Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 2
IfÖSA- C ARÐINUM Guðlaugur Arason: Þegar vopnin snúast 3. kafli 11. ágúst 1980. - Mánudagskvöld Ingi og Heimir sátu við borð inni á Hressing- arskálanum og biðu eftir Finni. Hann hafði haft samband við þá fyrr um daginn og beðið þá að hitta sig á Hressó klukkan níu um kvöldið, hann þyrfti að ræða svolítið við þá. Hann vildi ekki láta neitt frekar uppi í símann, sagði bara að það væri áriðandi. - Skyldi hann hafa farið í könnunarferð eins og hann var að tala um, hvíslaði Heimir. - Alveg örugglega, svaraði Ingi. Heyrðu, þama kemur hann. Finnur kom gangandi inn gólfið og settist við borðið hjá þeim úti í homi. — Jæja, sagði hann ánægður, maður er nú bú- inn að afreka ýmislegt um helgina. Þetta er allt klappað og klárt. - Fórstu norður? spurði Finnur. - Auðvitað maður, svaraði Finnur og dró upp sígarettupakka. En það er eitt sem við skul- um hafa alveg á hreinu. Það má enginn vita af þessu, þetta er algjörlega okkar á milli. Við emm allir i þessu, og ef einn klikkar þá er allt búið. Ókei? Þeir kinkuðu kolli. - Allt í lagi, sagði Finnur ákveðið og kveikti sér í. Ég er búinn að þaulhugsa þetta allt. Ég skrapp í smá bíltúr í gær... ég var nú eiginlega að hugsa um að taka ykkur með, en það hefði ein- hver getað séð okkur saman, og það er ekki nógu gott. Ég fann alveg frábæran stað þar sem við getum stoppað bílinn, þetta er algjör drauma- staður. Það er gamalt gistihús rétt áður en maður kemur að Holtavörðuheiði, ég held að það heiti Fomihvammur, stærðarinnar hús, sem ekki hefur verið notað í tnörg ár. Við fóram með bílana þangað bakvið meðan við emm að flytja kassana á milli. Þeir litu hver á annan og brostu. - En hvemig eigum við að stoppa bílinn? spurði Ingi. - Heimir sér um það, svaraði Finnur. Það er blindhæð á veginum dálítið áður en maður kem- ur að afleggjaranum að Fomahvammi. Við verð- um með labb-rabb tæki í bílnum, og Heimir bíð- ur við blindhæðina og lætur okkur Inga vita þeg- ar flutningabíllinn kemur. Heimir, þú verður bara puttalingur á leið norður og biður um far, það er að segja ef bílstjórinn er einn. Ef hann er með farþega, verðum við að gleyma þessu. Svo bíð- um við Ingi og látum sendlabílinn stoppa. Hann fer út til að athuga hvað um sé að vera, og þá sprcttum við upp og bindum hann, stingum hon- um inn i bílinn og keyrum bak við húsið. Þetta á ekki að taka nema augnablik, við verðum bara að taka sjensinn á því að engin umferð sé á meðan. Svo þegar við erum búnir að tæma flutningabíl- inn, keyrum við með hann niður á veg og skiljum hann eftir við afleggjarann, brunum í bæinn, fel- um kassana og skilum sendlabílnum. Heimir fór að skellihlæja og sló hnefanum í borðið. - Djöfull ertu frábær maður! sagði hann. - En nú vitum við ekki hvenær þessir bílar fara norður, sagði Ingi alvarlega, og virtist allt í einu vera farinn að efast. - Slappaðu af maður, heldurðu að ég sé ekki búinn að kanna þetta atriði, sagði Finnur svolítið argur. Ég fór nefiiilega upp á Stuðlaháls í dag, þar sem ríkið er með lagerinn, og spurði einn strák sem er að vinna þar, hvenær flutningabílar færu til Akureyrar, þóttist ætla að fá mér far með einum þeirra. Ög hann sagði mér að yfirleitt lest- uðu þeir á fostudögum og miðvikudögum. Föstudagsbíllinn keyrir því norður um kvöldið, eða jafnvel nóttina. - Þá er þetta eins og það var í gamla daga, sagði Ingi. - Einmitt, samsinnti Finnur. En ég