Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 7
ískyggilegur slysaannáll Ferjubruninn út af Livorno hefur vakið athygii á þeirri óhugnanlegu staðreynd, að all- mikið hefur undanfarin ár ver- ið um siys af þessu tagi. í þeim slysum hefur oft orðið mikið manntjón, enda hafa átt í hlut skip með mikinn fjölda farþega um borð og i mörgum tilfellum hefur öryggisútbúnaði skip- anna verið ábótavant. Mörg farþegaskipa þessara, sem í slysum lentu, voru með miklu fleiri um borð en leyfilegt var. Það mannskæðasta af slíkum slysum hingað til, að talið er, varð við Filippseyjar í des. 1987 er fólksflutningafeijan Dona Paz, sem var á leið til höfuðborgarinn- ar Manila, rakst í myrkri á olíu- tankskipið Vector. Dona Paz sökk við áreksturinn. Hún hafði leyfi til að flytja 1500 farþega, en yfirvöld giskuðu á að hún hefði verið með yfir 2000 um borð í þessari ferð. Af þeim komust aðeins 26 lífs af. Flutninga- og samgönguleiðir Bangladesh eru fyrst og fremst fljótin, svo að umferðin á þeim er mikil í því þéttbýla landi en fley- tumar á hinn bóginn margar hrör- legar og oflar en ekki ofhlaðnar vörum og fólki. Embættismenn þar segja að 2000- 2500 manns farist árlega í umferðarslysum á fljótum landsins, en það mun vera ágiskun og sumir telja að þessi ár- legi tollur sé talsvert hærri. Hér á eftir fer Iisti yfir nokkur mestu feijuslysin siðustu 20 ár: I s.l. mánuði sigldi skip með flóttamenn frá Sómalílandi um borð á sker út af strönd Kenýu og sökk. A.m.k. 174 fórust. I nóv. s.l. sökk farþegaskipið Tandag við Filippseyjar. Um 100 marms munu hafa farist. í apríl 1990 kom upp eldur í dönsku feijunni Scandinavian Star á leið frá Noregi til Dan- merkur. 158 manns fórust. í mars 1990 sökk Andresito, perúönsk fólksflutningafeija, eftir árekstur í Iquitoshöfn við Ama- sonfljót. Talið er að um 50 manns hafi farist. í febr. 1990 sökk kinverska fólksflutningafeijan Donggua efl- ir árekstur á Yangtzefljóti, í fylk- inu Anhui. 113 fórust. í jan. 1990 sökk ferjan Azmiri eftir árekstur við vöruflutninga- skip á fljótinu Shitalakhala i Bangladesh. Talið er að yfir 100 manns hafi farist. í sept. 1989 hvolfdi indónes- ískri fólksflutningafeiju, Si Ma- war Pate, norður af Balí. Talið er að yfir 100 manns hafi drukknað. I júní 1989 hvoldi mósam- bísku fólksflutningaskipi nálægt Inhambanehöfn þar í landi. A.m.k. 74 fórust. í jan. 1989 sökk gúatemalskt fólksflutningaskip á Amatique- flóa eftir að dráttarbátur hafði tek- ið það í tog. Yfir 80 fórust. í des. 1988 sökk bangladesísk fólksflutningaferja, Haisal, á Dhaeswarefljóti eftir árekstur við vöruflutningaskip. Yfir 200 manneskjur fórust. I mars 1987 hvolfdi bresku Ermarsundsfeijunni Herald of Free Enterprise við strönd Belgíu. 189 fórust. I maí 1986 hvolfi feijunni Samia á fljóti í Bangladesh og fórust þá um 600 manns. Mánuði fýrr drukknuðu um 200 mann- eskjur er tveggja þilfara feija sökk nálægt höfuðborginni Dhaka. í ágúst 1985 fórust 174 menn í feijuslysi við Harbin í Mansjúr- íu. í júní 1983 fórust 317 manns í eldsvoða um borð í feiju á Níl. í jan. 1981 sökk fólks- og vöruflutningaskip á fljótinu Jari í Norður-Brasilíu, eftir að hafa tek- ið niðri á grynningum. Um 270 manns fórust. í ágúst 1975 varð ferjuárekst- ur á Vesturá nálægt Kanton, Kína. Um 500 fórust. í des. 1970 fórust um 300 manns er kínverskt fólksflutn- ingaskip, Namyong-Ho, sökk á Kínahafi eystra. Nýöldin er bara gömul brögð Nýöldin er ekki ann- að en gamlar lummur, sem stungið hefur ver- ið í örbylgjuofn í fimmtán sekúndur segir James Randi, sem er sérfræðingur í að afhjúpa þá sem telja sig hafa tök á yf- imáttúrulegum fyrir- bæmm James Randi er Bandaríkja- maður, búsettur í Fiorida. Hann heitir tíu þúsund dollurum hveij- um þeim sem geti framkvæmt einhvem „yfimáttúrulegan eða dulrænan verknað við sæmilegar rannsóknaraðstæður". Með þessu hefur hann skorað á hólm miðla, rithandarspámenn, kristallalesara, skeiðabeygjara, andaskurðlækna, vatnsleitarmenn, fjarhrifameist- ara, stjömuspekinga