Þjóðviljinn - 02.11.1990, Blaðsíða 11
Maðurinn
deyr þegar
hann hættir
að dreyma
Kapítalismi 19. aldarinnar er í uppsiglingu í
A-Evrópu, segir Carlos Tablada, hagfræðingur
frá Kúbu
Carlos Tablada: Verðmyndun á evrópskum landbúnaðarafurðum er ekki frjáls frekar en á Kúbu. Hvar er þá
þessi frjálsi markaður?
Það er blekking að frjáls
markaðslögmál séu ríkjandi í
viðskiptum á Vesturlöndum og í
Japan. Vandinn sem Sovétríkin
og Kúba eru að glíma við á ræt-
ur sínar í því að þessi ríki fengu
aldrei að upplifa iðnbyltinguna.
En þau hafa valið ólíkar leiðir...
Þetta sagði kúbanski hagfræð-
ingurinn Carlos Tablada meðal
annars í samtali við Nýtt Helgar-
blað, en hann átti viðdvöl hér á
landi í vikunni á fyrirlestraferð
um 14 Evrópuriki.
Sp.:Tablada, hvernig stendur
á því að Kúba heldur enn við mið-
stýrt áœtlanahagkerfi, þegar fiest
rök og reynsla síðustu ára benda
til þess að slíkt kerfi skapi ekki
annað en valdstjórn ogfátækt?
Sv: í fyrstu verð ég að segja,
að áætlanabúskapurinn var ekki
sovésk upppfinning, heldur þýsk,
og Þjóðveijar notuðu áætlanabú-
skap meðal annars til þess að
standa undir stríðsrekstrinum í
fyrri heimsstyijöldinni. Sá áætl-
anabúskapur sem Sovétmenn
tóku síðan upp eftir þýskri fyrir-
mynd þróaðist síðan þvi miður yf-
ir i mjög miðstýrt skrifræðiskerfi,
sem kæfði alla endumýjun jafn-
óðum.
I öðru lagi langar mig til þess
að benda á að Japanir lögðu
grundvöll að sínu „efnahags-
undri“ með áætlanagerð, og að
efhahagskerfi Japana i dag byggir
alls ekki á ffjálsri verðmyndun,
heldur á víðtækri vemd og tilbúnu
undirboðsverði á erlendum mörk-
uðum þegar þess er þörf. Astæðan
fyrir því að Konca litfilma kostar
til dæmis 2 dollara á markaðnum
á meðan Kodak filma i sama
gæðaflokki kostar 6 er sú, að jap-
anska rikið borgar mismuninn á
meðan verið er að vinna markað.
I þriðja lagi má öllum vera
ljóst að markaður landbúnaðar-
vara í Evrópu býr ekki við fijálsa
verðmyndun. Á sama hátt og Jap-
an og Bandaríkin eiga í viðskipta-
stríði vegna tilbúinna markaðs-
hafta, þá er slíkt stríð í gangi á
milli Evrópubandalagsins og
margra ríkja þriðja heimsins, sem
ffamleiða ódýrar landbúnaðaraf-
urðir, eða á milli N-Ameríku og
S-Ameríku, þar sem norðrið hef-
ur útilokað ódýran iðnvaming,
t.d. ffá Brasilíu. Allt þetta tal um
frjáls markaðsviðskipti ér í raun-
inni blekking. Og aðferð Kúbu er
og hefur verið að byggja á sveigj-
anlegri áætlunargerð, þar sem
hlustað er eftir þörfum og óskum
fólksins og tekið mið af þeim.
Sp.: 1 viðtali sem ég las ný-
lega við formann œskulýðssam-
bands kúbanska kommúnista-
fiokksins sagði hann að sá skort-
ur og sú slœma þjónusta sem kúb-
anskur almenningur mætti sæta í
sínu daglega lifi stafaði ekki af
ágöllumhins sósíaliska ketfis,
heldur mætti rekja vandann til
mannlegra mistaka sem ættu rót
sína i lélegum vinnuaga og tak-
markaðri virðingu fyrir vinnunni.
