Þjóðviljinn - 11.01.1991, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 11.01.1991, Blaðsíða 18
Frá Hastings Nú stenduryfir jólaskákmótið í Hastings á Englandi, þeim sögu- ffæga stað. Keppni er lokið í opn- um flokki, og sigraði þar gömul kempa, sovéski stórmeistarinn Alexander Suetin, með 8 vinn- inga af tíu mögulegum, en í næstu sætum kemur frítt lið efnilegra Englendinga og reyndra meistara frá meginlandinu. í aðalflokknum tefla átta skákmenn tvöfalda umferð og eru það allt stórmeistarar. Það eru Englendingamir Chandler, King, Kosten og Speelman; Bareev ffá Sovétríkjunum, Sax frá Ung- veijalandi, Bent Larsen og Helgi Olafsson. Meðalstig þátttakenda eru 2580 og mótið í 14 styrkleika- flokki, þannig að það er afar sterkt. Helgi er í miðjum hópi kepp- enda þegar þetta er ritað. Þátttaka í svona sterku móti er mikil raun, því andstæðingamir eru svo jafh- sterkir að í engri umferð er unnt að slaka neitt á. Honum nægir að halda sér í miðjunni, en allt um- ffam það er góður árangur. í fyrstu umferð átti Helgi f höggi við Murray Chandler frá Englandi og tókst að sigra eftir miklar sviptingar. Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Chandler Hoiiensk vörn Helgi Ólafssson 4. RO - d5 5.0-0 - Bd6 1. d4 - f5 2. g3 - Rf6 3. Bg2 - e6 6. c4 - c6 7. Bf4 - Bxf4 8. gxf4 - 0-0 Kóngsstaða hvíts hefúr opn- ast við biskupa- kaupin, en það kemur ekki að sök því tök hans á miðborðinu styrkjast að mun. í ffamhaldinu nær Helgi öllum tökum á svörtu reitunum. 9. Rb-d2 - Rb-d7 10. b4 - a5 11. a3 - ... Með þessum leik fómar Helgi peði. 11.... - axb4 12. axb4 - Hxal 13. Dxal - dxc4 14. Rxc4 - Rd5 15. e3 - Rxb4 16. Hbl - Rd5 Hvítur hefur fómað peði, en fær á móti mikinn þrýsting á drottningarvæng svarts. Öll svörtu peðin em á hvítum reitum þannig að hvítreita biskup svarts kemst nánast ekki neitt. Svartur mundi sækja að kóngi hvíts með Hg8 og g7-g5 o.s.frv. ef hann hefði tíma til en fyrst verður hann að leggjast í vöm. 17. Da3 - R7-Í6 18. Rf-e5 - Re8 Þessi riddari leggur á sig langt ferðalag og hafnar úti á jaðri borðsins. Hvítur hótar í rauninni að vinna b7-peðið fyrr eða síðar ef svartur hefst ekki að. 19. Dc5 - Re-c7 20. Rd6 - Ra6 Hvíta staðan er skemmtileg yfirbragðs, því hann hefur öll tök á svörtu reitunum. Helgi fómar nú manni, en líklega lá ekkert á því og eðlilegra að hörfa með drottninguna til a3. 21. Rxb7 - Bxb7 22. Da7 - Bc8 23. Rxc6 - De8 Hér er 23. ... Dd7 líklega betra. Þó em margar hættur að varast, t.d. 24. Bxd5 Dxa7 25. Rxa7 exd5 26. Hb6 og hvítur vinnur manninn til baka með betri stöðu. Staðan er flókin og svartur á ótrúlega erfitt með að notfæra sér Iiðsyflrburðina. 24. Bxd5 - exd5 25. Re5 - Dh5 Svörtu mennimir minna á Skarphéðin í brennunni, þeir mega sig hvergi hræra. Nú leyfir Helgi riddaranum að hreyfa sig en svarti biskupinn er jafnvesæll og áður. 26. Da8 - Rc7 27. Dc6 - Re6 28. Dxd5 - Kh8 29. Dd6 - g5 Svartur missir móðinn. Skárra var 29. ... De8 til að valda hrókinn en eftir 30. Hb8 situr hann í sömu súpunni og áður. Nú missir hann snarlega lið. 30. d5 - gxf4 31. dxe6 - Hg8+ 32. Khl Hér féll svartur á tíma, en staða hans er hvort sem er töpuð. Það er engin vöm til gegn f6-f7 með hótununni Df6 o.s.frv.Sovét- maðurinn Bareev er stigahæstur keppenda á mótinu, hefúr 2650 stig. í fyrstu umferð hafði hann svart gegn Sax,: og eftir 23 leiki kom þessi staða upp. Hvítt: Sax Svart: Bareev Bareev lék hróknum út á fimmtu reitaröðina, væntanlega til að stríða Sax eitthvað, en hrók- urinn komst ekki til baka og er illa staddur. Nú blæs Sax til snarprar hróks- og kóngssóknar. 