Þjóðviljinn - 02.11.1990, Síða 6

Þjóðviljinn - 02.11.1990, Síða 6
Annað norskt EB-stríð? Margir Norðmenn óttast að EB-aðild muni fylgja hnignun at- vinnulífs í dreifbýli og velferðarkerfis. Stjórn Gro Harlem Brundtland mun að líkindum stefna á EB-aðild, en verður háð stuðningi flokka sem eru þar á móti ■ annað sinn á tæpum tveimur ■ áratugum hefur ríkisstjórn í Noregi fallið út af ágreiningi um afstöðuna til Evrópubanda- lagsins. Fall stjórnar Jans P. Syse á mánudaginn er án vafa merki þess að samböndin við Evrópubandalagið, spurningin um hvort þau eigi að vera meiri eða minni, eru á ný orðin mikið hitamál í norskri pólitík. Þetta gerist jafnframt því að sænska stjórnin lætur í það skína, var- lega að vísu, að hún sé að færa sig nær EB-aðiId og einnig í Finnlandi færist fjör í umræður um framtíðartengsl þess lands við EB. Það fer ekki leynt að ummæli Allans Larssons, íjármálaráð- herra Svía, í þá átt að Svíþjóð geri ráðstafanir til að greiða fyrir hugsanlegri inngöngu sinni í EB, voru það sem öðru fremur kom EB- málum í brennidepil stjóm- og efnahagsmálaumræðunnar í ríkjunum þremur. Um það hefur sitt að segja að Svíþjóð er fjöl- mennust og efnahagslega öflug- ust þessara ríkja. Leiðtogar nor- rænna jafnaðarmanna og flestir forustumenn í finnskum stjóm- málum þvertaka að vísu fyrir það að ríkin þijú fyrirhugi að sækja sameiginlega um EB-aðild, en í Noregi telja eigi að síður margir að sæki Svíþjóð um aðild muni þess skammt að bíða að Noregur geri svo líka. Og varla höfðu um- mæli Larssons spurst til Finn- lands er stjómin þar gaf til kynna að hún væri til í að slaka á höml- um á því að útlendingar eignuðust fyrirtæki og landareignir þarlend- A því sprakk stjórn Syse Það var einmitt deila um það sama, sem sprengdi stjóm Syse. Hægriflokkurinn undir fomstu Syse vildi afnema þessar hömlur, samstarfsflokkar hans í stjóm, sérstaklega Miðflokkurinn, beittu sér gegn því. I Noregi hafa margir, ekki síst i Verkamannaflokknum, um- gengist EB- málin af einkar mik- illi varúð síðan 1972, er tillaga um EB-aðild var felld í þjóðarat- kvæðagreiðslu eftir harða kosn- ingabaráttu, sem klauf í tvennt gamla miðjuflokkinn Venstre, er ekki hefur borið sitt barr síðan, og olli einnig alvarlegum klofningi í Verkamannaflokknum. Verka- mannaflokkurinn hefur síðan hliðrað sér hjá þvi að taka afger- andi afstöðu í þessum málum og reynt að draga úr umræðum um þau innan eigin raða. En hæpið er að það gangi lengur. Verkamanna- flokkur á uppleiö Gro Harlem Bmndtland, leið- togi Verkamannaílokksins sem er að taka við stjómartaumum af Syse, hefur hvað sem því líður vemlega ástæðu til bjartsýni nokkurrar fyrir hönd stjómar sinnar. Stjóm Syse hefúr aldrei verið stöðug og þegar er hún kom til valda fyrir ári var því spáð að hún myndi fyrr eða síðar falla á EB-málunum. Niðurstöður skoð- anakannana benda til þess að Verkamannaflokkurinn sé á upp- leið í fylgi og margir fréttaskýr- endur em þeirrar skoðunar að fjármálamenn og atvinnurekend- ur hafi verið orðnir leiðir á Syse- stjóminni og fagni því að fá Verkamannaflokkinn til valda. Hann nýtur hjá þeim og fleirum þeirrar stöðugleikaímyndar, sem tengd er jafnaðarmannaflokkum skandinavísku landanna þriggja eftir að þeir hafa verið helsta áhrifaaflið í stjómmálum þar í yf- ir hálfa öld. Gro segir forgangsmál stjóm- ar sinnar verða að draga úr at- vinnuleysi (það er nú um 4%, sem er