Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 14
Regluþáttur Leikmaður leitar að bolta pínum í fimm mínútur en flnnur hann ekki. A meðan hann gengur til baka til að leika öðrum, finnst bolti leikmannsins. Hann snýr til baka og leikur boltanum áfram,,og lýkur leik með honum í íjórum höggum. 1 lok hringsins, áðuren hann skrifar undir skor sitt spyr ritari hans hvert skor hans á umræddri holu sé. Hvert er rétt skor? A: 4 B: 6 C: Ekkert; Ieikmaður fær frávísun. 'C-5I nl3M rixiæA>|uiBS unsiABJj uubi| J3BJ bíJ njoq njsæu B >]i3| joq uuBq uá jnQB uis >(Qisiuj necj iq>j3 ijtojgioi uueq iuos jecj’-eqoq uinSuoj Qi>|io| éjéq úueq jspj ‘ujbjjb uinuBj|oq qoj jnQeui -qio] JBSoq jsipunj ijtiq uueq qb jijAj jjejcJ ‘qioi jn Qoui jb4 jo So jp| eujnuiui g iuui -jo[ qb jnpuXj js[3j uuij|oq iSojjeqddn :púiosBSnqjv D :JBAS II Útbúna^ Eins og í öðrum íþróttum þá fýlgir golf- íþróttinni sérstakur útbúnaður sem nauðsyn- legt er að hafa til að hægt sé að hefja leik. Allar þær kylfur sem í golftösku golfarans eru þjóna hver og ein sínu sérstaka hlut- verki. Saman mynda þær svo eina heild sem gerir spilaranum kleift að slá öll þau hugs- anlegu högg sem hann getur þurft þegar út á golfvöllinn er komið. Auk golfkylfa er ýmis aukabúnaður ekki síður mikilvægur til að góður árangur náist í bardaganum við litlu hvítu kúluna. I hverri golftösku eru mismunandi fjöldi kylfa, og í golfinu eru einnig fjöldinn allur af mismunandi gerðum golfkylfa svo að erf- itt er að segja hvað það er sem hver og einn þarf til að geta leikið golf. Það fer oft mikið eftir getu spilarans hvað hann telur sig þurfa til að ná árangri en fjöldi kylfa getur þó aldrei verið meiri en 14 þegar tekið er þátt í mótum samkvæmt reglu nr. 4-4. Algengast er að golfsett samanstandi af níu jámkylfum nr. 3-4-5-Ó-7-8-9 fleygjám (PW) og sandjám (SW), þremur trékylfum nr. 1 -3-5 og einum pútter. Þetta eru samtals 13 kylfúr en til viðbótar hafa oft betri spilar- ar með sér jámkylfu nr. 1. Eitt golfsett samanstendur því af 14 kylfum en það er þó langt ffá því að einstak- lingur sem er að byija í golfi þurfi allar þessar kylfur. Golfsetti er off skipt í tvö hálf sett sem er annaðhvort 3 tré eða 5 tré og auðvitað pútter. Hálfl golfsett getur dugað byijanda í golfi í þó nokkum tíma. Eflir því sem getan vex, þá er hægt að bæta við þeim kylfum sem vantar til að ná á endanum fullu setti. Með tímanum lærist ei.inig hvenær hvaða kylfa skal notuð. Eflir því sem númer kylfunnar hækkar þeim mun styttra og hærra fer kúlan, t.d. fer kúlan lágt og langt með 3 jámi en með SW fer hún hátt og stutt. Upphafshögg em oft tekin með trékylfum og þá yfirleitt með trékylfu númer 1 (Dri- ver) en fyrir byrjendur er oft betra að nota 3 tré til að byija með. Betri spilarar nota tré- kylfu númer 1 í upphafshögg og taka svo 3 tré eða 5 tré þegar Iangt högg þarf að slá af miðri braut. Þegar inn á flötina er komið þá nota allir kylfingar pútter bæði byrjendur og þeir allra bestu. Undir golfsettið, hvort sem um hálft sett er að ræða eða heilt, þá þarf góða golftösku þar sem vel fer um allar kylfur og í þeim er yflrleitt einnig pláss fyr- ir þann aukabúnað sem til þarf. Til aukabúnaðar telst t.d. golfskór og golfhanski. Um þessa tvo hluti em flestir ef ekki allir góðir kylfingar sammála um að séu þýðingarmiklir aukahlutir til að hægt sé að ná góðum árangri í golfi. Þegar golfhögg er slegið, þá er mikið afl leyst úr læðingu og ef kylfingurinn er ekki fastur