Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 17
Rosebud í lausu lofti Tónleikar á fimmtudaginn, plata á döfinni. - Er þá plata vœntanleg? „Það er undir vinum okkar, kapitalistunum í plötubransanum, komið í bili. Ef í hart fer gerumst við sjálfir kapitalistar,“ segir Dagur. „Við munum þó ekki nota hljómsveitamafnið Rosebud fyrir þessa plötu.“ -Nú? „Við komumst að því, að það er til þýsk pönkhljómsveit sem heitir það sama. Einnig hefur starfsemin breyst það mikið að það má eiginlega segja að þetta sé orðið alveg ný hljómsveit." - Eru einhver ný nöfn á sjón- deildarhringnum ? „Mér finnst þeir eigi að kalla sig Bokku-bræður,“ grínast Grím- ur, en Orri og Dagur þegja þunnu hljóði og láta ekkert uppi þó greinilegt sé að einhvert nafti sé á döfinni. - Hefur tónlistin breyst líka? „Já... afleiðingar breyting- anna eru þær að tónlistin er orðin miklu rólegri, meira „melló“. Tónlistin er líka orðin fjölbreytt- ari, allt að því „skitzófrenísk“. Það er aldrei að vita hvað gerist næst. Við erum heilsteyptir þó við séum fjölbreyttir. A plötunni kemur til með að ríkja stemmning þó lögin séu ólík.“ - Segið þið mér betur af plöt- unni. „Hilmar Öm tók upp, en við pródúserum. Platan er í loka- vinnslu núna. Allt komið nema söngur og mix. Við notum fáa tíma, svona 40-50 þegar upp verður staðið. í nokkrum lögum spilar Diddi vinur okkar á Hamm- ond, og Oddný Dritvík syngur i einu. 1 einhveijum svefhgalsa bættum við svo strengjum í eitt lagið.“ - Hvemig gengur að syngja? „Það eru spennandi timar framundan,“ játa Orri og Dagur. „Það kemur í ljós í næstu viku þegar við forum að taka upp hvort við getum sungið eða ekki. Fimmtudaginn 8. ágúst kemur svo í ljós hvort við getum sungið á sviði þegar við spilum í Neðan- hoppi, Moulin Rouge. Þetta verða fyrstu og síðustu tónleikar okkar á árinu, og liklega í langan tíma.“ - Framtíðin er þá óljós? „Já, þetta er allt í lausu lofti,“ segir Orri. „Við Dagur ætlum að starffækja sveitina á tveim stöð- um og spila þegar við hittumst. Tónleikamir á flmmtudaginn eru því síður en svo einhver útför hljómsveitarinnar, við eigum margt eftir ógert...“ 2. nóvember í fyrra var heilsíðuviðtal í Þjóðviljanum við hljómsveitina Rosebud. Þar var samningur hljómsveitarinnar við bandarískt fyrirtæki, Circuit records, í brennidepli. Samstarflð átti að byrja með smáskífu, en eftir það var fullt útlit fyrir að „hjólin færu að snúast“. Nú, níu mánuðum síðar, er venjulegum meðgöngutíma lokið, en ekkert bólar á plötu... eða hvað? Helgarvagg hitti Rosebud-fé- lagana í kvistherbergi í Þingholt- unum. Hljómsveitin er í dag dúó; Orri trommar og Dagur spilar á gítar. Þeir syngja líka báðir. Grímur bassaleikari fær að spila á bassa sem session-maður, en fyrr- verandi söngvari sveitarinnar, Rúnar, er horfmn til Parísar. - Hvað varð um Circuit-plöt- una? Drengimir glotta og Dagur sgir: „Það var búið að skrifa und- ir samninginn, við búnir að fá umræddan pening og þeir komnir með tónlistina í hendumar. Þá lokaði allt í einu síminn hjá þeim og faxið, og hefúr ekkert spurst til þeirra síðan.“ „New York er stórborg og hættumar margar fyrir reikandi sálir!“ segir Grímur. - Þetta voru þá hinir mestu skúrkar? „Það má orða það þannig,“ segir Orri, „frekar fúrðulegir skúrkar að vísu. Við vitum ekki nema platan sé komin út og sé of- arlega á vinsældalistum!“ - Hljómsveitin hefur breyst mikið þetta árið, ekki satt? „Jú, hljómsveitin breyttist úr kvartett í dúó í einum hvelli. A þessu ári höfúm við starfað að mestu leyti sem dúett og ein- göngu inni í bílskúr. Fostex 4-rása upptökutæki hefúr verið þriðji meðlimurinn.“ „Strákamir föttuðu svo að þeir gátu ekki verið án mín,“ skýtur Grímur inn í. „Jú, Grímur hefúr verið að taka upp með okkur upp á síð- kastið,“ samþykkja Orri og Dag- ur. - Hvað er verið að bauka i stúdióinu? „Við stöndum frammi fyrir því, að hljómsveitin mun vera í langvarandi pásum í ffamtíðinni. Orri hyggur á nám erlendis. Við erum þvi að taka upp allt sem við erum virkilega ánægðir með. 14 lög. Mest af þessu er útkoma bíl- skúrssetunnar á þessu ári, en nokkur lög frá kvartett- skeið- inu.