Þjóðviljinn - 31.08.1990, Side 5
• •
it^ a cfd ut i 11 o
jUij 1 UDAGhrKKI I liv
Almálið
Staðarval ekki enn á dagskrá
Svavar Gestsson, menntamála-
ráðhcrra, segir enga ákvörð-
un hafa verið tekna um það hvar
nýju álveri verði valinn staður.
- Þeirrar ákvörðunar er vart að
vænta á næstunni, sagði Svavar
þegar hann var inntur eftir þeim
ummælum Karls Steinars
Guðnasonar þingmanns Alþýð-
uflokksins á opnum fundi í Kefla-
vík í gær um álmálið þess efnis að
Atlantál-hópurinn vildi að nýtt
álver yrði staðsett á Keilisnesi.
- Undirbúningur málsins er
Svavar Gestsson: Atlantál-hópurinn hefur ekki tekið afskarið um staðarval.
einfaldlega ekki kominn á það
stig að unnt sé að gera raunhæfan
samanburð hvað kostnað og um-
hverfisþáttinn áhrærir á þeim
stöðum sem nefndir hafa verið til
sögunnar, sagði Svavar, - en
síðamefndi þátturinn er mikil-
vægastur í mínum huga. Þá á ég
ekki aðeins við þá hlið málsins er
lýtur að hugsanlegri loftmengun
og nánasta umhverfi, heldur
einnig félagslega þættinum sem
verður að hyggja vel að.
í fréttum Ríkisútvarpsins í gær-
kvöldi var staðhæft að fréttastof-
an hefði áreiðanlegar heimildir
fyrir því að Atlantál-hópurinn
hefði þegar ákveðið að Keilisnes
yrði fyrir vaiinu. Karl Steinar
staðfesti þetta í viðtali við Út-
varpið. Hann sagði það hafa
komið skýrt fram í viðræum sín-
um við forstjóra tveggja fyrir-
tækjanna úr Atlantál-hópnum að
aðeins kæmi til greina að nýju ál-
veri yrði fundinn staður á Keilis-
nesi og væri formlegrar ákvörð-
unar þar að lútandi að vænta
innan þriggja vikna.
Þá gaf Karl Steinar það fylli-
lega til kynna að afstaða ráðherra
Alþýðubandalagsins væri eina
hindrunin sem væri í vegi fyrir því
að staðarvalið hefði ekki þegar
verið ákveðið.
fyrir, enda hafa forstjórarnir ekki
tekið af skarið og nefnt einn stað
öðmm fremur.
Svavar Gestsson sagði að þess
væri miklu lengur að bíða en
þriggja vikna áður en ákvörðun
yrði tekin um staðarvalið. - Við-
ræðumar em á afar viðkvæmu
stigi eins og stendur. í gær ræddu
forsætis- og fjármálaráðherra við
forstjóra Alumax og frá þeim við-
ræðum liggja engar niðurstöður
Svavar sagði það ekki nýtt að
Karl Steinar léti ummæli af marg-
víslegu tagi falla um ráðherra Al-
þýðubandalagsins. - Þessi um-
mæli em líkust útbrotum og van-
líðan Alþýðuflokksins svo
skömmu fyrir kosningar. Sannast
sagna tek ég orð Karls Steinars
ekki alltof hátíðlega, sagði Svav-
ar.
-rk
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Jon Voight er nú staddur hér á landi til að kynna nýjustu mynd sína
„Etemity". Á blaðamannafundi í gær ásamt leikstjóra og framleiðanda myndarinnar, Steven Paul, sagði
Voight að „Eternity" væri lítil, ódýr, hógvær og bjartsýn mynd sem vonandi gæti keppt við stórar og dýrar
myndir í vinsældum. „Eternity" verður frumsýnd hér á landi í október. Mynd: Kristinn.
