Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 23
Vöruskiptarokk Paul Lydon og Laura Valentino koma frá Bandarikjunum. Þau höfðu búið lengi, í San Francisco þegar þau ákváðu að koma til íslands. Þetta var árið 1988. Þau hafa búið hér síðan. Þau hafa stundað íslensku í H.I. og unnið við ýmis- legt. Paul ber út póst og Laura sinnir öldruðum á Skjóli. Paul og Laura komu ekki með mikinn far- angur með sér; það nauðsynlegasta og hljóðfæri og upptökugræjur. Hér á landi gerðu þau snæld- una „Bad- Good“ árið 1989 og nýlega luku þau við nýja snældu „Mobius Shrimp" og gáfu út. Auk þess mátti finna tvö Paul+Lauru lög á safn- spólunni „Strump“ sem kom út í fyrra. en hvað eru Paul og Laura að pæla? „Við reynum að hitta fólk með tónlistinni okkar. Við erum að skemmta okkur sjálfum og vonandi öðrum og við syngjum um hluti sem við erum að hugsa um. Við skrifúmst mikið á við fólk í öðrum löndum og skiptumst á efni; spól- um, bæklingum og fleiru. Þar sem við gefúm okkur sjálf út höfúm við ffelsi til að segja það sem við viljum segja og gera það sem við viljum gera. Það er ódýrt að gefa út spólur. Við tökum upp heima hjá okkur og hönnum sjálf umslagið. Annað ódýrt listform sem við vinnum mikið með eru 8 mm filmumar. Eftir videobyltinguna er mjög ódýrt að ná í góðar 8 mm kvikmyndíivélar." - Hvað er hægt að segja um tónlist ykkar og texta? „Það væri í raun auðveldara að segja hvemig tónlistin er ekki. Við notum gítara, bamaorgel og heimasmíðuð ásláttarhljóðfæri og syngjum. Það sem við spilum er ekki beinlínis rokk eða popp og stundum búum við frekar til hljóð heldur en lög eða lesum upp texta við undirleik. Við mynd- um segja að við væmm að gera tilraunir ef sú setning hljómaði ekki svo hallærislega. Textamir fjalla oft um félagsleg mál, vangaveltur um t.d. eyðni, skammbyssueign og umhverfísmál. Text- amir verða þó oft til upp úr draumum. Við fáum aðstoð á nýju spólunni. Vinur okkar frá S.F. sendi okkur spólu með áslætti og við bættum ofaná. Tvær danskar konur vom hér í fyrra og við tók- um upp nokkur lög saman. Annars emm við bara tvö. Við setjum bara i samband og byijum að spila. Stundum kemur eitthvað gott.“ Útlendingar á Islandi Við höldum áfram að ræða málin og ég impra á áliti þeirra á landinu. „I Bandaríkjunum er svo auðvelt að hverfa í borgunum en hér virðast allir þekkja alla. Hér virðast allir koma úr sömu þjoðfélagsstéttinni, þálfgerðri millistétt, hér býr enginn í pappakassa. I bandarískum stórborgum endurspeglar listin oft hina þjóðfélagslegu spennu. Hér er minna um þetta. Þó er hér ákveðin spenna milli „há“ og „lágmenningar" sem t.d. teikniblaðið Gisp! fjall- ar um. Fyrir okkur er óþarft að greina á milfi há og lágmenningar. Við emm oft spurð hvers vegna við séum á íslandi og við getum bara sagt að okkur hafi langað til að prófa eithvað nýtt. Flestir Amerikanar,fara aldrei úr landi nema í nokkrar vikur. A Islandi getum við líka séð bandarískt þjóþfélag úr fjarlægð og pælt í því hvemig mynd Islendingar fá af bandarisku þjóð- félagi. Sú mynd er ansi fjarri raunvemleikanum. Það er ekki hægt að segja að einhver sé „týpísk- ur“ Bandaríkjamaður því þjóðin er svo blönduð margþætt. Það er ekki eins framandi fyrir 'i vera hér og t.d. fyrir Pólverja. Allir tala og marg okkur að ensku og í fjölmiðlum er allt vaðandi í ensku og hér er meira að segja hægt að stilla á ameríska út- varpsstöð á miðbylgju.