Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 18
Lausnir á skákþrautum
í skákþætti í páskablaðinu
voru birtar þrautir eftir Svein
Halldórsson, þann afkastamikla
skákdæmahöfund. Lausnimar
birtast hér:
( STÖÐUMYND 1 )
Hvítur leikur og mátar í 2.
leik.
Lausn: 1. Bd8!
1. .. Ke5 2. Bf6 mát; 1. .. Kc3
2. Bf6 mát; 1... Ke3 2. Bb6 mát.
(STÖÐUMYND 2)
Hvítur leikur og mátar í 2.
leik.
Þessi þraut hefur nokkra sér-
stöðu því höfundur leggur þá
spumingu fyrir menn hver hafi
verið síðasti leikur svarts. Við at-
hugun á dæminu kemur í ljós að
eini fræðilegi möguleikinn er .. c7
- c5 og þá er lausnin þessi:
1. bxc6 (firamhjáhlaup)
1. .. dxc6 2. Rxc6 mát; 1. .. a2
2. Dc5 mát; 1... Kxb4 2. Del mát.
Strangt til tekið yrði þetta dæmi
ekki tekið gilt í samkeppnum en
þess má þó geta að lengi vel hafa
skákdæmahöfundar fengist við að
búa til þrautir með slíkum hug-
myndum.
(STÖÐUMYND 3)
Sveinn Halldórsson var sennileg-
asti afkastamesti skákdæmahöf-
undur sem íslendingar hafa eign-
ast.
Lausn:
1. Re3!
1. .. Kxe3 2. Hdl og 3. Rg4
mát; 1. .. Kxe5 2. Rf5+ og 3. Hc5
mát; 1. .. fxe3 2. Ke6 og 3. Hc4
mát; 1. .. g6 2. R3g4 og 3. Hc4
mát; annað 2. Rf5+ og 3. Hc5 mát.
(STÖÐUMYND 7)
mát; 1. .. Ke4 2. De7 mát Kd3
(eða 2. .. Kf4 3. g3 mát) 3. De2
mát; 1... }fff4 2. De7 og 3. g3 mát.
Helgi
CHafeson
Hvítur leikur og mátar í 3. leik
Lausn:
1. De8!
1. .. h3 2. Bf3+ KxO 3. Dh5
mát; 1. .. Rg6 2. Dxg6+ Kh3 3.
Dg2 mát.
Hvítur leikur og mátar í 3. leik
(STÖÐUMYND 6)
Hvítur leikur og mátar í 3. leik
Lausn:
1. Rb3!
1. .. Kd6 2. Dd8+ Kc6 3. BO
mát; 1. .. Kd5 2. Dd8 mát Kc4
(eða 2. .. Ke5 3. Dd4 mát) 3. Be6
Hvítur leikur og mátar í 3. leik
Lausn: 1. De8!
1. .. Dxe8 2. 2. Í7+ De5 3.
Bxe5 mát; 1... Dxg8 2. Dh5+ Dh7
3. n mát; 1. .. Dg6 2. Dxg6 og 3.
f7 mát; 1. .. Dh7 2. Bf7+ Dg8 3.
Dxg8 mát.; 1... D annað 2. f7+ og
mátar; f... R e-h 2. Dxf7 og mát á
g7 eða h7.
Hvítur leikur og mátar í 2. leik
Lausn: 1. Dhl!
1... Kd4 2. Daf mát; 1... B e-
h 2. Dh8 mát; f... Rd4 2. Dh2 mát
1... Rannað2. Dal mát; 1... e3 2.
Dd5 mát.
(STÓÐUMYND 5)
Hvítur leikur og mátar í 3.
leik.
Lausn: 1. d3!
1... Kg4 2. Kxh7 Kxh5 (eða 2.
. Kf5 3. Bh3 mát) 3. BO mát; 1...
Ke6 2. Bc6 g2 (eða 2. .. Kf5 3.
Bd7 mát) 3. Re7 mát.
(STÖÐUMYND
Kostas Paskalis I hlutverki Rlg-
ólettós og Sigrún Hjálmtýsdóttir
sem Gilda.
Rígólettó
kveður
íslenska óperan sýnir nú Ríg-
ólettó eftir Verdi í síðasta sinn
annað kvöld. Með hlutverk Rig-
ólettós fer Grikkinn Kostas Pask-
alis, einn þekktasti túlkandi hlut-
verksins. Sigrún Hjálmtýsdóttir í
hlutverki Gildu hefur fengið ein-
róma lof gagmýnenda.
4% Egils-
staöabúa
í Fiðlaranum
Leikfélag Fljótsdalshéraðs
hefur undanfarið sýnt „Fiðlar-
ann á þakinu“ í leiktjórn Okt-
avíu Stefánsdóttur og eru sýn-
ingar í féiagsheimilinu við Hótel
Valaskjálf fóstudagskvöld kl. 20
og sunnudag kl. 15.
Verkefnið er flutt í tilefhi 25
ára afmælis Leikfélagsins og segir
það sína sögu um umfang sýning-
arinnar að um 4% íbúa á Egils-
stöðum taka þátt í henni, eða um
60 manns.
__________MINNING_______
Hafsteinn Sæmundsson
Á skírdag, fimmtudaginn 28.
mars s.l., lést á heimili sínu Haf-
steinn Sæmundsson, um aldur
fram, nýorðinn 62 ára. Andlát
hans bar brátt að og óvænt, þar
sem talið var að hinn illvígi sjúk-
dómur, sem hrjáði hann, væri að
hopa, að minnsta kosti um stund.
