Þjóðviljinn - 02.11.1990, Síða 4

Þjóðviljinn - 02.11.1990, Síða 4
Teikning Ásgríms Jónssonar af Jónasi Guölaugssyni (eig. Lista- safn (slands). Bak við hafið Urval úr ljóðum Jónasar Guðlaugssonar komið út Jónas Guðlaugsson (1887- 1916) var „ofurhugi nýrrar ald- ar sem auðgaði íslenskan skáld- skap og mun ævinlega verða nýj- um kynslóðum kærkomin upp- götvun", segir Hrafn Jökulsson í formála nýrrar bókar með 40 Ijóðum Jónasar. Bókaforlagið Flugur og Mál og menning hafa sent frá sér bókina „Bak við hafið“, úrval úr ljóðum Jónasar Guðlaugssonar (1887- 1916), í útgáfu Hrafns Jökulssonar, sem ritar inngang um ævi og skáld- skap hans. Jónas Guðlaugsson lést á Jót- landi í Danmörku, aðeins 28 ára eftir nær árs veikindi, en hafði þeg- ar kvatt sér hljóðs bæði í íslenskum og dönskum bókmenntaheimi með eflirminnilegum hætti. Tómas Guðmundsson, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og Stefán frá Hvíta- dal urðu allir fyrir áhrifum af hon- um, svo dæmi séu nefnd, og Tóm- as taldi að vanrækt hefði verið að vekja athygli á skáldskap Jónasar og þýðingu í íslenskri bókmennta- sögu. Jónas gaf út 3 ljóðabækur á íslensku og 3 á dönsku, auk ann- arra skáldverka, m.a. tveggja skáidsagna og eins smásagnasafns á dönsku. Tvær þeirra hafa komið út á íslensku, Breiðfirðingar og Sólrún og biðlar hennar. Jónas Guðlaugsson tók um skeið þátt í dægurmálum líðandi stundar og þótti harðfylginn. Hann var m.a. um skeið ritstjóri Valsins á ísafirði og síðar m.a. blaðamaður við danska blaðið Social- Demo- kraten. ÓHT Lög eftir Hallgrím Helgason Nýlega eru út komin fyrir fiðlu og píanó Tvö lög eftir Hall- grím Helgason: I lunda landi (Prófasturinn dansar) og Vinar minni (Elegia). Lögin eru tileinkuð Börge Hilfred, konsertmeistara við Söndeijydsk Symfoniorkester f Sönderborg, en hann frumflutti þau, ásamt höfundi, árið 1950 f svissneska ríkisútvarpinu. Síðar hefir hann spilað þau á konsertum. Fiðlufingrasetning og strok- háttur er eftir kanadíska fiðluleik- arann dr. Howard Leyton-Brown, sem einnig hefir flutt lögin, bæði á konsertum og i útvarpi. Aðalútsala er hjá forlaginu Öm & Örlygur, Síðumúla 11. Deilt um réttmæti vaxtahækkunar Ákvörðun íslandsbanka um að hækka vexti sína um 0,5-2% mælist mjög misjafnlega fyrir. Hörðust eru viðbrögðin hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja sem krefst þess að bankar og fjármagnsstofnanir færi þegar í stað niður vexti og ann- an ijármagnskostnað. Verka- mannafélagið Dagsbrún lýsir yfir undrun sinni og hneykslun á ákvörðun íslandsbanka en framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins, Þórarinn V. Þórarinsson, segir þessa ákvörðun í samræmi við þróun verðbólgu. Dagsbrún ætlar jafnvel að endurskoða eignar- hlut sinn í Islandsbanka og við- skipti við hann. I samtali við Þjóðviljann sagði Þórarinn að vaxtalækkunin sem knúin hefði verið fram fyrir liðlega mánuði, hefði byggt á tímabundinni mjög lágri verð- bólgu. Núna væri verðbólgan heldur á uppleið frá því tíma- bundna ástandi. „Það var almennt vitað að vextir myndu hækka aft- ur og það hljóta að vera blindir menn sem ekki vissu að þeir myndu gera það í desember,“ sagði Þórarinn. Bankar þurfa vaxtamun Þórarinn sagðist ekki vita hvort vaxtamunurinn í bankakerf- inu væri óeðlilegur. Bankamir þyrflu hins vegar að vera