Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 22
Um menningu (List og peninga)
Fyrir nokkru sá Pressan ástæðu til að
taka mig tali og spyija út í húsnæðismál
Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík og
eftir að hafa skýrt stöðu þeirra mála, vék
ég að öðrum atriðum sem betur mættu
fara og beindi þá spjótum mínum sér-
staklega að ríkinu. Eitt þeirra atriða sem
ég nefndi var svokölluð „Utflutnings-
miðstöð menningarinnar“ sem ég sagði
„fáránlega" og síðar: „það liggur í augum
uppi að ef allt skapandi starf leggst niður
er ekkert hægt að flytja út.“ Þessi um-
mæli voru síðan borin undir mennta-
málaráðherra viku seinna (4. apríl sl.) og
þar segir hann: „Eg skil ekki hvemig
nokkur maður getur gagnrýnt ákvörðun
um að efla útflutning á íslenskri menn-
ingu. Hver hefur verið þar lfamar í flokki
en forseti Islands.“ Utúr þessu ætla ég
ekki að snúa, en vil að fram komi að ég er
ekki og hef aldrei verið á móti því að efla
útflutning á íslenskri menningu og þá
sérstaklega íslenskri list. Raunar hef ég
haldið því gagnstæða frarn á öðmm vett-
vangi, en látum hér gott heita. Það sem
ég hinsvegar gagnrýni er „fáránlegt“
frumvarp ráðherrans í þessum efiium og
ætla ég að nefna hér nokkrar ástæður
þeirrar afstöðu minnar.
I fyrsta lagi talaði ég um lítinn stuðn-
ing menntamálaráðuneytisins við mynd-
listarfélögin (fagfélögin) í landinu, raun-
ar svo lítinn að hann skrifast kr. 0. Fleiri
atriði um afstöðu fjárveitingavaldsins til
myndiistarmanna nefndi ég máli mínu til
stuðnings en læt það ógert hér.
Hvað útflutningsmiðstöðina varðar er
ekki gert ráð fyrir því að efla útflutning á
íslenskri menningu, enda segir i greinar-
gerð með frumvarpinu að notast eigi við
sömu fjárhæð og verið hefur og engu eigi
þar við að bæta. Þó er látið að því liggja
að sérstök skrifstofa sem annast á þessi
mál verði á einhvem hátt hagkvæmari í
rekstri en það kerfi sem verið hefur und-
anfarin ár. Það þykir mér afar ósennilegt.
í öðru Iagi var gjörsamlega gengið
fram hjá samtökum listamanna við undir-
búning og samningu frumvarpsins (svo
sem á því má sjá) og ekkert gert með
ábendingar þeirra og óskir. Enda segir í
bréfi frá Bandalagi ísl. listamanna til ráð-
herra: „Það vekur hins vegar furðu
Bandalagsins að ekki skuli hafa verið
MYNDLIST
* NÝTT í VIKUNNI
! LÝKUR UM HELGINA
! Ásmundarsalur, Freyju-
götu: Anna Þóra Karlsdóttir
með myndverk úr ull. Opið
dagl. 15-18 til 14. apríl.
! FlM-salurinn, Garðastræti
6: Sara Jóhanna Vilbergsdóttir
m. sýningu á olíumálverkum.
Opið daglega kl. 14-18, til 14.
apríl.
Bókasafn Kópavogs, Jón
G. Ferdínandsson sýnir dúk-
prent í liststofu. Opið má-fö 10-
21, lau 11-14, til 20. apríl.
! Gallerí B12, Baldursgötu
12 (Nönnugötumegin); Ásgeir
Lárusson með sýningu á gou-
ache-myndum, opið kl. 12-16,
um helgar 14-18. Lýkur 14 apr-
íl.
Gallerí Borg, Pósthússtræti
9: Jón Steingrímsson með ol-
íumálverk og kolateikningar.
Opið virka daga 10-18 og um
helgar 14-18 til 16. apríl.
