Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 13
Hverrar þjóöar var
Leifur Eiríksson?
í dag heitir Nýfundnaland, Vínland. Forseti íslands fór þangað til þess að
taka á móti víkingaskipinu Gaiu og stjórnvöld hafa ákveðið að breyta nafni
landsins í einn dag í tilefni af komu skipsins.
En var Leifur íslenskur maður eða norskur? Var hann kannski eftir allt sam-
an grænlenskur? Hvað er eiginlega þjóðerni ef út í það er farið?
Af hverju vilja allir eiga Leif? Er það eingöngu af því að hann er heppilegur
fisksölumaður eða er hann til vitnis um glæsta fortíð sem gerir okkur meiri
og mikilvægari en við hefðum annars verið?
Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands, tekur málið
föstum tökum.
Þaðan hefur orðið átt greiða leið yf-
ir á einstaklinga. Mér finnst því lík-
legast að Eiríkur rauði hafi kallað
sig íslending ffemur en Norðmann,
ekki síst ef hann hefur verið fæddur
á íslandi og þriðji maður frá lands-
námsmanni eins og Ólafur Hall-
dórsson telur.
Tíundu aldar íslendingar hafa
þó vitað vel að þeir kölluðust ís-
lendingar bara af því að þeir bjuggu
á íslandi og lutu íslenskum lögum.
Þeir áttu enga sögu eða tilverurétt
sem þjóð utan þessa lands. Því er
ekki sennilegt að menn hafi haldið
áfram að kalla sig íslendinga eftir að
þeir höfðu selt eignir sínar á íslandi
og numið land á Grænlandi. í Eiríks
sögu rauða er líka gert ráð fyrir að
íbúar landsins hafi verið kallaðir
grænlenskir strax um aldamótin
1000. Þar segir frá því að Þorsteinn
Eiríksson rauða, fyrri maður Guð-
ríðar Þorbjamardóttur, gekk aftur
rétt i svip til að gefa ekkju sinni góð
ráð. Meðal annars bað hann hana
„varast að giftast grænlenskum
mönnum“. Mestar líkur eru því til
þess að Leifúr Eiríksson hefði svar-
að: „Ek em maðr grænlenzkr,“ ef
hann hefði skilið frumbyggja Vest-
urheims þegar þeir spurðu hann
hvaðan hann kæmi. Eina leið Is-
lendinga til að eigna
sér fúnd Norður-
Ameríku væri þá að
trúa Grænlendinga
sögu og Ieggja rækt
við minningu Bjama
Herjólfssonar. En við
emm búin að gera svo
mikið til þess að kenna
heiminuin að Leifur hafi
fúndið þetta land að lík-
lega nennir enginn að fara
að taka það aftur og gera
Bjama heimsfrægan. (Þó hefði
verið skemmtilegra að kenna flug-
stöðina á Keflavíkurflugvelli við
Bjama fremur en Leif.)
Málið er þó flóknara en svo
að það sé þar með leyst. Vel get-
ur verið að Islendingar og Græn-
lendingar hinir fomu haft líka
kailað sig norræna menn. Það orð
hefur tvær merkingar í fomu máli í
íslensku, á stundum við íbúa allra
konungsríkja Norðurlanda en
stundum ibúa Noregs eingöngu.
Að vísu gerir Snorri Sturluson
ekki ráð íyrir að íslenskir menn
hafi kallað sig norræna á 11. öld.
