Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 12
Tónímynd íslands Dr. Carl-Gunnar Áhlén, tónlistargagnrýnandi við Svenska Dagbladet, skrifar um Jón Leifs og frumflutninginn á Baldri í Háskólabíói 34. mars sl. Það var stríðsárið 1943. ís- lenska tónskáldið Jón Leifs situr innilokað í leiguíbúð í Rehbrucke í úthverfi Potsdam ásamt með konu sinni af gyðingaættum og tveim dætrum á unglingsaldri. Nasistar höfðu myrt tengdamóður hans. Frá sjónarhóli Þjóðveija, en einnig frá sjónarhóli Jóns, var Is- land í óvinahöndum, því þar höfðu öfundsjúkir og ófor- skammaðir skólabræður hans lokað fyrir honum öllum dyrum. Það var illt í efni. Peninga- leysi, atvinnuleysi og nótnaforlag hans og lager þess af óseldum nótum eyðilagt í sprengjuárás. Og mannorð hans óbætt frá tónleik- unum tveim árum áður, þegar orgelkonsert hans var fluttur í Berlín. A meðan hann stjómaði hljómsveitinni höfðu áhorfendur yfirgefið salinn þegjandi og hljóðalaust, og þegar hann sneri sér við til að taka á móti lófa- klappinu blasti við honum nær auður salur. Eina akkeri Jóns í tilverunni var íslenska vegabréfið. En rammari var þó sú taug sem fólst í fullvissu hans um hlutverk sitt í veröldinni: að skapa íslensku þjóðinni tónlistarímynd. *** Hlutlægt séð var verkefnið óframkvæmanlegt. Hvemig átti einn einstaklingur að vera þess megnugur að uppgötva tónmál sem túlkað gat norræna náltúru og lífsbaráttu og sagnaheim nor- rænnar menningar í tónum, þegar ísland hafði ekki cinu sinni efni á að starfrækja eigin sinfóníu- hljómsveit? Hvemig átti þessi örsnauða þjóð, sem í aldir hafði mátt lifa á mcnningarlcgum ölmusum ný- lenduveldisins, að geta tjáð sér- stöðu sína, þcgar eina aðgcngi- lega tónmálið miðlaði eingöngu gildismati hinnar mcnningarlegu heimsvaldastcfnu? Það þurfti ekki ncma þrjár ásláttarnótur í ómerkilcgum þrí- hljómi til þess að vera minntur á tónlistarlcgt ósjálfstæði íslands: (ómt innflutt góss, allt frá píanó- inu til hinnar hefðbundnu hrynj- andi. Eina hljóðfærið sem fálækri bændastétl þessa lands slóð til boða var mannsröddin. Arfurinn frá skáldlist víkingaaldar lil'ði í rímnasöngnum með sinni l'ast- bundnu hrynjandi og stööugum skiptum á milli tví-, þrí- og fjór- takts. Og pólifóníski söngurinn sem Dönum lannst svo einhæfur og villimannslegur - tvísöngur- inn - þar sem llmmund skilur á milli tveggja radda sem fylgja hvor annarri nákvæmlega, hann var cins og forn cndurómur af orgelstíl miöaldanna. Strax á unga aldri hafði Jón Leifs brotiö hel'ö mið-evrópskrar tónlistarhcfðar með róttækum hætti, en þaö var ekki lýrr cn hann hafði kynnt sér liana til hlítar við hina þckktu tónlistarakademíu í Leip/.ig. Þá var hann 22 ára gam- all. *** Arið 1943 var liann helmingi cldri. Og aldurinn gaf honum til- cfni til þess að horf’a til baka á mikil vonbrigöi og láa sigra. Einn slíkur var tilkoma íslcnskra stuðningssamtaka (1932). sem kostuöu útgál'u verka hans. Annar var útncfningin sem fulltrúi Is- lands í Alþjóölegt samstarfsráö tónskálda (1934). Richard Strauss var forseti ráðsins, Kurt Atterberg aðalritari þess. Eitt markmið þess var að grafa undan ISCM - hinum al- þjóðlega keppinaut, sem talinn var fúlltrúi „úrkýnjaðrar" tónlist- ar. Annað markmið var að lög- binda fjárhagslega einkahags- muni forseta ráðsins undir yfir- skini almannaheilla, þannig að hann myndi fá hámarksgreiðslur í öllum aðildarríkjunum. Það var ráðuneyti Göbbels sem kostaði rekstur ráðsins. Svo virðist sem Jón Leifs hafi hafnað í þessum grunsamlega fé- lagsskap - svo vægt sé til orða tekið - af hreinni tilviljun. Sem fulltrúi í ráðinu gat hann sefað