Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 13
MINNING Jónas Eggertsson Fæddur lO.ágúst 1925 -Dáinn 1. apríl 1991 Foreldrar: Eggert Guðmunds- son verkamaður og Sigurrós Jón- asdóttir. Eftirlifandi eiginkona Ólöf Jóhanna Magnúsdóttir. Böm þeirra: Magnús læknir; Sigurrós húsmóðir; Elín læknir, búsett í Danmörku og Eggert viðskipta- ffæðingur. og við skiljum það orð - má telja á fingrum annarrar handar. Og nú hefúr stórt skarð verið höggvið í þennan litla hóp, er Jónas Egg- ertsson hverfúr af vettvangi. Þetta er þróun er ekki var honum að skapi og hann hafði miklar áhyggjur af. Honum var Ijóst að sú þjónusta er bóksalinn hefur veitt íslenskum lesendum í tugi ára með persónulegum upplýs- ingum og oft á tíðum með nauð- 1 synlegri ráðgjöf, hverfur með öllu er bóksalan fer að mestu fram í stórmörkuðum, þar sem bókinni er hent í matarkörfúna með smjörlíki og kartöflum og virð- ingin fyrir bókinni er rokin út í veður og vind. Jónas var ekki myrkur í máli er hann ræddi þessi mál. Eldri Reykvíkingar muna ef- laust enn einn af þekktustu bók- sölum Reykjavíkur um miðbik aldarinnar; Braga heitinn Brynj- ólfsson, en hann stofhsetti og rak bóksölu sína í Smjörhúsinu í Hafnarstræti. Bragi var mjög fær í sínu starfi og valdi ekki aðra sér við hlið en þá sem vissu um hvað starfið snerist og voru reiðubúnir að taka það alvarlega og hann vissi að þar var Jónasi að treysta. Jónas hóf starf i Bókabúð Braga 1944 og vann þar til ársins 1954 - eða í tíu ár. - En Bragi var ekki einn um að koma auga á manninn með bóksalann innra með sér. A þessum árum vann Kristinn E. Andrésson af sínum alkunna krafti að uppbyggingu Bókmenntafélagsins Mál og menning og bókabúðarrekstri á þess vegum. Kristinn var sem kunnugt er mikill mannþekkjari og vissi forsendu þess að hug- sjónir hans um fyrirmyndar út- gáfúfélag og bókaverslun, var að hafa góðum mönnum á að skipa í forystu fyrirtækjanna. Það kom því engum á óvart að Kristinn lagði leið sína í Bókabúð Braga og leitaði liðsinnis hjá Jónasi Eggertssyni. Þótt vitað væri að samvinna þeirra Jónasar og Braga væri með ágætum, ákvað Jónas þó að ganga til liðs við Kristinn og taka þátt í uppbyggingu Máls og menningar með því að gerast framkvæmdastjóri bókabúðar fé- lagsins, sem er langstærsta fyrir- tæki í sinni grein á Islandi í dag. Jónas starfaði síðan sem ffam- kvæmdastjóri Bókabúðar Máls og menningar til ársins 1962. Er hér var komið höfðu samtök bóksala stofhað eigið innflutningsfyrir- tæki - Innkaupasamband bóksala - er annast skyldi innflutning blaða og bóka fyrir bókabúðimar. Það þótti því eðlileg ákvörðun er Jónas ákvað að fylgja eftir starfi sínu fyrir bóksala með því að flytja sig til fyrirtækis þeirra sjálfra. Hann gerðist þvi fhlltrúi hjá Innkaupasambandinu 1962 og starfaði þar til ársins 1972. 1967 stofnaði hann eigin bókabúð, en hélt samt áfram í hlutastarfi hjá Innkaupasambandinu til ársins 1972. Éftir það sinnti hann aðeins sínu eigin fyrirtæki. Það kom eng- um á óvart að hann var fljótur að ávinna sér virðingu og vináttu viðskiptavina sinna og ekki síst skólamanna er störfúðu í næsta nágrenni. Þeir fúndu fljótt að þar var kominn nágranni sem treysta mátti í hvivetna og engin fyrir- höfn var spöruð til að samvinna bóksalans og skólans mætti verða báðum til ánægju og hagsbóta. Jónas tók virkan þátt í félags- starfi bóksala. Hann var m.a. for- maður í Félagi ísl. bókaverslana. Varamaður í framkvæmdastjóm Kaupmannasamtakanna og gjald- keri sömu samtaka. Ennfremur varamaður í bankaráði