Þjóðviljinn - 11.01.1991, Síða 23

Þjóðviljinn - 11.01.1991, Síða 23
Meira en góö söngkona Í því tómarúmi sem myndað- ist eftir heljarinnar þeysireið um heimskringluna með Sykurmol- unum, fór Björk Guðmundsdóttir að föndra við djass með Tríói Guðmundar Ingólfssonar. Út úr þessum þreifmgum varð til plata með gömlum lögum í nýjum bún- ingi sem flytjendur kaíla „Gling gló“. Þegar farið er í kistu fortíðar- innar getur verið erfitt að velja sum lög fremur en önnur. Þetta vandamál leysti Björk með því að fá vin sinn Magnús Þór Jónsson til að leggja fram plötu- og spólu- safn sitt, sem samkvæmt heimild- um er ríkt af gamalli tónlist. Úr þessu valdi Björk síðan þau lög sem eru á „Gling gló“. Útkoman varð hin forvitnileg- asta. Það er virkilega gaman að heyra þennan feimna og ögrandi framlínuálf Sykurmolanna spreyta sig á lögum sem manni eru í blóð borin í gegnum gamla Rikisútvarpið. „Luktar-Gvend- ur“, „Kata rokkar", „Brak og brestir“, ,3ella símamær“, „Ton- deleyo“ og svo framvegis, hljóma virkilega vel úr barka Bjarkar, og oftar en ekki er tjáning hennar ná- lægt fullkomnun. Skemmtilegt lagaval og inn- lifún Bjarkar er það sem fyrst og fremst gerir „Gling gló“ að góðri plötu. En það þarf meira en góða söngkonu til að gera góða plötu. Tríó Guðmundar Ingólfssonar skilar sínu framlagi af fag- mennsku. Undirritaður gerir orð Magnúsar Þórs að sínum, þar sem hann segir á diskumslagi: „... í Björk Guðmundsdóttir og Trló Guðmundar Ingólfssonar. meðferð Guðmundar er aldrei hætta á að djassinn týni ógninni og lognist út af í kurteislegt ið- andi ávaxtamauk.“ Guðmundur Steingrímsson tímum. Þórður Högnason bassa- ið til orða Magnúsar Þórs. „Gling skilar sínum trommuleik eins og leikari „setur punktinn síðan und- gló“ er eitt af því fáa sem kom á hann gerir best, enda er hann á ir i-ið og gerir það þannig að upp- óvart í íslenskri dægurmenningu í heimavelli í tónlist frá þessum hrópunarmerki", svo aftur sé grip- fyrra. — hmp Kata komin Þeir sem hafa látið Kate Bush fara fram hjá sér frá því hún sendi frá sér komung sína fyrstu plötu, „Kick Inside" ár- ið 1978, hafa misst af ansi miklu. Þessi heillandi kona er einstakur tónlistarmaður og hefur rödd sem á enga sér líka. Á eftir „Kick Inside“ fylgdu fimm og á margan hátt ólíkar plötur. Sú önnur í röð- inni, „Lion Heart", var að vísu lík þeirri fyrstu, en svo verða nokkur straumhvörf með „Never Forever". Á ferli sínum hefur Kate Bush margsinnis komið þægi- lega á óvart og ósjaldan hefur maður orðið hissa á stefnu- breytingunum. Bush hefur farið sínar eigin leiðir og það ekki alltaf peningamönnum útgáfufyrirtækjanna til mikill- ar gleði. En það var hún sem gafst upp á þeim og fór. Bush byggði upp sitt eigið útgáfu- fyrirtæki. Ekkert minna en fullkomið frelsi var nóg. „Pródúktsjónin“ hefúr í aukn- um mæli verið í hennar hönd- um, þar til hún tók hana alger- lega að sér, og hætti að treysta að eigin mati misvitum mönn- um fyrir því að finna „rétta“ hljóminn á Kate Bush. Tryggðarhópur Bush hér á landi hefur verið örugg og nokkuð stöðug stærð. Hún hefur aðeins einstöku sinnum náð fjöldavinsældum, t.d. með „Babooshka“ á „Never Forever" og þegar hún söng dúettinn „Dont Give Up“ með Peter Gabriel. Mér hefúr reyndar frá því ég heyrði í Bush fyrst árið 1978, fundist hún mikið skyld Gabriel tón- listarlega, þó karakterein- kenni þeirra beggja séu mjög sterk og á engan hátt ólík. Þau virðast engu að síður hafa svipaðar hugmyndir um hvemig eigi að semja tónlist. Kate Bush hefur verið fremur illa sinnt af hljóm- plötuverslunum. Plötur henn- ar hafa hvergi allar verið til. Það er því mikil bót í mjög smekklegum