Þjóðviljinn - 11.01.1991, Side 28
t
\
t
í
V
t
I
t
i
t
Sovéskur hermaður virðir fyrir sér nektarmynd á blaðsölustað.
Nú skulu
Sovétmenn
siðvæddir á ný
Gorbatsjov sovétleiðtogi blæs til baráttu gegn
klámhundum. Guðsótta og góðum siðum sov-
étmanna viðbrugðið
Einn þeirra fylgifiska sem
flotið hefur með í kjölfar pere-
strojkunnar í Sovétríkjunum, og
það miður skemmtilegur að
margra mati, er klámbylgjan.
Hingað til hafa stjómvöld lítt haft
sig í frami við að stemma stigu
við hverskyns klámefni sem sov-
éskum borgurum hefur staðið til
boða undanfarin misseri. En nú
skal blaðinu snúið við og hefúr
Gorbatsjov sovétleiðtogi sjálfúr
tekið af skarið og kveðið upp her-
ör gegn hverskyns blygðunar-
leysi.
Þetta er reyndar ekki í fyrsta
sinn sem sovétleiðtoginn gerir til-
raun til að siðbæta landa sína.
Frægt er að eitt fyrsta verk Gor-
batsjovs eftir að hann komst til
valda var að segja ofdrykkju heil-
agt strið á hendur. Arangurinn var
þó minni en efni stóðu til og
benda fréttaskýrendur á að líkt
muni gerast nú.
Eftir áratuga siðavendni sov-
éskra stjómvalda varðandi allt
það sem lýtur að holdsins lysti-
semdum, er engu líkara en flóð-
gáttir hafi opnast í kjölfar lýðræð-
isþróunarinnar þar eystra. Víðast
hvar í blaðasölum getur að líta áð-
ur forboðinn vaming, vestræn
klámblöð og nektarmyndir. Oftast
er þó um að ræða lélegar eftir-
prentanir sem seldar em á upp-
sprengdu verði. Og þá sjaldan
upprunaleg eintök af „karlablöð-
unum“ Playboy og Penthouse eru
á boðstólum em þau seld á svörtu.
Að undanfomu hefur talsvert
borið á umvöndunum og kvörtun-
um í sovéskum Qölmiðlum vegna
þessarar nýju ógnar úr vestri og
að siðgæði Sovétmanna væri við-
bmgðið. I lesandabréfi í málgagni
ungliðahreyfingar sovéska
Kommúnistaflokksins, Komso-
molskaya Pravda, kvartaði einn
lesandi yfir því að hverskyns sora
og viðbjóði væri úthellt í sjón-
varpi yfir böm og gamalmenni, á
meðan annar lesandi hataðist út í
ákveðinn þátt í Leningradsjón-
varpinu sem hefði orðið þess
valdandi að sonur sinn 15 ára
hefði tekið upp á þeirri leiðu iðju
að stunda sjálfsfróun.
Jafnvel Gorbatsjov, sem er
mikill aðdáandi vestrænna kvik-
mynda, er sagður hafa gengið út
af sýningu á myndinni Litlu Vem,
sem hvarvetna hefur hlotið góða
dóma og var sýnd íslenskum sjón-
varpsáhorfendum í hitteðfyrra,
fýrir opinskáa lýsingu á ástarat-
lotum karls og konu.
Að sögn menningarmálaráð-
herrans, Nikolai Gubyenko, sem
fer fyrir nefnd þeirri sem sett hef-
ur verið á laggimar til að vera
stjórvöldum innan handar í bar-
áttunni fýrir bættu siðgæði, þurfa
menn ekki að óttast að verið sé að
fara afian að málfrelsi og ftjálsri
fjölmiðlun, heldur sé tilgangurinn
sá að koma í veg fýrir að samfé-
lagið og sérstaklega böm láti af
„guðsótta og góðum siðum“.
Það er tímanna tákn um aukið
vægi kirkjunnar og trúarbragða í
Sovétríkjunum að Rélttrúnaðar-
kirkjan, múslimar og búddhatrúar
eiga fulltrúa í nefndinni, sem á
vandasamt starf fyrir höndum.
Nefndin hefur ekkert vald, en er
ætlað að vera stjómvöldum til
ráðgjafar og að semja drög að
skýmm lagafýrirmælum um það
hvar mörkin skuli dregin og hvað
teljist klám og hvað ekki. A með-
an ganga klámhundamir lausir og
bjóða siðgæðinu byrginn.
-The European/-rk
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000
VERTU MEÐ — Þ AÐ ER GALDURINN s