Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 7
„Stórserbneskt“ ríki á döfinni Serbneskir skæruliðar hafa með aðstoð sambandshersins hertekið hluta af Króatíu. Sennilegt að stefnt sé að innlimun Bosníu og Svartfjallalands í Serbíu. Slovoflla OL|i>Njí Bosnla Ivartljallata asíii .. . b áðvi.n'io ■ nh<- \I)kl \if \l° Héruð í Króatlu byggð Serbum eru á dreif innan um svæði byggð Króöt- um. Svo er að sjá að í Júgóslavíu sé ekki lengur barist um það hvort þetta sambandsríki sex lýðvelda og tveggja sjálfstjómarhéraða verði áfram til eða ekki, heldur hvemig landinu verði skipt milli lýðveldanna. Þegjandi samkomulag virðist komið á með deiluaðilum um að Slóvenía haldi sjálfstæði sínu. Sambandsher Júgóslavíu er á leið þaðan. Hinsvegar eru skæruliðar serbneska þjóðemisminnihlutans í Króatíu, sem telur um 600.000 manns af 4,5 miljónum íbúa lýð- veldisins, langt komnir með að leggja undir sig serbnesku hémð- in þar með aðstoð sambandshers- ins, sem að mestu er undir stjóm serbneskra hershöfðingja. Eining gefin upp á bátinn Margra mál er að forusta Serbíu, herfomstan og skæmlið- amir séu nokkumveginn á einu máli um að leggja undir Serbíu hémð þau króatísk sem byggð em Serbum, En þar sem hémð þessi em ekki samliggjandi, heldur á dreif innan um byggðir Króata, fer ekki hjá því að fyrirhugað sé að leggja jafnframt undir Serbíu stór svæði að mestu eða öllu byggð Króötum. Einingu Júgóslavíu virðast margir fomstumanna Serba hafa gefið upp á bátinn, engu síður en Króatar og Slóvenar. Líklegt er að fyrirhugað sé að serbnesku ríki framtíðarinnar heyri einnig til Bo- snía, Svartfjallaland og hluti af Makedóníu. Hershöfðingjamir hlýða for- sætisráði og ríkisstjóm sam- bandslýðveldisins því aðeins að þeim sjálfum sýnist svo. Þessar æðstu stofnanir sambandslýð- veldisins skipta orðið sáralitlu máli, þar eð meðlimir forsætis- ráðs og ráðherrar em ósammála, hneigjast til þess að taka afstöðu í deilunni efiir því frá hvaða Iýð- veldum þeir em. Skæruliöar í sókn meö aðstoð sambandshers Stríð Króata og Serba hefúr orðið með nokkuð öðm móti en sjálfstæðisstríð Slóvena, sem stóð í tíu daga. í Slóveníu er fátt manna af öðm þjóðemi en slóv- ensku og þar em landsmenn nokkuð svo einhuga í sjálfstæðis- málinu. Þeir börðust af hörku og af þeim 60-70 mönnum, sem féllu Ante Pavelic, oddviti króatlsku ústasjastjórnarinnar(t.h) og Joachim von Ribbentrop, utanríkisráðherra í þýsku nasistastjórninni (I Salzburg 1941) - við hryðjuverkin gaf hvorugur hinum eftir. Frá umheiminum fá Króatar minni samúð en Slóvenar. Banda- ríkin og Evrópubandalagið em hikandi við að blanda sér í deilu- mál Króata og Serba, vegna þess að þau em stórum erfiðari úr- lausnar en deilur sambandsstjóm- ar og Slóveníu. Bush Bandaríkja- forseti hefur í þessu sambandi gripið til einangrunarstefhunnar gömlu og stjóm hans látið í Ijós að hún líti á þetta sem mál Evr- ópumanna sem öðmm komi lítið við. Og Evrópubandalagið er hik- andi og klofið gagnvart deilum þessum. Þjóðverjar og ítalir hafa samúð með Króötum, minni þó en með Slóvenum, en Frakkar og Spánverjar draga úr því að nokk- uð verði gert af bandalagsins hálfu til að taka upp hanskann fyr- ir Króata. Þeir hafa þá í huga það fordæmi, sem það gæti skapað fyrir þjóðemisminnihluta Frakk- lands og Spánar, Korsíkumenn, Baska og aðra. Særðir króatlskir þjóðvarðarliðar - vopnafáir gegn harðskeyttum skæruliðum og stórskotaliði sambandshers. í því stríði (samkvæmt nýlegum tölum) vom flestir liðsmenn sam- bandshersins, sem þar gekk fram af litlum áhuga og djarfleik. Aberandi samúð með Slóvenum í grannríkjum, Þýskalandi, Austur- ríki og