) er
leynilögreglukona sem vinnur við
það að þykjast vera hóra og svo
þegar menn bjóða í hana eru þeir
handteknir. Hún er ofsa sæt og
töff og keyrir hraðskreiðan sport-
bíl, hlustar á hrátt rokk og brúkar
kjaft í tíma og ótíma. En innst
inni er hún blíð og góð, það vitum
við af því að næst rúmi sínu
geymir hún svona kúlu sem mað-
ur hristir og þá kemur snjór.
Þessar andstæður milli hins ytra
og innra gera það að verkum, að
hún er í dálitlu rusli og gengur til
löggusálfræðings sem hún segir
að kannski vilji hún bara vera
með þessum mönnum og láta þá
fara illa með sig - altsvo hin dulda
nvöt konunnar til að láta nota sig.
Lotta vinnur fyrir alveg týpískt
karlrembusvín sem heitir Morg-
an (George Dzundza). Hann
klípur í hana og hótar að reka
hana ef hún sefur ekki hjá honum
og svoleiðis. En þetta breýtist allt
þegar þau fara bæði að vinna fyrir
Stan aðstoðarsaksóknara (Jeff
Famey) sem er að reyna að klóf-
esta einhvern eiturlyfjadfler.
Lotta og Stan verða ástfangin
eða eitthvað og það er það síðasta
skilmerkilega sem gerist í mynd-
inni, því eftir það rennur hún
eiginlega öll út í sandinn. Það er
enginn útgangspunktur, ekkert
aðalatriði, heldur blandast allt
saman, ástarsamband, sálar-
flækjur og eltingarleikur við
bófa. En Theresa puntar upp á
myndina með því að vera í nýjum
kjól í hverju atriði.
Um leikarana er það að segja
að þeir eru hver öðrum verri. Eg
veit ekki af hverju mig minnti að
Russel gæti leikið, kannski hefur
hún einhvern tíma getað það en
þá er hún alveg búin að týna því
niður. Samt er hún lang skást.
Jeff Famey er alveg eins og spýta
og ástarsenurnar á milli þeirra
Theresu eru ótrúlega óspenn-
andi, þau hafa jafn mikinn áhuga
hvort á öðru og Gorbi og Bush.
Þess vegna held ég að það sé
betra að bíða bara eftir næstu
mynd og vona að hún sé í næsta
gæðaflokki fyrir ofan.
SIF
TJALDIÐ
Háskólabíó
Sá hlær best...
(A shock to the system) ★★
Þessi mynd er hvorki leiöinleg né illa gerö
en hún er líka alveg laus við að vera
skemmtileg eða spennandi. Caine leikur
mann sem notar dálítið óvenjulegar að-
ferðir til að komast áfram í amerisku stór-
fyrirtæki og gerir það eins vel og handritið
býður upp á. /SIF.
Leitin að Rauða október
(The hunt tor Red Oktober)**
John McTiernan, sá sem gerði Die Hard, er
nú kominn af fimmtugustu hæð og niður á
fimmhundruð metra dýpi. Sean Connery í
hlutverki rússnesks kafbátaforingja ákveð-
ur að flýja til Bandaríkjanna með kafbátinn.
Fyrsta nostalgíumyndin um kalda stríðið
en alveg örugglega ekki sú síðasta. /SIF
Miami Blues^
Er þetta ástarsaga með ofbeldisívafi eða
öfugt? Ég veit þao ekki og mér er ekki Ijóst
hvort George Armitage, sem bæði semur
handrit og leikstýrir, er þaö Ijóst heldur.
Baldwin og Leigh leika glæpamenn og
gleðikonu, sem bæði eiga auðvitað sínar
góðu hliðar. Það er Fred Ward sem á
stjörnu skilda fyrir að leika eina óvenjuleg-
ustu löggu sem ég hef séð lengi. /SIF
Vinstri fóturinn
(My left foot)****
Algjörlega yndisleg mynd sem maður get-
ur ekki annað en fallið fyrir, nokkurskonar
óður til líkamshluta. Daniel Day Lewis sýnir
manni í hlutverki Christy Brown að vinstri
fótur er allt sem maður þarf til að vera
sjarmerandi og sexy. /SIF
Shlrley Valentine***
Pauline Collins fer á kostum sem Shirley
Valentine! (Þetta er klisja en það er alveg
satt) Shirley er kona sem talar við eldhús-
vegginn sinn, afþví allir aðrir í kringum
hana eru svo leiðinlegir. Svo talar hún líka
við stein en hann skilur hana ekki afþví
hann er griskur. Þetta er skemmtileg mynd
um konu sem er dálítið galin og skammast
sín ekkert fyrir það. /SIF
Cinema Paradiso
(Paradísarbíóið)****
Það er í rauninni fáránlegt að vera að gefa
svona mynd stjörnur, því hún er langt yfir
alla stjörnugjöf hafin. Svona mynd er að-
eins gerð einu sinni og þessvegna má eng-
inn sem hefur hið minnsta gaman af kvik-
myndum missa af henni. /SIF
Siðanefnd lögreglunnar
(Internal affairs)*1/2
Það eru aðalleikararnir Gere og Garcia
sem fá þessar stjörnur, þeir eru báðir góðir,
allt of góðir fyrir þetta lélega handrit sem er
mengað af kvenfyrirlitningu. /SIF
Stjörnubíó
Stálbtóm
(Steel magnolias)***
Þetta er ekki „skemmtilegasta gaman-
mynd allra tíma" eins og stendur í auglýs-
ingunni. Þetta er reglulega skemmtileg
mynd um líf sex vinkvenna í smábæ. En
lífið er ekki alltaf tóm skemmtun svo að þið
skuluð taka einn vasaklút með. /SIF
Fjölskyldumál**1/2
Mynd um þetta eilífa vandamál hverjir geta
eignast börn og hverjir ekki og hversvegna
það passar ekki að þeir sem geti þaö vilji
það. Söguþráðurinn er ósköp einfaldur en
leikurinn stórgóður, sérstaklega hjá hinni
ungu Mary Stewart Masterson. /SIF
Laugarásbíó
Unglingagengin
(Cry baby)*^*
Dans og söngvamynd á la John Waters.