“ - Að lokum? „Við emm ekki að gera tónlist fyrir peninga. Við viljum frekar skemmta okkur og hitta fólk sem er að skapa eitthvað sjálft. „Mobius Shrimp“ verður til í einhveijum plötubúðum en við viljum frekar skiptast á efni við aðra. Við höfúm líka alltaf áhuga á að koma ffarn á tónleikum. Við er- um í símaskránni!" Laura og Paul. Mynd: Jim Smart. Ingvi Már enn á ferö Ingvi Már Kormáksson - Ljóðabrot Hrynjandi 1990. Það hefúr ekki farið mikið fyrir Ingva Má Kormákssyni á íslenska poppmarkaðnum. Þó hefúr hann gert þijár sólóplötur, „Tíðindalaust", „Borgarinn" og „Ljóðabrot" sem kom út seint á síðasta ári. A „Ljóðabroti" fær Ingvi til liðs við sig valinkunna söngvara og hljóðfæraleikara. Sif Ragnhildar- dóttir syngur fimm lög af meðfæddri röggsemi, Guðrún Gunnarsdóttir syngur fjögur lög með góðu næmi fyrir poppi og í tveimur lögum surg- ar kunnuglega í látúnsbarkanum á Bjama Arasyni. Ingvi syngur eitt lag sjálfúr og stingur rödd hans RAfiNHI! I JMir>0nTR GLWiARSOfínTIB Fj.SK.NI AKiVM'Ai skemmtilega í stúf við atvinnu- mannslegar raddir Sifjar, Guðrúnar og Bjama. Það er langt síðan ég hef heyrt jafn fúrðulega söngrödd. Skildi Gvendur dúllari hafa hljómað eitthvað svipað? Á „Ljóðabroti" hefur Ingvi sam- ið lög við ljóð ýmissa höfunda. Oft- ast hæfa lögin textunum vel, sérstak- lega á bestu verkum plötunnar „Eg- ypti á hafinu" með texta eftir Svein- bjöm Þorkelsson og „Stefnumót" með texta eftir Steinunni Sigurðar- dóttur. Stefán S. Stefánsson sá um útsetningar og upptökustjóm á plöt- unni en hljóðfæraleikarar em m.a. Þórir Baldursson og Bjöm Thorodd- scn. Ljóðabrot er í alla staði vönduð og eiguleg hljómplata. Maður sér hana fyrir sér leikna í kokteilboðum og kaffisamsætum. Þegar á líður gætu gestimir jafnvel farið að smella fingrum. Lýsingarorðin „frumlegt" og „kraftmikið" em víðs fjarri og platan er algjörlega snauð af tónlist- arlegri útrás. Þetta finnst fólki gott eða vont eftir smckk. Það vantar ekki mikið uppá að „Ljóðabrot" sé hin fullkomna ferðalagaplata - og þá á ég við það ferðalag sem farið er í í lyftu... Á Púlsinum BLEEDING VOLCANO spil- uðu á Púlsinum á mánudaginn fyrir páska og vom þetta fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar síðan þeir breyttu nafninu úr Bone Yard. Bleeding Volcano spila þungarokk, en mun léttara og þá um leið melódískara en flest önnur þungarokksbönd íslensk. Hallur trommari, er að öðmm ólö- stuðum, höfuðpaur hljómsveitarinn- ar. Hann gerir öll lögin og þéttur hamagangur hans á trommunum heldur bandinu vel saman. Hinir meðlimimir em sem strengjabrúður sem Hallur togar í spottana á. Bassa- og gítarleikaramir stóðu sig vel en söngvarinn er enn sem komið er veikasti hlekkurinn. Rödd hans var óöragg og vantaði dýpt og kynning- ar hans milli laga hefðu mátt vera hnitmiðaðri. Þetta má auðvitað laga með æfingu og viskýþambi. Lögin vom misjöfn. Gott samspil, kraftur og örar kaflaskiptingar nægðu ekki alltaf, en þegar góð melódía fylgdi með hittu Bleeding Volcano í mark. Þetta átti við í þremur lögum í það minnsta, lögunum „Southbound“, „Pride“ og „Deep & Wide“. Allir þungarokksáhugamenn ættu að leggja nafnið „Bleeding Volcano" á minnið því hér er á ferð sveit sem lofar mjög góðu. ORGILL spiluðu á Púlsinum á fostudaginn fyrir viku. Sveitin er nýkomin úr Frakklandsferð og var því mjög þétt og ömgg á sviðinu. Tónlist Orgils er skemmtileg dans- hæf sætsúpa. Lögin anga af fram- Gunnar L Hjálmarsson andlegu andrúmslofti cins og sí- tróna innan um sviðakjamma. Hljómsveitin hóf prógrammið af krafti og vom fyrstu þijú lögin stór- góð. Allir í stuði á sviðinu en í saln- um vom því miður frekar fáir og sætsúrir tónar Orgils náðu ekki nema að koma fótum undir borðum á