Þjóðviljinn - 11.01.1991, Qupperneq 15
Ljósm.: Jim Smart.
nokkrum árum síðar, að ég fer að
taka þátt í umræðum og lesa bæk-
ur um þær miklu deilur, sem áttu
sér stað á milli róttækra sósíalista
eða kommúnista annars vegar og
hægfara sósíalista eða sósíal-
demókrata hins vegar. Ég held til
dæmis að ég hafi varla heyrt
minnst á Rússland eða Sovétríkin
í pólitiskri umræðu á Norðfirði
fram undir 1930. Þau mál öll til-
heyrðu heimsmálunum, sem voru
fjarlæg. Það voru allt önnur mál
sem skipuðu mönnum í pólitískar
fylkingar á Norðfirði á þessum
tíma. En þau áttu eftir að blandast
inn í umræðuna seinna.
Afdrifarík
samþykkt
- En hvað um brottvikningu
kommúnista úr Alþýðusamband-
inu? Hafði hún ekki áhrif á Norð-
firði?
- Jú, það var auðvitað mál,
sem hafði afar afdrifarík áhrif á
mig og mína félaga á Norðfirði á
þessum árum. Samþykkt 14.
greinarinnar svonefndu á ASI-
þinginu í nóvember 1930 fól í sér
að enginn félagsmaður í verka-
lýðsfélagi innan ASÍ gæti talist
fullgildur félagi með rétt. til full-
trúasetu á þingum ASÍ eða rétt til
að gegna trúnaðarstörfum fyrir
sambandið, nema hann hefði und-
irritað stefnuskrá Alþýðuflokks-
ins. Þessi samþykkt útilokaði
marga okkar ffá fúllum réttindum
þótt við værum í stjóm eða skip-
uðum jafnvel formannsstöðu í
verkalýðsfélaginu. Við vomm
ekki lengur gildir fúlltrúar á þing-
um ASI, þrátt fyrir það. Upp úr
þessu varð klofhingurinn í hreyf-
ingunni algjör á milli Alþýðu-
flokksins og Kommúnistaflokks-
ins.
- Var þessi klofningur að ein-
hverju leyti innfluttur frá útlönd-
um að þinu mati?
- Jú, það hefúr náttúrlega ver-
ið rakið skilmerkilega, til dæmis í
ágætum bókum Þorleifs Friðriks-
sonar sagnfræðings, að Alþýðu-
flokksmenn vom í nánu samstarfi
við flokksbræður sína i Dan-
mörku og þáðu af þeim umtals-
verða fjárstyrki um þessar mund-
ir. Þau skilyrði vom hins vegar
sett fyrir fjárhagsaðstoð af hálfú
danska jafnaðarmannaflokksins,
að kommúnistar yrðu útilokaðir
úr Alþýðuflokknum. Þess vegna
var til dæmis ffamboð Olafs Frið-
rikssonar í Vestmannaeyjum
dregið til baka fyrir tilskipan
Dana. Annars vom þessar ffæði-
legu deilur innan tiltölulega
þröngs hóps menntamanna hér
fyrir sunnan. Sú mikla velgengni
sem sósíalistar nutu til dæmis á
Norðfirði, byggðist hins vegar
eingöngu á innlendum forsend-
um.
- Voru rithöfundar eins og
Þörbergur og Halldór Laxness
ekki famir að hafa áhrif á þessum
tíma?
- Jú, áhrifa þeirra gætti fljót-
lega, og hvort sem það var ná-
kvæmlega á tímabilinu 1926-30
eða nokkuð síðar, sem ég fór að
kynnast verkum þeirra, þá höfðu
þeir snemma mikll áhrif. En ann-
að sem hafði ekki síður áhrif á
okkur vora skrif Einars Olgeirs-
sonar um þá þjóðlegu róttækni,
sem kom fram í verkum Stephans
G. Stephanssonar og Þorsteins
Erlingssonar. Þessi skrif styrktu
okkur i trúnni sem þjóðlega rót-
tæklinga.
Heimsbyltingin
á Norðfiröi
- En hvemig bárust hin al-
þjóðlegu deilumál hreyfingarinn-
ar tilykkar austur á Norðfjörð?