Gallerí einn einn, Skóla-
vörðustíg 4A: Svala Sigurleifs-
dóttir sýnir málverk, dagl 14-18
til 18. apríl.
Hafnarborg: Björgvin Sig-
haft samráð við stjóm samtakanna um
undirbúning þessa máls og að í neftidina
skuli ekki hafa verið valdir fulltrúar sem
hafa umtalsverða reynslu eða þekkingu á
kynningu íslenskrar listsköpunar erlend-
is.“
I þriðja lagi vil ég nefna að útflutn-
ingsmiðstöð þessi er hreint ekki í þeim
anda valddreifingar sem mig minnir
endilega að ráðherrann hafi boðað fyrir
nokkru og vildi að samtök listamanna
sæju að mestu um sín mál sjálf.
„í þriðja lagi vil ég nefna að
útflutningsmiðstöð þessi er
hreint ekki í þeim anda vald-
dreifingar sem mig minnir
endilega að ráðherrann hafi
boðað fyrir nokkru og vildi
að samtök listamanna sæju
að mestu um sín mál sjálf ‘
Og þá er það lokahnykkurinn. Um
hvað er „Frumvarp til laga um kynningu
á íslenskri menningu“? Ég vil til að
mynda fá að vita hvað átt er við með
þessari grein í frumvarpinu: „Meginhlut-
verk skrifstofunnar er að vinna að því að
kynna erlendum aðilum íslenska menn-
ingu af öllu tagi.“ Er ástæða til að óska
iðnrekendum og SIF til hamingju með
nýjan bandamann eða á að fara að státa af
einhveijum öðrum afrekum? Með öðrum
orðum, hvaða hluta íslenskrar menningar
á að flytja út til kynningar?
„Það er menning að baka brauð“ og
„það er menning að gera hlutina vel“ og
„menning er það sem við höfum helst
áhyggjur af þessa dagana." Varasamt get-
ur verið að tala um menningu á svo al-
mennum nótum sem í frumvarpinu og í
ljósi þess að hvergi er minnst á list eða
nýsköpun í listum í þessu frumvarpi get-
ur ráðherra ekki vænst þess að listamenn
séu i baráttuhópi fyrir framgangi þess.
Raunar er minnst á „allar helstu listgrein-
ar“ í athugasemdum við frumvarpið og
látið þar við sitja.
Menning og list eru háskaleg hugtök
og vandmeðfarin og varla til of mikils
mælst að farið sé með þau af fullri gát og
ekki síst þar sem um lagasetningu um
menninguna er að ræða.
Þar eð frumvarpið náði ekki ffam að
ganga á sl. þingi væri æskilegt að endur-
skoða það með tilliti til óska samtaka
listamanna og þess að kynna eigi íslenska
list og þá helst nýsköpun í listum á er-
lendum vettvangi. Ef það væri ætlunin.
En það er fleira. í áðumefndu Pressu-
„Vissulega eru kaup á hús-
næði fyrir listaháskóla og
viðgerð á Þjóðleikhúsi þörf
mál og menningarauki en á
það má minna að hús er
ekki skóli og hús er ekki
leiklist“
viðtali upplýsir Svavar Gestsson að
menningarffamlög hafi aldrei verið hærri
en nú og segir þau vera 3,8 miljarða.
Tveir miljarðar em að vísu vegna niður-
fellingar virðisaukaskatts og 1,8 miljarð-
ar em svokölluð bein framlög.
Nú veit ég ekki fyrir víst hvort rétt er,
en gmnur minn er sá að þar af hafi 1,1
miljarður farið í að kaupa hús undir lista-
háskóla og endurbyggja Þjóðleikhúsið.
