Þjóðviljinn - 11.01.1991, Qupperneq 6
Hve lengi
stendur
stríðið?
Kannski ekki nema nokkrar klukkustundir, í
lengsta lagi 17 daga, samkvæmt spám bresks
herfræðitímarits
i-i enry Dodds, ritstjóri
" ■ Jane’s Intelligence
Review, þekkts tímarits um
hermál sem gefið er út í Bret-
landi, hefur iagt fram spá, þar
sem gert er ráð fyrir fimm
möguleikum (af fleiri hugsan-
iegum, vitaskuid) um gang yfir-
vofandi Persaflóastríðs. Eins og
flestir aðrir hernaðarfræðingar
gerir Dodds ráð fyrir því að
Bandaríkin og bandamenh
þeirra muni hafa sigur.
1. Saddam lætur undan kröf-
um andstæðinga sinna eftir nokk-
urra klukkustunda hemað, segist
gera það til að bjarga írak frá
„heimsvaldastefnu" Vesturlanda,
sem að öðrum kosti myndu neyta
yfirþyrmandi ofureflis síns til að
eyða landið.
2. Saddam lætur undan og ber
við sömu ástæðu og samkvæmt
fyrsta möguleika til að bjarga
andlitinu, þó ekki fyrr en loftsókn
Bandaríkjamanna hefur skollið á
her hans og ríki af fullum þunga. í
því tilfelli stæði stríðið tvo eða
þijá daga.
3. Að undangengnum stór-
Bandarísk herþota á flugvelli í Saúdi-Arabíu, vopnuð kanónu ætlaðri til að granda skriðdrekum. Skreytingin á
vfgtóli þessu bendir til þess að jafnvel nú á tímum hátæknilegs hernaðar séu sumar elstu stríðshefðir mann-
kynsins enn i fullu gildi. Frá fyrstu tlð hafa vígamenn skreytt sig og vopn sín á ýmsan hátt, ekki slst með það
fyrir augum að líkjast dýrum þeim sem háskalegust hafa verið talin. Tilgangurinn: Að skelfa óvininn og tryggja
sér fulltingi stríðsguða og -vætta.
felldum loftárásum leggur land-
her Bandarikjamanna og banda-
manna þeirra til atlögu. íraksher
missir móðinn, gerir uppþot gegn
yfirmönnum sínum eða hlýðir
ekki skipunum um að beijast. Það
yrði sjö daga stríð.
4. írakar veijast af hörku und-
ir góðri herstjóm, halda þó varla
út lengur en svo sem 17 daga.
5. írakar verða fyrri til að
heQa hemaðaraðgerðir með árás-
um vikingasveita, þjálfaðra í sov-
éskum herakademíum, í þeim til-
gangi að tmfla sóknarundirbúning
andstæðinga sinna og draga úr
hörkunni í fyrstu atlögum þeirra.
En ekki myndi það hrökkva Sadd-.
am til sigurs.
6 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. janúar 1991
Bandarísk herkona ( Saúdi-Arabíu - með hátæknilegustu loftsókn sög-
unnar fram að þessu á að ryðja henni og félögum hennar brautina.
Komi til stríðs við írak er líklegt að Bandaríkin muni ekkert spara til að
vinna fullan sigur á sem skemmstum tíma. írak á í vændum einhveija
skæðustu loftsókn sögunnar til þessa
óhemju útdráttarsamt eíhahags-
lega og óvinsælt jafnt heimafyrir
og á alþjóðavettvangi. í her þeirra
er óttinn við „annað Víetnam“
sérstaklega útbreiddur og jafnt
æðstu stjómmálamenn sem hers-
höfðingjar hafa margsagt her-
mönnunum að þeir þurfi ekki að
kvíða slíku í þetta sinn.
„Þegar við byijum, þá byrjum
við af fullum ofsa,“ segir Colin L.
Powell, yfirhershöfðingi Banda-
ríkjanna. „Við hefjum stríðið á
þann hátt, að úrslit ráðist þegar í
upphafi, svo að við fáum lokið
því eins fljótt og mögulegt er og
að á eflir leiki enginn vafi á hver
hafi sigrað."
