Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 19
Þá riðu hetjur um héruð Fáein orð um kosningabaráttu íyrr og nú. hyglinni að æ færri mönnum. „Óbreyttir“ þingmenn eru varla til lengur í baráttunni um athygl- ina (nema þá helst að þeir séu eitt- ' hvað óþægir í sínum flokkiý Allt snýst um forystumennina. Eða ímynd forystumannanna. Hönn-" unarmeisturum og útbreiðslu- stjórum ber saman um að það þurfi sérstaka fjölmiðlahegðun á sjónvarpsöld sem er ólík þeirri sóknhörðu og vígreifú hegðun sem stjóm- málamenn áttu að temja sér á dögum fjöldafúnda og kapp- ræðna. Nú eiga menn að muna að sjónvarpið er „intímur“ miðill. I því mega menn ekki vera harðir og andstyggilegir að ráði. Þeir eiga að vera mildir og föðurlegir og samsama sig vanmetakennd áhorfandans með því að játa á sig yfirsjónir. Og játa þær meira að segja fyrirfram: æ, öllum getur okkur skjátlast, elskumar mínar. Svo sjáum við, að stjómmála- mönnum gengur misvel að troða sér inn f þessa ímyndarhönnun. Sumir virðast fæddir með hennar ósköpum,. eins og Steingrímur Hermannsson. Aðrir era eins og illa gerðir hlutir þegar reynt er að breyta um „ímynd“, svo sem nú síðast sannast á Davíð Oddssyni. Allt um það: þetta ímyndarstúss virkar allt í þá átt að gera inntak kosningabaráttunnar rýrara. Fyrr má nú rota en dauðrota öll mál- efni með ofuráherslum á það hvemig þessi eða hinn kemur fyr- ir á skjánum. Skilaboö um málefni Hér er m.a. átt við það, að stórmál tímans: samningar við Evrópubandalagið og stjóm fisk- veiða, hverfa mjög í skuggann af foringjunum. Ekki nokkur leið að fá að kjósa um slíka hluti. Maður þakkar fyrir að Alþýðubandalag- ið er eitthvað að byrsta sig um jöfnuð. Það er mikiívægt á þeim tímum þegar kjarabarátta er kom- in í furðulegar blindgötur. Með öðrum orðunr þær, að venjulegt fólk má ekki við því að lenda í verkfollum eða öðram átökum vegna þess vítahrings kreditkorta og annarra skuldbindinga sem það er hneppt í. Meðan það era hclst þeir sem mest hafa í tekjur (flugmcnn, læknar, togarasjó- menn) sem hafa efni á að standa í vinnudeilum og uppsagnarimm- um. Scm svo ckki er ætlast til að almenningur viti nokkum skap- aðan hlut um: okkar kjör eru Icyndarmál. Kaupkröfur einnig, scgja flugmenn. Semsagt: það er þarft að reyna að hressa eitthvað upp á jafnaðarhugmyndir. Ekki gerir Alþýðu- flokkurinn það, svo mjög sem hann cr upptck- inn af því að scnda frá séi skilaboð um að hann sc allur i markaðshyggju, sem sé miklu hreinni og hcil- legri en Sjálf- stæðisflokkur- inn treystir séi til að stunda. Það cr ann- ars miklu fleira scm vcrður til þess að stjómmálalíf er með dauf- legra móti, ekki bara á íslandi heldur og i öllum þeim „A- flokki“ ríkja sem mest hafa neyslu og við eram eitt af þeim. Gleymum því til dæmis ekki, að menn vænta sér miklu minna af stjómmálahreyfingum nú en fyrir nokkram áratugum. Fyrir nokkrum áratugum voram við komungt samfélag og svo ótal- margt ógert: sú almenna fram- faratrú sem allur heimur var inn á, hvort sem menn hugsuðu til vinstri eða hægri, hún fékk alveg sérstakan byr undir vængi á Isa köldu landi. Nú er framfaratrúin hinsvegar farin að bila, þótt þess sjáist síður merki hér en t.d. á meginlandi Evrópu. Menn efast um að hagvöxturinn sé rétt reikn- aður. Menn vita að það er ekki hægt að framreikna hagþróun rétt eins og orka og hráefni væra ótakmörkuð eins og menn leyfðu sér til skamms tíma. Við lifum þau umskipti, þegar setja verður boð og bönn á afkastagetu manna: fiskveiðar heims eru allar saman að komast undir kvóta. Betur að sama gilti um skógar- högg og margt fleira. Hvað má ég? Þessi umskipti Ieiða til van- máttarkenndar, bæði hjá einstak- lingum og pólitískum hreyfing- um. Hvers getum við vænst? Hvað getum við gert? Hvað er hægt að bjóða upp á sem til betra lífs horfir - þegar við vitum að „meira“ er alls ekki sama og „betra“ eins og við áður héldum. Þessi vanmáttarkennd er ekki enn orðin jafnsterk á lslandi og víða annarsstaðar. Við mundum ekki fá sömu niðurstöður hér á landi og fengust i Danmörku íyrir skömmu þegar skoðuð var af- staða ungs fólks til framtíðarinn- ar. lnnan við 20% þeirra sem spurðir vora sáu sig á uppleið í hátæknivæddri hagvaxtarevrópu. En um 40% bjuggust við versn- andi kjörum og 40% leyfðu sér í mesta lagi að vona að þeir gætu staðið í stað. Sem fyrr segir: við eram enn bjartsýnni en fiestir aðr- ir, hvort sem það stafar af heimskulegri blindu eða öðru. En vanmáttarkenndin læðist að jafnt og þétt, það mega menn bóka. Og hvemig sem