Þjóðviljinn - 02.11.1990, Side 28

Þjóðviljinn - 02.11.1990, Side 28
lfa/gar Föstudagur 2. nóvember 1990 207. tölublað 55. árgangur. ... alla daga "^f^ARNARFLUG m INNANLANDS hf. *IIN' Reykjavíkurflugvelli - sími 29577 Rússar stjórnuðu ekki óháðri friðarhreyfingu Oleg Gordíjevskíj, fyrrum liðs- foringi í KGB, hej'ur í nýútkominni bók haldið því fram að danska friðarhreyfmgin hafi verið eins konar útibú frá sovésku leyniþjón- ustunni. Til dœmis hafi hann og hans menn skipulagt herferð i Danmörku gegn því að danska stjómin legði blessun sína yfir ný eldflaugakerfi NATÓ árið 1979. Þessari staðhœfingu var mótmœlt með fróðlegum rökum í grein i danska blaðinu Information fýrir skömmu. Hér er um merkilegt mál að ræða: það hefur lengi verið fastur liður í áróðursstriði að segja alla þá sem á hveijum tíma gagnrýndu eitthvað það sem Nató tók sér fyr- ir hendur erindreka Sovétríkjanna með beinum eða óbeinum hætti. En í grein þeirri sem hér er nefnd tekur Jörgen Dragsdahl, sem lengi hefur skrifað um alþjóðmál i Infor- mation og hafði mikil afskipti af eldflaugaumræðunni 1979, upp hanskann fyrir þá sem gagnrýndu vígbúnaðarkapphlaupið eftir þeim rökum sem þeir vissu best og voru ffáleitt á snærum KGB. Edlflaugaumræðan í Dan- mörku, sem hið sjálfstæða vinstri- mannablað Information átti mik- inn þátt í að skipuleggja, hún byggði á þeirri forsendu að Nató væri að stíga hættulegt skref í at- ómvígbúnaðarkapphlaupi og mætti einskis láta ófreistað til að semja við Sovétmenn um þessi vopnakerfi áður en ný lota í kapp- hlaupi þessu hæfist. lnformation hélt m.a. ráðstefnu um málið og bauð þrem bandarískum sérfræð- ingum, sem allir voru gagnrýnir á eldflaugastefnuna - tveir þeirra höfðu reyndar starfað á vegum CIA. Upp úr öllu saman varð svo til hreyfingin „Nej til Atomvaben“ ( „Höfnum atómvopnum") sem átti að beita sér gegn vígbúnaði í austri og vestri. Þau samtök áttu einmitt að vera valkostur við „Samstarfsncfndina“, samstarfs- nefnd friðarhópa, sem var talin höll undir Sovétrikin. Jörgen Dragsdahl bendir á það, að nú haldi sovéski KGB-maður- inn fyrrverandi því fram að „Nej til Atomvaben" hafi verið eins- konar sovésk felusamtök. Hann telur það mat hið fáránlegasta. I fyrsta lagi hafi komið upp mikill fjandskapur milli „Höfnum kjarnavopnum" og Samstarfs- nefndarinnar sem danskir komm- únistar réðu miklu um. I annan stað hafði blaðamaðurinn sjálfur orðið þess var í samtölum við sov- éska diplómata, að þeir töldu víst að það væri bandaríska leyniþjón- ustan CIA, sem í rauninni vildi tvístra dönskum friðarsinnum með því að koma upp lævíslegu fyrir- tæki eins og „Höfnum atómvopn- um“! Þetta fannst Rússum líklegt m.a. vegna þess að sú hreyfing vitnaði mest til bandarískra sér- fræðinga um vígbunað og þeirra gagnrýni (sem vissulega náði til sovéskrar vígbúnaðarstefnu líka). Oleg Gordíjevskíj lætur mikið af því í bók sinni um þessi mál, að KGB hafi útbúið greinar um víg- búnaðarmál, hagstæðar Sovétríkj- unum, sem síðan hafi verið laum- að inn í dönsk dagblöð. Jörgen Dragsdahl segist vel kannast við tilraunir sovéskra diplómata til að koma efni um þessi mál t.d. í In- formation. En við höfðum lítinn áhuga segir hann, blátt áfram vegna þess að „ef menn voru að leita að efni sem setti spumingar- merki við stefnu Bandaríkjanna og Nató, þá var KGB blátt áfram ekki HOKtE PÓ1Ö3SSS VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN Sovéskur áróður gegn vígbúnaði var frumstæöur og stoðst hvergi samkeppni við þá gagnrýni á stefnu NATO sem óháðir bandarískir sérfræðingar héldu uppi. samkeppnishæft við það efni sem fá mátti hjá mörgum bandarískum sérfræðingum". Sovéski áróðurinn var svo frumstæður að hann var blátt áfram ekki nothæfur til neins. Aftur á móti var enginn skortur á bandarískum höfundum sem vom andvígir opinberri stefnu í sínu landi og vildu breyta henni, og það vom þeir sem fengu blaðamönn- um, bæði heima hjá sér og í Vest- ur-Evrópu, í hendur það efni sem málefnaleg gagnrýni á vígbúnað- arkapphlaupið var byggð á. Þeir embættismenn, herforingjar og fjölmiðlar, sem þá vildu verja t.d. eldflaugastefhu Nató, þeir hættu sér sjaldan út í málefnalega um- ræðu, segir blaðamaðurinn danski að lokum. Þeir létu sér venjulega nægja að vísa öllu frá sér sem laumuáróðri sovéskra eða móður- sjúkri hræðslu við atómvopn. áb tók saman. UPPLÝSINGAR: SIMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.