VASK gf bókum
Útgefendur
í sjöunda himni
Virðisaukaskattur ekki innheimtur afbókum
eftirhelgi. Bókaútgefendur: Gamalt
baráttumál okkar
Eftir helgina geta menn keypt
sér bækur án virðisaukaskatts
og munu bækur að öllu jöfnu
lækka um 19,68% af þeim
sökum. Þetta hefur lengi verið
baráttumál bókaútgefenda og
-sala og eru þeir nú í sjöunda
himni og sjá fram á betri tíð með
blóm í haga hvað bókasölu varð-
ar.
Páll Kristjánsson sölustjóri hjá
Vöku/Helgafelli segir að beðið
hafi verið eftir þessu í langan
tíma. „Við grípum þetta fegins
Arnarflug
Tíminn
að renna út
Steingrímur J. Sigfússon sam-
gönguráðherra segir að það sé
ekki rétt sem fram hefur komið í
fjölmiðlum, að ráðuneytið hafl
lagt það til við stjórn Arnarflugs
að Flugleiðir sinni áætlunar-
leiðum þess til 1. febrúar á næsta
ári, á meðan unnið yrði að endur-
skipulagningu á fjárhag félagsins.
Hins vegar sagði samgöngu-
ráðherra að í samtölum sínum við
stjórn Arnarflugs í fyrradag og í
gær að tími þeirra til að koma
félaginu á kjöl á nýjan leik væri
útrunninn. Stjórn félagsins yrði
að gera það upp við sig í dag eða í
síðasta lagi næstu sólarhringa um
það hvort þeim takist ætlunar-
verk sitt eða ekki. Ef ekki, yrði
annar aðili að taka við. Hver það
yrði vildi ráðherra ekki svara.
Steingrímur sagði að ísflug hefði
ekki leyfi til áætlunarflugs og
uppfyllti ekki nauðsynleg skilyrði
sem til þarf og frá þeim yrði ekki
hvikað.
Um átta leytið í gærkvöld kom
svo stjórn Arnarflugs til fundar
við ráðherra í samgönguráðu-
neytinu. Niðurstaða þess fundar
lá ekki fyrir þegar blaðið fór í
prentun.
-grh
Skúli Alexandersson
Eitt allsherjar bull
Samþykkt þingflokks AB um smábátaveiðar er alvegyfirgengileg
samsuða. Kaup fyrirtœkja á kvótum smábátafjármögnuð afríkis-
bönkum
Skúli Alexandersson þingmað-
ur Alþýðubandalagsins á
Vesturlandi segir að samþykkt
þingflokks AB um smábátaveiðar
frá því á þriðjudag sé eitt allsherj-
ar bull og alveg yfirgengileg sam-
suða. En Skúli var fjarverandi
þegar þingflokkurinn kom sam-
an.
Skúli segir að þingflokkur sem
samþykkti lög um stjómun fisk-
veiða á Alþingi í vor geti ekki
látið frá sér fara aðra eins vitleysu
.og samþykkt hans um smábáta-
veiðar ber með sér. „Nema að
þessi samþykkt feli í sér að það
hafi orðið hugarfarsbreyting hjá
þeim sem vildu ekki ganga að til-
lögum mínum þá. Þær gengu út á
það að girt yrði fyrir það að hægt
yrði að selja kvóta smábáta yfir í
aðra útgerðarflokka. Núna tala
Flugumferðastjórar
Settir í þjóðarsátt
Kjarasamningur flugumferðar-
stjóra og fjarmálaráðuneytis-
ins sem undirritaður var um
miðjan júlí fellur undir bráða-
birgðalögin. Þetta er álit Guðna
Á Haraldssonar hrl., en hann
samdi álitsgerð fyrir ASÍ um
samninginn. Af þessu leiðir að sá
hluti samningsins sem kveður á
um bætur fyrir styttri starfsævi
og fleiri atriði kemur ekki til
framkvæmda. Hins vegar kemur
hinn hluti samningsins, sem felur
í sér sömu launahækkanir og fel-
ast í þjóðarsáttinni svokölluðu, til
framkvæmda.
