Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 9
Út gengur marx- lenínisminn sovéski Það er mikið í fréttum þessa daga að Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna sé búinn að leggja niður marxismann. Það er ekki úr vegi að fara um þau tíðindi nokkrum athugasemd- um, ekki síst vegna þess að marx- ismi er ekki eitt af þeim fyrirbær- um sem menn eru sammála um hvað sé. Og hefúr svo verið allt ffá því að Karl gamli Marx sjálfúr var dasaður orðinn á rausinu i lærisveinum sínum og sagði sem frægt er: Ekki er ég marxisti, svo mikið er víst. Hver er ekki hvaö? Hin opinbera hugmyndafræði Kommúnistaflokks Sovétríkjanna hét „marxismi-lenínismi“ (um tíma var meira að segja reynt að koma Stalín fyrir í þessari nafh- gift)- Það er reyndar ekki að ófyrir- synju að nafni Leníns var við bætt, því fyrirbærið er mjög sov- éskt að eðli og uppruna. Sumir sem láta sér annt um minningu Marx og Engels vilja helst leggja sem þyngsta áherslu á að sovéska hugmyndafræðin sé komin óra- langt ffá Marxi og þeim, jafnvel að hún komi þeim ekkert við. Það er mikið til í þeirri skoðun. Engu að síður byggir „marx-lenínism- inn“ að verulegu leyti á sögu- skoðun Marx og Engels og hug- myndum þeirra um þróunarstig samfélagsins og hlutverk stétt- anna. En þó byggir hann í veiga- miklum atriðum mun meira á sovéskum eða rússneskum veru- leika og þá hugmyndum Leníns og eftirmanna hans um ríki og byltingu og þá hið sérstaka hlut- verk byltingarflokksins. Ævintýriö um áætlunina miklu Sovéski marx-lenínisminn einkenndist svo í praxís einkum af tvennu. Annarsvegar af altæk- um áætlanabúskap, hinsvegar af valdeinokun Kommúnistaflokks- ins. Hlutverk hugmyndaffæðinn- ar var ekki síst að réttlæta þetta tvennt. Altækur áætlanabúskapur þýðir að markaðurinn er tekinn úr sambandi og reynt með strangri miðstýringu að kveða á um magn og tegundir þeirrar vöru (og þjón- ustu) sem framleidd væri, sömu- leiðis um verðlag og dreifingu. Þessi áætlanabúskapur skilaði talsverðum árangri meðan um það var að ræða að leysa tiltölu- lega einfold verkefni (framleiða til dæmis 100 miljón pör af gúm- ískóm eða reisa nokkur stór raf- orkuver). En þegar fram í sækir varð þessi „tilskipanahagstjóm" fjötur um fót öllu ffumkvæði í framleiðslu, bæði að því er varðar nýmæli og vörugæði. Auk þess sem ekki var innbygt í þessa hag- stjóm neitt það sem tryggði að hagkerfið brygðist sæmilega fljótt við breytingum á þörfúm og eftirspum fólks. Fagra nýja veröld Rætur hugmynda um altækan áætlanabúskap liggja alllangt aft- ur í tíma. Þær em náskyldar „út- ópíum“, staðleysubókmenntum, sem lýsa því hvemig fyrirmynd- arriki almennrar velsældar gætu litið út. Hjá ffægum höfúndum slíkra verka, Thomasi More og Campanella, sem báðir vom uppi á sextándu öld, er einmitt reynt að skipuleggja líf manna út í æsar og er fyrirmyndin einna helst klaust- urlíf þeirra alda. Takmarkið er að skapa jöfnuð og útiýma bílífi og sóun, en sú sæla er reyndar keypt þvi verði að þrengt er rammlega að frelsi einstaklingsins (ástamál- in em t.d. skipulögð eins og um hagnýta hrossarækt væri að ræða) - og hin smásmuglega skipulagn- ing þýðir í raun harðstjóm yfir neyslu manna og þörfum. Marx gamli taldi sig hafa kveðið hinar útópísku ffeistingar meðal róttækra manna 1 kútinn, en þær vom alltaf nokkuð sterkar í Rússlandi, og má þar visa til pól- itískrar skáldsögu eftir Nikolaj Tsjemyshevskíj „Hvað ber að gera?