Þjóðviljinn - 11.01.1991, Page 7
Hversu öflugur
er íraksher?
Hernaðarfræðingar, stjórn-
arerindrekar og aðrir
hafa ýmsar skoðanir á hve lengi
írakar muni halda út ef þeir
lenda í stríði við Bandaríkja-
menn og bandamenn þeirra.
Sumir ætla að vörn íraka verði
að engu á fáum kiukkustundum
eða dögum, aðrir að þeir verjist
lengi af hörku og haldi jafnvei
uppi skæruhernaði löngu eftir
að herskipuiagi þeirra hafi ver-
ið sundrað.
Arabar hafa sjaldan verið
mjög miklir bardagamenn og ekki
hefur ffamganga þeirra í stríðum
á þessari öld yfirleitt verið fram-
úrskarandi. Þó er sú mynd ekki
öll á einn veg. Sóknaraðgerðir Ir-
aka í striðinu við íran 1980-88
voru harla bágbomar, en hinsveg-
ar stóðu þeir sig allvel í vöm og
kyrrstöðuhemaði, er leið á stríðið.
Landher þeirra hefur mikla
reynslu úr því stríði, en fátt er
hinsvegar stríðsreyndra manna í
liði andstæðinga þeirra.
Lítt reyndir í
lofthernaði
En á hitt er að líta að íranski
landherinn var hvergi nærri eins
vel búinn vopnum og Bandaríkja-
her er og herstjómin þar að auki
léleg hjá Irönum. Ahlaup þeirra
gerðu oft illa vopnaðir byltingar-
varðliðar, sem svo vom nefndir,
fjölmargir þeirraböm og ungling-
ar. Stórskotalið Irana var illa æft
og stjómin á því eftir því, þannig
að skothríð þess á stöðvar and-
stæðinganna var sjaldan hnitmið-
uð. I yfirvofandi stríði mega írak-
ar vænta margfalt skæðari eld-
hríðar frá stórskotaliði andstæð-
inga sinna.
írakar hafa litla reynslu af
loffhemaði miðað við það, sem
þeir mega vænta ef til stríðs kem-
ur út af Kúvæt. Iranski flugherinn
var úr sögunni eftir fyrsta ár
írask-íranska stríðsins og stríðs-
reynsla íraska flughersins er því
takmörkuð.
Harðsnúnar lýð-
veldisvarösveitir
Baráttukjarkur íraska hersins
er mjög umdeildur. Margra mál er
að alþýðuvarðlið svokallað sé
miður vel þjálfað og vopnað og
móður vemlegs hluta landhersins
ekki heldur úr hófi mikill. En lýð-
veldisvarðsveitir svokallaðar em
að sumra áliti harðar í hom að
taka og vel vopnaðar og þjálfaðar.
Þær stóðu sig stundum vel í stríð-
inu við íran.
Saddam mun hafa notað tím-
ann, sem liðinn er frá innrásinni í
Kúvæt, til að láta her sinn grafa
sig niður og víggirða sig sem best
í Kúvæt og annarsstaðar við
Hefur úrvalslið að baki fremstu víglínu, vonar
að andstæðingamir þreytist á að sprengja sig
gegnum hana
landamæri Saúdi-Arabíu. Ætla
sumir að Irakar geti haldið velli
þar lengi, ef þá brestur ekki kjark,
ekki síst þar sem landher and-
stæðinganna er fámennari. Al-
mennt álit hemaðarfræðinga er að
her, sem sækir á, þurfi að vera
miklum mun fjölmennari en sá
sem verst, ef sóknarherinn eigi að
hafa sæmilegar vonir um skjótan
sigur.
Hemaðaraðferð
frá Ósmönum
Úrvalsliði sínu, þ.e.a.s. lýð-
veldisvarðsveitunum, kvað Sadd-
am hafa skipað í vamarlinu að
baki þessarar fremstu. Mun ætlun
hans að láta andstæðinga sína
þreyta sig á að sundra ffemstu
vamarlínunni, í von um að
óþreytt lýðveldisvarðliðið hafi að
því loknu sæmilega möguleika á
að stöðva sókn þeirra.
Þetta er gamalþekkt hemaðar-
aðferð, sem t.d. soldánar Ós-
mans-Tyrkja beittu gegn þung-
vopnuðu riddaraliði Evrópu-
manna á síðmiðöldum. Var
fremsta fylking léttvopnað fót-
göngulið og aðalhlutverk þess að
láta riddarana þreyta sig á að
höggva sig í gegnum það. Það
gerði að verkum að riddaramir
vom stundum teknir að mæðast
allmjög er þeir komust að úrvals-
liði Tyrkja, sem beið átekta á bak-
við fremstu fylkingamar. Þetta
átti talsverðan hlut að sigursæld
Tyrkja á þeim öldum. Aldrei er að
vita nema Saddam hafi heyrt eitt-
hvað um það.