En dag skal að kveldi lofa og
aldrei er neinn viðbúinn dauðan-
um, þegar hann ber að dyrum. Það
er þó huggun harmi gegn í þetta
sinn, að Hafsteinn fékk að njóta
hinsta kvöldsins á heimili sínu i
páskaleyfi frá spítalanum, við
betri heilsu en lengi undanfarið.
Hafsteinn var af vestfirsku
bergi brotinn, fæddur á ísafirði
þann 5. mars 1929, sonur hjón-
anna Ríkeyjar Eiríksdóttur, sem
fædd var á Gullhúsá á Snæfjalla-
strönd, og Sæmundar Guðmunds-
sonar frá Byrgisvík á Ströndum.
Að ytra útliti var hann í með-
allagi hár, frísklegur, kvikur, lag-
legur með mikið og fallegt
ljósskollitað hár og samsvar-
aði sér vel á yngri árum, enda vel
vélfræðingur
F 5. mars 1929 - D. 28. mars 1991
íþróttum búinn og stundaði þá
skíðaíþróttina af kappi.
Hann var léttur í lund og vel
skapi farinn og jafnan var stutt í
hláturinn, þar sem hann var í hópi.
Skemmtilegur og úrræðagóður
ferðafélagi með afbrigðum. Hann
var svipfallegur og átti fallegt
bros og jafnan skein mildi úr
þægilegri framkomu hans við alla
jafnt.
Hafsteinn var sjötti í röð níu
systkina sinna, en á undan honum
eru gengin þau; Gerða, Ingimund-
ur, Steinþór, Kristín og Ester, en
eftir lifa systumar þrjár Elín,
Guðríður og Dóra. Svo óvæginn
hefur maðurinn með ljáinn verið
við þennan fyrrum glaða systk-
inahóp að undrum sætir. Hin síð-
ustu misseri hafa þau verið kölluð
burt eitt af öðru. Við stöndum
hljóð og agndofa, sem eftir erum,
og biðjum fyrir þeim, sem farin
eru, í hljóðri bæn.
Hafsteinn hóf nám í Vél-
smiðjunni Héðni og lauk þaðan
vélvirkjanámi. Lokaprófi frá Iðn-
skólanum í Reykjavík lauk hann
vorið 1951 og settist þá í Vélskóla
íslands og tók þaðan lokapróf
1955. Að skólagöngu lokinni
tóku við hin glöðu og áhyggju-
lausu ár, þegar vorið varaði allt
árið og hægt var að brosa að öllu
sem fyrir kom. Hann réðst til
Eimskipafélags íslands og sigldi
sem vélstjóri á skipum félagsins
um nokkurt skeið. Siglingar féllu
honum vel, enda var hann fær í
sínu starfi, vinsæll og vel liðinn
meðal skipsfélaga sinna. Hann
naut þess að sigla um höfin, skoða
ókunn lönd og kynnast íbúum
þeirra og háttum, enda fór svo, að
á vegi hans varð ung og bráðfal-
leg Englandsmær. Þau felldu hugi
saman.
Hún er ættuð frá Yorkshire og
heitir Rita Doris, fædd Evering-
ham, 2. september 1937. Ástin
var hrein og fölskvalaus frá fyrsta
degi til hins síðasta. Þau giftu sig
28. desember 1957.
Þegar fjölskyldan fór að
stækka hætti Hafsteinn siglingum
og hóf störf í landi, til þess að geta
helgað sig sínu nýja hlutverki
heimilisföðurins. Þeim varð fjög-
urra bama auðið; elst er Sonja
Rán,' fædd 15. desember 1958, í
sambúð með Þóri Þrastarsyni,
næstelst er Linda Brá, fædd 28.
september 1960, kennari, gift Ægi
Jens Guðmundssyni og eiga þau
soninn Bergstein Dag, þá Hafdís,
fædd 23. febrúar 1966, dáin 16.
febrúar 1991, og loks einkasonur-
inn Hafsteinn Gunnar, fæddur 11.
febrúar 1972, menntaskólanemi.
Þau hjónin urðu fyrir þeirri
óbærilegu sorg fyrir aðeins fimm
vikum að missa yngstu dóttur sína
Hafdísi á voveiflegan hátt. Geta
má nærri hve mjög þetta áfall
fékk á Hafstein sjúkan, sem að
auki mátti sjá á bak elstu systur
sinni Gerðu, um miðjan janúar
síðast liðinn, en með þeim var
mjög kært. Það er ekki alltaf auð-
velt að skilja eða sjá tilganginn í
tilbrigðum lífsins, þegar aftur og
aftur er höggvið vægðarlaust í
sama knérunn.
Ég ætla að enda þessi fátæk-
legu kveðjuorð mín til míns kæra
mágs með því að þakka honum
samfylgdina, leiðsögnina og vin-
áttuna ffá fyrstu tíð. Við hjónin og
bömin okkar sendum fjölskyldu
hans allri innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum góðan Guð að
styrkja Ritu í hennar miklu raun-
um.
Guð blessi minningu hans.
Ágúst Karisson
18 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. apríl 1991
et AGI3 — GAJflHADJBH ITYH I eer Inqs .Sr iiiOBöuíeo-1