- Þau bámst auðvitað með
mönnum úr hreyfingunni, sem
höfðu menntast erlendis. Mönn-
um eins og Einari Olgeirssyni,
Brynjólfi Bjamasyni og Ársæli
Sigurðssyni. Það er með þeim
sem hin erlendu deilumál fara að
bergmála hér innanlands. Þær
deilur hefðu hins vegar aldrei enst
til þess að búa til þann klofning
sem héma varð. Hann átti sér
fyrst og ffemst rætur í deilum um
innlend kjaramál.
Við sem vorum aldir upp
meðal þurrabúðarfólks sem bjó
við árvisst atvinnuleysi á vetrum
og slíkt réttleysi að það missti
kosningaréttinn ef það þurfti að
leita aðstoðar sveitarfélagsins,
við höfðum rika tilfinningu fyrir
því að það þyrfti að breyta þessu
þjóðfélagi með róttækum hætti.
Eg sem var alinn upp við sjávar-
síðuna fékk aldrei næma tilfinn-
ingu fyrir sveitabúskap og fann
íhaldslykt af Framsóknarflokkn-
um. Alþýðuflokkurinn reyndist
linur í sókninni og hallur undir
Framsókn. I kosningunum 1934
vinnur Alþýðuflokkurinn stórsig-
ur, en kommúnistar, sem áttu í
innbyrðis deilum, fengu engan
þingmann kjörinn. Upp úr þessu
kom ríkisstjóm Framsóknar og
Alþýðuflokksins 1934-37, sem
kölluð var rikisstjóm vinnandi
stétta. Hún gat ekki mætt kröfum
fólksins um bætt lífskjör, og í
kosningunum 1937 tapar Alþýðu-
flokkurinn tveim þingsætum, en
Kommúnistaflokkurinn fékk þijá
menn kosna á þing, þar á meðal
Einar Olgeirsson.
Hitt er svo annað mál, að auð-
vitað tókum við upp vöm fyrir
verkalýðsríkið í Rússlandi, þegar
það varð fyrir árásum andstæð-
inga okkar innan íhaldsins eða
Framsóknarflokksins. Það breytir
hins vegar ekki því, að það sem
tekist var á um var fyrst og ffemst
það sem við töldum vera þjóðfé-
lagslegt óréttlæti. Spurt var um
hvort semja ætti um hálft réttlæti
eða ekki.
Forsendur róttæks
sósíalisma eru þær sömu í dag og
fyrir 60 árum,
segir Lúðvík Jósepsson
fyrrverandi
sj ávarútvegsráðherra
og formaður
Alþýðubandalagsins.
Stórhuga
athafnamenn
- Lítur þú athafnamennina á
Norðfirði á þessum tíma öðrum
augum nú en fyrir 60 árum ?
- Það stendur ekki á mér að
viðurkenna að bæði Sigfús
Sveinsson og Konráð Hjálmars-
son vom það sem við getum kall-
að hæfir athafnamenn, stórir í
hugsun og miklir í sínum fram-
kvæmdum. Þeir vom í þvi að
byggja upp eignir: þeir keyptu
skip, byggðu íshús, verslunarhús
og íbúðarhús og svo ffamvegis.
Það má vel halda því fram eftirá,
að þeir hefðu ekki getað fjárfest
eins mikið ef allar kaupkröfúr
okkar hefðu náð ífam að ganga.
En það algjöra vald, sem þeir
höfðu á kjömm fólksins með
sinni ffjálsu verðlagningu á lífs-
nauðsynjum þess og vinnuafli,
gat hins vegar ekki staðist, og það
breyttist líka með afgerandi hætti
á Norðfirði. Breyttum atvinnu-
háttum, vélbátaútgerð og vaxandi
verkalýðshreyfingu fylgdu óhjá-
kvæmilega breytt valdahlutfoll í
þjóðfélaginu. Samfylkingarlisti
Alþýðuflokks og kommúnista
hlaut 60% atkvæða og hreinan
meirihluta í sveitarstjómarkosn-
inguniun i Neskaupsstað 1938.
Sama ár var Kommúnistaflokkur-
inn lagður niður og sósíalista-
flokkurinn stofhaður með Héðni
Valdimarssyni og vinstri armi Al-
þýðuflokksins, og síðan hafa
vinstri-sósíalistar lengst af haft
meirihlutann í Neskaupstað.
Bylting í
atvinnumálum
— Hverju þakkar þú þennan
pólitiska árangur?