Liös- og vopnaafli deiluaðila
(raskir hermenn hvetja hver annan með vfgalegum hrópum og tiiburðum. Þeim hefur gefist ærið tóm tii að búa
sig undir árás andstæðinganna.
Landher íraka miklu fjölmennari, en bandamenn hafa mikla yfirburði í lofti og á sjó
ert er ráð fyrir að liðstyrkur
aðila í Persaflóadeilu verði í
stórum dráttum sem hér segir um
miðjan mánuðinn, þegar frestur-
inn, sem Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna gaf Irökum til að hafa
sig á brott frá Kúvæt með góðu
rennur út.
ÍRAK: 510.000 manna her í
Kúvæt og Suður-írak, 480.000
manns annarsstaðar í Irak og auk
þess 850.000 manna alþýðuvarð-
lið svokallað. Irakar eru taldir
eiga um 4000 skriðdreka, um
2500 aðra brynvagna og um 2700
fallbyssur. Bardagaflugvélar
þeirra eru um 500. Herflotinn er
lítill, ein ffeigáta, átta skip útbúin
til að skjóta eldflaugum og sex
tundurskeytabátar.
BANDAMENN: Bandaríkja-
menn og bandamenn þeirra hafa á
svæðinu yfir 675.000 manna her
og er mikill meirihluti þess liðs,
430.000 manns, bandarískur.
Saúdi-Arabla og önnur fursta-
dæmi á Arabíuskaga hafa til taks
150.000 manns, Bretland 35.000,
Egyptaland 20.000, Sýrland
19.000, Frakkland 10.000 og Pak-
istan 7000. Fámennastir í fjöl-
þjóðaher þessum miklum eru
Argentínumenn, sem lögðu til í
hann 100 manns.
Bandamenn hafa rúmlega
3670 skriðdreka, Bandaríkja-
menn rúman helming þeirra, eða
um 2000, hina eru Arabíuríkin,
Egyptar, Sýrlendingar, Bretar og
Frakkar með. Um styrk banda-
manna I öðrum brynvögnum og
stórskotaliði fyrirliggja ekki ná-
kvæmar tölur, en hann mun vera
mikill.
Bandamenn hafa um 1740
stríðsflugvélar, Bandaríkin þar af
1300, hinar hafa Arabíuríki, Bret-
land, Frakkland, Kanada og Ítalía
lagt til.
Yfirburðir bandamanna á
sjónum eru gífurlegir og herskip
þau, sem ætla má að notuð verði
til stríðsins ef til þess kemur ekki
aðeins á Persaflóa, heldur og við
strendur Ómans og Jemens, á
Rauðahafi og Miðjarðarhafi. Her-
skipin eru alls 149, af ýmsum
stærðum og gerðum frá flugvéla-
móðurskipum niður í freigátur og
tundurskeytabáta. 55 þeirra eru
bandarísk, 36 í eigu Saúdi-Arabíu
og annarra Arabíuríkja, 16 bresk,
14 frönsk. Önnur ríki sem lagt
hafa til skip í flotann eru Italía,
Belgía, Kanada, Holland, Spánn,
Astralía, Argentína, Sovétríkin,
Danmörk og Grikkland. En a.m.k.
sovésku skipunum mun aðeins
ætlað að taka þátt i að framfylgja
hafnbanni Sameinuðu þjóðanna á
írak, en ekki að taka þátt í hemað-
araðgerðum.
Hér em ekki taldar með eld-
flaugar, sem báðir aðilar hafa
mikið af, og eiturgas og sýkla-
vopn, sem líklegt er að írakar
beiti og ekki er útilokað að and-
stæðingar þeirra muni þá beita á
móti. Þá kvað hafa komið til tals
hjá æðstu mönnum Bandaríkj-
anna að þau beiti kjamavopnum.
Dagur
Þorleifsson
Stórntsala
Afsláttarverö miðast
15-50% afsláttur
af öllum vörum
verslunarinnar
Dæmi: 40x40 cm. flísar fráMcsica áöur kr. 2.699,- nú kr. 2.159,-
" " 15x15 cm. físar, áður kr. 1.640,- nú kr. 1.148,-
" " 20x30 cm. veggflísar, áöur kr. 2.622,- nú kr. 1.311,-
Afgangar kr. 1.000,- pr. fm.
viö staögreiöslu.
lj & uSSffi ® *
við Gullinbrú, Stórhöfða 17
Sími: 674844 — Fax 674818