24. g4 - Hh3 25. g5 - Rd5 26. Dg2 - Hh5 27. gxh6 - Hxh6 Það skiptir miklu máli í ffam- haldinu að riddarinn á d5 er lepp- ur svörtu drottningarinnar, því hún er óvölduð. 28. f5 - Re7 29. d5 - Rxd5 Annars kemur Rg4 eins og í skákinni. 30. Rg4 - Hh7 Ekki dugar 30. ... exf5 vegna 31. Re5 og hvítur vinnur mann. 31. Rf6+ Og Bareev gafst upp. Eftir 31. ... Kh8 32. Rxh7 Kxh7 33. Dh3+ Kg8 34. fxe6 fxe6 35. Hxe6 er hvíta staðan léttunnin. Bareev lét þessa útreið þó ekki á sig fá, minntist orðtaksins “fall er farar- heill,” vann hveija skákina á fæt- ur annarri og er nú í efsta sæti á mótinu. Reykjavíkurmótið hafið Reykjavíkurmótið í sveita- keppni hófst á fimmtudag í síð- ustu viku. 19 sveitir taka þátt í mótinu, sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Spiluð em 14 spil milli sveita, allir v/alla, einföld umferð. 4 efstu sveitimar komast í úrslitakeppnina um Reykjavík- urhomið, en 12 efstu öðlast rétt til þátttöku í íslandsmótinu í ár. Þeg- ar þetta er skrifað, er lokið 6 um- ferðum af 19 (tæpum þriðjungi) og nokkur mynd komin á stöðu sveitanna. 12 efstu sveitir eru: í Sigtúni, húsi Bridgesambands- ins. Góð mæting var hjá Skagfirð- ingum sl. þriðjudag, þrátt fyrir spilamennsku í Reykjavíkurmót- inu. 18 pör mættu til leiks, i eins kvölds tvímenningskeppni. Efstu pör urðu: Andrés Þórarinsson - Halldór Þórólfsson 280 og Hann- es R. Jónsson - Jón Ingi Bjöms- son 253. Á þriðjudaginn verður einnig eins kvölds tvímenningskeppni. 1. Tryggingamiðstöðin 134 2. S. Armann Magnússon 130 3. Steingrímur G. Pétursson 112 4. Samvinnuferðir 110 5. Landbréf 110 6. Verðbréf ísl.banka 108 7. Hreinn Hreinsson 90 8. Sverrir Kristinsson 90 9. Valur Sigurðsson 89 10. Hótel Esja 84 11. Roche 82 12. Jón Stefánsson 80 Tvær umferðir vom á dagskrá í gærkvöldi, þrjár verða á morgun og aðrar þijár á sunnudag. Að þeim degi loknum verður lokið 14 umferðum. Siðan verða tvær næsta miðvikudag og mótinu lýkur svo ann- an laugardag. Spilað er Helgina 1.-3. febrúar verður spilað íslandsmót kvenna og yngri spilara. Undankeppni og úr- slit verða spiluð saman. Undan- keppnin verður fostudagskvöld og laugardag og úrslit á sunnu- dag. Fyrirkomulag ræðst af þátt- töku. Skráningu lýkur miðviku- daginn 30. janúar, kl. 17, en skráð er hjá BSI. Þátttökurétt í yngri flokkinn hafa allir spilarar sem fæddir em eflir 1. jan. '66. Keppnisgjald er það sama og á síðasta ári eða kr. 10 þúsund á sveit. Mótin em öllum opin, sem áhuga hafa. Spilað er um gullstig. Spilað verður i Sigtúni. Mælst er til þess að spilarar fjöl- menni í mótin. Flogið hefur fyrir hvernig X, * s t a ð i ð Olafur verði að Lárusson landsliðs- málum okkar í ár. Skipaðir verða einvaldar í hverju liði og hafa nöfn þeirra Bjöms Theodórssonar (opnum flokki), Helga Jóhanns- sonar (kvennaflokki) og Bjöms Eysteinssonar (yngri flokki) verið nefnd í þessu sambandi. I kvenna- flokki er útlit fyrir að þær fjórar sem sigmðu NM í