Hann segir frá því í Heimskringlu
að Hjalti Skeggjason, íslenskur
bændahöíðingi úr Þjórsárdal,
bauðst til að fara í hættulega
sendiferð til Svíþjóðar fyrir Ólaf
Noregskonung Haraldsson og
rökstuddi tilboð sitt með því að
segj a:
„Ek em ekki norrænn maðr. Munu
Sviar mér engar sakir gefa.“ Hins
vegar litu Íslendingar svo á að
Norðurlandabúar töluðu allir sama
tungumálið og kölluðu það ýmist
norrænu eða dönsku. Þeir hafa því
talið sig norræna að tungumáli, og
er ekki hægt að skera úr því með
neinni vissu hvort taldist frekar
þjóðemi í þeirra hugum að vera nor-
rænn eða vera íslenskur. Vom þeir
íslenskir á sama hátt og Þingeyingar
em þingeyskir og norrænir á sama
hátt og þeir em íslenskir nú? Eða
vom þeir íslenskir á sama hátt og ís-
lendingar em íslenskir nú og nor-
rænir á sama hátt og þeir em nor-
rænir eða evrópskir? Kannski var
hvort tveggja þjóðemi: Það er
ekkert útilokað að mönn-
um hafi fundist þeir vera
af tvennu þjóðemi
samtímis, líkt og til dæmis Samar í
Noregi á okkar dögum munu líta á
sig bæði som samíska og norska að
þjóðemi.
Hver er réttur
erfingi?
Niðurstaða mín verður sú að við
fáum því miður ekkert einfalt svar
við spumingunni um þjóðemi Leifs
Eirikssonar, ef við reynum að svara
henni af einlægni og nákvæmni.
Eina einfalda svarið er nokkum veg-
inn ömgglega satt, svo langt sem
það nær, er að hann hafi verið græn-
lenskur. Nú vill svo til að norræna
þjóðin grænlenska dó út, og ég geri
ekki ráð fyrir að Inúítaþjóðin sem
nú byggir Grænland telji sér neinn
akk í því að eigna sér afrek hennar.
Inúítar vom hvort sem var búnir að
finna Norður-Ameríku öldum á
undan Leifi Eiríkssyni. Leifur Ei-
ríksson á þannig enga afkomendur
til að erfa afrek sín. Þvi hjóta þau að
ganga til útarfa, og þá má kalla
sanngjamt að íslendingar og Norð-
menn skipti arfinum á milli sín.
Ef við lítum á afrekið sjálfl, það
sem raunvemlega var frumlegt og
frábært við fund Norður-Ameríku,
er ekki Qarri lagi heldur að skipta
því á milli Norðmanna og Islend-
inga. Annars vegar er það áræðnin
og kunnáttan að sigla yfir Atlants-
hafið. Það afrek var auðvitað ekki
unnið af Leifi Eiríkssyni heldur af
þeim mönnum frá Noregi sem tóku
upp skipulegar ferðir milli Noregs
og Islands á níundu öld. Að ramba
á Grænland og meginland Norð-
ur-Ameríku var ekki afrek heldur
mistök við að vinna það afrek að
hitta á fyrirhugað land handan
við Atlantshaf. Siglingaafrekið
sem leiddi til þess að norrænir
menn fúndu Norður-Ameríku
verður því umfram allt að
teljast norskt. Hitt sérkenni-
lega afrekið var að skrá sög-
ur af landafundunum og
varðveita þær um aldir, og
það var verk íslendinga,
nokkuð sem við getum
með góðri samvisku
okkur að vera stolt
ikki er ólíklegt að
það hafi gerst af og til
síðan í grárri fom-
eskju að evrópsk skip
ræki vestur á strend-
ur Ameríku, og
vel getur verið
að einhver
þeirra hafi
komið til baka. En sigl-
ingar Bjama Heijólfsson-
ar og Leifs Eiríkssonar
vom fyrstu Ameríkuferð-
ir Evrópumanna sem vora
varðveittar á bókum. Það
er þess vegna sem þær
teljast nú heimsviðburð-
ur.
Frá fúndi Norður-Ameríku,
Grænlands og Vínlands, er sagt í
tveimur íslendingasögum, Eiríks
sögu rauða og Grænlendinga sögu,
sem ber saman um sumt en greinir á
um annað. til skamms tíma var Ei-
ríks saga tekin fram yfir hina; úr
henni, ásamt íslendingabók, er
komin sú saga þessara viðburða sem
uppkomnir Islendingar þekkja úr
námsbókum. Samkvæmt þeim var
Eiríkur rauði fæddur í Noregi en
fluttist til íslands með foður sínum,
líklega ungur maður ffernur en bam.