hreyfmgu. Meðlimir Orgils náðu vel saman. Ingó er einn af okkar betri popptrommumm og átti auk þess góðan aukaleik í bakröddum. Kolli og Hemmi unnu vel saman á gítar og bassa og yfir þessu öllu hljómaði svo ópem-leg rödd Hönnu Steinu sem er lífleg á sviðinu og söng skerandi Í-HÍ-HÍ og Ú-HÚ- HÚ af öryggi. Orgill er umhverfis- sveit og hefði án efa notið sfn betur á fjömgu dansiballi en í frcmur stuðlausum Púlsi þetta kvöld. Föstudagur 12. apríl 1991 NYTT HELGARBLAÐ — SfÐA 23 Vaggtíðindi ■ Það er ekkert lát á heimsóknum erlendra djass og blús spilara. Nú hafa Vinir Dóra ráðist út í það stórvirki að bjóða hingað tveimur blús- goðsögnum frá Chicago. Þetta eru gítarleikarinn Jimmy Dawkins og Chicago Beau sem syngur og spilar á munnhörpu. Kapparnir troða upp með Vinum Dóra á fimmtud., föstud. og laugar- dagskvöld í næstu viku a Púlsinum. Tónleikamir verða hljóðritaðir og mun nýstofnað útgáfufýrirtæki Hilmars Amar Hilmarssonar, Platonic Rec- ords, gefa út tónleikadisk með upptökunum. Vinir Dóra eru með frekari heimboð og útaáfur á prjónunum en frá því verður sagt síðar... ■ Fyrsta kvöld Músiktil- rauna Tónabæjar fór fram í gærkvöldi og verður sagt frá því í Helgarvagginu eftir viku. Næsta fimmtudag fer fram annað tilraunakvoldið og þá spila hljómsveitirnar Mortu- ary, Barbarians, Krossbrá frekar en Ljósbrá, Strigaskór Númer 42, No Comment og Möbel Fakta, allar frá Reykja- vík og hliómsveitin Jónatnan frá Sandgerði og Njarðvík- um... ■ NÝ DÖNSK skemmta á Tveimur Vinum í kvöld og annað kvöld. Hljómsveitin nær alltaf upp góðu stuði á dansiböllum og spila eigið efni og vel valda standarda. Á sunnudags-og mánudags- kvöld skemmtir svo ein af efnilegri hljómsveitum yngri kynsloðarinnar BER AÐ ÖF- AN... . ■ Utgáfuáætlanir hljóm- plötufyrirtækjanna eru alltaf aö skyrast. Élvis Costello birt- ist á ný í maí eftir tveagja ára hlé með plötuna „Mignty like a rose“. Eftir tveggia ára hlé sömuleiðis birtast Simple Minds með níundu plötu sína „Real life“. Hoily Jonson úr Frankie goes to Hollywood er að gefa ut sína aðra sóló- plötu „Dreams that money cant buy“, Alison Moyet er með sína þriðju plötu „Hoodoo", og Fergal Sharkey er með nýja plötu „Songs from the Mardi gras“... Robert Gotobed, Hljómseitin áfram sem WIR. „Doucement and evewitness“ tónleikaplata með WIRE er að koma út í fyrsta skipti á geisladisk en ekkert hefur heyrst um nýjar útgáfur... ■ Dýravinurinn vinsæli Michael Jackson hefur gert risasamning við Sony og nálgast fengur Michaels einni biljon dollara. Samningurinn tekur til sex breiðskífna og öllu því sem þeim fylgja. Dav- id Lynch hefur sampyKkt að gera myndband með Michael i framtíðinni. Ný plata frá popparanum breytilega er væntanleg í júlí... ■ Á Pulsinum er mikið um að vera eins og vanalega. KK-band með gestaspifarann Bob Manning leika í kvöld og annað kvöld. Sigtryggur Syk- urmoli sýnir á ser nyja hlið með bandinu í góðum soul-fí- ling. Á sunnudagskvöld blús- ar Danny Newman úr Manfr- ed Man ásamt Bobby Harri- son, Tryggva Hiibner og Birgi Bragasym. Einnig kíkja við uppá svið þeir Petur Tyrfings- son, KK og Bob Manning. Danny læðir nokkrum Manfr- ed Man standördum inní pró- grammið og spilar auk þess íog af sinni síðustu plötu „Bless Tupelo“. Sálarháski leika djass á þriðiudagskvöld- ið eins og að undanförnu. Á miðvikudaginn verða fyrstu tónleikar sóngkonunnar og gítaristans Guðrúnar Hauks- aóttur hér á landi. Guðrún er komin hingað frá Svíþjóð ásamt hljómsveit og leikur djass með brasilískum áhrif- um...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.