Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 23
Um forréttindi
í þeim hrókaræðum sem orðið
hafa um kaup og kjör háskóla-
menntaðra manna á skerinu að
undanförnu hefur lítið farið fyrir
því að menn velti fyrir sér þeim
launum sem greidd eru fyrir
kennslu í Háskóla íslands. Vera
má að þetta stafi af því að kenn-
arar við „fjölbrautaskólann suður
á Melum", eins og þessi virðuleg-
asta menntastofnun þjóðarinnar
heitir á vörum alþýðunnar, eru
ekki aðilar að þeirri deilu sem í
þessum skrifuðum orðum virðist
ætla að ríða stjórnarmerinni á
slig. En allt eins getur verið að
menn láti sitja við hugljúf orð
þjóðskáldsins:
Komirðu sála suður á Mela
sérðu kel í fullum dela,
og telji ástæðulaust að spyrja
fleiri tíðinda úr þeim bæjarhluta.
En áhugaleysið á sér kannske
dýpri rætur, hver svo sem hin ytri
átylla kann að vera, og fékk ég
skýringuna nýlega í viðræðum við
gamalgróinn háskólamann:
launin skipta nefnilega litlu máli,
því þau eru svo lág að það getur
hvort sem er enginn látið sig
dreyma um að koma nálægt há-
skólakennslu nema sá hinn sami
sé svo vellríkur að hann geti lifað
í vellystingum praktuglega á auð-
legð sinni einni án nokkurra
búksorga og án þess að þurfa að
gera sér nokkrar áhyggjur af
sviptivindum þess veraldarparts
sem liggur undir mánanum. Aðr-
ir verða að gefa drauminn upp á
bátinn og ef þeir þrjóskast við,
þurfa þeir að koma ár sinni þann-
ig fyrir borð, að þeir eigi þegar
allar lífsnauðsynjar, svo sem hús
og bíl og það sem þessu tvennu
þarf að fylgja og hafi einnig alveg
einstaka fyrirvinnu: með því móti
er kannske hægt að láta endana
mætast. Það er því ekki að furða
þótt mönnum sem koma á skrif-
stofur háskólans og spyrja í sak-
leysi sínu um laun kennara við
stofnunina sé tekið með mikilli
forundran: það er nánst eins og
koma inn í lávarðadeildina
bresku og spyrja um verð á stræt-
isvagnamiðum.
Þessi tíðindi sem hér hafa verið
sögð ættu reyndar ekki að koma
mönnum alveg á óvart, því ein-
staka menn úr síðarnefnda hópn-
um hafa stundum í heyranda
hljóði borið upp spurninguna: Er
ætlast til þess að háskólakennarar
hafi fyrirvinnu? En hins vegar
hafa menn gersamlega vanrækt
að hugsa þessa hugsun til enda og
draga af henni réttar ályktanir,
enda lýsir þessi spurning, þótt
rökrétt sé, fullkomnu skilnings-
leysi á eðli háskólakennslu hér á
skerinu.
Því hvernig er hægt að skil-
greina það starf að standa frammi
fyrir stúdentum einhverja dag-
parta suður á Melum? Ef litið er á
stöðuna í heild, er ljóst að hér er
um að ræða alveg sérstök forrétt-
indi, eins og slík fyrirbæri hafa
jafnan verið skilgreind í
mannkynssögunni: þetta er starfi
sem þeir einir geta fengið sem
hafa bæði rétta menntun og nóga
auðlegð til að byggja á. Slíkir
menn eru vitanlega ekki annað
en þröng forréttindastétt, síst
fjölmennari en aðalsmannastétt-
in á dögum Sólkonungsins, - og
þannig er háskólakennslan sér-
stök aukaforréttindi sem bætast,
eins og ýmis önnur hliðstæð sérr-
éttindi yfirstétta, ofan á þau forr-
éttindi að vera ríkur og lang-
skólagenginn. Það er alkunna, að
þeir sem búa sólarmegin við
götuna hafa löngum haft réttindi
og getað veitt sér munað, sem
fellur óbreyttum almenningi ekki
í skaut. Á okkar tímum hafa slíkir
menn enn úr mörgu að velja: þeir
geta tekið á leigu rándýrar laxár,
látið útbúa golfkúlur með upp-
hafsstöfum sínum eða flogið um í
einkaflugvéi. Og þeir geta látið
sér vaxa skegg, tekið sér gamla
skólatösku í hönd og arkað suður
á Mela.
Þannig hefur blaðið sannar
spurnir af miðaldra athafna-
manni, sem vinnur á þremur
vinnustöðum í tveimur löndum,
auk alls kyns atvinnubótavinnu á
síðkvöldum, og ann sér hvergi
hvíldar. Einn hluti af þessari fjöl-
breyttu starfsemi hans er sá, að
þegar sól er hæst á lofti og aðrir
athafnamenn telja sig eiga það
fullskilið að taka sér sumarleyfi,
leggur hann stund á þá aukabú-
grein að smala stórum hjörðum
af túrhestum fram og aftur um
landið, halda þeim þar á beit og
vernda þær frá því að hrapa fram
af björgum í eltingaleik við fugla,
hálsbrotna í hraungjótum eða
sjóða í hverum: út um græna
grundu gakktu hjörðin mín. Með
þessari þrotlausu vinnu tekst at-
hafnamanninum að safna saman
talsverðum auð, sem mölur, ryð
og Ólafur Ragnar fá að vísu
grandað en veitir samt mikla upp-
hefð í mannheimi áður, og hvað
gerir hann svo? Meðan ýmsir aðr-
ir einstaklingar úr forréttinda-
stéttum sigla lystisnekkjum sín-
um um öll heimsins höf eða
standa með stöng í hendi úti í lax-
veiðiám sem kosta árslaun verka-
manns á leigu á dag, býr hann sig
undir að stunda kennslu í háskól-
anum næsta haust.