“ Rosebud ásamt Grími bassaleikara. Mynd: Jim Smart. Lifandi sniglar á disk! Sniglabandið, rokkútibú Bifhjólasamtaka Lýðveldisins hefur um langt tímabii verið eitt hressasta rokkstuðband landsins. Nú hefur sveitin gefið út geisladisk í fullri lengd, heil 11 lög sem tekin voru upp á balli sveitarinnar á Gauki á Stöng 23. febrúar sl. Diskurinn nefnist því skemmtilega nafni Rativfláh go snie ðitál ikke ðiv muteg. Jón Skuggi sá um upptökur og sagð- ist Skúli Gautason söngvari, hryngígjuleikari og hljómskelja- hringlari vera mjög ánægður með útkomuna. Aðrir meðlimir eru Björgvin Ploder trymbill, Friðþjófur ísfeld Sigurðsson sem sér um bössun, Einar Rún- arsson sem sér um hljómbyrði og Þorgils Björgvinsson forystu- gígjuleikari. Diskurinn inniheldur nokkur HELGARVAGG Umsjón: Gunnar L. Hjálmarsson frumsamin lög, en meirihlutinn eru velþekktir stand- ardar í Snigla- formi. Það má finna Paradísar- fugl Megasar á plötunni, Wild thing, Ryksugan á fullu og Halló Akureyri. Halli og Laddi og Hallbjöm koma fyrir í Hóka polka og Stóns-lagið „Honky Tonk woman“ er flutt í íslenskri þýðingu Sniglabandsins, „Himpi Gimpi gella“. Sniglabandið vildi hafa öll lögfræðileg atriði á hreinu og hafði samband við lögfræðing Rollinganna á umboðsskrifstofu í London - „Leiðindaskarfur," að sögn Skúla. „Það var mikið bras að fá að nota lagið. í okkar útgáfu eru söguslóðir lagsins í Brabra og Glæsibæ. Lögfræð- ingurinn hafnaði þessari út- færslu algjörlega og að lokum lúffuðum við og skutum inn í „New York“ og „Memphis“ til þess að allir yrðu glaðir. Útkoma disksins tafðist um tvo mánuði útaf þessu máli. Sniglabandið er á fullu á böllum í allt sumar. Um helgina halda þeir uppi stanslausu stuði á AA-móti á Húsafelli. Diskur- inn er kominn í flestar plötubúð- ir og Sniglabandið segir „Bon appetit". Vagg tíðindi Þeir sem sáu finnska rokk- bandið 22 Pistepirkko hér í mars minnast örugglega tónleikanna með söknuði. Nú geta þeir og hin- ir sem misstu af tónleikunum farið að hlakka til, því allt útlit er fyrir að hljómsveitin komi hingað og spili í nóvember. Þá verður Bandaríkjatúr sveitarinnar að ljúka og tilvalið að fá þá til að stoppa við hér... Neil Tennant og Chris Lowe, öðru nafni Pet Shop Boys hafa stofnað útgáfúfyrirtæki, Spaghetti Recordings. Þeir munu sjá um að ráða og þróa listamenn, en ekkert skipta sér af lístrænu hliðinni. Fyrsta plata fyrirtækisins er með 21 árs gömlum söngvara og hljómborðsleikara frá Skotlandi, sem kallar sig Cicero... Ný smáskífa frá Metallica kom út í vikunni. „Enter sand- man“ nefhist lagið og Queen-lagið „Stone Cold Crazy“ er á hinni hliðinni. Nýjai.ta plata sveitarinnar kemur út 12. ágúst. Hún nefhist einfaldlega „Metallica“... Lou Reed hefúr fúllunnið nýja plötu, „Magic and Loss“, en þó er ekki von á henni fyrr en í janúar. Platan mun hafa að geyma 14 lög sem fjalla öll um krabbameins- vandamálið. Tveir nánir vinir Lou hafa látist úr krabbameini nýlega. Platan átti að koma út í ágúst, en var frestað til janúar þegar lítið er um útgáfúr svo efnið fái að njóta sín betur. I janúar er einnig von á ljóðabók frá Lou Reed. Bókin nefnist „Between Thoughts and Expression: Selected poems of Lou Reed“, og hefur að geyma safn ljóða frá því Lou var í Velvet Underground, ffam á þennan dag. Einnig verða í bókinni viðtöl sem Lou átti nýlega við Vaclav Havel, forseta Tékkóslóvakíu, og rithöf- undinn Hubert Selby Jr... Það bólar eitthvað lítið á for- setaefhum Demókrataflokksins í Bandaríkjunum fyrir kosningamar 1992. Nú hefur heyrst að Frank Zappa ætli í framboið. Fréttir era óljósar eins og er... Ohætt er að segja að mesta tónleikahelgi ársins sé ffamundan og er greint ffá einstökum sam- komum annarsstaðar í blaðinu. Fyrir þá fáu óákveðnu er rétt að benda á að fullyrðingar Húsavík- ur- manna um að þar sé „hápunkt- ur íslensks tónlistarsumars“ era ekki ýktar. Þeir sem kjósa kyrrð borgarinnar þessa helgi eiga einn- ig kost á ýmsu gómsætu: Á Púls- inum stýrir Tregasveitin blúshelgi í kvöld og annað kvöld. Ef blús- þörfinni verður ekki fullnægt verður líka blúsað sunnudags- kvöldið. Á 2 Vinum spila Góð- kunningjar Lögreglunnar í kvöld. Ekki var orðið ákveðið hveijir spila á laugardagskvöldið, en In- femo 5 messa á sunnudagskvöld- ið. Á undan leikur athyglisvert syntadæmi, RMS. Föstudagur 2. ágúst 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.