- Það er fyrst og ffemst að
þakka þeirri byltingu, sem þama
varð í atvinnumálum og atvinnu-
öryggi. Ytri aðstæður unnu að
ýmsu leyti með okkur í byijun, og
við notfærðum okkur Nýsköpun-
arstjómina betur en flestir, en í
stuttu máli tókst okkur að ffam-
kvæma þama stóra hluti á okkar
mælikvarða og einnig á lands-
mælikvarða, og við höfðum sam-
valinn og einhuga hóp sem fylgdi
þessu eftir. Það er engin tilviljun
að Neskaupstaður, sem nú telur
um 1700 íbúa, skuli oft á tíðum
hafa átt það útgerðarfélag sem
skilaði mestum eða næstmestum
tekjum í þjóðarbúið á landsvísu,
þannig að Reykjavík ein gat borið
sig saman við Síldarvinnsluna.
Það segir sína sögu.
Gmndvallarfor-
sendan óbreytt
- Hvemig horfir pólitíkin við
þér i dag? I hvaða sporum og
frammi fyrir hvaða valkostum
stendur verkalýðshreyfingin nú,
hálfri öld siðar?
- Þú spyrð um viðhorf mitt til
pólitískra málefha í dag og um
álit mitt á pólitískum valkostum
verkalýðshreyfingarinnar nú.
Þessari spumingiu vil ég ekki
svara nema á mjög svo óbeinan
hátt. Astæðumar em þær, að ég
hef nú i full tíu ár haldið mig til
hliðar við hin opinbem pólitísku
átök. Ég vék af Alþingi og hætti
beinum afskiptum af flokksstarfi.
Það var skoðun mín þá og er enn,
að kominn væri tími til að nýir
menn tækju við mínu starfi í
flokknum og á Alþingi.
Ég hef ekki viljað blanda mér
í störf þeirra sem við tóku.
Þessi afstaða mín heíur auð-
vitað ekki breytt þvi, að ég hugsa
enn um pólitík og hef enn mótaða
skoðun á því sem er að gerast.
Svar mitt við þessum spum-
ingum þínum er því í stuttu máli
þetta:
Þær félagslegu og efhahags-
legu aðstæður, sem upphaflega
gerðu mig að róttækum sósíalista,
em enn til staðar í þjóðfélaginu í
ríkum mæli, þó að margt hafi
breyst til hins betra.
Óumflýjanlegar
deilur
Fyrir 60 ámm var oft mikið
atvinnuleysi og fyrir allmargar
fjölskyldur var það árvisst.
Atvinnuleysið er enn ekki
horfið að fúllu, og margir búa við
lítið öryggi í atvinnumálum.
Fyrir 60 árum var talað um
„frelsi“ kaupmanna til að verð-
leggja þær vörur, sem alþýða
manna varð að kaupa. Enn er
boðað frelsi til okurs og gróða-
bralls. Enn er misréttið mikið, og
enn blasir ójöfnuður við í lífskjör-
um.
Það er skoðun mín, að sú bar-
átta sem ég tók þátt í frá því ég
tók fyrst að skipta mér að pólitík
1930 þar til ég dró mig í hlé 1980,
hafi verið félagslega rétt og hafi
skilað alþýðufólki verulega fram
til aukins jafhaðar og til meiri og
sanngjamari réttinda. Deilur rót-
tækra sósíalista og hægfara sósí-
aldemókrata vora óumflýjanlegar
á sínum tíma. Þær vom ekki
bundnar við persónur nema að
litlu leyti, en snérast um stórfelld-
an skoðanaágreining.
Ég tel að sú flokkaskipan,
sem hér varð á árunum 1930 til
1980, hafi verið í fúllu samræmi
við þjóðfélagsþróunina. Hér
myndaðist lengst til hægri flokkur
kaupsýslu- og atvinnurekenda,
Sjálfstæðisflokkurinn, næst hon-
um kom svo flokkur smærri at-
vinnurekenda, bænda og milli-
stéttarfólks, Framsóknarflokkur-
inn. Þá kom flokkur hægfara sósí-
alista eða jafhaðarmanna, Al-
þýðuflokkurinn. Lengst til vinstri
var svo flokkur róttækra sósíal-
ista, sterkasti flokkurinn í verka-
lýðshreyfingunni.
Verkalýðshreyfingin er enn í
dag sterkt þjóðfélagslegt afl.
Staða hennar hefúr breyst. Bar-
átttumálin hafa tekið breytingum,
en gmndvallarstefnumiðið hlýtur
enn að vera hið sama og áður.
-ólg.
Föstudagur 11. janúar 1991 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15