Þjóðviljinn - 11.01.1991, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 11.01.1991, Blaðsíða 26
UM HELGII MYNDLIST Gallerí 8, Austurstræti 8. Verk e/um 60 listamenn, bækur ofl. Opið virka daga og lau kl. 10- 18 og su 14-18. Gallerí Sævars Karls, Banka- stræti 9: Svala Sigurleifsdóttir sýnir olíulitaðar Ijósmyndir. Opið virka daga 9-18 og 10-14 á laugardögum. Hafnarborg, listastofnun Hafn- arfjarðar: Myndlist í áratug, sýning á verkum nemenda í myndmenntavali við Flens- borgarskóla. Til 27. jan. Sverr- issalur: Verðlaunatillögur vegna samkeppni um bygg- ingu tónlistarskóla og safnað- arheimilis við Hafnarfjarðar- kirkju. Listagallerí: Sýning í kaffistofu á verkum 12 hafnfirskra lista- manna. Opið alla daga nema þri kl. 14- 19. Kjarvalsstaðir lau kl. 16: Aust- ursalur, Arngunnur Ýr opnar lau kl. 16 sýn. á málverkum og skúlptúr. Vestur- og forsalur: Hallgrímur Helgason opnar málverkasýningu. Opið daglega 11-18. Listasafn Einars Jónssonar opið lau og su 13.30-16, högg- myndagarðurinn alla daga 11- 16. Listasafn (slands: Opið 12-18 daglega nema mánudaga. Að- gangur ókeypis. Menntamálaráðuneyti við Sölvhólsgötu kl. 9-17 alla virka daga, Berglind Sigurðardóttir með málverk. Hrafnhildur Sig- urðardóttir og Ingiríður Óðins- dóttir með textílverk. Til 27. feb. Minjasafn Akureyrar, Land- nám í Eyjafirði, sýning á fom- minjum. Opið su kl.14-16. Minjasafn Rafmagnsveitunnar, húsi safnsins v/ Rafstöðvar- veg, su 14-16. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B, „Æskulist“, samsýning á skúlp- túrum gerðum í hjartans ein- lægni. Opið 14-18 daglega, til 20.jan. Safn Ásgri'ms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, sérsýning á 25 myndum máluðum í Reykjavík og nágrenni. Opið 13:30-16, þri, fim, lau og sun. Til febrúarloka. Sjóminjasafn (slands, Vestur- götu 8 Hf. Opið lau og su kl. 14-18. Þjóðminjasafnið, Bogasal- ur.opið um helgar, og þri og fi kl. 11-16. TÓNLIST Bústaðakirkja su kl. 20:30, Kammermúsikklúbburinn: Verk eftir Debussy, Jónas Tómasson og Mozart. Gerðuberg má kl. 20:30: Ljóðatónleikar, Guðbjöm Guð- bjömsson tenór og Jónas Ingi- mundarson píanó. Háskólabíó lau kl. 14:30: Messa í c-moll og sinfónía nr. 36 e Mozart, Sinfóníuhljóm- sveitin, Fílharmónía og fjórir einsöngvarar. Langholtskirkja su kl. 13: (s- lenska hljómsveitin, „París - Vín - París“, kammerhljóm- sveitarverk eftir Francis Pou- lenc og Darius Milhaud og kammerverk eftir Anton We- bern og Alban Berg. LEIKHÚS/ÓPERA Borgarleikhúsið Á köldum klaka e Ólaf Hauk Símonarson og Gunnar Þórðarson, lau kl. 20. Fló á skinni fös og sun kl. 20. Ég er meistarinn lau kl. 20. Sigrún Ástrós fö og sun kl. 20. fslenska óperan, fö og sun kl. 20: Rígólettó e Verdi. Þjóðleikhúsið, Litla sviðið: Úr myndabók Jónasar Hallgríms- sonar e Halldór Laxness og Pál ísólfsson, fö kl. 20:30. Síð- asta sýning! Leikfélag Akureyrar, fö, lau og sun. kl. 20:30: Ættarmótið e Böðvar Guðmundsson. Leikfélag Kópavogs: Skítt með’a e Valgeir Skagfjörð, Fé- lagsheimilinu su kl. 20. HITT OG ÞETTA Borgarleikhúsið fö: Opnuð í and- dyri sýningin „í upphafi var óskin“, saga LR í myndum og gripum. Félag eldri borgara: Gönguhról- far hittast á morgun lau kl. 10 í Risinu, Laugavegi 105. Danskennsla verður á laugar- dögum í Risinu, kl. 14 f byrjend- ur, kl. 15:30 fyrir lengra komna Goðheimar, Sigtúni 3, opið hús su kl. 14: Frjáls spil og tafl. Kl. 20: Dansað. Gerðuberg, Breiðholti má kl. 20:30: Mannræktin kynnir GRÖNN- vörur og námskeið fyr- ir ofætur, fjallað um matarfíkn og afleiðingar hennar. Góðtemplarar, SGT í Templara- höllinni við Eiríksgötu fö kl. 21: Félagsvist, vegleg kvöldverð- laun. Dans hefst kl. 23, Tíglarnir spila. Hana nú I Kópavogi, vikuleg laugardagsganga frá Digranes- vegi 12 kl. 10-11. Hist kl. 9:30 til kaffidrykkju og rabbs. MÍR, Vatnsstíg 10, kvikmynda- sýning su kl. 16: Grimmileg ást- arsaga, leikstj. Eldar Rjazanov. