Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 5
FOSTUDAGSFRETTIR Norðurland eystra Framsókn 09 Ihald vinna á Samkvæmt skoðaðanakönnun Gallups á fylgi stjómmálaflokkanna í Norðurlandskjördæmi eystra, tapa A-flokkamir nokkm fylgi, en Fram- sókn og íhaldið auka fylgi sitt tals- vert. Frá niðurstöðunum var greint í fféttum Sjónvarpsins i gærkvöldi. Samkvæmt niðurstöðunum fengi Alþýðuflokkurinn nú 12,5% atkvæða, en fékk í síðustu kosning- um 14,3%, Alþýðubandalagið fengi 10,6% í stað 13,1%, Framsókn fengi 33,2% í stað síðast 24,9%, Sjálf- stæðisflokkur fengi 28% en fékk síðast 20,9 og Kvennalisti fengi 6,9% en fékk síðast 6,3%. Önnur framboð fengju næsta takmarkað fýlgi, nema Þjóðaflokkur - Flokkur mannsins er fengi samkvæmt könn- uninni 5,2% en í síðustu kosningum var samanlagt fylgi þessara flokka 4,7%. Samkvæmt þessum niðurstöð- um fengju Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tvo þingmenn hvor og Alþýðubandalag og Al- þýðuflokkur einn hvor. Óvíst er hvert jöfnunarsætið færi, en í síð- ustu kosningum fékk Kvennalisti jöfnunarsæti kjördæmisins. Urtakið i könnuninni var 800 manns og svömðu ríflega 600 manns, eða 71% spurðra. -rk Náttúru- fræðingar mótmæla Félagar í Félagi íslenskra nátt- úmfræðinga við Bændaskólann á Hólum hafa sent stjóm stéttarfélags síns mótmæli vegna auglýsingar sem hún birti í Þjóðviljanum 9. apríl sl. þar sem félagar i Félagi islenskra náttúmfræðinga vom hvattir til að kjósa ekki stuðningsflokka núver- andi ríkisstjómar í alþingiskosning- unum. 1 bréfinu er því mótmælt, að „nafn félagsins sé notað til flokks- pólitísks áróðurs" og að „félagið í heild sé skrifað undir slíka auglýs- ingu án undangenginnar könnunar á vilja félagsmanna“. Segjast þeir jafnframt vona að auglýsingabirt- ingum af þessu tagi verði hætt. Bréf- ið er undirritað af þeim Valgeiri Bjamasyni, trúnaðarmanni í FÍN, og Þórami Sólmundarsyni varatrúnað- armanni. -ólg. Kosningarnar Rúmt hálft prósent í framboði Fyrir alþingiskosningarnar í næstu viku em 1.029 manns í fram- boði. A kjörskrá em 182.947 manns. Þannig em 0,56 prósent atkvæðis- bærra manna í framboði. Samkvæmt kosningalögum þarf að auglýsa alla lista sem em í kjöri og því hafa blöðin að undafomu birt átta síðna auglýsingu frá landskjör- stjóm. Auglýsingin var einnig lesin í útvarpinu og var sú lengsta sem les- in hefur verið þar á bæ eða alls 7.400 orð. Flestir em í framboði í Reykjavik eða 308 og fæstir á Vest- fjörðum. 65. Bœiarstiórn Seltiarnarness Vill Sæbrautarheimilið burt Tekur undir kröfur nágrannanna um að heimilinu verði fundinn annar samastaður. Jóhanna Sigurðardóttir: Mun ekki hverfa aftur til fortíðar með málefni fatlaðra. Viðbrögð bœjarstjórnar koma á óvart Afundi sínum á miðviku- dag samþykkti bæjar- stjórn Seltjarnarness bókun þar sem tekið er undir kröfur nágranna meðferðarheimilis einhverfra að Sæbraut 2 og skorað á félagsmálaráðuneyt- ið að finna starfseminni ann- an samastað þar sem hugsað væri fyrir eðlilegri þörf vist- manna fyrir útiveru og hreyf- ingu, einsog segir í bókuninni. Félagsmálaráðherra tók í febrúar ákvörðun um fækkun vistmanna á heimilinu og ætl- ar að standa við þá ákvörðun. Forsaga málsins er að í fyrrasumar mótmæltu nágrann- ar heimilisins að Sæbraut 2 kröftuglega starfseminni og fundu henni flest til foráttu, sér- staklega vegna staðsetningar innan íbúðahverfís. Þá var settur á laggimar starfshópur sem átti að vinna að tillögum til úrbóta. Starfshópurinn skilaði tveim tillögum í febrúar, annarsvegar um að komið yrði á fót sambýli annarra en einhverfra og hins- vegar að meðferðarheimilinuð sem nú hýsir sex einhverfa yrði breytt í sambýli fyrir íjóra ein- hverfa. Jóhanna Sigurð ardóttir fé- lagsmálaráðherra sagði að í febrúar hefði hún tekið ákvörð- un um að fara að seinni tillög- unni og að sú ákvörðun myndi standa. Við breytingu í sambýli verða íbúamir að vera eldri en 16 ára, auk þess sem gert er ráð fyrir að fjórir af sex flytjist ann- að en tveir nýir komi í staðinn sem eigi betur við hópinn sem er fyrir. En Jóhanna telur sig koma vemlega til móts við kröf- ur nágrannanna í þessu sam- bandi. Hún sagði að búið væri að ganga ffá kaupum á húsi fyrir nýtt sambýli í Breiðholti og fengin fjárveiting til starfsem- innar sem hæflst fljótlega. Auk Sæbrautar er starfandi