Sé þetta rétt standa effir. 700 miljónir sem
ffóðlegt væri að sjá hvemig dreifðust og
hversu mikið af því fé fer í nýsköpun í
listum. Vissulga em kaup á húsnæði fyrir
listaháskóla og viðgerð á Þjóðleikhúsi
þörf mál og menningarauki en á það má
minna að hús er ekki skóli og hús er ekki
leiklist. Og er nú enn og aftur komið að
menningarskilningi ráðherrans og finnst
mér í raun algjör óþarfi að hann bræði
viðhald á eignum ríkisins saman við
ffamlög til listastarfsemi í landinu. Það er
í hæsta máta villandi. Hinsvegar á Svav-
ar mikið hrós skilið fyrir þann dugnað og
áræði sem hann hefur sýnt í báðum þess-
um málum og verður mér þá sérstaklega
hugsað til Myndlista- og handíðaskólans.
Og vissulega hefur hann af fleiru að státa
sem vert er að nefna og ber þar hæst
stuðning hans við Nýlistasafnið, vinnu-
stofumar í Straumi og að lokum nýtt
launakerfi listamanna.
En annað er ekki gert og hefði ég
gjama viljað sjá eftirtalin atriði á affeka-
skrá Svavars Gestssonar:
— Beinan stuðning við fagfélög
myndlistarmanna, sem nú er enginn.
— Fullt ffamlag til Listskreytingasjóðs
ríkisins, en hann er nú sem endranær
skertur um 50% miðað við það sem lög
gera ráð fyrir.
— Stofnun Serrasjóðs, en loforð um
stofhun hans á síðustu Listahátíð hefur
enn ekki verið efht.
— Aukin ffamlög til Listasafns Is-
lands. —
Að lokum ætla ég að vona að Svavar
Gestsson falli ekki í sömu gryfju og aðrir
stjómmálamenn sem hreykja sér af sjálf-
sögðum hlutum og enda að lokum í frem-
ur ógeðfelldum mónúmentalisma. I því
sambandi má nefna að umbúðimar um
listina hafa aldrei verið meiri en einmitt
nú og sér ekki fyrir endann á því dæmi. —
Listamenn þurfa síst á slíku að halda.
Að lokum vil ég fara ffam á það við
ráðherrann að hann birti okkur lesendum
blaðsins stefhuskrá flokks síns í menn-
ingarmálum fyrir kosningar og þá með
sértakri áherslu á nýsköpun í listum.
urgeir Haraldsson, 50 akríl-
málverk, til 21. apríl.
Sverrissalur: Verk safnsins.
Listagallerí: Hafnfirskir
listamenn. Dagl nema þri 14-
19.
Kjarvalsstaöir: Listmálara-
félagið í vestursal. 12 þekktir
listamenn sýna.
I vestur- og austurforsal:
Vattstungin bandarísk teppi. I
austursal: Kjarval og náttúran.
Dagl 11-18 til 21. apríl.
! Listasafn ASl: Kristín
Jónsdóttir frá Munkaþverá,
myndverk úr ull, kl 14-19 til 14.
apríl.
Listasafn Einars Jónsson-
ar: lau og su 13.30-16, garður-
inn alla daga 11-17.
Listasafn Islands: Sýning á
verkum danskra súrrealista. Til
5. maí.
„Fiðrildi og furðudýr",
myndir og skúlptúrar nemenda
Bústaðaskóla. Opið 12-18
nema mánudaga.
Listasafn Sigurjóns Ólafs-
sonar: Andlitsmyndir 1927-
1980. Um helgar 14-17 og
þrið.kvö 20-22.
* Listasalurinn Nýhöfn,
Hafnarstræti, lau kl 14: Opnun
sýningar á dönskum grafík-
listaverkum.
Listhús, Vesturgötu 17: El-
ías B. Halldórsson með sýn-
ingu á olíumálverkum og tré-
ristum. Opið 14-18 daglega.
Menntamálaráðuneytið:
17-19 virka daga, Kristbergur
Pétursson, Magnús S. Guð-
mundsson og Tryggvi Þór-
hallsson. Til 19. apríl.
Mokkakaffi, Skólavörðustíg
3A: Magnús Kjartansson með
smámyndir, 9:30-23:30, su 14-
23:30.