stuðningsmannahóp sinn á ís- landi um leið og allt samneyti með nasistum varð til þess að sverta pólitíska virð- ingu hans. Hins vegar taka sögulegar frum- heimildir af allan grun um samúð með nasist- um. Hvemig átti út- lendingur með gyð- ingafjölskyldu að öðl- ast frama í Þriðja rík- inu? Seinna átti þekk- ing Jóns í höfundarrétti eftir að verða löndum hans að miklu gagni. *** A meðan fasistar tóku heim norrænna goðsagna í sína þjón- ustu uxu áhyggjur Jóns Leifs af þeirri hættu sem það kynni að hafa í för með sér fyrir nor- ræna menningu. Tón- smíðar hans tóku brátt á sig hlutverk björgunar- áætlunar undan hætt- unni frá Wagner og nas- istunum. Hann gcrði áform um mótvægi, sem álti að fclast í þriggja hluta vcrki, sem íýlla átti (jóra óratóríu- konscrta, og lýsa áttu sköpun heimsins, tor- tímingu og endurlausn. Þegar hann hafði lokið við Eddu I op. 20 (1939) var næsta stór- verk hin klukkustund- arlanga Sögusinfónía op 26 (1942) áður cn hann hóf að vinna að tóndramanu Baldr op. 34 á þessum tímamót- um 1943. Lars Lönnrot benti á það í bókmenntasögu- legum inngangi að verkinu viö frumllutn- ing þess (Svenska Dag- bladet 18. mars s.l.) að mörg skáld og listmál- arar heföu laðast að þessu við- fangsefni. I tilfelli Jóns Leifs er hugsanlegt að hugmyndin hafl komið l'rá norska tónskáldinu Geirr Tveitt, sem var eini sálufé- lagi Jöns sem fomnorrænusinni á meöal tónskálda. Ballett hans, Draumar Baldurs. er nú einungis varðveittur í gallaðri upptöku frá frumflutningnum í Oslo 1938, því handritið eyðlagðist í loftárásun- um á London. Þaö cr eins og nótnahandritið að þessu tveggja þátta verki, Baldri, meö samanlagt 2.431 takti, hall verið skrifað i einni andrá. Svo samtvinnuö eru atriðin þrettán. Hver getur látið sér renna í gmn þá dramatisku atburöi sem fýlgdu tilurð verksins: björgun fjölskyldunnar til Svíþjóðar í febrúar 1944, þær auðmýkingar sem tónskáldið mátti ganga í gegnum þegar hann reyndi að kynna áform sín fyrir áhugalaus- um stoíhunum, upplausn fjöl- skyldunnar og heimkoma hans í júlí 1945, þar sem hann á örfáum vikum stofnaði Tónskáldafélag íslands og síðan höfúndarréttar- samtökin STEF 1948. Aðeins eitt bendir til áhrifa ytri atburða á tónverkið: Heklu- gosið 29. mars 1947, sem innblés honum hugmyndina að fýrri af tveim tónlýsingum á þessum at- burði. *** Þótt Baldr hafi undirtitilinn tóndrama, þá er hér ekki um neina ópem að ræða, heldur táknsögu- legan látbragðslcik með einstaka innskoti kórs og cinsöngvara. Og þótt tónskáldið hafi ausið úr brunni lörnbókmenntanna, þá er hér ekki um neina frjálsa endur- gerð í anda Wagners að ræða, heldur eru teknar nákvæmar til- visanir í Eddu. þar sem tenórrödd Oðins mælir. Eins og kynnir í gestaboöi kallar faöir guðanna nöl'n allra þeirra persónugerv- inga. sem kallaöir eru til að svcrja viö hamar Þórs að þeir muni vernda Baldur hinn góöa gegn allri illsku: eitri, sjúkdómum. málmum. grjóti. dýrum og tré. Einungis mistilteininum ersleppt, þar sem hann er talinn of ungur. Þar með varð þessi saklausi mnni að verkfæri illskunnar. Það er ekki hægt að ásaka norrænu goðaffæðina fýrir skort á skiln- ingi á þýðingu meðhlauparans fýrir ofbeldið í heiminum. I þriðju senu seinni þáttarins er því lýst hvemig menn skemmta sér við það að kasta vopnum að hinum ósæranlega Baldri. Örv- um, spjótum og kyndlum rignir yfír hann í eins konar keppni sem vísar til ólympíuleikanna. Að minnsta kosti var það von Jóns Leifs að fá verk sitt flutt við ól- ympíuleikana í Lundúnum 1948. Þess vegna em allar sviðsleið- beiningar í handriti ritaðar á ensku. Ólympíunefndin hafði