Verslunar- banka Islands. Ekki verður svo skilið svo við þessi fáu minningarorð, að ekki sé minnst á það starf, sem Jónas er e.t.v. þekktastur fyrir í hugum Reykvíkinga. En þar á ég við samstarf þeirra Jónasar og Láms- ar Blöndals bóksala, við fram- kvæmdastjóm hins landskunna árlega bókamarkaðs Félags ísl. bókaútgefenda. En sá markaður var ífá árinu 1962 sem nokkurs konar framhald bókaveislu jól- anna. Það var með ólíkindum hvað þeim félögum tókst að draga að sér þúsundir manna til þessarar bókaveislu án þess að til kæmi litaauglýsingar í sjónvarpi kvöld eftir kvöld. Ég held að þótt enn séu haldnir bókamarkaðir hér og þar, að þá náist ekki aftur þessi sérstaka og ósvikna markaðs- stemmning, sem við minnumst ffá þessum ámm. Með þessum fljótfæmislegu minningarorðum vil ég þakka Jónasi langa og fols- kvalausa vináttu. Eiginkonu, bömum og öðmm aðstandendum votta ég dýpstu samúð mína og konu minnar. Jónsteinn Haraldsson Þegar íslendingar taka á móti erlendum gestum sínum hefúrþað verið nánast fost venja að byija landkynningu með upptalningu á áhugaverðustu stöðum landsins: Hekla, Geysir, Þingvellir, hita- veitan og svo næst það sem við höfúm verið einna stoltastir af, yf- ir 100 bókabúðir og þar af yfir 30 þeirra á einum stað, í Reykjavík. Flestir erlendir menn hafa nánast tekið frásögn af 30 bókabúðum á einum litlum stað, sem skemmti- legar ýkjur. Við vitum hinsvegar að ekki var um ýkjur að ræða. - Nú hafa mál hinsvegar þróast á þann veg, að með hinum miklu umbrotum í þjóðfélaginu, og sem ekki síst er að finna í verslun, eiga bókabúðimar, stolt okkar, mjög í vök að veijast og týna nú tölunni, þar sem bóksala færist í auknum mæli inn í stórmarkaði og tvær þijár stórar bókaverslanir. Þessari þróun fylgir að raunverulegir bóksalar týna tölunni og í dag er þannig komið að bóksala - eins Hulda kosningastjóri framan við kosningamiöstöð Alþýðubandalagsins Stutt og snörp barátta Kosningamiðstöð Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjör- dæmi eystra er í Lárusarhúsi Akur- eyri. Húsráðandi þar þessa dagana er Hulda Harðardóttir, kosninga- stjóri Alþýðubandalagsins í kjör- dæminu. Þrátt fyrir mikið annríki gaf hún sér tíma til að segja blaða- manni hvemig starfið gengi. Kosningaundirbúningur hefur gengið mjög vel og okkur hefur reynst auðvelt að fá fólk til starfa. Maður þarf bara að hóa og þá eru menn mættir til leiks. Kosningabaráttan fór seint af tað svo • framundan er stutt og snörp barátta þar sem hver einasti þarf að leggja sitt af mörkum. Undirtektimar við kosninga- baráttu Alþýðubandalagsins hafa verið góðar. Svo ég reyni að vera gagnrýnin þá læt ég þess getið að ég hefði giaman viljað sjá fleiri koma við þér á skrifstofúnni hjá mér bara til þess að drekka kafii og spjalla. En úr því rætist ömgglega síðustu vikuna. Ertu bjartsýn? Já það er ég. Ég trúi því að fólk muni kynna sér verk Alþýðubanda- lagsins og málstað og fylkja sér um hvort tveggja. ag Föstudagur 12. apríl 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA13 . . • , .. , J'' 15.APRÍL opnar ný Landsbankaafgreiðsla á Selfossi í framhaldi af kaupum Landsbankans á Samvinnu- bankanum hefur útibúi Samvinnubankans viö Tryggvatorg verið breytt í Landsbankaafgreiðslu sem mun opna fonnlega þann 15. apríl. Landsbankinn býður viðskiptavini velkomna og óskar starfsfólki velfamaðar undir nýju merki. Afgreiðslutími afgreiðslunnar við Tryggvatorg er alla virka daga frá kl. 9:15 -16:00. Síminn er 98-22177. Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.