kassa af geisla- diskum sem hefúr verið gef- inn út með öllum plötum söngdrottningarinnar og meiru til. Þetta em alls átta diskar, en á tveimur þeirra, sem heita „This Womans Worke I og II“, em ný lög ásamt fágætum útgáfum og nýjum hljóðblöndunum af eldri lögum. Bush syngur til að mynda upp á nýtt gamalt stór- virki, „Wuthering Heights“. Mér fannst hún syngja það mjög vel í uppmnalegu útgáf- unni, en það er gaman að heyra hana spreyta sig á þessu með rödd fullorðinnar konu. Hún var nánast unglingur þegar hún söng lagið fyrst. Á þessum tveimur diskum má líka finna tónlist sem er tilraunakenndari og frjórri en síðustu tvær plötur. Það er Kate Bush eins og ákveðin kaflaskipti séu að eiga sér stað og Bush sé að gera upp tólf ára litríkan feril og vísa okkur leið inn í nýja tíma. Sem gamall aðdá- andi bíð ég spenntur eftir framhaldinu. Eg ætla ekki að nefna nein sérstök lög til sögunnar af diskunum tveimur, sem em sérstaklega eftirtektarverð. Það yrði allt of langur og leið- inlegur listi aflestrar. Bara þetta að lokum: Kate Bush er einn af bestu starfandi tónlist- armönnum samtímans, eng- inn vafi, og nú er tækifæri til að ná í það sem af er lífsstarfi hennar í einum kassa. - hmp Föstudagur 11. janúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 23 Edda Heiðrún í Barnaborg Bömum hefur ekki verið sinnt af miklum metnaði þegar plötur sem sérstaklega eiga að höfða til þeirra em gefnar út. Oftast em þessar plötur vondar vegna þess grundvallarfeils, að ekki er tekið með í myndina að böm em vitibomar ver- ur með háþróaðan smekk fyrir tónlist. Edda Heiðrún Backman sendi frá sér bama- plötuna „Bamaborg“ fyrir jólin. Þessi ágæta leik- kona hefur fyrir löngu sannað sig sem söngkona og hún hefúr einnig bmgðið sér í hinar ýmsu per- sónur fyrir böm, bæði í leikhúsi og sjónvarpi. Edda Heiðrún fellur ekki í þá gryfju að vanmeta smekk bama og gleymir heldur ekki að kynna fyr- ir þeim tónlist sem verður að teljast til menningar- arfsins. Það er til að mynda vel til fúndið hjá henni að syngja „Maístjömuna“ inn á „Bama- borg“, sem hún gerir afburða vel. I textanum er einfaldur boðskapur um réttlæti og von og lagið er falleg melódía sem smýgur í allar sálir, ungar sem aldnar. Þá tekur Edda Heiðrún „Vísur um ref‘, söng Lilla litla klifurmúsar úr Dýmnum í Hálsaskógi, sem var mikið í uppáhaldi hjá undirrituðum þegar hann var bam og er enn. Einnig er gaman að rifja upp annað lag frá bemskuámnum, lagið um hana Stínu sem fór í bæinn „að kaupa klæði í kjól á brúðuna sína“. Þetta lag hefur sennilega ekki komið út á plötu í áratugi. Önnur hnáta kemur líka við sögu, en það er hún Sigga í laginu „Sigga gamla“ eftir Jón Hall, sem einnig semur textann. Jón Hallur á þetta lag ásamt öðm lagi og texta, „Mamma aumingja mamma“. Mig gmnar að hér sé ljóðskáldið og trúbadúrinn Jón Hallur á ferð, sem m.a. hefur gef- ið út plötuna „13 tímar og önnur lög“, og er þetta þá ný hlið á honum. Lögin á „Bamaborg" em stutt og mörg, og ég held að það sé skynsamleg leið þegar böm eiga i hlut. Tvær söngkonur, Maria Björk Sveinsdóttir og Heiðrún Halldórsdóttir, aðstoða Eddu við sönginn ásamt bamakór undir stjóm Þór- unnar Bjömsdóttur. Kórinn og söngkonumar standa sig vel, en það er galli að ekki skuli tekið fram hvenær hver syngur. Pétur Hjaltested sér um útsetningar og undir- leik ásamt Tryggva Hubner sem spilar á gitar. Út- setningar Péturs em sléttar og felldar og án allra tilraunakenndra útúrdúra og undirleikur er ágæt- ur. Bamaborg er góð plata sem skipar sér í flokk með bamaplötu Megasar og „Dýrunum í Hálsa- skógi“. - hmp

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.