Töffara strákur verður hrifinn af prúðri
stelpu og gagnkvæmt. Slðan syngja þau í
gegnum alla erf iðleikana. Þó að ykkur finn-
ist þið kannast við söguþráðinn skuluð þið
samt fara því útfærslan er alveg splunku-
ný. /SIF
Bíóborgin
Fullkominn hugur
(Total Recall)**
Schwarzenegger er í súperformi og hegg-
ur mann og annan. Skýtur þá, lemur þá og
stingur þá. öll þessi dráp eru tæknilega
mjög vel gerð og fólk sem hefur gaman af
svoleiðis ætti að vera ánægt. En sögu-
þráðurinn drukknar í blóði og maður bjóst
svo sem við meiru frá manninum sem gerði
framtíðarþrillerinn Robocop.
Regnboginn
í slæmum félagsskap
(Bad Influence)***
Stórgóður tryllir með Rob Lowe og James
Spader í aoalhlutverkum. Þeir sem llta
Lowe hornauga fyrir allar lólegu myndirnar
sem hann hefur leikið í ættu aðgefa honum
sjens þvi hér sýnir hann að hann getur
meira en brosað fallega. Djöfullinn erenn-
óá á lifi og býr I Los Angeles. /SIF
með Stuðmönnum. Fleiri titlar
koma til greina en hafa ekki
verið ákveðnir.
Brjálaðir Mode
aðdáendur
Vinsældir Depeche Mode
eru mikfar í Bandaríkjunum.
Hljómsveitin varð að hætta við
að árita nýjustu plötu sína
„Violator“ í hljómplötuverslun
í Los Angeles á dögunum,
vegna þess að svo mikili fjöldi
aðdáenda safnaðist á staðinn
að það var talið hættulegt fyrir
hljómsveitina að mæta í búð-
ina. Þegar Depeche Mode lét
sig vanta greip um sig mikil
reiði og áttu 150 lögregluþjón-
ar fullt f fangi með að hemja
lyðinn, sem braut rúður og lét
öllum illum latum.
Clash verður
áfram dauð
Orðrómur hefur verið uppi
um að Clash ætli að koma
saman að nýju. Sagan hermdi
að hljómsveitin hygðist fara i
hljómleikaferð um Bandaríkin,
þar sem vinsældir hennar eru
mun meiri nú en þegar Clash
var og hét. Þessi orðrómur var
orðinn svo þrálátur að blaða-
fulltrúi Mick Jones hélt blaða-
mannafund þar sem orðróm-
urinn var sagður út i hött og að
The Clash myndu aldrei koma
saman aftur.
Hinn Ijúfhrjúfi Chris Rea
Islenskar plötur
á leiðinni
Stóru hljómplötuutgáfurnar
Steinar og Skífan hafa nokk-
urn veginn ákveðið hvað þær
senda frá sér fyrir jólin. Jónat-
an Garðarsson utgáfustjóri
Steina upplýsti dægurmálas-
íðuna um að Steinar myndu
gefa út um 10 titla fyrir jól. Frið-
rik Karlsson úr Mezzoforte
verður með spilaða plötu sem
heitir „Apoint Blank“, Laddi
sendir frá sér safn eldri laga
með tveimur nýjum, Greifarnir
hafa þegar komið með plötu
og safnplatan „Bandalög 2“ er
einnig komin út. Þá gefa
Steinar út plötu með Bubba
Morthens, Ný danskri og To-
dmobile, Karli Örvarssyni og
Mannakornum, sem allar eru
án titils eins og er. Steinar gefa
út jolaplötu með endurhljóð-
blönduðum eldri lögum og
endurutgefur „Fingraför“
Bubba á diski. Fyrir jólin hefst
svo utgáfa sérstakrar seríu
24 SIÐA NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. águst 1990