“ sem út kom skömmu eftir 1860 og hafði gífúrleg áhrif á rússneska byltingarsinna. Og þá á það, hve reiðubúinn hinn bolsé- víski armurþeirra var jafnan til að fóma einstaklingi fyrir „heild- ina“, ríkið, framtíðina og hvað- eina sem stórt heiti hefúr. (Þetta hugarfar sést m.a. í fáránlegum ummælum sumra bolsevíka sem Stalín bar þungum sökum sak- lausa: Ég skal taka þetta á mig, sögðu þeir kannski, ef það kemur Flokknum að haldi.) Spillir út frá sér Nema hvað: hin sovéska reynsla hefúr komið óorði á áætl- anabúskap sem er miður: Vitlegur áætlanabúskapur er mikil nauð- syn á okkar tíð, einkum að því er varðar meðferð á takmörkuðum náttúrugæðum, fyrir nú utan það sem sjálfsagt er, að fyrirtæki reyni að smíða sér áætlanir til að forð- ast lífsháska í óvæntum uppá- komum á markaði. Og semsagt: þessu er nú hafnað í flokki Gor- batsjovs og þess í stað faðmað fagnaðarerindi markaðarins af þeirri ákefð sem einkennir Rússa: þeir eru mikið gefnir fyrir að fagna Réttri og Sannri formúlu, eins og nánar verður vikið að hér á eftir. Flokksræöi og vísindatrú Hin meginstoðin í opinberum „marx-lenínisma“ Sovétríkjanna var svo flokksræðið (sem var samtvinnað tilskipanahagstjóm- inni með innvirðulegum hætti). Flokksræðið er rússnesk uppfinn- ing og verður ekki skrifað á reikn- ing Marx, hugmyndir hans um „forræði verkalýðstéttarinnar“ í nýrri þjóðfélagsgerð eru allt ann- ars eðlis. Flokksræðið sovéska á rætur sínar að rekja m.a. til þeirr- ar hjátrúar á mátt vísindanna sem hófst í Rússlandi á fyrri öld með dvínandi áhrifum kirkjunnar. Með öðmm orðum: kenningin um forystuhlutverk Flokksins hvíldi á þeirri forsendu, að eiginlega væri pólitík sem samspil mismun- andi flokka aðeins nauðsynleg á vissu skeiði sögunnar (nánar til- tekið á á hinu borgaralega skeiði, mitt á milli lénsveldis og sósíal- isma). Þegar þessu tímabili væri lokið með „öreigabyltingu", þá tæki við nýtt skeið undir forystu Flokksins sem hefði náð tökum á hinum „réttu“ vísindum um þjóð- félagið. Þessi undarlegi hristingur úr vísindahjátrú og pólitik var sérstaklega skaðlegur vegna þess, að ef menn gefa sér að Kommún- istaflokkurinn hafi „vísindalega“ rétt fyrir sér;í stómm dráttum, þá leiðir af þvi áð auðvelt er að lýsa þá fifl eða glæpamenn sem dirfast að andæfa honum. (Menn fæm ekki að búa' til hreyfingu gegn margföldunartöflunni!) Staöfesting á orönum hlut Þetta flokksræði er líka úr sögunni. Þegar Gorbatsjov hóf sína perestrojku fyrir einum sex ámm, þá var augljóst að hann ætl- aði að reyna að halda í það sem kallað hefúr verið „forystuhlut- Árni Bergmann verk flokksins" og var reyndar bundið í stjómarskrá í Sovétríkj- unum. Hann gerði ekki ráð fyrir fjölflokkakerfi, Hann ætlaði að- eins að breyta þessu forystuhlut- verki á þann veg, að mismunandi skoðanir fengju að njóta sín innan flokksins. (Vildi m.