Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 15
Hér fljótum vér eplin Honoré Daumier: Bókmenntaumræður á öðrum svölum, 1864. Steinprent. Skálholtskirkia: Sex tónleikar um helgina Sumartónleikar í Skálholtskirkju fagna komu Verslunarmannahelgar með fjölbreyttri dagskrá. A laugadag og sunnudag kl. 15 verða fluttir Bran- denborgarkonsertar eftir Bach. A seinni laugardagstónleikum kl. 17 og á mánudagstónleikum kl. 15 leikur Rose Kim orgeltónlist ffá 18. öld. Sérstök at- hygli skal vakin á þeirri nýjung að boð- ið verður upp á kvöldtónleika laugar- dag 3. og sunnudag 4. ágúst, kl. 21 þar sem fluttar verða Rósakranssónötur H.I.F. Bibers. Aðgangur að tónleikun- um er ókeypis og öllum heimill. Einleikari í Rósakranssónötunum er konsertmeistari Bachsveitarinnar, sænski fiðluleikarinn, Ann Wallström. Handrit sónatanna fannst íyrir tæpri einni öld og síðan þá hafa þær skipað sess bestu barokktónverka. Séra Guð- mundur Olafsson mun annast lestur úr Nýja testamentinu á milli sónata. Mánudagstónleikar kl. 15 era aðrir orgeltónleikar Rose Kim með einleiks- verkum eftir Froberger, Kerll, Böhm, Walter, Mozart og Bach. Athygli tónleikagesta skal vakin á því að boðið er upp á bamagæslu með- an á tónleikum stendur. Ekki er krafist gjalds fyrir þessa þjónustu en forráða- mönnum þama er bent á að kaupa merki Sumartónleikanna í Skálholts- kirkju til að umbuna fyrir gæsluna. Ef aðstæður leyfa verður blóma- og ávaxtamakaður í Skálholti um verslunarmannahelgina en boðið verður upp á tjaldstæði á Skálholts- stað. Messað er í Skálholtskirkju á sunnudag kl. 17. Séra Guðmundur Óli Ólafsson predikar en organisti er Hilmar Öm Agnarsson. Flutt verður tónlist úr eíhisskrám helgarinnar við guðsþjónustuna. Sætaferðir eru frá Umferðarmiðstöðinni. í síðasta Helgarblaði birtust tvö svör við grein sem ég skrif- aði á menningarsíðu Þjóðviij- ans, 24.7. Þar svara þau Kol- brún Bergþórsdóttir og Þórar- inn Eldjárn meintum árásum og útúrsnúningi undirritaðs og sér hann sér ekki fært annað en svara því með örfáum orðum. Meginefnið í grein Kolbrúnar er það hve illa ég hafi reiðst yfir viðtali hennar við Pressuna. Ég kannast ekki við þessa reiði og jafnvel þó að hún hefði verið fyr- ir hendi væri engin ástæða til að eyða svo mörgum orðum á það. Greinin sem ég birti 24.7. er að sjálfsögðu bæði bein og óbein gagnrýni á þá tilfmningavellu og yfirborðsmennsku sem birtist í viðtali Kolbrúnar við Pressuna. Því hefur nú verið svarað með því að segja að skrif mín hafi verið yfirborðsleg og mótast af reiði, ég hafi með öðrum orðum misst stjóm á tilfínningum mínum. Þetta er einhvers konar: „Þú ert það sjálfúr, oj bara“ málsmeðferð sem á betur heima í leikskólum en á síðum dagblaða. Ég hef ekki verið að ræða persónu Kolbrúnar eða „gefa mynd af henni“ eins og hún segir enda virðist mér Kol- brún fullfær um að „gefa mynd“ af sjálfri sér. í svari Kolbrúnar er eitt atriði sem skiptir máli. Það er þessi gamla spuming um það í hvaða sveit menn séu göfugastir; hvort æðra sé að skrifa bókmenntir eða bókmenntafræði. Þórarinn Eldjám gerir einnig mjög mikið úr þessu og segir orð- rétt: „Ég held fast við þá skoðun mína að bókmenntafræðingar „eigi að koma eftirá" þ.e.a.s. að bókmenntimar kalli á umfjöllun ífekar en að umíjöllunin eigi að geta af sér bókmenntir“. Christopher Norris hefur skrifað um þetta í formála að bók eftir ástralska ffæðimanninn John Lehcte. Bókin heitir reyndar Júlía Kristeva og tjallar Um þann ágæta kenningasmið. Christopher Nor- ris segir m.a.: „A tuttugustu öldinni hafa komið fram ótrúlega margir spennandi og hugmyndaríkir bókmenntafræðingar. Það mætti segja þetta þannig að nokkrir bestu bókmenntamenn þessarar aldar hafí kosið að fást við bók- menntafræði vegna þess að þeir hafa einfaldlega litið svo á að hún miðlaði best þeim flóknu málum sem þeir vildu fást við. Þetta hef- ur hvað eftir annað vakið reiði og gremju hjá þeim sem standa fast á skýrum virðingarmun bók- menntatexta og þeirra texta sem skrifaðir eru um þá. Hins vegar fer því Qarri að óhjákvæmilegt sé að gera greinarmun á þessu tvennu. Almenn þekking rithöf- unda á því hvaða lögmál eru að verki þegar þeir skrifa bækur hef- ur aukist mjög mikið. Þeim rit- höfúndum íjölgar stöðugt sem beita bókmenntafræði meðvitað þegar þeir skrifa bækur. Samhliða þessu hefur það gerst að margir bókmenntafræðingar hafa farið að efast um að þeir eigi að vera auðmjúkir þjónar fagurbók- menntanna og gæta þess að standa í skugganum. Nú orðið er algengt að sjá bókmenntafræði- texta sem skipa sér á bekk með fagurbókmenntum hvað varðar mál og stíl, söguleg áhrif og kröf- ur til lesandans.