aprílkosningamar okkar fara, þá kemur að því á næstu áram, að það verður höfuð- verkefni í stjómmálum að skil- greina framfarir upp á nýtt. Gera sér grein fyrir því hvað hagvöxtur má ckki kosta. Finna leiðir til að bæta mannlífið án þess að auka á þá skammsýnu sóun sem enn er í fullum gangi. Og það skal verða eina spásögn þessarar greinar, að slíkt starf verði betur unnið á vettvangi félagshyggju sem v^ntreystir hæfi- lega mikið visku markaðshy ggj unn- ar heldur en á brautum þeirrar hægrihyggju sem vill öngvar skorður setja græðgi ein- staklinga og fyrir- tækja. Skoðanaleysi, flokkamergð, fjölmiðlaleikir kringum per- sónur og vanmáttarkennd sem tengist þverrandi trú á framfarir - allt setur þetta sinn svip á stjórnmálalíf og kosningabaráttu. Maður er stundum að velta því fyrir sér hvort kosningabar- átta hafi verið eitthvað skemmti- legri og merkilegri hér áður fyrr. Það er nú alls ekki víst. Hitt er víst, að almenningur fylgdist þá betur með stjómmála- kappræðum í útvarpi og kosn- ingafúndnum. Enda vora kosn- ingafúndir einatt æsispennandi sjónarspil út um allt land og vel- komin tilbreyting þar sem fátt var um skemmtanir. Stjómmálamenn voru upp og ofan vaskari og betur þjálfaðir í ræðumennsku og við- bragðsflýti en nú gengur. Og hátt- virtir kjósendur voru ástríðumeiri en nú tíðkast. Þeir elskuðu sinn flokk og tóku hann nærri sér og vörðu heiður hans eins og fjöl- skyldunnar. Það var heldur ekkert fínt að vera „ópólitískur". Hinn ópólitíski var barasta rola sem nennti ekki að kenna til i stormum sinna tíma. Aldrei friður í athyglisbaráttunni Nú á dögum er mikið um það fjasað að pólitísk þreyta hafi grip- ið elskulega kjósendur og sleppi þeim ekki úr sinni greip. Og svona er þetta víða um heim. kemur til alls verstar fyrir þá sjálfa. Þeir endast skemur og pól- itíkin verður leiðingjamari (eins og annað sem ofbrúkað er). Smáflokkakraðakið Því er heldur ekki að neita, að smáflokkakraðak dregur þessa kosningabaráttu niður. Ný fram- boð þvert á „fjórflokkakerfið“ eru að sjálfsögðu ekki ný bóla. Og reynsla næstliðinna áratuga sýnir, að eftir að flokksbönd tóku að rakna hefur nýtt framboð átt góða möguleika til að raka að sér 8- 10% atkvæða, amk. í fyrstu lotu. Þó með því skilyrði, að fyrir nýj- um flokki færi maður, sem þegar var þekktur í pólitisku lífi. Því gátu þeir stofnað allstóra flokka Hannibal og Vilmundur Gylfason og Albert. Slíkur flokkur byggir ffemur á „óanægjufylgi“ eða „mótmælaatkvæðum" en nýrri pólitískri trú, og getur þvi orðið skammlifur. En nú er því ekki að heilsa að neinn smáflokkur eigi slíka möguleika. Þeir gera varla annað en taka hver ffá öðram þá takmörkuðu möguleika til að ná eyram fólks sem þeir hafa. Persónur túfna út Annað er það scm stendur stjómmálum fyrir þrifum. En það er sú persónugerfing stjómmála sem nú magnast mjög. Við meg- um vitaskuld ekki gleyma því, að það er ekki nýtt að menn hafi hugann við Iitríka forystumenn eins og t.d. Ólaf Thors eða Einar Olgeirsson. En það er nýtt, að fjölmiðlakraðakið allt beini at- Atni Bergmann Kosningaþátttaka í Bandaríkjun- um er löngu komin niður í um það bil helming þeirra sem kosninga- rétt hafa: rekja menn það ekki síst til þess að stóra flokkamir tveir þar í landi dragi svo dám hvor af öðram, að engu skipti hvor ráði. En meira að segja í löndum þar sem opnar fjölflokkakosningar era nýmæli eins og í Ungveija- landi, þar er strax komin þungbær kosningaþreyta og léleg þátttaka eftir því. I samanburði við þessi riki tvö era Islendingar afar virkir í lýðræðinu. En einhver doði er í mönnum. Og hann á sér margar ástæður. Ein er sú sem kalla má samfellda kosningabaráttu allt kjörtímabil- ið. Kosningaslagurinn er ekki af- markaður í tíma með sama hætti og áður. Þetta stafar meðal annars af því að það er orðinn mikill at- vinnuvegur í landinu að vasast í skoðanakönnunum. Tveir eða þrir aðilar spyija fólk annanhvom mánuð eða svo: hvaða flokk mundir þú kjósa ef kosið væri á morgunn? Síðan er lagt út af því fram og aftur hvað það þýði að þessi flokkur hefúr sótt sig um eitt prósent en annar tapað tveimur síðan síðast var spurt. Þessi fjöl- miðlaleikur er eitt af því sem otar stjómmálamönnum út í mikið sysifosarerfiði við að halda at- hygli. Hvað sem það kostar. Nið- urstaðan verður sú að þeir era of- notaðir sem fréttaefni og fréttatil- efni (fféttir era náttúrlega fram- leiðsla eins og hvað annað) með afleiðingum sem verða þegar allt Föstudagur 12. apríl 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.