Má skilja þetta sem svo, að það sé
ekkert að hinu sósíalíska kerfi,
það sé í sjálfu sér fullkomið, hins
vegar sé fólkið i raun og veru
ekki nógu gott fýrir kerfið?
Sv: Nei, ég held að þú hafir
ekki skilið hann alveg rétt. Það er
rétt að það vantar vinnuaga og
verkmenningu á Kúbu. Það er eitt
af okkar stærstu vandamálum, og
það stafar af því, að við fengum
aldrei að upplifa iðnbyltinguna.
Iðnbyltingin á Vesturlöndum inn-
rætti verkmenningu og vinnuaga,
sem ekki var fyrir hendi fyrir
hennar daga. Á Kúbu knúði kapít-
alisminn fólkið til að vinna með
hungurvofúnni, sem sífellt grúfði
yfir. Með byltingunni 1959 varð
hins vegar sú breyting, að um-
skipti urðu í lífi alþýðunnar og
fólk lifði betra lífi fyrir minni
vinnu. Við gerum okkur grein fyr-
ir þessu vandamáli, sem er skortur
á verkmenningu og virðingu fyrir
vinnunni, og ein aðferðin sem við
notum til að bregðast við því er að
tengja launin við afköst og gæði
vinnunnar. Annað ráð er að veita
fólki aðgang að menntun. Þriðja
og kannski mikilvægasta ráðið er
að virkja drauma fólksins um
betra líf. Því það er ekki bara mat-
arvonin sem knýr manninn áfram
og gerir hann að manni, heldur
líka draumurinn um frelsi, jafh-
rétti og betra líf. Þegar manninn
hættir að dreyma, þá deyr hann.
Þetta skyldi Che Guevara og í
þessu var hið mikilvæga framlag
hans til byltingarinnar fólgið.
Sp: En getur fiokkurinn eða
ríkið stýrt draumum fólksins og
virkjað þá?
Sv: Já, Kúba sannar það. En í
rauninni er það hvorki flokkurinn
né ríkið sem stýrir draumum
fólksins, heldur byltingin. Það er
hún sem er upphaf aUs, draumar
fólksins, flokkurinn og ríkið eru
afsprengi hennar.
Sp: Því hefur verið haldið
fram, að frjáls kapítaliskur mark-
aður sé forsenda lýðræðis. Að
grundvallaratriði lýðræðisins sé
frelsi mannsins til þess að velja
og hafna á frjálsum markaði. Um
leið og þetta frelsi sé ekki til stað-
ar, þá verði lýðræðið i raun
óhugsandi. Hverju svarar þú
slikri túlkun?
Sv: Ég svara með því að end-
urtaka það sem ég sagði áður, að
frjáls markaður er ekki til nema
sem blekking. Efnahagskerfi
Bandaríkjanna byggir í raun enn
meira á ríkisafskiptum en það
sovéska. Við sem búum í S-Ám-
eríku sjáum það best á þeim við-
skiptajöfhuði sem ríkir á milli
norður- og suðurhluta álfunnar.
En við þurfum líka að horfast í
augu við það að sósíalisminn er
ekki nema 70 ára, á meðan kapit-
alisminn hefur verið að þróast í
600 ár.
Kapítalisminn hefur líka
gengið í gegnum sínar kreppur og
perestrojkur, og það fleiri en eina.
Sú fyrsta fólst í að innleiða frjálsa
samkeppni. Sú næsta hófst með
einokunarfyrirtækjunum. Sú
þriðja innleiddi ríkiseinokunina
og sú fjórða og yfirstandandi
kennir sig við nýlíberalisma. Á
þessum langa tima hefúr kapítal-
isminn náð að skapa mikla ffarn-
leiðslugetu, en hann hefur ekki
náð að leysa vandamál dreifingar
og neyslu.