mikið á norskan mælikvarða), tryggja jafnari skiptingu auðs, auknar ráðstafanir til umhverfis- vemdar og að bæta kjör bama. Má ætla að þetta gefi Gro byr í seglin, enda þykir mörgum sem fráfarandi stjóm hafi látið mál þessi sitja á hakanum. Hvað EB-málum viðvíkur leggur Gro áherslu á viðræður EFTA (sem Noregur er í ásamt Svíþjóð, Finnlandi, Islandi, Sviss og Austurriki) og EB um myndun Evrópska efnahagssvæðisins sem svo er nefnt. Stefna Verkamanna- flokksins undanfarið hefur verið að ekki fyrr en 1992 skuli hann ákveða fyrir sitt leyti hvort Nor- egur sæki um EB-aðild eður ei. En nú hefur Gro gefið í skyn að til greina geti komið að flýta þeirri ákvörðun, geri Svíar afgerandi ráðstafanir til að nálgast EB. Tal- ið er að þetta geti orðið aðalmálið Gro Harlem Brundtland og Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Sví- þjóðar, f menningarlegu umhverfi - fordæmi Svía f EB-málum kem- ur til með að skipta miklu með Norðmönnum og Finnum. á landsráðstefnu Verkamanna- flokksins, sem hefst eftir viku. Mióflokkur - fylkingarbrjóst EB-andstæðinga í Verkamannaflokknum er enn verulegur ágreiningur um þetta, líklega þó ekki eins svæ- Sannur mannránsreyfari Hópur Dana hugðist ræna sænskum auðkýf- ingssyni til að afla fjár fyrir palestínsku samtökin PFLP anska lögreglan hefur fundið sönnunargögn fyr- ir því að hópur þarlendra manna hafi árin 1983-84 undir- búið að ræna Jörn Rausing, sænskum auðkýfingssyni, í þeim tilgangi að afla fjár fyrir palestínsku samtökin PFLP, sem hópurinn var í bandalagi við, að sögn blaðsins Informati- on. Rannsóknir hafa um langt skeið staðið yfir í málum hóps þessa og vakið mikla athygli í Danmörku, þar sem málið í fjöl- miðlum gengur undir nafninu „ránamálið mikla“ (den store rö- verisag). Hér er uin að ræða rót- tæklinga af 68- kynslóðinni, sem létu leiðast út á glæpastig í von um að á þann hátt mætti greiða eitthvað veg „byltingarinnar,“ sem margar ungar manneskjur af þeirri kynslóð létu sig dreyma um. Gerði hópur þessi sig sekan um rán og fleira og veitti stuðning Alþýðufrelsisfylkingu Palestínu, sem þekktust er undir skammstöfún heitis síns á ensku, PFLP. Samtök þessi AD UTAN eru í Frelsissamtökum Palestínu (PLO) en hafa oft farið eigin göt- ur og eru herskárri nokkuð en Fatah, aðalflokkurinn í PLO sem lýtur forustu Yassers Arafat. Kassi og spennitreyja Fyrirætlanir umrædds dansks hóps eru að sögn Information í fyllsta máta í stíl við spennusyrpu í sjónvarpi eða glæpareyfara, enda er aldrei að vita nema fólkið hafi haft fyrirmyndir sínar úr slík- um hugverkum. Ætlast var til að Gad Rausing, faðir Jöms sem varð stórauðugur á framleiðslu á mjólkurhymum, borgaði 25 milj- ónir dollara í lausnargjald fyrir soninn. Ránið var undirbúið og skipulagt af mikilli nákvæmni. Fyrirhugað var að ræna Jöm Rausing 7. jan. 1985 frá heimili hans í Lundi, svipta hann meðvit- und með einhverjum efnum og aka honum síðan til sumarhúss skammt sunnan við Osló, sem ræningjahópurinn hafði tekið á leigu undir folsku nafni. Þar átti að geyma fangann lokaðan Dagur Þorleifsson Jörn Rausing - lausnargjaldið fýr- ir hann átti að fjármagna aðgerðir PFLP gegn Israel. niðri í kassa, í handjámum og spennitreyju. í réttarhöldunum yfir ræningj- unum hefúr verið lagt fram segul- band með orðsendingu, sem senda átti foður Jöms eftir ránið, með breyttri rödd svo að ekki mætti þekkja lesarann á henni. Röddin tilkynnir Gad Rausing, sem þá bjó í Lundúnum, ránið og er honum „ráðlagt“ að fara í einu og öllu að fyrirmælum ræningj- anna, „ef þér viljið sjá son yðar aftur á lífi.