Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 6
Persaflói Grámyglumar horfast í augu Á Persaflóa og við landamœri Saúdi-Arabíu standa Irakar gráirfyrir járnum andspœnis umheiminum sem sífellt sendirfleiri hermenn ísinn fjölþjóðaher Á heimleið. Egypskur verkamaður á leið yfir landamæri íraks og Jórdaníu á leið heim frá Kúvæt með allt sitt hafurtask í tveimurtöskum. að er biðstaða í Persaflóa- deilunni. Alla vikuna hafa menn verið að safna liði beggja vegna landamæra Saúdi-Arabíu og á Persaflóa sjálfum. Saddam Hussein Iraksforseti samdi jafnvel um frið við erkióvininn Iran til að losa „austurvígstöðv- arnar“ svo hann gæti sent her- mennina suður á bóginn. írakar standa gráir fyrir járnum á móti fjölþjóðlegum her - sem er alveg jafn grár fyrir járnum - og lætur sig hvergi, vill ekki gefa Kúvæt upp á bátinn. Olíukreppa í aðsigi Þar sem enginn veit hvað gerist býr heimurinn sig undir olíu- kreppu. Olían hefur þegar hækk- að úr um 16 dollurum tunnan í 26 en virðist ætla að halda sig nálægt þeirri tölu a.m.k. fyrst um sinn. Sérfræðingar segja hinsvegar að við þurfum ekki að eiga von á eins alvarlegum áföllum og í hin- um olíukreppunum 1973 og 1979. Hækki olíutunnan upp í 30 doll- ara þarf heimurinn að borga aukalega um 90 miljarði dollara árlega. Þetta hljómar ekki vel, en er þó mun skárra en á sjöunda áratugn- um. Þessi tala þýðir um 0,6 prós- ent af veltu hins iðnvædda heims miðað við að kostnaðurinn af fyr- ri olíukreppum var um 2,0 prós- ent af veltunni. Við höfum eitthvað lært af reynslunni segja sérfræðingar og benda á að hinn iðnvæddi heimur eigi varaforða af olíu sem samsvarar 250 daga framleiðslu íraks og Kúvæt. Með því að nýta sér þennan varaforða að einhverju leyti má komast hjá gífurlegum sveiflum. Beiii eftir 0PEC Samt telja fréttaskýrendur að brjótist út stríð við Persaflóa muni olíutunnan strax fara í 50 dollara og fái þá enginn rönd við reist. Aðrir treysta hinsvegar á að önnur olíuframleiðsluríki auki framleiðsluna til að bæta upp tap- ið frá írak og Kúvæt. Það virðist hinsvegar ekki enn hafa gerst. OPEC-ríkin bíða eftir að funda um málið og vilja greinilega ekki auka framleiðsluna mikið um- fram það sem samtökin hafa heimilað fyrr en þá eftir fundinn seinna í þessum mánuði. Einnig er bent á að í mörgum löndum séu skattar stór hluti olíuverðs og þá sérstaklega bens- ínverðs. Bandaríkin hafa t.d. hækkað skatta á bensín úr 11 af hundraði 1973 í um 30 af hundr- aði í dag. Sömu sögu er að segja á íslandi þótt enginn skuli ætla að hækkað olíuverð skili sér ekki í hækkuðu bensínverði. Breyttur heimur Það er einkum þrennt sem hef- ur breyst í heiminum vegna Persaflóadeilunnar. Staða OPEC, samtaka olíuframl- eiðsluríkja, hefur breyst. Sam- tökin hafa löngum reynt að halda olíuverði sem hæstu án þess að önnur ríki fari í of miklum mæli að leita annarra orkugjafa. Saúdi-Arabía hefur verið máls- vari stöðugleika í framleiðslunni en önnur ríki hafa viljað draga úr og hækka verðið, enn önnur hafa viljað framleiða meira til að fá meira í kassann. Þótt erfitt hafi verið að ná samstöðu áður er ljóst að það verður enn erfiðara nú. Og þar sem vestræn iðnríki styðja nú Saúdi-Arabíu er líklegt að þeirra stefna öðlist meiri hljóm- grunn. Hin tvö atriðin eru eining ar- abaríkj a og staða Palestínuaraba. Hver svo sem niðurstaðan verður í Kúvæt þá munu þessar breyting- ar standa. Valdabaráttan í Austur- löndum nær hefur gjörbreyst. Þeir sem áður voru vinir eru nú óvinir og öfugt. Samstaða araba hefur sennilega fengið rothöggið í þessum síðustu valdatilraunum Saddams Husseins. Hann hefur alltaf haft þá löngun að verða leiðtogi araba en ólíklegt er að það verði þegar hann hefur feng- ið þá