Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 20
1— 2 3— ¥ 5° 6 7 v— f T~ )0 4 li 12 73— n S? 7 /5* )to )7 SP lci 1 13 ¥ 20 T~ 3 1É )Z /3 f )4 w 22 2) 7 s? \b 23 8 W~ /f 8 J3 / V % ‘bA >8 )3 23' /3 ¥ 7- s? /b 1 21 4 w~ / 2(o 27 28 17- ¥ S? / (z> 22 )? W~ /? SP 2s 3 i S? 22 )S zs )T Z! y /f / 21 4 y )lo // ¥ ) 1! 7 Zl 2Ó /? T )t> 2S ) 13 2J$ 21 ¥ 2 II 4 w z/ tw S? w /3U ¥ 2? 20 12 25 y /? S? ic? )2 IS' /? w~ 28 Zt) 4 8 11 lí S? X(p /3 1 21 ¥ 3d )t 2S )3 / n n- 31 12 /7 /2 /i 14 s? 26 K S? /? 2/ 4 n l(o S? b- ? 23' s? / )$ V 22 21, 32 V 4 AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRS y ,.y^ * .*=. O Krossgáta nr. 142 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á götu i Reykjavík. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj- ans, Síðumúla 37, 108 Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 142“. Skila- frestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. ? 21 31 8 13 ? Lausnarorð á krossgátu nr. 138 var Atómstöðin. Dregið var úr rétt- Verðlaun fyrir krassgátu nr. 142 um lausnum og upp kom nafn Lofts Baldvinssonar, til heimilis að eru skáldsagan „Baráttusaga" Guð- Efstasundi 21, Reykjavík. Hann fær senda bókina Paskval Dvarte .n?lj[]FJar J- Guðmundssonar Omar og hyski hans eftir Camilo J. Cela. Vaka-Helgafell gaf út 1988. Valdimarsson skraði. Vaka- Helga- Orange Furnace Ég lofaði straumflugu frá Bladcs. Þessi er eftir hann og sver sig í ættina. Hún er ekki sér- lega falleg en best gæti ég trúað að hún veiddi. Litimir em þung- ir og líka appelsínurauði liturinn á búknum. Flugan er líka þung og þótt ég sé yfírleitt á móti slíku þá er víst að það gefúr oft veiði. Mér líkar betur að hafa lín- una þunga svo hún sökkvi og flugan sé þá nógu létt til að hún leiki svolítið lausum hala. Ef ei- hnhver vill ganga úr skugga um þetta er það auðsótt mál en við- komandi verða að fara einir nið- ur til að gá. Ég kem ekki með. Flugan heitir Orange Fumace. Búkur: Fyrst koparvír, síðan er vafið glæm plasti og formað ögn með því. Þá er vafið appelsinurauðu (orange) flosi. Síðast er allt lakkað. Vængur: Brúnt hjartarhala- hár, þá sex páfúglsfanir og utan- yfír koma fjórar hnakkafjaðrir af hana, litur fumace. Kinnar: Fmmskógarhana- fjöður, sín hvom megin. Haus: Svartur með hvítu auga, með svörtum punkti. Einfalt og gott sýnist mér. Hvar eigum við svo að veiða á þetta? Ekki spyrja mig en urriði og lax em jafhlíklegir til að glefsa í þetta. Hvað þeir hugsa á meðan, er nú ekki alveg á hreinu. Urriðinn ætlar að éta þetta og losna þannig við heim- sóknina. Laxinn ætlar að drepa sílið sem þama flækist. Margir halda að þetta sé ein- hvem veginn svona. Þessi fluga verðskuldar að vera hnýtt betur en ég nú gerði. Þið gerið það og þá berið þið hana fýrir fisk með stolti. Stolti þess sem hefúr skilað góðu verki. Veiðigyðjan metur þessháttar. Næst skulum við leita fanga í kverinu hans Jóns Kristjánsson- ar. Hvað svo tekur við er ekki ljóst því bókahaugurinn stækkar fyrir ffaman mig. Jimmv Dawkins Mikill blúsmaður heimsækir ísland Jimmy Dawkins er hógvær og dramatlskur. Nú slá hjörtu alira blúsvina taktfastan búggí eftirvæntingar- innar. Jimmy Dawkins er nefni- lega væntalegur til Islands. Þessi gítarleikari og söngvari kemur frá Chicago þar sem hann hefur spil- að blús látlaust í 35 ár. Samferða verður Chicago Beau, sem heim- sótti okkur í febrúar. Þau glæðast nú menningartengslin milli Chic- ago og Reykjavíkur! James Henry Dawkins er fæddur 1936 í Tchula í Miss- issippi- fylki. Hann vandist ekki á blús þar í héraði, heldur í Chicago þangað sem