og marga fleiri sem krökkt er af nú á tímum svokallaðrar nýjaldar. Um sex hundmð manns hafa reynt að vinna til verðlaunanna en engum hefur tekist að gera neitt það sem James Randi ekki sér í gegnum eða getur gert sjálfur. En hann lagði ungur stund á ýmisleg töfrabrögð og var góður í sinu fagi. Hann hefur á seinni ámm skoðað grannt trúgimi manna og trúarþörf á eitthvað sem yfimátt- úrulegt má kalla og allan þann mikla og ábatasama iðnað sem þessu tengist. Hann byrjaði reyndar á að skoða spádóma Nostradamusar sem margir trúa á. Þvert ofan í nýaldarfólk kemst James Randi að þeirri niðurstöðu að spádómar Nostradamusar séu einskis virði, hann sé ekki einu sinni neitt sérlega heppinn i að giska á eitt og annað, sem sýnst gæti forspá. James Randi kveðst enga for- dóma hafa gagnvart dulhyggju- fólki allskonar. Hann útiloki ekk- ert fyrirffam. En hann verði að játa að mannfólkið hafi undarlega sterka þörf fýrir að trúa á ein- hveija vitleysu, engu líkara en sú þörf sé í erfðastofnunum sjálfum. Og hver og einn ver sína vitleysu af mestu hörku og sannfæringar- krafli, sem gerir skynsemina ein- att ráðþrota. James Randá hefur tekið eftir því að hinar ýmsu þjóðir hafa sína sérvisku í sinni trúgimi. Englend- ingar hafa sérstaka hncigð til að umgangast það sem þeir telja anda ffamliðinna. Margir Amrík- anar trúa hverju sem er, ef þeim finnst það Iíta „vísindalega" út. Og Japanir munu trúa hverju sem er ef þeir halda að það sé amer- ískt! áb byggði á Herald Tribune Umsjón: Dagur Þorleifsson íra Fjórðungssjúkrahúsið [IvjJj á Akureyri Hjúkrunarfræðingar - Barnadeild Við á F.S.A. óskum að ráða hjúkrunarfræðinga á Barnadeildina okkar. Hún er eina sérhæfða barna- deildin á landinu utan Reykjavíkur og rúmar 10 börn á aldrinum 0-16 ára. Innan deildarinnar er gjörgæsla fyrirbura. Hvað bjóðum við? - sveigjanlegan vinnutíma — - skipulagða fræðslu - skipulagða aðlögun - áhugavert, fjölbreytt og uppbyggjandi starf. Hvenær vantar okkur hjúkrunarfræðinga? Vegna veikindaforfalla strax. Til að efla fræðslu og innra starf fljótlega og til sumarafleysinga í vor. Umsóknarfrestur er til 15. maí 1991. Nánari upp- lýsingar veita: Valgerður Valgarðsdóttir deildar- stjóri og Sonja Sveinsdóttir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri í síma 96-22100. Hjúkrunarfræðingar - Lyflækningadeild Óskum að ráða hjúkrunarfræðing í 60-80% nætur- vaktir á Lyflækhingadeild II. Deildin er opin frá mánudegi til föstudags og þjónar sjúklingum sem koma inn til rannsókna eða til styttri meðferðar. Umsóknarfrestur er til 30. apríl. Nánari upplýsingar veita Ragnheiður Dóra Árna- dóttir deildarstjóri og Sonja Sveinsdóttir hjúkrunar- framkvæmdastjóri í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Stálgrindarhús í Ólafsvík Fiskveiðasjóður íslands auglýsirtil sölu einlyft sál- grindarhús, að Ennisbraut 36, Ólafsvík, ca 335 ferm. Húsið selst í því ástandi sem það er nú. Tilboð óskast send á skrifstofu sjóðsins, Suður- landsbraut 4, Reykjavík, fyrir 22. apríl n.k. Nánari upplýsingar veittar í síma 679100. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík. Ræðið við frambjóðendur G-listans! Næstu vikur munu frambjóðendur G-listans í Reykjavík skiptast á um að vera til skrafs og ráðagerða á skrifstofu listans, Laugavegi 3, 4. hæð, sími 628274. í kvöld, föstud. 12. apríl, verður Margrét Ríkarðsdóttir form. Fél. þroskaþjálfa, til viðtals milli kl. 17 og 22. Lítið inn í kaffi og spjall. Dýralæknar Staða héraðsdýralæknis í Þingeyjarþingsumdæmi vestra er laus til umsóknar, tímabundið, frá 20. júní 1991 til 6. ágúst 1992, vegna námsleyfis héraðsdýra- læknis. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknirsendist fyrir 10. maí n.k. til landbúnaðarráðu- neytisins, Rauðarárstíg 25,150 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar veitir yfirdýralæknir, sími 62-2000. G-listinn í Reykjavik Landbúnaðarráðuneytið, 9. apríl 1991.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.