Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 8
NÍTI þlÚÐVIUINN Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Afgreiðsla: n 68 13 33 Augiýsingadeild:» 68 13 10-68 13 3 1 Rltstjórar: Ami Bergmann, Ótafur H. Torfason, Helgi Guðmundsson Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ragnar Karisson Fréttastjóri: Slgurður A. Friðþjófsson Auglýsingasfjóri: Stainar Harðarson Símfax: 68 19 35 Vérð: 150 krónur i lausasöl Setning og umbrot: Prenl Prentun: Oddi hf. Aðsetur: Slðumúla 37,106 u smlðja Pjóðv Reykjavik Ijans hf. Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Óttinn við þekkinguna Það er undirstöðuatriði lýðræðiskerfisins að þekking þegnanna sé í góðu lagi. Fulltrúar Al- þýðubandalagsins hafa undanfarið lagt áherslu á að setja málin skýrt fram, svo fólk geti öðlast yfirsýn og myndað sér skoðanir á raunhæfum grunni. Þeir sem vilja hafa þjóðfélagið ógegn- sætt og treysta völd sín með því að takmarka þekkingu, óttast svona þekkingarmiðlun og finna því allt til foráttu þegar staðreyndir eru kynntar. í því Ijósi ber til dæmis að skoða ótta við upplýs- ingamiðlun ráðuneyta. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins, flutti þjóðinni ýmsar bitastæðar upplýsingar í flokkakynningu Sjónvarpsins sl. sunnudag. Ætli aliir þeir vinstri- sinnar sem enn eru að bræða með sér hvað kjósa skuli hafi gert sér grein fyrir eftirfarandi at- riðum? * Fleira forystufólk úr röðum samtaka launa- fólks er nú á framboðslistum Alþýðubandalags- ins um land allt en í mörgum fyrri kosningum. Aðrir stjórnmálaflokkar geta ekki borið sig saman við Alþýðubandalagið hvað þetta áhrærir. * Með framkvæmd á skýrum tillögum Alþýðu- bandalagsins er unnt að auka ráðstöfunartekjur launafólks um ein til tvenn mánaðarlaun. Tekju- öflunin færi fram með sérstökum hátekjuskatti og skattlagningu fjármagnstekna, eins og tíðkast í öllum öðrum löndum Evrópu. Og hér er um að ræða trygga kaupmáttaraukningu gegnum hækkun skattleysismarka og með húsaleigubót- um og auknum barnabótum. Aðrir flokkar hafa annað hvort alfarið verið á móti aðgerðum af þessu tagi eða ekki getað lagt fram nokkra áætlun um verkefnið. * Laun hafa hækkað um 6,6% á síðustu 12 mánuðum, meðan innlendar matvörur hafa hækkað um 3,4% og matvörur almennt um 1,7%. Laun í landinu hafa hækkað meira en framfærsluvísitalan. * Greiðslum úr ríkissjóði umfram heimildir hef- urverið hætt. Innheimta í hann hefur stórbatnað, svo að nam um heilum miljarði króna sl. ár. * í fjármálaráðherratíð Alþýðubandalagsins undanfarinn áratug hafa ríkisútgjöld á föstu verð- lagi landsframleiðslu lítið hækkað og núna stað- ið í stað, þrátt fyrir endalausar rangfærslur and- stæðinga um annað. Ríkisútgjöldin hafa hins vegar aukist mest meðan Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur hafa stjórnað ríkisfjármálunum. Margir kjósendur ræða nú um að kosninga- baráttan sé daufari en oft áður. Skýringin kann að vera sú að venjulegt púður stjórnarandstöð- unnar, öngþveiti efnahagsmála, fyrirfinnst ekki á vordögum árið 1991. Verðbólga hefur verið keyrð úr 30% niður í 5%, efnahagslegum stöðug- leika náð. Mikill árangur blasir við eftir tiltölulega skamma stjórnarsamvinnu vinstri flokkanna. Um þetta sagði fjármálaráðherra í sjónvarp- sviðtalinu sl. sunnudag: „“Við höfum ekki getað gert allt á tveimur árum. Auðvitað er margt eftir í okkar þjóðfélagi. En við bendum á okkar verk og segjum: Þetta er breytingin síðan Alþýðubanda- iagið tók við og við viljum fá umboð til að halda áfram oa segjum við þjóðina: Steypið þið efna- hagslífi Tslendinga ekki út í það nýja öngþveiti sem Sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig ‘88“. Og að mörgu leyti hefur Sjálfstæðisflokkurinn því miður sagt „pass“ í kosningabaráttunni. Ró- legra sjónvarpsefni en meinleysislegt rabb við formann Sjálfstæðisflokksins sl. sunnudag hefur til dæmis ekki sést lengi, hvað þá undir formerkj- um kosningabaráttu. Margir forystumenn flokks- ins forðast umræður um stjórnmál. Þar er á ferð ótti við að kjósendur öðlist þekkingu um ringul- reiðina í mörgum mikilvægum ákvörðunarefnum innan Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarandstaðan samanlögð og jafnvel gott betur hefur því farið að blása út sápukúlur, og hneykslast til dæmis á því að ráðuneytin gefi fólkinu í landinu upplýsingar. Reynt er í því sambandi að gera þá ráðherra tor- tryggilega sem hafa komið til almennings skýrum upplýsingum um árangur í menntamálum, sam- göngumálum og ríkistjármálum á stuttum valda- ferli ríkisstjórnarinnar. Þessi aðferð er afhjúpandi. Óttinn við þekk- ingu almennings er gamalt einkenni íhaldsafla í samfélögum. Bókasafnið í skáldsögu Umbertos Ecos, Nafni rósarinnar, var til þess ætlað fyrst og fremst að tempra aðgang að upplýsingum, hindra útbreiðslu þekkingarinnar. Góð, almenn þekking er þröngum valdaklíkum og hagsmuna- hópum hættulegri en flest annað. ÓHT 8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. apríl 1991 &ALFUR HVAB EHVS - SKObANAKANNANÍfeNA* ÖERA ►Afe PyMR Miö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.