kanna þetta betur á föstudaginn. - En hvar getum við geymt þetta? spurði Heimir. Finnur þagði dálitla stund en sagði síðan: - Sko, nú veit ég ekki nákvæmlega á hvaða tíma sólarhrings þetta yrði, en ef allt gengur sam- kvæmt áætlun, ættum við að geta verið komnir í bæinn seint um nóttina. Þá keyrum við beinustu leið upp að Hafravatni og þaðan að Krókatjöm, sem er þar rétt hjá. Afi gamli á þar sumarbústað sem enginn kemur í, og á lóðinni er bretabraggi sem kallinn á. Þar felum við kassana. Þama kem- ur cnginn ámm saman. Svo megum við ekki snerta á víninu fyrstu vikumar, við megum ekk- ert gera sem getur vakið gmnsemdir. En það er sendlabíllinn. Heimir, veist þú ekki um einhvem bíl sem við getum nappað eina nótt svo lítið beri á? Við þurfum að geta tekið hann um daginn eða kvöldið, og vera búnir að skila honum aftur um morguninn. Það kom í ljós að Heimir var vel kunnugur sendlabílstjóra sem átti sumarbústað fyrir austan fjall og fór þangað um hverja helgi. Eftir nokkr- ar vangaveltur kom þeim saman um að best væri að ná lykli frá karlinum og láta smíða eftir hon- um. Heimir taldi að það ætti ekki að verða erfltt. Síðan gætu þeir tekið bílinn þegar karlinn væri farinn ausutur, og skilað honum aftur um nóttina. - Hvar á hann heima? spurði Finnur. - Inni í Vogum, eigum við ekki bara að renna þangað og kanna málin? - Jú, og skreppum líka upp að Krókatjöm, sagði Ingi, mig langar til að líta á þennan sumar- bústað. Þetta var samþykkt. Þeir stóðu á fætur og gengu út. Þegar þeir vom sestir inn í bílinn hjá Finni, sagði Heimir allt í einu: - Strákar, ég sé einn veikan hlekk í þessu öllu. Nú kemur bílstjórinn til með að sjá okkur, alla vega mig, ef ég á að stoppa hann og sitja í bílnum hjá honum einhverja stund. Hvað þá? - Nei, nei, það er engin hætta á því, svaraði Finnur, og ók af stað. Þú litar á þér hárið og færð þér dökk gleraugu, þá verður þú óþekkjanlegur. Við Ingi verðum með lambhúshettur, svona IRA- hettur þið vitið, það em bara tvö göt fyrir augun. Ég vcit hvar þær fást. Svo getur þú bara þvegið Iitinn úr hárinu þegar þú kemur heim, ekkert mál. - Hvar fáum við labb-rabb tæki? spurði Ingi hugsi. - Ég redda því, svaraði Finnur. Kallinn flyt- ur þetta inn, ég stel bara tveimur inni á lager og skila þeim svo aftur. Það tekur enginn eftir því. - Djöfull ertu alltaf bræt, sagði Ingi, þú hefð- ir átt að vera uppi í Chicago þegar A1 Capone var upp á sitt besta! - Iss, maður hefði nú verið fljótur að reka svoleiðis nagla niður í jörðina, svaraði Finnur. Þeir hlógu. - Svo bindum við bara bílstjórann á höndum og fótum, keflum hann og bindum fyrir augun á honum. Hann getur þurft að dúsa þama í bílnum einhveija klukkutíma. Svo þegar hann skilar sér ekki heim á réttum tíma og svarar ekki í talstöð- ina, verður farið að leita að honum. Hann finnst eins og skot. - Við verðum að binda hann við sætið, þegar við skiljum við hann, sagði Heimir, annars gæti hann komist út úr bílnum, eða jafnvel náð að gera vart við sig í gegnum talstöðina. - Blessaður vertu, við reyrum helvítið svo vel niður að hann getur ekki hugsað, sagði Finn- ur, og gaf í upp Hverfisgötuna svo að félagar hans þrýstust aftur í sætin. - Það kemur ekkert fyrir bílstjórann, sagði Finnur ákveðið. Svo erum við ekki að stela ffá honum, við emm bara að ná okkur í nokkra kassa frá ríkinu. Og ríkið það emm við. Við erum bara að taka það sem við eigum hvort sem er! - Jibbí! skrækti