Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 16
I Grunnskólalögin Vitið þið að rétt áður en alþingis- mennirnir fóru í frí til þess að hella sér út í kosningabaráttuna, þá sam- þykktu þeir lög sem skipta miklu máli fyrir öll íslensk börn? Þeir samþykktu lög um leikskóla. Og þeir samþykktu lög um grunnskóla. Nú á að bæta aðtöðu ykkar í skól- anum. Á næstu 10 árum á að breyta skólanum þannig, að hann verði ein- setinn skóli. Þá geta allir krakkar byrjað strax á morgnana og allir verði lausir um svipað leyti á daginn. Það á að lengja dálítið skóladag- inn, svo þið getið menntast betur. 6-9 ára börn eiga að fá 24 kennslustund- ir á viku og eldri krakkar ekki færri en 35. Það á að fækka í bekkjardeildum, þannig að þið þurfið ekki að vera al- veg jafn mörg að berjast um athygli kennarans. Og þið eigið að fá mat í skólan- um. Og það á sem sagt að gera ýmis- legt til þess að reyna að bæta skól- ann og gera hann að betri vinnustað fyrir ykkur. Þið eigið ekki í framtíðinni að þurfa að fara heim á miðjum skóladegi og mæta svo aftur. Skóla- dagurinn á að verða samfelldur. Og eitt enn: Foreldrar ykkar eiga að fá meiri rétt til þess að fylgjast með starfi skólans. Og þeir fá einnig aukna ábyrgð. Bendið nú pabba ykkar og mömmu á að kynna sér vel nýju grunnskólalögin. Segið þeim að það sé stórgróði af betri skóla, meiri gróði en af heilu álveri í beinhörðum pen- ingum. Það er búið að reikna það út. En mestur verður sá gróði, sem ekki er hægt að mæla í tölum. Gróðinn sem fæst ef þið lærið meira og ykkur líður betur. Kveðja Myndir á sýningu Vitið þið hvar Arnes er? Ef þið eigið heima í Árnes- sýslu, þarf náttúrlega ekki að spyrja ykkur. Árnes er félags- heimili í Gnúpverjahreppi, ná- lægt Þjórsá og það sést frá því til Heklu. Það er liður í M-hátíð á Suð- urlandi, að í Árnesi var opnuð málverkasýning um páskana á verkum eftir Jóhann Briem. Jó- hann Briem var fæddur og upp- alinn á Stóra- Núpi, sem er rétt hjá Árnesi, og hann málaði alla ævi myndir úr svéltinni sinni. Hann málaði einkum mislitar kýr og hesta og kindur og myndir af fólki, sem var stund- Tvær álfkonur Þær eiga heima á skýi og duttu niður. Og þær sáu fullt af blómum og búðu til blómafesti. um við vinnu sína, en stundum statt í ævintýrum. Börn úr skólum á Suðurlandi fengu að skoða þessa skemmtilegu málverkasýningu og gera verkefni um myndirnar. Stundum áttu þau að reyna að átta sig á því, hvernig málarinn byggði myndirnar upp, stund- um að spekúlera í því af hverju hann notaði „bamalega" liti á kýrnar og stundum áttu þau að segja sögu um myndirnar. Meðfylgjandi saga er eftir 9 ára telpu í Brautarholtsskóla. Hún heitir Vaka Rúnarsdóttir. Myndin heitir Tvær álfkonur. Skólalagið Lag: Guðmundur Jónsson. Texti: Stefán Hilmarsson. Þú ert hér fyrsta daginn þinn fyrir framan þessar dyr. Lítill, spenntur og Ijóshærður fyrstur labbar innfyrir. Pennaveski er með í för, svo og vikugamalt úr. Röltir röskur að sætinu raular lag í léttum dúr. Ýmislegt þú eiga munt í vændum hér. Allrahanda ævintýri fylgja þér, -trúðu mér. - Þú munt rata víða - vittu til. Viðlag: Loksins ertu í skólanum eftir áralanga bið. - Þar sem vináttan fæðist og þar sem vonir lifna við. Þú ert staddur í skólanum, þú ert kominn þar á blað. - Þar sem ástin er undarleg, þar sem ævin fer af stað. Plús og mínus og margföldun, síðan mögnuð sögustund. Óvænt skellur á skyndipróf, - þá er skárr'að far'í sund. Sumir liggj'yfir líffræði, eða læra hvað sem er. Aðrir arka í leikfimi svona eins og vera ber. Óli er á undan þér úr fötunum. Alltaf hrúgar Öddi niður mörkunum, -eitruðum. Ennþá sólar Garðar sig í gegn. Viðl. ... Þú manst alltaf eftir fatahenginu. Og náttúrlega mótorhjólagenginu, - leðruðu. Ennþá liggja sporin sömu leið. Og þær voru svo heppnar að komast upp aftur. Vaka Rúnarsdóttir 9 ára. Stefán Hilmarsson. Símasambandið - Eyja, þetta er Oli Helgi. Á ég að segja þér brandara? - Já, takk. Segðu mér brandara. - Það var einu sinni strákur á hjóli. Svo kom annar strákur á hjóli. Þá voru tveir strákar á hjóli. - Er þetta brandarinn? - Já. Finnst þér hann ekki fyndinn? - Jú, jú. Svona sem aula- brandari. — Viltu .heyra annan? -Já.já' f«' - Það voru einu sinni tveir apar og annar apinn sagði við hinn. „Þú ert nú meiri apinn“. - Jahá. Þessi var nú dáldið góður. - Kannt þú engan brand- ara? - Ætli ég muni nokkurn í svipinn. En ég get sagt þér sögu af lítilli tveggja ára stelpu, sem ég þekki. Hún fór í sunnu- dagaskólann með systur sinni og þegar hún köm heim söng hún hástöfum fyrir mömmu sína það sem hún hafði lært í kirkjunni. Það var svona: Daginn í dag gerði drottn- ingin guð. - Drottningin? - Já, sko litla stúlkan vissi, hvað drottning var, en hafði aldrei áður heyrt talað um drottin. Textinn átti að vera svonar Daginn í dag gerði drottinn guð. - Já, en Eyja. Kannski var þetta alveg rétt hjá hénni. - Hvernig þá? - Við vitum ekkert hver skapaði guð. Kannski var það drottning. 16 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.