Færeyjum í fyrra, verði valdar beint, en einu pari bætt við. í yngri flokki er lík- legast að Matthías Þorvaldsson, Hrannar Erlingsson, Sveinn Ei- ríksson og Steingrímur G. Péturs- son verði valdir beint, án úrtöku- inóts. í opnum flokki er málið snúnara, því aðeins virðist sjálfgefið að eitt par verði valið beint, þ.e. Jón Bald- ursson og Aðalsteinn Jörgensen. Þeir em tvímælalaust okkar al- besta par í dag. Að líkindum verð- ur spilað um hin tvö, sætin, og til þess valin 8-12 pör. Úr þeim hópi koma þá tvö pör. Líklegt er að Hjalti Elíasson verði þjálfari kvennaliðsins, en ólíklegt að hann sé inni í mynd- inni, hvað varðar þjálfun liðs í opna flokknum. Undirritaður sér þó fyrir sér mannaval, hvað varð- ar endanlega yfimmsjón með þjálfun landsliðs í opnum flokki, og má þar nefna nöfn eins og Öm Amþórsson. Áríðandi er þó að undirsstrika verkefni slíks hóps, sem landslið em hveiju sinni. Spilarar sinna æfingum og keppni, þjálfari verkstjóm með æfingum, fyrirliði verkefnum á keppnisstað og einvaldur vali liðs. Að grauta of mikið í þessum málum og leggja meginþunga einhvers hluta af þessum verkefn- um (eins og verið hefúr) á herðar eins eða fárra manna, er ekki vænlegt til langframa. Hluti af þessum framtíðarsýnum umsjón- armanns em nú að rætast, með hingaðkomu Zia Mahmoud, sem mun rétta okkur hjálparhönd I lokaverkefni landsliðsins. Þá er einnig traustvekjandi að maður eins og Bjöm Theodórsson gefi kost á sér í hlutverk einvalds. Má ætla að samvinna þeirra Jóns Baldurssonar í þessum málum gefi af sér beitt iandslið, sem er- indi á í keppni á erlendum vett- vangi. Fyrir liggur beiðni um meist- arastiganeínd, til stjómar BSÍ, að breyta unnum leik í skráningu stiga, úr 19-11 eins og verið hefúr, í 8-12. Þetta er gert til samræmis reglum á Norðurlöndum, sem tek- ið hafa gildi. Gott mál. Sömu spil em spiluð á öllum borðum í Reykjavíkurmótinu, sem er nokkuð tvíræð ákvörðun, í móti af þessu tagi. Hitt er þó ann- að mál, að einhverjir geta haft ánægju af að rýna í „árangur“ manna. Lítum á hvað eitt spil get- ur haft mikil áhrif í slíkum út- reikningi: S. ÁG9 S: K842 H: ÁD10 H: K943 T: Á2 T: K L: ÁG1043 L: 9852 Á þessar hendur fóm örfá pör í 6 lauf, sem em nokkuð yfir 60%, eins og sagt er í bridge. Hjónin í laufi lágu þriðju fyrir aftan ás og ekki mikill árangur í Butler. Sann- gjamt? Ósanngjöm spuming, því bridge gengur ekki út á hluti eins og sanngimi. Sigfús Öm Amason heíúr verið í banastuði það sem af er þessu Reykjavíkurmóti. Lítum á handbragðið hjá honum: S: D9 H: Á9863 T: K63 L: 1062 S: 1082 S: ÁG764 H:---- H: KDG T: 97542 T: DG108 L: G9754 L: K S: K53 H: 107542 T: Á L: ÁD83 Sigfús var sagnhafi í 4 hjört- um. Utspilið var spaði, nía, gosi og kóngur. Spaði til baka, upp á ás og meiri spaði. Trompað í borði og í framhaldinu var tígullinn hreinsaður upp, laufi spilað að ás og Ioks hjarta. Austur var enda- spilaður, átti einungis spaða og tígul eftir og 10. slagurinn hlaut að koma léttilega. Lykilspilamennskan hjá Sig- fúsi var að fara ekki í trompið í byijun, sem gerðist á hinu borð- inu. Að vísu vom aðeins spiluð 3 hjörtu þeim megin, sem gaf þó lít- ið upp í 620 hjá þeim Sigfúsi og félaga hans, Gesti Jónssyni. 18 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.