Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 8
NfTI þJÓÐVILJINN Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f Afgrelðsla: * 66 13 33 Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Auglýsingadeild: » 68 13 10 - 6813 31 Ritstjórar: Ámi Bergmann, Símfax: 68 19 35 Helgi Guömundsson Verð: 150 krónur I lausasölu Umsjónarmaóur Helgarblaös: Bergdís Ellertsdóttlr Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Fréttastjóri: Slgurður Á. Frlðþjófsson Auglýslngastjóri: Steinar Harðarson Prentun: Oddi hf. Aðsetur: Slðumúla 37.108 Reykjavík Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Kjarnorkuháskinn fyrr og síðar Þá hafa leiðtogar risaveldanna svonefndu látið verða af því sem lengi var eftir beðið. Þeir hafa undirritað samning í Moskvu um raunverulegan niðurskurð á kjarnorkuvopna- forða sínum. Samkvæmt þessum START- samningi fækka Sovétríkin langdrægum kjarnavopnum sínum um nær helming og Bandaríkjamenn um rösklega þriðjung. Gor- batsjov Sovétforseti lét svo um mælt við þetta tækifæri, að það sé mikilvægt „að menn eru í auknum mæli að gera sér grein fyrir fárán- leika þess að eiga allt of mikið af vopnum". Ekki vonum fyrr mundi margur segja. En hvað um þetta; þetta eru hinar bestu fréttir. Þeim ber að fagna sem vert er. En vitaskuld er friður ekki tryggður um ald- ur og ævi þótt hér sé gott skref stigið. Og for- setarnir sem samninginn undirrituðu í Moskvu, þeir minntu á það (leiðinni, að þeir væru aðeins að semja um fyrstu skref. Enn er „allt of mikið af vopnum til“. Á það hefur verið bent af talsmönnum hreyfinga sem stefna að algjörri útrýmingu kjarnorkuvopna, að þegar START- samningi hafi verið framfylgt, muni kjarnorkuvopnaeign heimsins ekki hafa skroppið saman nema um einn tíunda hluta. Þau kjarnorkuvopn risaveldanna sem eftir verða eru sem fyrr háskaleg - eins þótt pólit- ískt andrúmsfloft á milli þeirra sé allt annað en var. Þótt ekki væri nema vegna þeirrar slysahættu sem tengist allri umgengni manna við kjarnorku. Þar fyrir utan er einokun tveggja stórvelda á kjarnorkuvopnum löngu rofin eins og menn vita: Það er og verður eitt af helstu pólitísku verkefnum í alþjóðlegum stjórnmálum að koma í veg fyrir að fleiri ríki eignist kjarnorkuvopn og langdrægar eld- flaugar en nú þegar hafa gert það - enn betra að fækka þeim ef kostur er. Herfræðingar eru, eins og að líkum lætur, farnir að skrifa bækur um það hvað við tekur að kalda stríðinu loknu. Til dæmis eru teknar tvær spánýjar bækur breskar, „Kjarnorku- stríðsmenn“ eftir Richard Holmes og „Að skilja stríð“ eftir W.B. Gallie. Sú fyrri er talin í umsögnum bjartsýnismegin í tilverunni en hin siðari dregur framtíðina upp í öllu dekkri lit- um. En sammála eru báðir höfundar um það, að allar hugmyndir um að hægt sé að tak- marka kjarnorkustríð séu hættuleg fásinna; ef kjarnorkuvopnum er beitt á annað borð taka við stigmagnandi keðjuverkanir sem leiða til algjörrar glötunar. Hvort sem (eins og segir í bókinni „ Að skilja stríð“) upphafið er í slysni og heimsku, eða þeim hættulega arfi í stjórn- málum, að styrjöld sé hinn endanlegi og „eðli- legi“ dómari í meiriháttar deilumálum: „Stríð er pólitík með öðrum ráðum" segir í frægu riti sígildu um þessi efni. Og hvað skal þá til bragðs taka? Best færi auðvitað á því að skapa heim án kjarnorku- vopna. Hvaö sem líður pólitískum erflðlelkum á að fylgja eftir þelm draumi er hoilt og nyt- samlegt að halda í honum lífi - þeir verða meira en nógu margir hvort sem er sem láta undan „þunga aðstæðna” og sætta sig við að háskinn hangi áfram yfir þeim. Ofangreindur breskur stjórnmálafræðiprófessor, W. B. Gallie, sér það helst til bjargar að gera sem best úr þeirri staðreynd að obbinn af kjarn- orkuvopnum heims er í höndum aðeins tveggja ríkja. Hann leggur það til, að Sovét- ríkin og Bandaríkin semji með þeim hætti um stjórn á kjarnorkuvopnaforða sínum (sem hafi verið skorinn niður skynsamlega), að sú sam- vinna geri þeim mögulegt að „starfrækja sam- eiginlega rússnesk-bandaríska stofnun til að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjaldir". Með öðr- um orðum: Að þessir fjandmenn kalda stríðs- ins taki að sér að stýra nýjum sáttmála um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna, sem menn geta reitt sig á. Líkast til er hér um að ræða skásta kostinn sem menn eiga völ á á næstu misserum. ÁB 0-ALIT LEVÍ3 OEALEf^ 5KO / NVvÍA L_\ KA.VA LEVÍ's FNE 6 ONt' ANáERÁVCIA. ÞÚ E-RTT Stco ÍMN \ ÞESSUbA &UX.UM. ropp H'm' íl Atv v, ' Jk-J aSÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.