Þjóðviljinn - 11.01.1991, Side 4

Þjóðviljinn - 11.01.1991, Side 4
SIEMENS-ðæð/ STÓRGLÆSILEG NÝ ÞVOTTAVÉL FRÁ SIEMENS! Enn á ný ryður Siemens brautina i þróun og hönnun heimilistækja. í þetta skiptið með nýrri þvottavél, sem slegið hefur í gegn og mun vafalaust verða öðrum þvottavélaframleið- endum fyrirmynd, því að hér er á ferðinni sannkölluð tímamótavél í hönnun og notkun tölvustýribúnaðar, sem býður upp á nýja og betri þvottaaðferð en áður hefur þekkst. Mikil fjölbreytni í þvottakerfum, þeytivinding í áföngum og þrír mismunandi vinduhraðar skapa nánast óendanlegt svigrúm fyrir allan þvott, sérhvert óhreinindastig hans og þann hámarkshita sem hann þolir. Sjálfvirkur magnskynjari skammtar vatn inn á vélina í samræmi við magn og gerð þvottar og það kerfi sem er í gangi og aðlagar þannig vatnsnotkunina sjálfkrafa því sem þvegið er. Sérþróuð þvottatromla með þremur áföstum vatns- hripum heldur vatninu á stöðugri hreyfingu og tryggir þannig jafnt A gegnumstreymi á vatni um mf J1* */» Bj þvottinn. Þessi nýjung sér til ^ íiJbSSI þess að þvotturinn fær bestu hugsanlegu meðhöndlun. SIWAMAT PLUS 4200 uppfyliir allar ítrustu kröfur og óskir sem gerðar eru til þvottavéla nú á dögum. Hún er mjög þægileg í notkun með aðgengilegt, upplýst stjórnborð. ftarlegur leiðarvísir á íslensku og greinargóð tafla yfir öll möguleg þvottakerfi vélarinnar fylgja með. Þær miklu gæðakröfur sem gerðar voru við þróun hennar og framleiðslu tryggja auk þess auðvelt viðhald og langa endingu. Gæði á gæði ofan frá SIEMENS SMITH& NORLAND Sveinn Rúnar Hauksson afhendir starfsmanni sendiráðs Bandaríkjanna bréf til Bush forseta í gær. Starfsmaður- inn, Richard Rogers, lofaði að koma bréfinu áleiðis I réttar hendur ( dag. Myndir: Jim Smart. Átak gegn stríði Blóð er verð- mætara en olía Fátækum drengjum í her Bandaríkjanna verður fórn- að fyrir hagsmuni oiíuauð- hringja, sagði Sigríður Kristins- dóttir meðal annars á útifundi hópsins sem kallar sig Átak gegn stríði á Lækjartorgi í gær. Fjölmenni var á fundinum þrátt fyrir fimbulkulda. Ungir og gamlir mættu til að hvetja ráðamenn þjóð- arinnar til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að friðsamlegrar lausnar verði leitað í Persaflóadeil- unni. Héldu margir á friðarkertum og áletruðum spjöldum, á einu þeirra stóð: Blóð er verðmætara en olía, á öðru: Böm deyja i stríði. Ræðumenn á torginu voru Heimir Pálsson, Sigríður Kristins- dóttir sjúkraliði og Amþór Helga- son formaður Öryrkjabandalags- ins. Sigríður minnti fundarmenn á að það vom Vesturveldin sem skópu Saddam Hussein og þvi væri það þeirra að finna friðsamlega íausn á deilunni og semja við Hussein þótt erfitt væri. Amþór Helgason varaði við þeirri vá sem fyrir dymm stæði og hvatti stjómvöld til að reyna að koma í veg fyrir stríð. Hann tíund- aði þær hræðilegu afleiðingar sem styrjöld gæti haft í för með sér. Heimir Pálsson las upp bar- áttukveðju frá Gísla Sigurðssyni lækni sem ekki gat mætt á fundinn vegna þess að hann stóð vakt á sjúkrahúsi. Sendinefnd af fundinum fór í Stjómarráðið handan götunnar og Menn bám mótmælaspjöld og friðarkerti á fundi Ataks gegn stríði ( mið- afhenti forsætisráðherra undir- bænum. skriftalista þá sem þegar hafa bor- ist, en undirskriftimar telja nokkur þúsund. Á fundinum var biðröð við tré- spjald hjá listakonunni Rósku sem var ein margra sem söfnuðu undir- skriftum í mannþvögunni á torg- inu. Félag háskólakennara sendi fundinum einnig kveðjur og þau skilaboð að heilshugar væri tekið undir með þeim sem standa að Átaki gegn stríði. Á eftir ræðuhöldum las Vilborg Dagbjartsdóttir ljóðið Slysaskot í Palestínu eftir Kristján frá Djúpa- læk. Þá mætti Reynir Jónasson til leiks ásamt nokkmm söngmönnum og tók lagið. Við sönginn hitnaði mönnum nokkuð og ekki síður þegar Bjartmar Guðlaugsson klifr- aði upp á svið með kassagítar og söng Allt sem við viljum er friður á jörð, og tóku þá flestir hressilega undir. Fjölmennur útifimdur var haldinn á Lækjartorgi í gær til að krefjast fnðsamlegrar lausnar á Persaflóadeilunni Þegar fundi var slitið á Lækjar- torgi hélt öll hersingin upp að bandaríska sendiráðinu þar sem Sveinn Rúnar Hauksson hélt tölu og afhenti síðan starfsmanni sendi- ráðsins, Richard Rogers, bréf til Bush forseta þar sem hann er beð- inn að forðast stríð. Richard þakk- aði mönnum komuna, en spurði hvort svipað bréf hefði verið af- hent íraska sendiráðinu í Helsinki. Sagði starfsmaður sendiráðsins að mikilvægt væri að menn gerðu sér grein fyrir að Bandaríkin væri ekki eina þjóðin sem styddu aðgerðir gegn Hussein færi hann ekki á brott með her sinn frá Kúvæt. Þegar sendiráðsstarfssmaður- inn hvarf inn úr kuldanum var mót- mælum lokið. Fjölmennur hópur unglinga hrópaði þó enn um stund: Við viljum ekkert stríð! Átak gegn stríði mótmælir að- gerðarleysi íslenskra stjómvalda í þessu máli fyrir utan stjómarráð ís- lands í dag. Kom fram á fundinum í gær að íslenska rikisstjómin hefði ekki sýnt nein viðbrögð við þeirri áskorun sem forsætisráðherra var afhent frá Átaki gegn stríði með undirskrift 90 Islendinga fyrir nokkrum dögum. RF 4 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.