Heimir, maður getur bara farið í kampavínsbað eftir nokkrar vikur! - Nei, ekkert helvítis kæmleysi! hrópaði Finnur og lamdi hnefanum í stýrið, orðum sínum til áherslu. Við verðum að passa okkur alveg of- salega. Það er algjörlega bannað að djúsa næstu vikumar, við tökum enga áhættu, annars fer þetta allt í vaskinn. Samþykkt? - Já, en... - Ekkert já en, greip Finnur fram í með níst- andi röddu. Annað hvort verður þetta eins og ég segi, eða við hættum við. Þetta á að vera full- komið og getur alveg orðið það, ef við pössum okkur. - Hvað er þetta maður, heldurðu að það sé ekki í lagi þótt maður kíki aðeins í glas um helg- ar, sagði Heimir. - Nei! öskraði Finnur svo hátt að félagar hans urðu stífir. Ekki dropa og ekkert dóp! Eng- inn okkar! - Ókei maður, sagði Ingi sáttfus, og vildi greinilega gera allt til að halda ffiðinn. Þá segj- um við það bara, ekkert mál. Þeir óku þögulir um stund. Á þessu augna- bliki gerðu þeir sér allir grein fyrir að alvara var á ferðum. Héðan af yrði ekki aftur snúið. Hingað til hafði þetta ef til vill meira verið skemmtileg hugmynd, einkum í huga Inga og Heimis, hug- mynd sem kviknað hafði fyrir tilviljun þegar þrír menn ræddust við á skemmtistað. En nú vissu þeir báiðir að veruleikinn blasti við. Það fundu þeir á Finni. Eins og oft áður, fylgdu þeir honum í blindni og settu allt sitt traust á hann. Þeir sáu fyrir sér auöíéngna peninga. Til þess að afla þeirra, urðu þeir að taka áhættu. Þeir höfðu brallað margt saman um dagana og ekki allt innan ramma laganna. Alltaf var það Finnur sem skipulagði og alltaf höfðu þeir slopp- ið. Því ekki núna? - Og ef einhver svíkst undan, sagði Finnur ákveðið, þá er hann dauður. BER ER HVER AÐ BAKI NEMA BAKGRUNN FALSI í bókinni er Nancy (konu Reag- ans forseta) lýst sem valdagráð- ugri, tilfinningakaldri og nískri manneskju, sem falsað hafi bak- grunn sinn næstum algjörlega. DV ALLT ER HEY í HARÐINDUM Þegar Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, var á ferða- lögum, kom söngvarinn frægi, Frank Sinatra, til leynilegra stefnumóta við Nancy, konu Re- agans, í Hvíta húsið. DV MIKIL ER SÚ KARLREMBA Eiginkonan skorin í sundur þijú hundruð sinnum. Fyrirsögn í DV BEÐIÐ UM KRAFTAVERK Plastpokar sem neytendur eiga kost á að kaupa i verslunum hafa hækkað verulega að sögn vegna hækkana á hráefhi erlendis. Lækka þeir aftur ef og þegar verðlækkun verður á hráefiii er- lendis? Leióari Morgunblaósins ER DAVÍÐ OFBELDISHVATI? Hin harða stefna Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík hefur fætt af sér hart mannlíf. Fólk sem vísað er á götuna elst upp á göt- unni og lærir lögmál götunnar... Fólk er limlest, því er misþyrmt og það er myrt á götum úti. Leiöari í Alþýöublaöinu MIKIÐ VILL MEIRA - Hvað líkar þér best við Akra- nes? - Hér er gott að vera, allt af öllu eða hvað? Vifttal í Skagablaöinu HIN ÍSLENSKA KJARASTEFNA Menn eru eitthvað að óskapast yfir því að einn tiltekinn læknir fékk 50 miljónir á ári fyrir 25% starf. Þetta er nú ekkert nema til að gleðjast yfir í veiðimanna- samfélagi eins og okkar. Um- ræddur læknir hefur einfaldlega Ient í góðri aflahrotu á heil- brigðismiðunum. Hann hefur kastað netum sínum á sjúklinga- torfumar og fengið fullfermi af sjúkum og þjáðum og grætt þeirra mein. Sem leiðir auðvitað til þess að aflinn verður minni á næsta ári og tekjumar lægri. Leiöari í Víkurblaöinu 2 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.