þriðja heimilið fyrir einhverfa. Þrátt fyrir þetta nýja hús íjölgar ekki einhverfúm á sambýlunum, þeir verða áfram 13 þrátt fyrir bið- lista. „Mér koma mjög á óvart viðbrögð bæjarstjómarinnar nú,“ sagði Jóhanna. „En ég stend ekki í þvi að hverfa til for- tíðarinnar i málefhum fatlaðra. Fyrir 10-15 ámm vom stofnanir eina úrræðið í húsnæðismálum fatlaðra en ekki heimili i eðli- legu umhverfi en þeirri stefhu hefur verið fylgt síðastliðin 10- 12 ár,“ sagði Jóhanna og bætti við að það væri brot á þessari stefnu og lögum um jafhrétti fatlaðra ef fara ætti að vilja bæj- arstjómarinnar og nágrannanna. „Mín ákvörðun ffá í febrúar stendur óhögguð og þessi bókun bæjarstjómar breytir þar engu um,“ sagði félagsmálaráðherra. -gpm Landinn rekur tappann í f löskuna Fyrstu þrjá mánuði ársins varð talsverður samdráttur á sölu áfengis hjá Áfengis- og tób- aksverslun ríkisins miðað við sama tímabil fyrir ári. Svipuðu máli gegnir með sölu tóbaks. Þar varð um nokkurn sölusamdrátt að ræða, nema í sölu nef- og munntóbaks, en sala þess jóskst lítilega milli ára. Heildarsala áfengis, að bjór meðtöldum, nam fyrstu þrjá mán- uði ársins tæplega cinni miljón og áttahundruð þúsund lítrum sem er 3,53% minna hcldur en á sambæri- legum tíma á fyrra ári. Mælt í alkóhóllítrum varð hins vegar um lítlega aukningu að ræða miðað við árið í fyrra, eða úr 209.449 alkóhóllítmm í 210.336, sem er aukning upp á 0,42 af hundraði. -rk Frambjóðendur eru á þönum þessa dagana enda aðeins rúm vika til kosninga. I gærmorgun litu þau Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Auður Sveinsdóttir, þriðji maður á lista Alþýðubandalagsins f Reykjavík, inn í Perluna á Öskjuhlíð og ræddu við starfsfólk þar. Mynd: Jim Smart. Þilplötuverksmiðian Iðnaðarráðherra ekki viss ísinni sök Endurtekur álversflakkið: Talar tungum tveim um staðsetningu verksmiðjunnar Iðnaðarráðherra virðist ætla að leika svipaðan leik með fyrirhugaða þilplötuverk- smiðju og hann gerði með ál- verið á sínum tíma. Á kosninga- fundum núna lofar hann sömu verksmiðjunni bæði í Þorláks- höfn og á Suðurnesjum. Á kosningafundi í Þorláks- höfn, þar sem Jón Sigurðsson iðn- aðarraðherra mætti með Áma Gunnarssyni þingmanni Alþýðu- flokksins, sagðist hann vel skilja sjónarmið Sunnlendinga um nauðsiyn atvinnuuppbyggingar. I því sambandi sagðist hann styðja það eindregið að þilplötuverk- smiðjan tilvonandi .yrði reist í Þorlákshöfn. En þegar Jón mætir á fundi sína á Suðurnesjum er við- kvæðið annað. Þá virðist ekkert vera þvý^fil fyrirstöðu að verk- NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 5 smiðjan verði reist í Helguvík. Svona málflutningur virðist eiga upp á pallborðið hjá iðnaðarráð- herra, því eins og alþjóð veit, flakkaði álverið víðs vegar um landið á sama hátt. Margrét Frimannsdóttir, þing- maður Alþýðubandalagsins á Suðurlandi, sagði við Þjóðviljann að hún gæti ckki skilið svona málflutning. Það væri í raun tvennt sem mælti með því að Þor- lákshöfn yrði fyrir valinu. Annars vegar kæmi vikurinn í framlciðsl- una úr Hcklu, og það að losna við að keyra þetta mikla magn af vikri 100 km lcið yfir Hellisheiðina og gegnum höfuðborgarsvæðið væri í sjálfu sér næg ástæða. Hins veg- ar þyrfli að hreinsa allan þennan vikur, en það þýddi að mikill leir og lilur færi í sjóinn. Þar hentaði Þorlákshöfn vcl því hreyfing sjáv- arins fyrir utan staðinn væri svo mikil að hvorki litbrigða né mengunar myndi gæta. -sþ Borgarráð Slökkviliðsstjóri ráðinn án auglýsingar Meirihluti borgarráðs ákvað á fundi sínum í fyrradag að ráða Hrólf Jónsson varaslökkvi- liðsstjóra í stöðu slökkviliðs- stjóra hjá Slökkviliði Reykja- víkur frá og með 1. des.er næst- komandi. Meirihlutinn sá ekki ástæðu til að auglýsa stöðuna. Guðmundur Vignir Óskarsson formaður Landssambands slökkviliðsmanna sagði það vera sína pcrsónulcgu skoðun að það væri grundvallaratriði að auglýsa ætti allar stöður sem losna. Hins- vegar sagðist hann fagna ráðningu Hrólfs sem eflirmanns Rúnars Bjamasonar sem hefði gcngt starfi slökkviliðsstjóra í aldarfjórðung. Guðmundur Vignir sagði að ráðn- ing Hrólfs markaði viss tímamót í brunamálum landsins að því leyti að Hrólfur hefði sérmenntað sig til starfans, en áður hefði nægt að vera með almenna menntun. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.