Sp: Svo virðist sem hagkerfi
Vesturlanda hafi þó tekist betur
en hagkerfum A-Evrópuríkja,
ekki bara í framleiðslugetunni,
heldur líka i að leysa vandamál
dreifingar og neyslu?
Sv: Já, sovéska módelið
stirðnaði í skrifræðisbákni og
náði ekki að endumýja sig. Innan
þess þróuðust ekki byltingar-
kenndar hugmyndir, heldur þvert
á móti.
Sp.: Hvemig metur þú Pere-
stmjkuna í Sovétríkjunum?
Sv: Perestrojkan var nauðsyn-
leg til þess að koma af stað breyt-
ingum. En ég held að þeir há-
skólamenntuðu menn, sem samið
hafa áætlun Gorbatsjovs um að
innleiða markaðshagkerfi á 500
dögum hafi ekki rannsakað nægi-
lega vel reynsluna af nýlíberal-
ismanum, bæði í Evrópu og N-
Ameríku og ekki síður í S-Amer-
íku. Þeir láta sig dreyma um útóp-
ískan kapítalisma og eru í raun-
ixmi nú að reyna að koma á þeim
ffumstæða kapítalisma sem var
við lýði í Evrópu á 19. öldinni.
Líttu til dæmis á Pólland.
Verkamenn í Póllandi studdu
Samstöðu í voninni um betra líf.
Hvað hafa þeir fengið? Nú er ein
miljón verkamanna atvinnulaus
og bæði ffamleiðslan og afkoma
fólksins mælist nú á sama stigi og
meðal þjóða þriðja heimsins. Og
þeir eiga enn meira atvinnuleysi í
vændum...
Sp: Er hrun kerfisins Sam-
stöðu að kenna?
Sv.: Nei, vandi Pólveija felst í
því, að þeir hafa aldrei upplifað
byltingu. Bara skriffæðiskerfi.
Samstaða varð að valkosti fyrir
fólkið, og sá valkostur virðist ætla
að reynast ennþá ver en gamla
skrifræðið og boða ffumstæðan
19. aldar kapítalisma.
Sp.: Eiga Pólverjar annan og
betri valkost?
Sv: Já, sá valkostur liggur
meðal fólksins. Þegar það áttar
sig á hinum nýju aðstæðum mun
það endurskipuleggja sig og
hugsanir sínar í nýju pólitísku
afli...
-ólg.
vs k%o
1. september -15. nóvember
Athygli gjaldenda skal vakin áþví aðyfir-
standandi uppgjörstímabil virðisauka-
skatts er 15 dögum lengra en venjulega.
Tímabilið erfrá 1. septembertil 15. nóv-
ember en gjalddaginn er óbreyttur,
þ.e. 5. desember. Síðastatímabil ársins
verður jafnframt 15 dögum styttra. Það
hefst 16. nóvember og lýkur 31. des-
ember.
Tekur til þeirra sem hafa
tveggja mánaða skil
Lenging tímabilsins tekur til þeirra sem
hafa almenn uppgjörstímabil, þ.e.
tveggja mánaða skil. Þeir sem hafa
skemmra eða lengra uppgjörstímabil
falla ekki hér undir.
Uppgjörstímabil endurgreiðslna sam-
kvæmt sérákvæðum reglugerða verða
óbreytt.
Sérstakt uppgjörstímabil
-aðeins árið 1990
Sérregla þessi er einungis bundin við
árið 1990. Meginreglan er áfram sú að
hvert uppgjörstímabil ertveir mánuðir.
Uppgjör
Athygli skal vakin á því að fullnaðarupp-
gjör virðisaukaskatts skal fara fram fyrir
tímabilið. Þannig skal skattreikningum
vegna virðisaukaskatts lokað 15. nóv-
emberístað31.október.
Föstudagur 2 . nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11