sterkir ef þeir ættu að vera bakhjarl fyrir uppbyggingu í atvinnulífinu. Eins og ástandið væri núna, væru at- vinnufyrirtækin ekki að taka fé að láni, þar væri alger kyrrstaða. Fyrirtækin hefðu frekar verið að greiða niður skuldir. Ef menn hefðu áhyggjur af vöxtum, ættu þeir að horfa til þess að rikissjóð- ur hefði verið feiknalega dugleg- ur við að taka lán á innlendum lánamarkaði. Rikissjóður fjár- magnaði hallarekstur sinn með þessum lánum og allir sem eitt- hvað vissu um þessi mál viður- kenndu, að vextir væm miklu lægri ef rikissjóður væri ekki rek- inn með bullandi halla sem er ljármagnaður með þessum hætti. I „þjóðarsáttinni" var sú krafa gerð að ríkissjóður safnaði ekki frekari erlendum skuldum. Þórar- inn sagði menn aftur á móti ekki geta gert allt í senn, haldið uppi vaxtastigi og ætlast til þess að þeir lækkuðu um leið. Það væri staðreynd að stórfelld lántaka rik- issjóðs innanlands héldi uppi vöxtum. Aðspurður um vaxtamuninn sagðist Þórainn ekki fara fyrir þeim flokki sem teldi að ekki mætti hagræða meira í bankakerf- inu, en bankamir yrðu að reka sig. Hann vildi sjá hagræðinguna ganga miklu hraðar fyrir sig. Það væri þó ljóst að bankamir yrðu að hafa töluverðan vaxtamun. Hvort hann væri síðan meiri eða minni en í nálægum löndum vissi hann ekki. „En það skulu vera mín lokaorð um þetta mál, að ég held að það sé miklu skynsamlegra, heiðarlegra og árangursríkara að opna fyrir samkeppni frá erlend- um bönkum, en að misvitrir menn tjái sig um það hvað sé réttur vaxtamunur og hvað ekki,“ sagði Þórarinn. Réttur vaxtamunur eða rétt verð, væri það verð sem skap- aðist á frjálsum markaði þar sem væri mikil samkeppni. Hann teldi vaxtaákvörðun íslandsbanka ekki tmfia „þjóðarsáttina“. Hún hefði Verkalýðshreyfingin mótmælir ótímabærri vaxtahækkun nú, en bankastjóri íslandsbanka segir vexti verða að fylgja verðbólgustigi á hverjum tíma. ekki truflast þegar vextir lækk- uðu. Miðað við gefnar forsendur hlytu vextimir að fylgja verð- bólgunni. Vaxtamunur hefur minnkað Ragnar Önundarson, ffam- kvæmdastjóri Islandsbanka, sagði vaxtahækkun bankans óhjá- kvæmilega vegna þess að verð- lagsforsendur sem lágu til grund- vallar vaxtalækkun 1. október, væru ekki lengur fyrir hendi. Að sögn Ragnars hefur vaxtamunur stórminnkað á þessu ári. Hann hefði verið 5-5,5% í upphafi árs en væri nú 3,6%. Þá hefði einnig verið gert stórátak í að lækka kostnað í bankakerfinu. Fjórir bankar hefðu sameinast í einn og stórfelld starfsmannafækkun væri þegar komin fram hjá Islands- banka og svipaða sögu mætti segja af Landsbanka. „Við höfúm þess vegna tekið þátt í þjóðarsáttinni alveg eins og lofað var og höfum lækkað kostn- aðinn, þannig að við getum haldið þessari lækkun vaxtamunar áffam,“ sagði Ragnar. Bankamir væru ekki að bæta sér lækkunina. Vextir hefðu verið hækkaðir til að stilla þá af miðað við verðlag. Það er útilokað að tala um vexti fram í tímann um þessar mundir, að mati Ragnars. Það ætti efiir að taka mikilvægar ákvarð- anir varðandi það hvort olíu- verðshækkanir úti í heimi yllu launahækkunum á Islandi. Þar sem launavísitala væri einn þriðji af lánskjaravísitölu, myndu slíkar aðgerðir hafa áhrif á hana, en vonir stæðu til þess að menn létu ekki Saddam Hussein hækka laun á íslandi. íslandsbanki of bráðlátur Már