Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 4
I ■ A j Krtuuv, Verslunarmannahelgin Skrölt um landið og legið í tjaldi Löng helgi framundan og allir sem svo iukkulegir eru að eiga eitthvað á fjórum dekkjum hafa frelsi til að þeysa um landið eða slá niður tjaldi á einhverri af þeim fjölmörgu útihátíðum sem í boði eru. Unglingar og þeir sem engan eiga bílinn geta að sjálf- sögðu tekið rútu, en frá BSÍ aka langferðabílar hvert sem förinni er heitið. í Vestmannaeyjum og Húna- veri verður eflaust mikið fjör, og þá ekki síður á bindindismótinu í Galtalæk og fjölskylduhátíðunum í Vík og Atlavík. Fyrir þá andlega sinnuðu er Snæfellsássmótið að Hellnum undir jökli upplagður kostur, og svo eru að sjálfsögðu tjaldstæðin víða um land opin þeim sem ekki kæra sig um of mikið fjölmenni. Náttúruvemdar- ráð og Hótel Búðir vilja þó minna ferðalanga á að ekki er mikið pláss Veður: Ágætt fyrst, síðan væta Spáð er ágætisveðri á föstudag og laugardag víðast hvar um landið en á sunnudag og mánudag er búist við nokkurri vætu. Blaðið hafði samband við Magnús Jónsson, veðurfræðing og sagði hann að í byrjun helgarinnar yrði veðrið svipað og verið hefur undanfama daga. „Núna er víðast hvar þurrt og léttskýjað um allt norðanvert landið, líka víðast á Austurlandi, og upp í 24 stiga hiti.“ Magnús sagði að það yrði sem sagt ágætisveður til að byrja með en á sunnudag og mánudag yrðu hinsvegar skúrir, sérstaklega á Suður- og Austur- landi. „Við veljum ekki neinn ákveðin stað eða landshluta öðrum fremur,“ sagði Magnús. „Það verður enginn staður öruggur hvort heldur með þurrk eða mikinn hita. Hinsvegar má segja að það séu meiri líkur á heitara veðri og þá einnig síðdegisskúrum eftir því sem lengra kemur inn í landið, t.d. austur á héraði eða upp í Þjórsárdal.“ á friðlandinu að Búðum og snyrti- aðstaða takmörkuð. í Skaftafelli vilja menn einnig minna á að þjóð- garðurinn er fyrst og ffemst fyrir þá sem vilja njóta náttúmnnar án drykkjuóláta. Fyrir þá sem heima sitja í borginni og nágrenni hennar má benda á að skottúr er i Hauka- dal og þar ætlar Náttúruvemdarráð að freista þess að fá Geysi gamla til að gjósa á morgun kl. 15. Ferða- félögin Útivist og Ferðafélag Is- lands verða með spennandi og fræðandi ferðir um helgina, bæði dagsferðir og lengri reisur. „Horfúmar em nokkuð góðar hjá okkur og fólk er farið að streyma inn í dalinn," sagði Birgir Guðjónsson, formaður Þjóðhátíð- amefndar í Vestmannaeyjum. „Margir komu hingað strax í gær, fimmtudag, og við sjáum ekki ffam á annað en að fjöldinn á há- tíðinni í ár verði svipaður og á síð- ustu ámm, þ.e. á milli 6-10.000 manns.“ Mikið hefúr verið um bókanir hjá Flugleiðum og Herjólfi, en nú í fyrsta skiptið er boðið upp á sér- stakar pakkaferðir til og frá Vest- mannaeyjum þar sem gjaldið inn á staðinn, sem er kr. 6.500, er inni- falið. Flugpakkinn, sé flogið ffá Reykjavík, kostar 10.500. Pakkinn fram og til baka með Herjólfi er á 9.800 kr. Þess má geta að Heijólfs- dalur hefur verið skreyttur með um 900 Ijósapemm og er víst óhætt að segja að mikið verði um ljósadýrðir í þessum fallega dal. Ása Benediktsdóttir hefur ver- ið i mótsstjóm fyrir bindindismót- ið i Galtalæk í 15 ár. Hún segir að mótið í ár verði með glæsilegu sniði eins og alltaf. „Salan hefúr verið mjög góð og fólk var þegar íoltane* farið að streyma inn á svæðið á fimmtudeginum og tjalda.“ Ása sagði að mótin i Galtalæk fengju litla umfjöllun í fjölmiðlum vegna þess að þetta væm mót þar sem brennivin væri alveg bannað. „Við tökum mjög strangt á vínbanninu og hikum ekki við að hella víni niður. Það er helst fúllorðna fólkið sem við emm í vandræðum með, því það á til að koma með vín inn á svæðið. Ása sagði að helst væm það unglingar á aldrinum 13-18 ára sem kæmu á mótin og svo gift fólk með bömin sín. „Þetta em mót þar sem fólk skemmtir sér án áfengis og mótin verða þar af leiðandi mikið skemmtilegri.