hann flutli 19 ára gamall árið 1955. Þar byrjaði. hann að spila og syngja fyrir fólk á götum úti og í öldurhúsunum í vesturhverfum borgarinnar. Tveimur árum eftir að hann flutti til stórborgarinnar hclgaði hann sig alfarið músik og hætti öðru striti. A þessum árum ríktu stór- menni í blúsheiminum í Chicago. Jöfrar eins og Muddy Waters, Howlin’ Wolf, Little Walter og fleiri meistarar. Auk heldur barði rokkið að dyrum og blús var ekki jafngóð söluvara og áður. Þetta þýddi að ungir blúsmenn áttu erf- itt uppdráttar; plötuíyrirtækin vildu ekki taka áhættu og hljóð- rita nýja og líttþekkta blúsmenn. Jimmy Dawkins kemur fram á þessum tíma og spilar sem at- vinnumaður strax 1957 en fyrsta platan sem hann gefur út var hljóðrituð 13 árum síðar! Dawkins tilheyrir sömu kyn- slóð blúsmanna og Magic Sam (dáinn 1969), Otis Rush, Buddy Guy og Luther Allison. Þetta eru allt miklar gítarhetjur. Magic Sam var einstaklega kraflmikill og melódískur. Otis Rush er djúp- hugull, fágaður og ljóðrænn. Buddy Guy er villtur og ástríðu- fullur. Luther Allison hristir sam- an ljúfu „sóli“ og þrumurokki. Jimmy Dawkins er afskaplega hógvær í sínum blús: Undirleik- urinn er ávalt eins látlaus og hægt er, söngröddin er lágstemmd án þess þó að vera í stíl hálfkærings (að hætti Jimmy Reeds), því Dawkins er yfírleitt mikið niðri fyrir þegar hann syngur. Ofan á og í kringum hógværðina bróder- ar Dawkins með tilkomumiklu gítarspili, eina stundina mjög ryþmísku og í hinn tímann hljóma háu nótumar með sérkennilegum titringi, oft í löngum tónum. Þagnir leika stórt hlutverk. Þetta skapar alit saman mikia dramatík í blús Jimmy Dawkins. I þessu músíkdrama er sérstök ólga sem við skiljum betur með því að hlusta á Dawkins fara með eigin blúskveðskap. Hann er gjaman félagslega og pólitískt hugsandi og syngur umbúðalaust um fé- lagsleg og pólitísk vandamál. Magic Sam kynnti Jimmy Dawkins fyrir Bob Koester 1968. Koester þessi stofnsetti Delmark plötuútgáfuna, sem gaf út margar blúsplötur á sjöunda áratugnum sem eru löngu sígildar. Það var 1971 sem fyrsta breiðskífa Jimmy Dawkins kom út, „Fast Fingers". Á þessari plötu sýnir Dawkins á sér flestar hliðar. Spilamennskan og faglegur frágangur er með ágætum. Þessi plata fékk „Grand Prix du Disque de Jazz“ viður- kenninguna frá hinum virta „Hot Club“ í Frakklandi. Næsta plata Dawkins, sem kom út hjá Del- mark árið eftir, var „All For Busi- ness“. Á þessari skífú spilar Otis Rush á gítar í aukahlutverki! Dawkins syngur ekki nema tvö lög á plötunni. Það er „Big Voice“ Odom sem sér um sönginn. Það lýsir hógværð og samhygð Dawk- ins að hann skuli gefa út plötu í eigin nafni og hafa með sér flytj- endur sem gætu eins vel varpað skugga á hann sjálfan. Þriðja og síðasta plata Dawkins hjá Del- mark var „Blisterstring" sem kom út 1976. Á þeirri plötu sér Dawk- ins um allan söng og þar kemur hann fram með eigin hljómsveit eins og hún hljómaði hvunndags. Á þessari plötu er dramatíkin alls ráðandi. Það gleður hjarta mitt að Ási í Japis ætlar að tryggja fram- boð á þessu Delmark-efni á næst- unni. (Dawkins hefúr gefið út nokkrar plötur síðasta áratug, þar á meðal hljómleikaplötur. Þessar Delmark- plötur eru allar sígild- ar.) Jimmy Dawkins og Chicago Beau munu syngja og spila á Púlsinum þijá daga í röð fimmtu- dag, föstudag og laugardag, 18. - 20. apríl næstkomandi (forsala aðgöngunliða í Japis). Blúsvinir mega alls ekki missa af þessum tónlistarviðburði. Pétur Tyrfingsson skrifar um blús Eg vaknaði mæddur í morgun... 20 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.