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Útivist su: Póstgangan kl. 10:30 frá Vesturgötu 4, um miðbæinn á pósthús, göngukort stimpluð þar, síðan í Austurvör, ferja yfir í Seiluna á Skansinum eða með rútu. Styttri ferð: Kl. 13 frá BSÍ bens- ínsölu. Þessi fýrsti áfangi Póstgöngunn- ar er ókeypis! Dag-vasa-og minnisbækumar frá Fjölvís fást í bókaverslunum um land allt. Fjölvís BiWWMWMMSMM Owain Arwell-Hughes, hljómsveit- arstjóri Sinfóníuhlj ómsveitin Mozart- tónleikar endur- teknir Sðngsveitín Fflharmónía og fjórir einsöngvar með Sinfón- íunni við flutninginn á morgun 200. ártíðar Mozarts er nú minnst um allan heim með áherslu á flutning meistaraverka hans. Kl. 14:30 í Háskólabíói á morgun verður endurtekin efnisskrá Sin- fóníutónleikanna sl. fimmtudag, en á henni eru tvö ágætustu verk Mozarts, sinfónía nr. 36 (Linz) og Messa í c-moll. Með Sinfóníu- hljómsveitinni taka þátt í flutn- ingnum söngvaramir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sólrún Bragadótt- ir, Gunnar Guðbjömsson og Viðar Gunnarsson. Hljómsveitarstjóri er Bretinn Owain Arwell-Hughes, en kórstjóri Úlrik Ólasón. Verkin em frá svipuðum tíma. Messan í c-moll þykir ein besta tónsmíð Mozarts trúarlegs eðlis. Sinfóníu nr. 36, kennda við borg- ina Linz, skrifaði Mozart þar hálf- þrítugur á nokkmm dögum. ÓHT Kammermúsikklúbb- urinn Jónas, Debussy og Mozart Þriðju tónleikar Kammer- músikklúbbsins á starfsárinu verða sunnud. 13. jan. kl. 20 í Bústaða- kirkju. Á efhisskrá em Syrinx (flauta skógarguðsins) eflir Claude Debussy frá 1913, og sónata hans fyrir flautu, lágfiðlu og hörpu firá 1915. Einnig verða flutt sónata IV í einum þætti fyrir altflautu og hörpu eftir Jónas Tómasson frá 1972 og verk Wolfgang Amadeus Mozarts, Divertimento fyrir fiðlu, lágfiðlu og knéfiðlu í Es-dúr, K 563. Flytjendur era Martial Nar- deau á fiðlu, Elísabet Waage á hörpu, Ingvar Jónasson á lágfiðlu, Einar Sveinbjömsson á fiðlu og Bryndis Halla Gylfadóttir á knéf- iðlu. ÓHT r Islenska hljómsveitin París - Vín - París Islenska hljómsveitin heldur þriðju tónleika starfsársins í Lang- holtskirkju á sunnudaginn kl. 17 undir yfirskriflinni París - Vín - París. Á efnisskrá em kammer- hljómsveitarverk eftir frönsku tón- skáldin Francis Poulenc („La Bal Masqué“, - Grímuballið) og Dari- us Milhaud („La Création du mon- de“ - Sköpun heimsins), en auk þess kvartett nr. 22 eftir Anton Webem og fjögur lög op. 5 eftir Alban Berg. Oll em verkin samin á fyrri hluta aldarinnar. Stjómandi á tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson en einsöngvari barítónsöngvarinn John Speight. Sigurður Flosason leikur á saxófón, sem er áberandi í nær öllum verkunum. ÓHT Allsherjar- atkvæðagreiðsla Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráös fyrir næsta kjörtímabil. Tillögur skulu vera samkvæmt A-lið 19. greinar í lögum félags- ins. Tillögum, ásamt meðmælum hundrað fullgilda félagsmanna, skal skila á skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 16, eigi síðaren kl. 11 fyrir hádegi 22. janúar 1991. Kjörstjórn Iðju Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur fyrir árið 1991. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu félags- ins, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 14. janúar 1991. Kjörstjórnln

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.