Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 4
Færri fengu sæti en vildu, en þegar sætin þrýtur er gott að hvlla í fang-
inu á mömmu.
„Það verður líf í lönó“
Guðrún Helgadóttir bauð gesti velkomna og sagði að (Iðnó yrði glatt á
hjalla alla helgina og alveg fram að kosningum.
Hnyttnar sögur heyrðust meðan menn fengu sér kaffi ( bollana. Myndir:
Kristinn.
Margt um manninn
þegar Alþýðubandalag
Reykjavíkur opnaði
kosningamiðstöð sína
ílðnó
Það var glatt á hjalla, þegar
Alþýðubandalagið í Reykjavík
opnaði kosningamiðstöð sína í
Iðnó í gær.
Fjöldi fólks var á staðnum,
þegar Lúðrasveit verkalýðsins
hóf að leika fyrir gesti. Meðan
lúðramir hljómuðu gekk fólk
um, talaði við kunnuga og
verslaði happadrættismiða
sem seldir em á staðnum til
fjáröflunar.
Eftir að hafa hlýtt á lúðra-
þytinn dágóða stund bauð
Guðrún Helgadóttir fólk vel-
komið. Sagði hún það fagnað-
arefni að Alþýðubandalagið
hefði yfir að ráða svo glæsi-
legu húsi sem Iðnó væn, það
gæfi því auga leið að margt
skemmtilegt yrði haft þar fyrir
stafni ffam að kosningum.
Ekki bara í pólitíkinni, heldur
verður ýmislegt haft hér til
skemmtunar fyrir utan hana,
sagði Guðrún.
Meðan gestir nutu ljúfira
veitinga, flutti ungur leikari,
Jakob Þór Einarsson ljóð eftir
nokkur af okkar þekktustu
skálduni. Bjartmar Guðlaugs-
son lagði sitt af mörkum til
þessarar stundar og flutti fjör-
ug lög eftir sjálfan sig við mik-
inn fögnuð áheyranda.
Opnunarhátíðin tókst mjög
vel í alla staði og er greinilega
góður vísir að því sem verður
á dagskránni í Iðnó næstu
daga.
Það er óhætt að mæla með
þvi við kjósendur, jafnt unga
sem aldna að kíkja í heimsókn
til Alþýðubandalagsins og
þiggja kaffi, því eins og Svav-
ar Gestsson sagði í lokin „Það
verður líf í Iðnó, alla daga, all-
an daginn ffam að kosning-
um.“
-sþ
&
• •
/ /
, FJOLSKYLDU HATIÐ
^ IALAFOSSKVOSINNI
• Grill • Lúðrasveit • Vísnasöngur • Gísli Snorrason frambjóðandi á G-listanum ávarpar gesti
• Útileikhús: Ýmsir leikhópar koma • "Karnival": Leikarar farða krakkana • Rokkhljómsveit og fleiri tónlistaratriði • Hestar: Börnin
geta komist á hestbak • Brúðuleikhús: Sögusvuntan kemur í heimsókn með tröllastelpuna leiðindaskjóðu
Blústónleikar um kvöldið í Þrúðvangi:
K.K.-bandið og fleiri tónlistarmenn
frá klukkan 21:00
/ --------------------------------
ALÞYÐUBANDALAGIÐ