Guðmundsson, efna- hagsráðgjafi fjármálaráðherra, sagði alla tíð hafa legið fyrir, sér- staklega eftir olíuverðshækkan- imar, að verðbólga myndi fara eitthvað upp miðað við þegar hún var lægst í september þegar vaxtalækkunin átti sér stað. Hins vegar hefði hann talið heppilegra að íslandsbanki hefði beðið eftir því að verðbólgumæling fyrir nóvember kæmi fram, þannig að menn byggðu ekki bara á ein- hvetjum spám. Að sögn Más em níu dagar í að þessi mæling liggi fyrir. Ef verðbólga færi mikið upp lægi það hins vegar í hlutarins eðli að nafnvextir fylgdu á eftir. En ís- landsbanki hefði verið allt of fljótur á sér og byggt ákvörðun sína á verðbólguspám sem alltaf væru mjög óvissar. í ályktun stjómar BSRB frá í gær segir ma. að stjómin árétti að hár fjármagnskostnaður samræm- ist ekki markmiðum þjóðarsáttar og lýsir stjómin undrun sinni yfir ákvörðun íslandsbanka. Ög- mundur Jónasson, formaður í BRENNIDEPLI Raunveruleikinn eins og hann blasir við okkar samtökum og almennu launafólki er sá, að það er að sli- gast undan okur- vaxtabyrðum, segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB BSRB, sagði Þjóðviljanum, að sér þætti ákvörðunin lýsa botn- lausu ábyrgðarleysi og hún sýndi að þessir aðilar teldu sig standa fyrir utan þær tilraunir sem al- menningur væri að gera, til að treysta gmndvöll fyrir aukinn kaupmátt og bætt lífskjör. Um þau rök að vaxtahækkun- in sé í takt við raunvemleikann, sagðist Ögmundur vera að tala um allt annan raunvemleika. „Raunvemleikinn eins og hann blasir við okkar samtökum og al- mennu launafólki er sá, að það er að sligast undan okurvaxtabyrð- um. Það er sá raunvemleiki sem er tími til kominn að þessir aðilar horfist í augu við líka,“ sagði Ög- mundur. Dagsbrún út úr íslandsbanka? í ályktun stjómar Dagsbrúnar segir að vaxtahækkunin komi á sama tíma og verkalýðsfélögin leggi sig öll fram um að hindra verðhækkanir og nýtt verðbólgu- flóð. Enginn þurfi að efa að þessi hækkun vaxta skili sér út í verð- lagið. „íslandsbanki vinnur þvert gegn baráttu verkalýðsfélaganna til lækkunar verðlags og gegn efni þeirra kjarasamninga sem gerðir vom 1. febrúar sl.“ segir orðrétt í ályktun Dagsbrúnar. Stjómin muni leggja fyrir félagsfund á sunnudag, hvort ekki sé ástæða til að Dagsbrún endurskoði afstöðu sína til banka sem þannig starfi, bæði hvað varðar viðskipti og eignaraðild. Guðmundur Gylfi Guð- mundsson, hagfræðingur Alþýðu- sambandsins, sagði vaxtaákvörð- unina afleiðingu af væntanlega aukinni verðbólgu, sem yrði vegna olíuverðshækkana fyrst og fremst. Það væri almennt réttara að skoða vexti út frá framtíðinni en fortíðinni. Sú viðmiðun sem tekin var upp í samningunum sl. vetur, þar sem vextir miðast við verðbólgu mánuðinn á undan og spá um næstu tvo mánuði, hefði verið hugsuð fyrst og fremst á meðan vextimir væm að lækka. Menn hefðu vonast til að lækkun verðbólgu héldist, þannig að þessi reikniaðferð hækkaði ekki vexti. En í eldri útreikningi miðuðust vaxtaákvarðanir við verðbólgu síðustu þriggja mánaða. Að sögn Guðmundar Gylfa fóm aðilar vinnumarkaðarins fram á breytta reiknisaðferð, en það samkomulag við bankana hefði í raun ekki átt að ná lengra en ffarn á sumar. Það væm þvi bankamir sjálfir sem ákveddu að halda þessari viðmiðun áfram. -hmp 4 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.