“ Miðaverð í Galtalæk er kr. 5.000 fyrir fúllorðna, kr. 4.500 fyr- ir unglinga 13-15 ára, og svo er frítt fyrir böm yngri en 13 ára. Bú- ist er við um 6.000 manns á Rokk- hátíðina í Húnaveri, en þar em miðar seldir við innganginn. Miðaverðið er 5.900 og svo er boðið upp á tilboðsverð á ferðum, sem er ffá Reykjavík kr. 3.600. „Okkur líst mjög vel á þetta allt saman og hér verður mikið fjör,“ sagði Ingi Hans Jónsson, ffam- kvæmdastjóri mótsins. „Hér verð- ur aðallega fólk á aldrinum 16-30 ára. Þó er alltaf eitthvað af eldra fólki innan um.“ Ingi sagði að mikill hugur væri í mönnum og allir ættu að geta skemmt sér vel í Húiúiaveri. í Vík í Mýrdal hafa verið haldnar fjölskylduhátíðir undan- farin ár sem hafa tekist mjög vel. Hátíðin í ár verður með svipuðu sniði eins og undanfarin ár og verður margt boðið upp á til skemmtunar. Það verður ekki selt inn á svæðið og fólk þarf aðeins að borga fyrir tjaldstæðið, sem er 1.000 kr. fyrir nóttina. „Við bú- umst við svipuðum fjölda og í fyrra eða svona um 2-3.000 manns," sagði Magnús Kristjáns- son í Björgunarsveit Víkveija. „Þetta hefúr verið mikill undirbún- ingur og okkur líst bara ágætleg á þetta þetta allt saman.“ BE -KMH Ökumenn aki varlega Félag íslenskra bifreiðaeig- enda vill koma orðsendingu á framfæri vegna mestu umferð- arhelgar ársins sem nú er geng- in í garð. Hér verður drepið á nokkur mikilvæg atriði sem geta komið ökumönnum að gagni, komið í veg fyrir óhöpp, alvarleg slys og jafnvel bjargað mannslífum. Gætið þess að öryggisbúnað- urbílsins sé í lagi: a) stýrisbúnað- ur, b) hemlar, c) hjólbarðar, d) ljósabúnaður, e) öryggisbelti o.fl. Takið ætíð mið af umferð og aðstæðum. Akið ekki fram úr langri bíla- lest. í bílalest ber að hafa nægilegt stöðvunarbil á milli bíla. Hámarkshraða þarf að meta. Aðeins þar sem vegur er með tví- breiðu bundnu slitlagi og vel merktur, getur 90 km aksturshraði á klst. talist öruggur ferðahraði. Á malarvegum getur meiri há- markshraði en 60 km á klst. yfir- leitt ekki talist öruggur. Á malarvegum geta leynst margar hættur, t.d. laus möl, holur og stórir steinar. Upplýsingar um færö og umferð Umferðarráð og lögregla um allt land starfrækja upplýsingamiðstöð á skrifstofú Umferðarráðs um versl- unarmannahelgina. Þar verður safn- að saman margvíslegum upplýsing- um um umferðina, ástand vega og fleira sem almenningur kann að hafa gagn af að vita. Því verður síð- an komið á framfæri við almenning með hjálp fjölmiðla. Upplýsingamiðstöðin verður opin föstudaginn 2. ágúst kl. 9-22, laugardaginn 3. ágúst kl. 10-19 og mánudaginn 4. ágúst kl. 12-19. Búast má við mikilli umferð um helgina. Eru ökumenn hvattir til að sýna varúð og tillitssemi. Jafn ferðahraði skiptir miklu máli þegar umferð er mikil. Þeir sem aka og hratt og hinir sem aka og hægt geta þannig skapað óþarfa og óæskilega hættu. Á uud- anfomuf'i árum hefur mikill fjöldi fólks verið tekin fyrir meinta ölvun við akstur og vill Umferðairáð leggja áherslu á, að akstur og áfengi eiga ekki samleið Símanúmerið í upplýsingamið- stöðinni er 91- 27666. Umferðarráð óskar öllu ferða- fólki slysalausrar og þar af leiðandi ánægjulegrar helgar. -KMH RAFRUN H.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta Allt efni til raflagna Sími 641012 GLÓFAXI HF. ÁRMÚLA 42 108 REYKJAVlK SÍMI: 3 42 36 Varahlutir í hemla Hemlaviðgerðir r-^ Hjólastillingar =. 3 Vélastillingar Ljósastillingar Almennar viðgerðir Borðinn hf SMIÐJUVEGI 24 SÍMI 72540 VtSA* M/ Orkumælar frá KAMHTRtrP b&VrmO AJH UR MF. Irtnflutnlngur — Tpcknlþjónuita Rennslismælar fri HYDROMETBR §> H Sími652633 Þjóðviljinn Smáauglýsingar Þjóðviljans Opið mánudag til föstudags kl. 9.00 til 17.00 Símar 681310 og 681331 4.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. Júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.