flesta upp á móti sér. Stórveldin sammála Það sem hefur breyst er að nú geta arabaríkin ekki treyst á stuðning Sovétríkjanna gegn Bandaríkjamönnum. Þau verða að líta í eigin barm og sjá hvað þeim kemur best í heimi þar sem stórveldin tvö standa saman. Meira að segja Sýrlendingar sem hafa verið sakaðir um að styða hryðjuverkastarfsemi senda herlið til að aðstoða Bandaríkjamenn og Saúdi- Araba við að verja landið gegn frökum. En Sýrlendingar hafa haft mikil tengsl við Moskvu. Einnig styðja írönsk yfirvöld, hvers helsti andstæðingur hefur verið Bandaríkin, viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna á írak og Kúvæt. Og íran heldur stuðning- num áfram þrátt fyrir að Hussein hafi samið frið við þá og látið eftir öllum kröfum þeirra. Það er Hussein Jórdaníukon- ungur sem kemur verst út úr þessu þar sem hann reynir að þjóna tveim herrum, tveimur vin- um sínum, frak og Bandaríkjun- um. Hann reynir að bera boð milli forseta ríkjanna en óvíst er að það beri árangur því eftir því sem dagarnir líða verða þeir æ harðorðari í garð hvors annars þeir Hussein og Bush. Staða ísraels Sameiginlegur óvinur allra ar- abaríkja er ísrael og hefur oft verið hægt að fylkja arabaríkjum saman gegn ísrael. En Banda- ríkjamenn hafa varast að fá ísrael til að gera nokkuð til aðstoðar enda myndi það ekki mælast vel fyrir. Það er mikilvægt fyrir Bandaríkjamenn að hafa sem al- þjóðlegastan blæ á herliðinu í Saúdi-Arabíu til að sýna einangr- un íraks en ísrael yrði ekki góður litur í því litrófi. Hussein íraksforseti sagðist í vikunni vilja líta á ástandið í Austurlöndum nær í heild sinni og ekki ræða útgöngu fraks úr Kúvæt öðruvísi en að um leið yrði rætt um veru ísraela á herteknu svæðunum og í Líbanon. Þannig reyndi hann að fylkja arabaríkj- um með sér en það gekk ekki. Hinsvegar hlýtur vandamálið með herteknu svæðin að þurfa að leysast þótt það verði ekki gert vegna hótana frá Hussein. Þar sem valdastaðan hefur breyst ætti að vera kominn upp nýr flötur á því máli. Vandamálið er að PLO hefur stutt Hussein í þessu öllu. Það hefur rýrt þann ávinning sem Y asser Arafat hefur haft af því að koma fram sem maður málamiðl- ana síðustu misseri. Og er þetta þriðja atriðið sem hefur breyst. Herinn burt Eitt er það enn sem er líklegt til að breytast en það eru áhrif Bandaríkjamanna í þessum heimshluta. Við íslendingar þekkjum það að þegar banda- rískur her er einu sinni kominn í landið er erfitt að fá hann burtu, og þótt það takist er allt eins von á því að hann komi strax aftur. Nú hafa Bandaríkjamenn á að skipa tugþúsundum hermanna í Saúdi- Arabíu og það er allt eins líklegt að þeir verði þar næstu mánuði, jafnvel ár og þá gæti nú orðið erf- itt fyrir Fahd konung í Saúdi- Arabíu að senda liðið heim. A.m.k. meðan Saddam Hussein ríkir í írak. Bandaríkjamenn áttu í erfið- leikum með að svara innrás íraks í Kúvæt vegna þess að þeir höfðu ekki á að skipa landher neins- staðar nærri. Það gat tekið marga daga að senda flotann á staðinn og fréttaskýrendur eru sammála um að íraski herinn hefði auð- veldlega getað rúllað yfir þá nokkur þúsund bandarísku her- menn sem flogið var með til Saúdi-Arabíu stuttu eftir innrásina. Það verður því að telja líklegt að Bandaríkjamenn biðji um leyfi fyrir herstöðvar í Saúdi- Arabíu að þessu öllu loknu, þ.e.a.s. ef Bandaríkjaþing sam- þykkti slíkan kostnaðarauka eftir allt sem Bandaríkjamenn koma til með að þurfa að punga út vegna Persaflóadeilunnar. Það verður síðan að koma í ljós hvernig Saúdi-Arabar myndu bregðast við slíkri málaleitan og víst er að þeir yrðu ekki par hrifn- ir. En allt getur gerst í heimi sem breytist daglega. Irak Orðaskak Saddam Hussein Iraksforseti kallaði George Bush Banda- ríkjaforseta lygara í gær. Hann sagði að Bush ætlaði sér að stela arabískri olíu og vanvirða heilögustu staði islams. „Þú verð- ur sigraður,“ hét Hussein Bush. Þetta var svar við ræðu Bush í fyrradag en þar fór hann hörðum orðum um Hussein. Á meðan hafa írakar skipað 4.000 Bretum að safnast saman á hóteli í Kúvæt en bresk yfirvöld líta á þetta sem dulbúna hótun. 