“ Á bandinu em Gad Rausing gefin nákvæm fyrirmæli um hvemig hann skuli koma skila- boðum til ræningjanna og af- henda þeim lausnargjaldið. Hann átti að fljúga frá Ziirich og þangað aftur - með viðkomu í Beirút, Kú- vætborg og Djibúti. Góði Sesar Á ferðalagi þessu átti Rausing að vera klæddur gráum jakkaföt- um og svörtum frakka með sam- litan hatt á höföi og með blöðin Le Monde og Newsweek undir handlegg. Einhvemtíma á leiðinni myndi einn ræningjanna (kallaður „our man“ á bandinu) gefa sig fram við hann og mæla ffam ákveðin kenniorð: „Góði Sesar (Good Caesar) segir: Fáðu mér gjöfina.“ Skyldi Rausing þá af- henda lausnargjaldið. Menn þeir sex, sem ákærðir hafa verið í þessu máli, hafa allir játað að hafa skipulagt ránið í nánu samstarfi við PFLP, sem átti að fá Iausnarféð til að fjármagna með því aðgerðir gegn ísrael. PLFP lagði fram fé til undirbún- ingsins. Ekkert varð þó af því að reynt yrði að framkvæma ránið og er svo að sjá að hætt hafi verið við það á síðustu stundu, þar eð nokkrir hinna ákærðu vom stadd- ir í Lundi daginn sem ákveðið haföi verið að nema Jöm Rausing á brott. Þeir ákærðu fullyrða að þeir hafi hætt við allt saman ótil- neyddir og ef rétturinn féllist á það yrði það þeim til málsbóta. En ákærandinn í málinu telur að mannráninu hafi aðeins verið slegið á ffest, enda hafi öllum gögnum viðvíkjandi undirbún- ingnum verið haldið til haga. sinn og var fyrir tæpum 20 ámm, en jafnvel þótt takist að halda þeim ágreiningi mikið til niðri em vemlegar líkur á að EB-málin verði Gro sem forsætisráðherra engu minni höfúðverkur en þau urðu Syse. Verkamannaflokkur- inn er í miklum minnihluta á þingi og getur því ekki stjómað nema með stuðningi annarra flokka, frekar en Hægriflokkur- inn áður. í gær var gert ráð fyrir að Gro myndi eiga von á stuðn- ingi ffá Miðflokknum, Kristilega þjóðarflokknum og Sósíalíska vinstriflokknum. En samfara auknum hita í EB- umræðunni og falli stjómarinnar út af þeim málum hefur afstaða Miðflokksins gegn EB-aðild harðnað og er helst svo að sjá að hann hyggist gera sig að fylking- arbrjósti EB-andstæðinga, svo ekki verði um villst. (Sósíalíski vinstriflokkurinn, sem hingað til hefúr verið a.m.k. eins eindregið á móti EB-aðild, er að sumra mati heldur farinn að linast í þeirri af- stöðu.) Kjósendur Miðflokksins em einkum bændur og annað dreifbýlisfólk. Þetta fólk óttast að með EB-aðild muni hið opinbera gerast hirðulausara en nú er um Iandbúnað og annan atvinnu- rekstur í dreifbýli og raunar vel- ferðarkerfið einnig. Kristilegi þjóðarflokkurinn er á líkum nót- um, en þó talsvert óákveðnari. Áhyggjumar út af þessu ná, eins og eðlilegt má kalla, langt inn í raðir Verkamannaflokksins, þess flokks sem hafði forustu um að byggja upp velferðarkerfið. Fari svo að Gro taki líkt og Syse fljótlega stefnu á að nálgast EB eru ekki eins og sakir standa miklar líkur á að Miðflokkurinn verði henni þjálli en hann reynd- ist fyrirrennara hennar. Og þar sem ekki eru líkur á að fomsta Verkamannaflokksins sjái sér fært að ffesta afgerandi ákvarð- anatöku í þessum málum miklu lengur em líkur á því að framund- an séu öðm sinni stórátök um þau í stjómmálum þarlendis. 6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.