fyrir þá verður höggið ekki gott. Þegar kylfingur er í golf- skóm með tökkum þá er hann negldur niður og meiri líkur á að höggið heppnist. Golf- hanskinn, sem er eingöngu á annarri hend- inni, gerir kylfingnum einnig kleift að hafa örguggara tak á kylfúnni og þar með meiri likur á góðu höggi. Allt hefúr því sína þýð- ingu og eftir því sem leikmaður spilar golf í lengri tíma þá verður hann færari um að meta hvað hann þarf. Að lokum má minnast á golfkúluna sjálfa sem er eitt það mikilvægasta því ekki er mikið golf spilað ef engin er kúlan. í þessu efni eins og í kylfúm eru margar gerð- ir kúla til ffá mismunandi framleiðendum. Það er þó aðallega um tvær gerðir að ræða. Golfkúlur eru tveggja hluta (two piece) eða þriggja hluta (three peace/wound) með húð sem kallast Surlyn eða Balata.Tveggja hluta bolti er gerður úr kjama með Surlyn húð en þriggja hluta/vafinn bolti er með teygju- bolta í kjama og harða skel um hann og ann- að hvort Surlyn eða Balata húð. Munurinn er sá að tveggja hluta bolti er harðari en vaf- in bolti og fer aðeins lengra en á móti er betra að stjóma þriggja hluta bolta þegar að flötunum er komið. Balata húð er mýkri en Surlyn húð og er aðallega notuð af betri spilumm. Vegna þess að hægt er að ná meiri bakspuna með þeim. Gallinn er hins vegar sá að Balata kúlumar skemmast fyrr. Gott ráð þegar kylfingur hefur hug á að fá sér út- búnað er að hafa samband við golfkennara og ræða málin við hann því hann getur einna best leiðbeint fólki um það hvað hentar hveijum og einum í þessum frumskógi gol- fáhaldanna. Á flöt má lyfta boltanum og hreinsa án vttis, en gæta verður þess að merkja legustaö hans áöur. Merkið skal leggja aftan við boltann miðað við holu. Golfari vikunnar Gunnar G. Gunnarsson úr golfklúbbn- um Ness á Seltjamamesi er golfari vikunn- ar í þetta sinn. Hann er búinn að stunda golf í nokkuð mörg ár en þó ekki af fullum krafti allan þann tíma. Síðustu þrjú ár hefur hann tekið golfið fostum tökum og æft og spilað af krafti. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa og forgjöfm Iækkað talsvert þetta sumar. Gunnar hefur verið meðlimur í Ness klúbb allan þann tíma sem hann hefur stundað golf. Hann kvaðst ánægður með allar aðstæður í klúbbnum sínum nema hvað krían, sem er í hundraðatali um allan völl, væri frekar óskemmtileg. Líklega þarf félagsmaður í Ness að bæta við útbúnað sinn góðum hatti til að vera við öllu búinn þegar á vöilinn er komið. A FLOTINNI Umsjón Jóhanna Waagfjörð og Gunnar Sn. Sigurðsson Kennslu- horniö David Barnwell Ef leikmaður vill ná því að slá boltann af stöðugleika verður hann að hafa góða baksveiflu. Rótin að góðri baksveiflu eru fyrstu tveir metrar hennar. Þegar staðan hefúr verið tek- in, með rétt mið, þá ættu leikmenn að einbeita sér að efitirfarandi atriðum: 1) Byrja baksveifluna á lágri hringlaga hreyfmgu (sjá mynd 1). 2) Það sem síðan gerist er að lika- minn vinnur sem ein heild, þegar axl- ir, mjaðmir og hné snúast saman frá skotmarkinu (sjá mynd 2). 3) Hægri öxl og hægri mjöðm snúast til baka, ekki til hliðar (sjá mynd 1). 4) Á meðan líkaminn er að snúast ættu leikmenn að reyna að halda kylfuhausnum nálægt jörðinni eins lengi og mögulegt er til að ná stöð- ugri sveiflu. 5) Að lokum, og án efa það mikil- vægasta til að geta framkvæmt allt sem að ofan er talið, er að gera þessa hreyfingu hægt og mjúklega, ekki af offorsi. Gangi ykkur vel. 14 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.