ö.o. að Kommúnistaflokkurinn væri „eðlilegur vettvangur málamiðl- ana í þjóðfélaginu" eins og Sjálf- stæðisflokkurinn vill helst vera hér heima.) En 1 þessari viðleitni var þversögn fólgin. Það var, eins og bent var á oftar en ekki 1 þessu blaði hér þegar glasnost byrjaði, mikil þversögn í því að gera ráð fyrir því að málfrelsi rikti 1 Sovét- ríkjunum, en að það málfrelsi yrði ekki notað til að koma á félaga- frelsi (m.ö.o. stofna fleiri flokka). Þetta fór líka þannig, að upp hafa risið allskonar pólitískar hreyf- ingar, bæði á þjóðemisgrundvelli og á öðmm forsendum. Þegar nú sovéski „marx-lenínisminn“, sem er sumpart feluorð yfir einokun eins flokks á valdi, er afnuminn þá er verið að staðfesta það sem þegar var orðið í reynd. Voru þeir kommar? Eitt er rétt að hafa í huga þeg- ar menn skoða það hvemig fyrr- um meðlimir Kommúnistaflokks- ins sovéska dreifast á hina og þessa nýja flokka. Menn spyrja: Em þessir menn hættir að vera kommúnistar? Spumingin geigar dálítið hjá marki. Þessi tvístmn liðsins gerist ekki síst vegna þess, að í flokki sem fer með valdsein- okun, þar er öll venjuleg pólitík úr sögunni. Flokkurinn dregur blátt áfram til sín þá sem ætla sér áfram í þjóðfélaginu, á hvaða sviði sem það er. Vegna þess að hann hefur síðasta orðið í öllum samtökum og stofnunum rikisins (samkvæmt stjómarskrá!). Þegar svo valdseinokunar- kerfið hrynur, þá kemur náttúr- lega í ljós, að þeir sem i flokknum vom höfðu í rauninni mjög mis- munandi skoðanir á stærri og smærri málum. Eins þótt þeir gyldu hinni opinbem hugmynda- fræði sína varaþjónustu. Tveir fastir þættir Hvað verður nú hin nýja hug- myndaffæði flokks Gorbatsjovs látin heita? Ekki gott að vita. Hún verður einhverskonar tilbrigði við sósíaldemókratí, og þeir sem em flínkir við að teygja söguna á ýmsa lund geta svosem vel „sann- að“ það eins og annað, að þar með sé horfið aftur til hefðarinnar (flokkur Leníns hét reyndar upp- haflega Rússneski sósíal- demókratíski verkamannaflokk- urinn). Það hefúr átt sér stað mikil umræða í Sovétrikjunum að und- anfomu um það hvað sé eiginlega eftir af hugmyndafiæði hinnar rússnesku byltingar, og þvi fer náttúrlega víðs fjarri að nokkur niðurstaða sé um það mál fengin. Sem dæmi um vangaveltur manna skal að lokum vitnað lítil- lega í greinaflokk eftir G. Shak- hnazarov sem birtist í tímaritinu Kommúnist fyrir nokkm. Þar seg- ir sem svo: „Hugtökin sósialismi og kap- ítalismi em einungis nothæf í sambandi við eignarform og skiptingu gæða. Þættir úr báðum hafa verið til staðar í svotil öllum þjóðfélagsgerðum sem þekkt em... Sósíalismi eða sósíalísk meginregla þýðir ekki annað en að heildin hefúr forgang fram yfir það einstaklingsbundna eða að höfuðáherslan er lögð á jöfnuð. Kapítalismi eða kapítalísk megin- regla þýðir að hið einstaklings- bundna ríkir yfir því félagslega, áherslan er lögð á frelsi. Samfé- lagið þarf svo á hvomtveggja að halda í skynsamlegu hlutfalli, sem getur ekki verið það sama fyrir fomöld, miðaldir og okkar tíma.“ Það skal tekið fram að grein- arflokkurinn heitir „í leit að týndri hugmynd". HELGARPISTILL Föstudagur 2. ágúst 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.