Mörður Árnason upplýs-
ingafulltrúi fjármálaráðuneytis-
ins segir að lögfræðingar ráðu-
neytisins hafi farið yfir samning-
inn og talið að þær hækkanir sem
í samningnum og samkomu-
laginu felast og eru umfram þjóð-
arsáttina, sníðist af með bráða-
birgðalögunum. Flugumferðar-
stjórar hækka því ekki meira í
launum en aðrir meðan bráða-
birgðalögin eru í gildi. ns.
þeir hinir sömu um „réttaróvissu
og ringulreið" varðandi smábáta-
veiðar og framsal á kvóta þeirra.
Þetta gat hver hugsandi maður
séð fyrir og þó ég hafi reynt mitt
besta til að koma vitinu fyrir
þingflokkinn í vor, náðu mínar
tillögur ekki fram að ganga.“
Skúli segir að reglugerð sjávar-
útvegsráðuneytisins um veiðar
smábáta breyti engu í þessu máli.
Hvað þá heldur þó svo að stjóm-
um skuldum vafinna sveitarfé-
laga í þessum sjávarplássum
verði veitur forkaupsréttur að
kvótanum sem seldur er á mark-
aðsverði.
„Það sem er kannski sýnu verst
í þessu öllu er sú staðreynd að
þeir aðilar sem eru að safna að sér
kvóta smábáta era yfirhöfuð
gjaldþrota fyrirtæki sem hefur
verið haldið uppi af Atvinnu-
tryggingarsjóði og Hlutafjár-
sjóði. Síðan til að kóróna vit-
leysuna er þessum sömu fyrir-
tækjum lánað fé úr ríkisbönkum
til að fjármagna kvótakaupin. Á
sama tíma er þeim sem era
heiðarlegir í sínum viðskiptum
ýtt út í kuldann,“ segir Skúli Al-
exandersson.
-grh
hendi og munum að sjálfsögðu
lækka bækur á íslensku, en því
miður verða bækur á erlendu
máli áfram með virðisaukaskatt.
T.d. bækur eftir Laxness sem við
höfum látið þýða á erlendar tung-
ur verða áfram skattskyldar. En
þetta er fyrsta skrefið og það
stórt,“ segir Páll.
Flestir búast við aukinni bóka-
sölu vegna þessarar aðgerðar, en
ekki eru allir jafn bjartsýnir. Páll
segist búast við að salan fari hægt
af stað til að byrja með, en með
aukinni kynningu og umfjöllun
um bækur taki hún við sér. „Bók-
inni verður gert virkilega hátt
undir höfði eins og hún á skilið og
við munum væntanlega verða
með tilboð og fleira í tilefni af
þessu,“ segir Páll.
Katrín Árnadóttir fjármála-
stjóri hjá Almenna bókafélaginu
segir að það sé stórkostlegt fram-
tak að virðisaukaskatturinn fari
af bókum, og það hafi hreinlega
verið nauðsynlegt fyrir bókina.
„Ég hef trú á því að salan aukist,
því bækur voru orðnar alltof dýr-
ar. Það er mín tilfinning að bækur
lækki jafnvel enn meira en sem
nemur virðisaukaskattinum,“
segir Katrín.
Bæði Páll og Katrín telja að
jólabækurnar í ár verði á svipuðu
verði og í fyrra, altént ekki dýr-
ari. ns-
Föstudagur 31. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5
Útvarp Rót
Skólamál
í Fésinu
í kvöld kl. 19-21 verður þáttur-
inn Nýtt Fés á Rótinni. Nýtt Fés
er unglingaþáttur og er í umsjá
Andrésar Jónssonar. í þessum
þætti verður fjallað um skólamál
vítt og breitt, en hæst mun þó
bera ráðstefnuna „í leit að skóla-
stefnu á unglingastigi“, sem nú
stendur yfir í Réttarholtsskóla.
Andrés segir að unglingar komi í
heimsókn, en einnío verður talað
við fulltrúa KÍ o tarald Finns-
son úr undirbúi ;snefnd ráð-
stefnunnar. Allii iglingar era
hvattir til að hlusta á þennan
merkilega þátt.