2.500 Bandaríkjamönnum hefur einnig verið skipað að safnast saman á hóteli. Svíar mótmæltu því fyrir hönd Norðurlandanna að ríkisborgar- ar landanna fái ekki að yfirgefa Kúvæt og írak. Um 7.000 er- lendir ríkisborgarar náðu þó til Jórdaníu í gær. Pólland og Sovét- ríkin tillkynntu um brottflutning margra sinna borgara frá Kúvæt í gegnum Bagdad, höfuðborg ír- aks. Kontrabysssum breytt í gervifætur Sameinuðu þjóðirnar gáfu á miðvikudag hjálparsamtökum rúm 10 tonn af brotajárni sem fékkst frá byssum og öðrum her- tólum Kontra-skæruliðanna í Níkaragva. Samtökin hyggjast nota járnið til að búa til gervilimi handa stríðsfórnarlömbum. Alþjóða Endurhæfingarsjóð- urinn fékk afhentan lykil að gámi með tíu tonnum af brotajárni sem hefur safnast eftir að Kontrar hófu að leggja niður vopnin í apr- íl s.l. En þá tók Violeta Cham- orro við forsetaembættinu af Daniel Ortega. Ógiftar mæður Mæður fjórða hvers barns sem fæddist í Bandaríkjunum árið 1988 eru ógiftar, segir í rannsókn sem birtist á miðvikudag. Rúm- lega miljón börn fæddust ógiftum mæðrum sem er átta prósenta aukning frá árinu áður og 51 prósent aukning sé tekið mið af árinu 1980. Tvær af hverjum þrem blökku- konum sem eignast börn eru ein- stæðar mæður samanborið við að ein af hverjum fimm hvítum kon- um eru einstæðar og ein af hverj- um þrem konum sem upprunnar eru í Rómönsku Ameríku teljast einstæðar mæður. Einnig kom fram í könnuninni að tveir aldur- shópar kvenna eignast æ fleiri börn en það eru konur á þrítugs- aldri annarsvegar og tánings- stúlkur 15-17 ára hinsvegar. Betra er seint en aldrei Fyrrverandi foringi í sovéska hernum skilaði á dögunum þýsku listasafni meira en 360 teikning- um og vatnslitamyndum. Sum verkanna eru eftir Rembrandt, Monet, Manet, Goya, Rubens og van Gogh. Kunsthalle safnið í Bremen hafði talið að þessi lista- verk væru týnd um alla eilífð en herforinginn hafði tekið þau til geymslu í seinni heimsstyrjöld- inni. Hinn 72 ára gamli foringi og nú framkvæmdastjóri arkitektasafns í Moskvu hafði bjargað verkun- um frá þýskum og sovéskum her- deildum en verkin voru geymd í kastala nokkrum svo þau eyði- legðust ekki í loftárásum banda- manna. Búið að trompa Trump Fasteignabraskarinn frægi í New York, Donald Trump, er metinn á 4,62 miljarði Bandaríkj- adala. Hann skuldar hinsvegar eina 3,21 miljarði dala. Þess utan hafa 111 aðilar farið í mál við hann útaf peningamálum. Þessar tölur voru birtar þegar Trump fór fram á 65 miljón doll- ara lán til að geta staðið í skilum með afborganir sem hann tók til að byggja slatta af ríkmannlegum spilavítum í Atlantic City, New Jersey. Trump vildi ekki að þetta yrði upplýst en dómstólar dæmdu honum ekki í vil. Frjálsir á þessu ári Dagblað í Beirút skýrði frá því í gær að allir vestrænu gíslarnir 13 yrðu ef til vill látnir lausir áður en árið er úti. Hið vinstrisinnaða blað as-Safir taldi að eitthvað já- kvætt myndi gerast í gíslamálun- um á næstu dögum. Blaðið vitnaði í heimildir innan stjórnarinnar og sagði að leyni- legar viðræður ættu sér stað með- al samtaka í Teheran og Líbanon og palestínskra hópa sem allir tengjast þeim aðilum sem taldir eru hafa gíslana á sínu valdi. Síð- ustu 10 daga hafa palestínskir hópar leyst tvo Svisslendinga úr haldi. 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.