Þjóðviljinn - 11.01.1991, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 11.01.1991, Qupperneq 16
 Ólafur reið með björgum fram, - villir hann, stillir hann - hitti hann fyrir sér álfarann, þar rauður loginn brann. Blíðan lagði byrinn undan björg- unum, blíðan lagði byrinn undan björg- unum fram. Þar kom út ein álfamær, sú var ekki Kristi kær. „Ekki vil ég með álfum búa, heldur vil ég á Krist minn trúa.“ „Bíddu mín um eina stund, meðan ég geng í grænan lund.“ Hún gekk sig til arkar, tók upp saxið snarpa. „Ekki muntu svo héðan fara, aðþú gjörir mér kossinn spara. “ Klappar á dyr með lófa sín: „Ljúktu upp kæra móðir mín. „Hví ertu fölur og hví ertu fár, eins og sá með álfum gár?“ „Móðir Ijáðu mér mjúka sæng. Systir, bittu mér síðuband. “ Ei leið nema stundir þrjár, Ólafur var sem bleikur nár. Símasambandið - Eyja. Þetta er Óli Helgi. - Hvað er að heyra í þér? Ertu svona hás? - Ég kvefaðist á sunnudaginn. Ég fór með pabba á brennuna við Vaís- heimilið. Þar kom út hin önnur, hélt á silfurkönnu. Þar kom út hin þriðja með gullband um sig miðja. Þar kom út hin fjórða, hún tók svo til orða: Ólafur laut um söðulboga, kyssti frú með hálfum huga. Saxinu hún stakk í síðu, Ólafi nokkuð svíður. Ólafur leit sitt hjartablóð líða niður við hestsins hóf. „ Velkominn Ólafur Liljurós. Ólafur keyrir hestinn spora Gakk í björg og bú með oss. “ heim til sinnar móður dyra. Saxinu hún stakk í síðu. Teikninguna gerði Fanney Jónsdóttir Vendi ég mínu kvæði i kross, - villir hann, stillir hann - sankti Máríá sé með oss, þar rauður loginn brann. Blíðan lagði byrinn undan björg- unum, blíðan lagði byrinn undan björg- unum fram. Þjóðkvæðið Kvæðið um Ólaf Liljurós er kallað þjóðkvæði, af því enginn veit hver höfundurinn er. Þjóðkvæði er kvæði, sem þjóðin hefur kunnað frá ómuna- tíð. Oft eru til margar ólíkar útgáfur. í þjóðsögum og þjóðkvæðum eru oft ungar og fallegar álfameyjar, sem reyna að lokka til sín unga menn. Þeir reyndu að falla ekki í freistni, af því mennirnir voru kristnir, en álfarnir heiðnir. En það gat farið illa fyrir þeim sem neitaði að gera bón álfa. Kvæðið um Ólaf Liijurós er svo gamalt, að kannski skiljið þið ekki öll orðin. Ég þurfti að fletta upp í orða- bók til að skilja: „Hún gekk sig til arkar,/ tók upp saxið snarpa." Örk er stór og mikil kista. Hún fór í kistuna og sótti stóran, beittan hníf. Að spara álfkonu kossinn er að vilja ekki kyssa hana. Sá með álfum gár, er sá sem gengur með álfum, umgengst álfa. Bleikur sem nár er föiur eins og lík. Dáinn. Ef það er fleira sem þið ekki skilj- ið, þá skuluð þið spyrja afa eða ömmu. Eða Eyju frænku. Kær kveðja. Munið utanáskriftina: „Hænsnaprikið" Þjóðviljinn Síðumúla 37 Reykjavík - Ég fór líka á brennu. - Ég sá þig ekki. - Ég fór í Borgarnes. Þeir í Borg- arnesi eru alltaf með sína brennu á Seleyrinni undir Hafnarfjalli. Það er svo ævintýralegt. Maður bíður bara eftir að sjá álfana streyma út úr klett- unum og hólunum allt í kring. - Trúir þú á álfa? - Ja, hann nafni þinn Liljurós hefði nú ekki spurt svona. - En trúirðu á álfa? -Égtrúi að minnsta kosti á kvæð- ið um Olaf Liljurós. Og ég trúi á álfa- brennur. - Veistu af hverju við höfum brennur? - Nei. Jú. Til að brenna gömlu rusli. - Já, já, það er náttúrlega rétt svo langt sem það nær. Maður brennir ruslið frá gamla árinu til þess að nýja árið geti byrjað með hreint borð. Eða hreint land. En það gerist líka annað. - Hvað? - í gamla daga trúði fólkið því, að eldurinn hreinsaði loftið af illum önd- um. Og það setti á sig grímur og var með alls konar hávaða og læti til þess að hræða burt árana og púk- ana, sem það fann að voru á kreiki. Varst þú ekki með hvellhettur eða ra- kettur eða eitthvert púðurkerlingadót á brennunni? - Pabbi átti eftir tvær rakettur frá áramótunum. En ég var bara með hurðasprengjur. Mömmu er svo illa við svona hávaða. - Já, maður verður náttúrlega að passa sig á því að hræða ekki mömmurnar burt í staðinn fyrir púk- ana. - Ég vildi ég hefði vitað þetta áður en ég fór á brennuna. - Heldurðu að mamma þín hefði þá leyft þér að sprengja meira? - Já. Og ég hefði líka getað sagt Öldu Sif þetta. - Var hún á brennunni? - Já. - Fannst þér ekki gaman að hitta hana? - Ég talaði ekkert við hana. - Af hverju gerðirðu það ekki? - Bara. - Og talaði hún ekkert við þig heldur? - Hún sagði bara takk fyrir jóla- qjöfina. Svo fór hún með vinkonu sinni. - Jæja. Nú það var fallegt af henni að þakka fyrir sig. - Já. - Það er gaman að fara á brennu. Maður horfir í eldinn og hitinn fer langt inn í sálina. Maður lætur sig dreyma. - Já. 16 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.