* Norræna húsið LAU kl 15:
Jón Reykdal opnar málverka-
sýningu.
SU kl 17: Öystein Hjort list-
fræðingur með erindi um
myndlist í Danmörku á 9. ára-
tugnum.
SU kl 14: Opnun sýningar-
innar Bækur og bókahönnun, í
anddyri. Til 19. apríl.
Nýlistasafnið: Eggert Pét-
ursson, málverk, Ijósmyndir,
gólfverk, opið 14-18 alla daga
til 21. apríl.
TÓNLIST
Akureyrarkirkja SU kl 17:
Afmælistónleikar, Áskell Jóns-
son og Björgvin Guömunds-
son. Söngvarar og kór Glerár-
kirkju, hljómsveit. Stj. Jóhann
Baldvinsson;
Bústaðakirkja SU kl 17:
Kirkjuleg sveifla, jazz, blús og
negrasálmar. Söngvarar,
hljómsveit, Barna- og Bjöllukór
Bústaðakirkju.
(slenska óperan MÁ kl
20:30: Tónlistarskólinn í
Reykjavík, einleikarapróf, Stef-
án Örn Arnarson, selló, David
Knowles, píanó.
Kirkjuhvoll LAU kl 17:
EPTA píanótónleikar, Jónas
Sen m verk e Scriabin, Janac-
ek, Prokofieff
Norræna húsið LAU kl
20:30: Hvað er tónlist? Danski
tónlistarmaðurinn Peter Basti-
an flytur spjall.
Norræna húsið SU kl
20:30: Píanótónleikar Peter
Westenholz frá Danmörku.
Norræna húsið MÁ kl
20:30: Blásarakvintett Reykja-
víkur ásamt danska píanóleik-
aranum Peter Westenholz.
HITT
OG ÞETTA
Borgarleikhúsið, 14-17:
Sýningin „I upphafi var óskin“.
Félag eldri borgara,
Gönguhrólfar brottför LAU kl
10 frá Risinu, Hverfisgötu 105.
Hana nú, LAU kl 10-11,
ganga frá Digranesvegi 12.
Kattavinafélagið SU 14.
apríl: Aðalfundur í húsnæði fé-
lagsins Kattholti, Stangarhyl 2.
Kvikmyndaklúbburinn 14,-
20. apríl: Svissnesk kvik-
myndavika í Regnboganum.
M(R, Vatnsstíg 10 SU kl 16
Kvikmyndin „Ófullgert verk fýr-
ir sjálfspilandi píanó“ eftir verk-
um Tsjekovs, leikstj. Nikita
Mikhalkov. Enskir textar.
Norræna húsið, bókasafn:
Sýning á úrslitum Norrænu
bókbandssamkeppninnar.
FÖ-LAU: Líffræðifélag (s-
lands, ráðstefna um spendýr.
LAU kl 20:30: Danski tón-
listarmaðurinn Peter Bastian
með erindið „Hvað er tónlist?"
SU kl 14: Opnun sýningar-
innar Bækur og bókahönnun, í
anddyri. Til 19. apríl.
SU kl 17: Öystein Hjort list-
fræðingur með erindi um
myndlist í Danmörku á 9. ára-
tugnum.
MÁ kl 17:15: Danski tónlist-
armaðurinn Peter Bastian með
fyrirlesturinn „Intelligens og
musikalitet"
Útivist: Vorferð 12.-14. apr-
íl, um suðurströndina og Þórs-
mörk. SU kl 10:30 og 13:
Heklugangan 2. áfangi. Brott-
förfrá Umferðarmiðstöð, bens-
ínsölu, stansað við Árbæjar-
safn.SU kl 13 frá Árbæjarsafni:
Hjólreiðaferð, Dyravegur og
komið f rútu með Heklugöng-
unni í bæinn.
UM HELGINA
22 SÍÐA— NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. apríl 1991