Ítalíu, átti og nokkum þátt í að ráðamönnum í Serbiu og sambandsher leist ekki á að halda því til streitu að ganga I berhögg við Slóvena. Á annan veg hefúr það gengið til í Króatíu. Þjóðvarðarlið hennar er illa vopnað og þjálfað og heíúr sífellt farið halloka fyrir serb- nesku skæruliðunum, sem beijast af hörku og em betur vopnaðir og þjálfaðir en andstæðingamir. Þar að auki fer ekki milli mála að hin- ar og þessar einingar sambands- hersins, sem hefur um 70.000 manns í Króatíu, hjálpa upp á skæmliðana, annaðhvort sam- kvæmt skipunum hershöfðingj- anna eða þegjandi samþykki þeirra. Þá aðstoð veita einkum stórskotalið og flugher, sem þjóð- varðarlið Króata hefur fátt vamar- vopna gegn. Auk þess er sennilegt að eitthvað af vopnum serbnesku skæmliðanna, sem oft em kallað- ir sétníkar, sé frá sambandshem- um komið. S.l. rúman mánuð hafa eitt- hvað á annað hundrað manns fall- ið í Króatíu, e.t.v. fleiri. Það mannfall hefur mestallt orðið Króata megin, samkvæmt fregn- um frá ýmsum fréttamiðlum. Fyrir löngu benti flest til þess að serbneski þjóðemisminnihlut- inn í Króatíu myndi ekki sætta sig við yfirráð sjálfstæðrar stjómar þess lýðveldis. Aldagamall rígur á milli Króata og Serba liggur þar að baki, en einnig og sennilega fremur endurminningar um at- burði, sem eldra fólk upplifði. Króatía var á ámm heimsstyijald- arinnar síðari leppríki þýsku nas- istastjómarinnar og þáverandi Króatíustjóm gaf , þáverandi Þýskalandsstjóm ekki eftir í ódæðisverkum (að tiltölu við fólksfjölda). Ustasjar nefndist fasistaflokkur sá með kaþólsku yfirbragði er þá stýrði Króatíu og lagði hatur mikið á Serba. Usta- sjar innlimuðu Bosníu- Herzegó- vínu og hugðust útrýma serb- nesku þjóðemi/rétttrúnaðarkristni úr ríki sínu. Sagnfræðingum ber ekki sam- an um hve marga Serba ústasjar hafi myrt. Opinber tala frá Tito- stjóminni um það var 700.000. Aðrir hafa nefnt lægri tölur, en víst er um að hryllingurinn sem þá gekk yfir Serba Króatíu og Bo- sníu var meiri en svo að tölur gefi nema takmaraða hugmynd um hann. I Glina, borg í héraði í Mið- Króatíu þar sem serbneskir skæruliðar og króatískir þjóð- varðarliðar hafa barist sem óðast undanfama daga, ráku ústasjar alla þá rétttrúnaðarkristna borgar- búa er þeir náðu til inn í kirkju þeirra og brenndu þá þar inni. Tólf skyldmenni Blagoje Adzic, núverandi formanns herráðs sam- bandshersins, voru myrt að hon- um ásjáandi. Þá var hann lítill drengur, nú er hann sagður einn helsti harðlínumaðurinn meðal fomstumanna Serba. Ústasjar sem engum gáfu eftir I þjóðemishyggju höfðu mikið um hönd fána og tákn frá konung- um Króata á miðöldum og annað sem tengt var þjóðemiskennd landsmanna. Það gerir núverandi Króatíustjóm einnig. Það minnir serbneska þjóðemisminnihlutann ekki á annað en íjöldamorðin miklu fyrir hálfri öld. Örvænting í Zagreb I síðustu yfirlýsingum króa- tisku fomstunnar í Zagreb gætir örvæntingar. Hún kveður varalið til vopna, en vegna þess hve lítið hún á til af þeim er hætt við að það breyti ekki miklu. Franjo Tu- djman Króatíuforseti hefúr einnig vikið frá vamarmálaráðherra sín- um, Sime Djodan, sem harðlínu- maður er kallaður og boðið upp á þjóðareiningarstjóm með hlut- deild serbneska minnihlutans. Þá býður Króatíustjóm serbneska þjóðemisminnihlutanum upp á sjálfstjóm. Það tilboð hefði hugsanlega getað orðið til einhvers ef það hefði komið fyrr, en nú, þegar Serbar hafa hrakið króatíska þjóð- varðarliðið og lögregluna frá miklum hluta serbnesku hérað- anna í lýðveldinu og em áfram í sókn, er hætt við að því verði svarað fáu. Föstudagur 2. ágúst 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.