Samanburður þessara tvenns
konar forréttinda, laxveiða og
háskólakennslu, er vitanlega
engan veginn út í hött. Við lax-
veiðar arka menn af stað í sem
mestu dumbungsveðri og standa
síðan klukkustundum saman úti í
straumharðri og hrollkaldri ár-
sprænu og bíða eftir því að ein-
hver þrjóskur og tröllheimskur
snurti láti svo lítið að bíta á. Eftir
það verða menn að híma lon og
don mitt í vatnssulli og sporðak-
östum í einhverju viljaþrátefli við
laxinn, þangað til tekst að
sannfæra hann um að fara þangað
sem maður vill að hann sé. Við
háskólakennslu verða menn
einnig að þramma í hvaða veðri
sem er suður á Mela, sem eru af
sérfróðum mönnum taldir vera
mesti vindrass á höfuðborgar-
svæðinu og þá sennilega jafn-
framt á landinu öllu, standa síðan
í andlegu reiptogi frammi fyrir
einhverjum frosnum fiskaugum
og reyna að fá námsmennina til
að bíta á þann fræðilega öngul
sem maður hefur þannig að hægt
sé að draga þá áfram á
straumhörðum farvegi vísind-
anna.
Hvorugt athæfið virðist sérlega
freistandi, þegar á það er litið
raunsæjum augum, en að slíku er
vitanlega aldrei spurt þegar um er
að ræða forréttindi sem standa
aðeins fáum útvöldum til boða og
lyfta þeim yfir sauðsvartan al-
múgann: þá leggja menn flest á
sig og fá kannske þeim mun
meira kikk út úr forréttindunum
sem þeim fylgja meira amstur og
þrautir. Það viðurkenna laxveiði-
menn fúslega. En við getum þó
ekki bundið okkur við það við-
horf, heldur verðum við líka að
líta á þessi forréttindi út frá sjón-
armiði lýðræðisþjóðfélags okkar
tíma. Og er þá skemmst að segja,
að fyrir tvö hundruð og einu ári
urðu þau miklu straumhvörf í
sögu Vesturlanda, að farið var að
afnema öll forréttindi eftir því
sem frekast varð við komið. Svo
rösklega var reyndar gengið til
verks, að ýmsir forréttindamenn
sem þrjóskuðust við voru gerðir
höfðinu styttri. Síðan þetta gerð-
ist hefur mikið vatn runnið til
sjávar, en það hefur komið æ bet-
ur í ljós að þessi umskipti voru
nauðsynlegt spor í réttlætisátt, og
er því ástæðulaust að eyða löngu
máli í að sýna fram á það hve
óréttlát forréttindi eru hvernig
sem þeim er háttað, og hvað þau
eru mikil tímaskekkja. Það er
heldur ekki nein ástæða til að
undanskilja sérstaklega þau for-
réttindi að geta kennt við Há:
skóla íslands.
Nú má ekki gleyma því að þessi
umræddu fyrirbæri geta verið af
ýmsu tagi: til eru forréttindi sem
hægt er að uppræta með illu eða
góðu - með því að hálshöggva þá
sem þeirra njóta ef ekki dugir
annað - og má þar t.d. telja
skattfrelsi aðalsmanna á sínum
tíma eða jus primae noctis, en svo
eru einnig forréttindi, sem erfið-
ara er að vinna bug á, því að í
lýðræðisþjóðfélagi er vitanlega
ekki hægt að banna mönnum að
kaupa lystisnekkjur eða meina
bændum að leigja veiðiréttindi
hæstbjóðendum. En í slíkum til-
vikum er önnur lausn, og hún er
sú að leggja þunga skatta á for-
réttindamenn.
Af þessum ástæðum er ég ekki
beinlínis að mæla með því að fall-
öxin verði reist á áberandi stað
við hliðina á styttunni af Sæ-
mundi fróða og af háskólakenn-
urum verði sneiddur sá líkamsh-
luti sem oftlega veldur sem mestri
hneykslan, - þótt vafalaust megi
mynda hina sönnustu þjóðarsátt
um svo róttækar aðgerðir. Há-
skólinn hlýtur að veiða til, svo
lengi sem einhver finnur hjá sér
hvöt til að hlaupa undir
pilsfaldinn hjá Ölmu Mater. Og
þá er ekki um margt að ræða. Það
fáránlega viðhorf, að háskóla-
kennsla sé vinna hefur mjög tor-
veldað fyrir raunhæfri lausn, og
t.d.leitt menn til að setja fram alls
kyns kröfur um kauphækkanir,
og þarf því að kveða það í kútinn:
því hvað myndu menn segja ef
auðkýfingar færu að heimta dag-
peninga fyrir þann tíma sem þeir
eyða um borð í lystisnekkjum sín-
um? Síðan kemur tvennt til
greina: annað hvort leggja þung-
an forréttindaskatt á þá sem
stunda kennslu við Háskólann
eða þá stíga sporið til fulls og fara
með stúdentana eins og gert er
með hreistraða meðbræður
þeirra í laxveiðiánum, - leigja út
ítroðsluréttinn. e.m.j.
NÝTT HELGARBLAÐ - SIÐA 23