“ Látum þetta duga um fánýti þess að líkja skáldum og bók- menntafræðingum við húsbændur og hjú. Það hefur alltof margt gerst í bókmenntaumræðu aldar- innar til þess að hægt sé að hverfa aftur til náttúrunnar og halla sér að ómeðvitaðri bókmenntaneyslu og upphrópanastíl. Menn geta haft gaman af því heima hjá sér en það er ástæðulaust að blanda þess háttar í umræðu um bók- menntir. Til þess að fyrirbyggja misskilning þá er hér að sjálf- sögðu ekki verið að tala um rit- dóma. Þeir eru eðli sínu sam- kvæmt ekki umræða um bók- menntir heldur „dómar“. Þeir ganga alltaf útfrá einhveijum til- teknum forsendum en þær eru sjaldnast gefnar upp og þess vegna eru þeir yfirleitt misvel heppnað safti staðhæfinga. Hins vegar geta ritdómar auðvitað komið umræðum af stað en þegar á það stig kemur verða menn að leggja forsendur túllkunar sinnar á borðið. Þannig gerast kaupin á eyrinni. Þá erum við farin að tala um bókmenntafræði. Þórarinn Eldjám segir að hún eigi að vera vel skrifuð og um það geta vafa- laust allir verið sammála. Nánast allt sem Þórarinn hefur lesið um þessi mál virðist hins vegar hafa virkað eins og „stór svefnlyfja- skammtur“. Ef ég reyndi að nota áhugaleysi mitt á einhverri ffæði- grein sem sönnun þess að hún væri ekki til nokkurs nýt, þá fynd- ist mér það hroki. Þegar Þórarinn Eldjám lætur að því liggja að nú sé svo illa komið fyrir bók- menntafræðinni að hann verði syljaður þegar hann les hana, þá finnst mér að hann ætti einfald- lega að gera annað tveggja að gangast við þvi að hann hafi valið þann kost að kynna sér ekki þetta mál og hafa síðan f heiðri þann góða sið að vera ekki með stórar yfirlýsingar um það sem maður hefúr ekki kynnt sér, ellegar að sýna fram á galla bókmennta- fræðinnar með einhveijum hald- bærari rökum en syfju sinni. Ég geri ekki ráð fyrir að ræða þetta mál nánar en bið Kolbrúnu og Þórami velfamaðar í lífi sínu og starfi. -kj FELAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39 — 108 Reykajvík — Sími 678500 Yfirsálfræðingur Staða yfirsálfræðings við fjölskyldudeild Félags- málastofnunar Reykjavíkurborgar er laus til um- sóknar. Sálfræðimenntun og a.m.k. 3ja ára starfsreynsla áskilin. Umsóknarfrestur ertil 14. ágúst. Nánari upplýsignar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 678500. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólameistara við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skólameistara fyrir 12. ágút n.k. Menntamálaráðuneytið | ö | FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR ■ II Síðumúla 39 — 108 Reykajvík — Sími 678500 Staða forstöðumanns Við unglingaathvarfið Tryggvagötu 12 er laus til um- sóknar staða forstöðumanns. Um er að ræða meðferð- arstarf með 8 unglingum og ber forstöðumaður ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd meðferöarstarfsins. Félagsráðgjafamenntun eða önnur menntun er nýtist í þessu starfi er æskileg svo og reynsla af meðferðar- starfi með unglingum. Á sama stað er laus til umsóknar staða starfsmanns í 46% starf. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun og/eða reynslu sem nýtist í skapandi meðferðarstarfi með unglingum. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 20606. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n.k. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyöu- blööum sem þar fást. AXIS HUSGOGN HF. SMIÐJUVEGI 9, KÓPAVOGI SÍMI: 43500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.