efht til samkeppni um tónverk með Amold Bax sem dómnefndarfor- brcgðast við tónverki sem krafð- ist fjórtán slagverksmanna og tveggja lúðurþeytara auk full- skipaðrar sinfóníuhljómsveitar? Tilfinninganæmi Jóns Leifs kcnndi honum að mörg hefð- bundin hljóðfæri hefðu óheppi- lega tilvísun í suðurcvrópska hljómhefð. á meðan hann leitaðist við að ná þessu óheflaða, hryss- ingslega og bítandi scm hann fann í norrænni hcfð. I þessum til- gangi notaði hann grjótskmðn- inga, stórar trékylfur, jámgjöll og griðamiikla hrossabrcsti - stíl- brögð sem þurfti llciri kynslóðir til aö taka i sátt. Seinna reyndí Jón Leifs að vekja áhuga sænska dansahöf- undarins Birgitt Cullberg fýrir verkinu, en án árangurs, því hvaða dansahöfundur lætur segja sér nákvæmlega fýrir verkum um hvað tónskáldið ætlast fýrir í hveijum takti? Því var það rétt mat að leggja sviðsetninguna til hliðar - hún krefst bæði hugarflugs og fjár- mögnunar eins og flnna má hjá mönnum á borð við Stephen Spi- elberg - en leggja þess í stað áherslu á að koma tónlistinni á framfæri. Frumflutningurinn í Háskóla- bíói 24. mars er almennt talinn stór áfangi í menningarsögu Is- lands... Auk fagnaðarins yfir að hafa uppgötvað þjóðskáld tón- anna 23 árum eftir lát Jóns Leifs bætist við stoltið yfir að hafa yfir- stigið þá gífúrlegu tæknilegu örð- ugleika, sem flutningurinn felur í sér og ... „losa sig við stimpil skammarinnar“, eins og Jón As- geirsson benti á í Morgunblaðinu. Maðurinn á bak við þetta af- rek er Paul Zukofsky, bandarískur stjómandi og flðluleikari. Á tólf árum hefur þessi vopnabróðir Jóns Leifs skapað með eigin höndum valkost við Sinfóníu- hljómsveit Islands: 92 ungir tón- listarmenn, nær allir Islendingar, sem fordómalaust hafa einsett sér að ráða í hina flóknu taktasam- stæðu nótnahandritsins og hinar ströngu nákvæmniskröfur þess. Trúlega hafa þessi böm rokk- tónlistarinnar opnari huga gagn- vart hrynjandi tónlistar Jóns Leifs, þessari groddalegu fegurð og æði, sem talar beinl til samtím- ans þótt hún eigi sér ekki hlið- stæðu í tónlistarsögu heimsins. Voldugustu hljómgjafamir eru ekki nýttir nema þegar þeirra er þörf. Jón hefur ímyndað sé Loka, fulltrúa illskunnar, sem eins konar Mefistó: uppstrokinn og hryssingslegan en óútreiknan- iegan. Reiði hans veldur náttúm- hamfömm. Þegar hin fagra Nanna verður brúður Baldurs fær afbrýðisemi hans útrás í hræði- legum fellibyl og þegar guðimir elta hann eflir launmorðið á Baldri felur hann sig í öskuregn- inu frá Heklu. Grátur Nönnu yftr líki Baldurs er ólýsanlega hjart- næmur: hástemmd laglína í næst- um óleikanlegri þriðju áttund enska homsins Verkið hefst og því lýkur við sólampprás. Upphafssenan mótar með snilldarlega einföldum með- ulum óbrotgjama mynd af hinni fullkomnu illsku: grár og huglaus er heimur „undirmennanna“ fyrir komu Baldurs. Tónskáldið hafði kynnst þeim í návígi, auðþekkta af því að þeir töldu sig vera „yftr- menni“. Lokamyndin sýnir hina trygg- lyndu Sigyn sitja við hlið maka síns í fjötmm þar sem hún heldur skálinni undir eitrinu sem naðran lætur drjúpa yfir brjósti Loka. Veikir C-dúr hljómar undirstrika loforð kórsins um endurkomu Baldurs. Jón Leifs vissi betur en flestir aðrir hvílíkur kraftur getur búið í voninni. Carl-Gunnar Áhlén er doktor í tónlistarfræðum og tónlistargagnrýnandi við Svenska Dagbladet. Greinin birtist á forsíöu menningarút- gáfu SVD 3. apríl sl. og er hér birt með leyfl höfundar. mann. En hvemig átti dómnefnd að Jón Leifs tónskáld. 12 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12 apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.