Powell er harður nagli, Jamaí-
kusvertingi sem ólst upp i Harlem
og vann sig upp í Víetnamstrið-
inu. Hollusta hans er sennilega
öllu fremur við herinn en Banda-
ríkin sem slík. Pólitískt vald hers-
ins í Bandaríkjunum er mikið í
raun og Powell er meðal þeirra
sem mestu ráða um stefhu lands
síns i Persaflóadeilu. Hann er
ólíklegur til að taka í mál að
leggja her sinn í aukna hættu til að
þóknast stjómmálamönnum, eins
og hann og margir fleiri telja að
gert hafi verið í Víetnamstríði.
Samkvæmt greinum undan-
farið í bandarískum blöðum er
sennilegt að í upphafi stríðs
myndu Bandaríkjamenn láta flug-
her sinn taka á öllu eða flestu, sem
hann á til, sökum þess að i lofti
hafa þeir og bandamenn þeirra
allmikla yfirburði en írakar hins-
vegar í landherstyrk. Þeir hafa og
víggirt sig rammlega í Kúvæt og
Suður- írak. Hundmð árásarflug-
véla af ýmsum gerðum og með
ýmiskonar vopnabúnað, búnar
leysitækni til að miða sprengjum,
elektróník og annarri hátækni
myndu reyna að eyða íraska flug-
hemum, eldflaugum íraks, íjar-
skiptakerfi, efnavopnum, kjam-
orkuverum, lama samgöngukerfið
með árásum á jámbrautastöðvar,
flugvelli og aðalvegi.
Samkvæmt áður áminnstum
heimildum verður loftsókn þess-
ari haldið áfram í nokkra daga all-
an sólarhringinn, þannig að ekki
hafi ein árásarbylgjan af flugvél-
um fyrr snúið frá skotmörkunum
en sú næsta geysist fram. Irökum
á sem sé engin hvíld að gefast.
Annarri lotu sóknar þessarar á að
stefna fyrst og fremst gegn íraska
landhemum i Kúvæt og Suður-ír-
ak, með það fyrir augum að mylja
víggirðingar hans og einangra
hereiningar frá yfirmönnum og
birgðaleiðum. I þessu skyni á að
varpa þúsundum sprengna allt að
900 kg á þyngd, einnig á fót-
göngulið utan víggirðinga til að
tvístra því og valda skelfingu
meðal þess.
Iðnaður íraks og orkukerfi
sleppur ekki heldur, stíflugarðar,
orkustöðvar, olíuhreinsunarstöðv-
ar, efhaverksmiðjur og eins og
nærri má geta vopnaverksmiðjur
em meðal þess sem ætlunin er að
bomba í mél.
Þetta verður hátæknilegasta
loftsókn sögunnar til þessa, ef af
henni verður, og að líkindum sú
skæðasta hingað til fyrir fólk og
mannvirki, ef miðað er við þá
eyðileggingu sem liklegt er að
hún valdi á skömmum tíma.
Bandarísku hershöfðingjamir
munu gera sér vonir um að eftir-
leikurinn að henni lokinni verði
landher þeirra tiltölulega auðveld-
ur.
Anthony H. Cordesman, fyrr-
um foringi í bandarískri leyni-
þjónustu, segir: „(Ef Saddam gef-
ur ekki eftir nógu fljótt) verður
meiriháttar stríð. Að því loknu
verður írak ennþá til. En það
verður ekkert þar sem minnir á
það Irak sem var fyrir stríðið."
Spárnar um ganginn í yfir-
vofandi stríði á Persaflóa-
svæði eru margar. Herfræðing-
ar sem breska tímaritið Jane’s
Intelligence Review leitaði til
telja að það standi lengst í rúm-
an hálfan mánuð. Aðrir her-
fræðingar og herforingjar álíta
að það geti staðið í marga mán-
uði og þótt flestir telji írak ósig-
ur vísan um síðir er grunur
margra að sigurinn geti orðið
andstæðingum þeirra dýr-
keyptur.
Allar líkur eru á að stríðið, ef
til þess kemur, leiði af sér gífur-
lega eyðileggingu og manntjón
fyrir Irak, og er hætt við að
Óbreyttir borgarar verði ekki síður
illa úti en þeir sem vopn bera.
Bandarikjamenn vilja síst af öllu
lenda í „öðru Víetnamstríði",
löngu stríði sem yrði þeim
Þið "ungu" eldriborgarar!
Vantar ykkur ekki launað
morguntrimm?
Við getum boðið ykkur launað
morguntrimm með Þjóðviljann
í Vesturbæ, Austurbæ og Seltjamames.
þlOÐVIUINN
sími 681333
Ekki annað Víetnam