Þar kvæntist hann Þjóðhildi Jörand-
ardóttur sem var Islendingur af
þriðju kynslóð, sonardóttir land-
námsmanns. Um 15 áram fyrir
kristnitöku á Islandi, þ.e. um
985 í ártölum talið, fluttust þau
Eiríkur og Þjóðhildur til
Grænlands og námu land í
Brattahlíð. Ekki er nefnt hvar
eða hvenær Leifúr sonur þeirra
fæddist. En á konungsáram
Ólafs Tryggvasonar, 995-
1000, var hann orðinn svo
vaxinn maður að hann stýrði
skipi milli Grænlands og Nor-
egs (gat bam í Suðureyjum í
leiðinni) og tók að sér að
kristna Grænlendinga fyrir
konung. Á leiðinni frá Noregi
til Grænlands var Leifur lengi
úti og „hitti á lönd þau er hann
vissi áður enga von til. Vora
þar hveitiakrar sjálfsánir og vínviður
vaxinn.“ Svo sigldi Leifúr heim til
Grænlands og kom ekki við sögu
Vinlandsferða framar.
Ef þessi saga er tekin trúanleg
fer varla hjá því að Leifur hafi verið
fæddur á Islandi. Sjálfsagt er það að
hluta til þess vegna að Islendingar
hafa þóst geta eignað sér hann. En
það leiðir okkur í gildra, því sam-
kvæmt sömu reglu (og sömu heim-
ild) var Eiríkur rauði norskur. Þá
verður fúndur Grænlands norskt af-
rek en ekki íslenskt. Og raunar var
það nú Eiríkur sem byggði fyrstur
Evrópumanna Ameríku því að
Grænland teljum við til hennar.
En kannski skiptir ekki mestu
máli hvað ráða má af Eiríks sögu
rauða. Samkvæmt Grænlendinga
sögu var Leifur ekki á því skipi nor-
rænna manna sem sigldi fyrst í
landsýn við meginland Norður-Am-
eríku. Því skipi stýrði Bjami Herj-
ólfsson frá Drepstokki á Eyrarbakka,
sonur landnámsmanns. Hann var í
siglingum milli Noregs og íslands,
og þegar hann kom heim til íslands
eitt sumarið komst hann að því að
faðir hans var fluttur til Grænlands.
Bjami ákvað þá að sigla þangað á
eflir honum, en þeir skipverjar lentu
í byrleysum, þoku og norðanátt og
vissu ekki hvar þeir fóra. Um síðir
sáu þeir land sem var „ófjöllótt og
skógi vaxið og smáar hæðir á land-
inu“, Bjami hafði aldrei séð Græn-
land en frétt svo mikið þaðan að
hann sá að þetta gat ekki verið það.
Þeir sigldu því í burt þaðan. Eftir það
sáu þeir tvö lönd önnur á leið sinni,
áður en Grænlandsjökull birtist
þeim, en komu hvergi á land. Bjami
settist svo að hjá foður sínum á Herj-
ólfsnesi á Grænlandi og er brátt úr
sögunni. En Leifúr Eiríksson keypti
skip hans og fór með 35 manna Iiði
að leita landanna sem þeir Bjami
höfðu séð, fundu þau öll og gáfu
þeim nöfnin Helluland, Markland og
Vínland. Hér kemur Leifur því fram
í öðra hlutverki en í Eiríks sögu.
Honum verður ekki hælt af því að
hafa fyrstur Evrópumanna litið meg-
inland Ameríku augum (eða skip-
veijar hans); hér er hann orðinn
landkönnuður, foringi fyrsta leið-
angurs Evrópumanna sem steig á
land þar.
Árið 1956 færði Jón Jóhannsson
prófessor rök að því að Grænlend-
inga saga væri eldri og áreiðanlegri
heimild en Eiríks saga rauða. Sögn
Eiríks sögu um kristniboðsferð Leifs
væri komin úr sögu af Ólafi
Tryggvasyni, hefði verið samin til
að koma kristnun Grænlendinga á
afrekaskrá hans og tekin fram yfir
hina gerð Vínlandssagna þegar Ei-
ríks saga var skrifuð. Síðan hefur
Ólafúr Halldórsson handritafræð-
ingur kannað málið nánar og komist
að þeirri niðurstöðu að hvorki hafi
höfundur Grænlendinga sögu þekkt
Eiríks sögu né höfúndur Eiríks þekkt
Grænlendinga sögu. Af sambandi
sagnanna verður því ekki ráðið
hvorri þeirra á að trúa. En við höfum
að minnsta kosti eins mikla ástæðu
til að trúa Grænlendinga sögu. Af
því leiðir að heiðurinn af fúndi meg-
inlandsins deilist á tvo menn, Is-
lendinginn Bjama og Grænlending-
inn Leif, og það verður óhjákvæmi-
lega til þess að drepa afrekinu svo-
lítið á dreif.
Grænlendinginn Leif? Ef við
trúum Grænlendinga sögu höfúm
við jafnvel enn minni ástæðu til að
kalla Leif íslenskan en áður. Þá
verðum við að afsala okkur þvi að
þykjast vita að Vínland hafi fimdist
á dögum Ólafs konungs Tryggva-
sonar. Það getur þá eins hafa gerst
talsvert seinna, og þá getum við ekki
fúllyrt lengur að Leifúr sé fæddur á
íslandi. Olafur Halldórsson færir
reyndar rök að því (í bók sem heitir
Grænland í miðaldaritum) að Þor-
finnur karlsefni og Guðríður Þor-
bjamardóttir hafi ekki gert tilraun
sína til að nema land á Vínlandi fyrr
en um 1020. Að vísu kann Leifúr að
hafa siglt þangað 20 áram fyrr fyrir
því, en með engu móti verar sannað
að hann hafi gert það og fremur
ósennilegt að svo langur tími hafi
liðið eftir að landið fannst uns gerð
var alvarleg tilraun til að nema það.
Annars staðar (í greinasafninu
Grettisfærslu) hefur Ólafur sýnt
ffarn á að það sé líklega tilhæfúlaus
ágiskun í Eiríks sögu að Eiríkur
rauði hafi verið fæddur í Noregi.
Eftir rannsóknir Ólafs á Grænlands-
sögunum höfum við íslendingar því
hóti meiri ástæðu til að eigna okkur
Eirík; aftur á móti er Leifur genginn
okkur úr greipum.
Þjóöernis-
hugmyndir
Við getum reynt aðra leið til að
mynda okkur skoðanir á þjóðemi
þessa fólks og spurt hvað því hafi
sjálfú fundist. Þjóðir vora vissulega
til á þessum tíma, og löngu fyrr, þó
að mönnum fyndist ekki eins nauð-
synlegt að hver þjóð myndaði ríki
eins og nú. Hvenær hættu Islending-
ar að líta á sig sem Norðmenn, eða
Grænlendingar að líta á sig sem Is-
lendinga (eða litu þeir kannski á sig
sem Norðmenn)?
Ef við tökum mark á vitnisburði
sagna (og um sumt fomminja líka)
byggðist ísland um það leyti sem
Harldur konungur hárfagri var að
byija að hamra saman konungsríkið
Noreg. Norsk þjóð var rétt að byija
að verða til. Orðið Norðmaður kem-
ur ekki fyrir fyrr en árið 874, í írsku
riti, sama árið og Ingólfúr og Hjör-
leifur sigldu til íslands að sögn
Landnámabókar. Fólkið sem fluttist
til íslands á áratugunum í kringum
900 kom flest frá vesturströnd Nor-
egs, úr Sogni og Þrændalögum, af
Hörðalandi og Mæri. Það hefur
varla hafi neina hugmynd um að það
væri Norðmenn, jafnvel þótt Har-
aldur hárfagri kunni að hafa haldið
því fram. Þetta fólk hefúr talið sig
Sygni, Þrændur, Hörðaegar það
kom till íslands og blandaðist þar
saman, úr ólíkum fylkjum Noregs
og sumt úr öðram löndum, þá átti
það varla annað orð yfir íbúa lands-
ins í heild en að kalla þá íslendinga.
Gunnar Karlsson
Daglega horfum við á sam-
tíöina verða að sögu. Svo ger-
ist það við og við lika að saga
verður að samtíð, og við upp-
götvum að það sem við héld-
um löngu liðið er í rauninni
hluti af umhverfi okkar og
menningu hér og nú. Gott
dæmi um þetta er umræðan
sem kom upp í blöðunum í
sumar um þjóðerni Leifs Ei-
ríkssonar vegna þess að eftir-
líkingu af víkingaskipi var siglt
vestur yfir Atlantshaf og var
mannað fleiri Norðmönnum en
(slendingum. Þá kom í Ijós að
fjöldi íslendinga stendur vörð
um Leif Eiríksson og bregst
undir eins við ef þeir þykjast
sjá merki þess að Norðmenn
ætli að helga sér hann.
Vitaskuld stafar eitthvað af þess-
ari viðkvæmni af hagsmunasjónar-
miðum; menn líta á Leif sem efni í
auglýsingu og finnst Norðmenn
vera að hnupla frá okkur tækifæri til
að selja íslenskan fisk eða ferða-
mannaþjónustu í Bandaríkjunum.
Ég ætla ekki að ræða um þetta sjón-
armið heldur hitt, sem ég held að sé
líka til, sem sprettur af þjóðarmetn-
aði og ósk um að eiga í sögu sinni
menn sem hafa unnið merk afrek, án
tillits til þess hvort við getum notað
þá til nokkurs.
Um söguþörfina
Mörgum - og kannski ekki síst
sagnfræðingum - verður líklega
fyrst fyrir að segja að þjóðemi Leifs
skipti ekki máli. Okkur nægi að vila
staðreyndir málsins: Hvar hann átti
heima, hvar hann var fæddur,
hvaða mál hann talaði og svo
framvegis. Það sé sögu-
skekkja að ákvarða þjóðemi
hans núna, enda hafi hann
ekki siglt með vegabréf
og hvergi verið skráður í
þjóðskrá. Engu að síður
verðum við að viðurkenna
að það skiptir máli fyrir flest
fólk að eiga sér sögu. Það er um
talsverður hluti af okkur sjálf-
um hvað við höldum um
forfgeður okkar og for-
mæður. Það má til
dæmis marka af því að
allar félagshreyfingar skrá
sér sögu; þjóðarvakningar og
sjálfstæðisbaráttur búa til þjóðar-
sögur, kvenréttindahreyfing býr til
kvennasögu. Ég sé enga ástæðu til
annars en líta á þessa söguþörf sem
eðlilega og taka hana alvarlega.
Ekki fer hjá því að mikið af
sögu sem er búin til af samtímaþörf
reynist röng þegar brýnasta þörfin
er liðin hjá. Margt af því sem Jón
Aðils skráði í Gullöld íslendinga í
hita sjálfstæðisbaráttunnar í upphafi
20. aldar virðist nú íjarri lagi, og er
það þó traust og vísindalegt í sam-
anburði við sumt sem heimildafá-
tækari þjóðir gerðu á öldinni á und-
an, til dæmis Skotar. Samt er það
svo að saga okkar verður að vera sú
sem við vitum sannasta á hverjum
tíma. Fölsuð saga kann að selja fisk
og túrisma, en ég hef ekki trú á að
heilbrigt samfélag fúllnægi sögu-
þörf sinni með vísvitandi rangri for-
tíðarmynd. Þannig era reglur
leiksins. Þess vegna verðum við
að leggja það á okkur að setja
okkur inn í dálítið flókið
mál, áður en við getum
helgað okkur Leif Eiríks-
son.
12 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. ágúst 1991
Föstudagur 2. ágúst 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SIÐA13