Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 21
Er lífríki Mývatns hruniö? í síðasta helgarblaði birtist lyrri hiuti skýrslu Starra í Carði um lífríki Mývatns. Hér á eftir kemur síðari hluti skýrslunnar: „I upphafi þessarar samanteklar minnar fór ég nokkrum orðum um þýðingu Mývatns sem matarkistu og forðabúrs fyrir íbúa sveitarinnar og nærliggjandi byggðarlaga fyrr á tíð. Var þar á engan hátt of djúpt í árinni tekið, en það sama má einn- ig segja um síðari tíma, eða þessa öld sem við nú lifúm á. Engu síður en fyrr voru hlunnindi af Mývatni meiri þáttur í afkomu þeirra sem bjuggu á þeim býlum er lönd áttu að vatninu, en aðrir landkostir. Eitt sinn þegar ég var smástrákur man ég eftir stórri lest kiyfjahesta sem fóru um Garðshlað, en þjóðgatan lá fyrir bæjardyrum. Spurt mun ég hafa hvað hér væri á ferðinni, og var svarað því að hér hefðu Fnjósk- dælir verið á ferð að sækja sil- ung í Geiteyjarströnd. Faðir minn sagði mér að svo mætti heita að aldrei hefði verið gesta- laus nótt í Garði frá því í októ- ber og allt til jóla, eða yfir rið- silungstímann. Svo fast var sótt eftir hverri bröndu sem veiddist, og þurfti helst brögðum að beita til að halda í eigin vetrarforða. Staðfest get ég að hér var rétt frá skýrt, því svona gekk þetta ffam á mín fúllorðinsár. Fram skal tekið að lítið kom í aðra hönd fyrir veiðibóndann, enda smátt um peninga í þann tíma, mikið fór án nokkurrar greiðslu, enda margir frændur og vinir í ná- grannabyggðum. Svo geristþað 1926 eða 1927 (hef ekki óyggj- andi heimildir um hvort ártalið er réttara) að markaður fyrir Mývatnssilung opnast til út- landa, nánar tiltekið til Frakk- lands. Mun þar hafa verið að verki Ingvar Guðjónsson sildar- spekúlant. Þá komst silungurinn fyrst í verulegt verð, mælt í pen- ingum. Silungurinn var flattur og saltaður í tunnur sem kaup- andinn lagði til, ásamt salt- skammti, og skyldu vera 110 kg í tunnunni. 1931 fengu menn kr 55,00 fyrir tunnuna, eða 50 aura fyr- ir kilóið. Þessi markaður hélst allt fram til síðari heimsstyijaldar í ein- hverjum mæli, en er á leið 4. áratug- inn vom menn og famir að selja sil- unginn reyktan, innanlands, en nú, árið 1991, er silungurinn seldur fyrst og ffemst þannig verkaður, og hefur svo verið hin síðari ár eða ára- tugi-, Aður en lengra er haldið þykir mér rétt að fara nokkmm orðum um veiðiaðferðir og veiðarfæri í Mý- vatni fyrr og nú. Stefán Stefánsson lýsir þessu mjög ýtarlega í bréfinu til Bjama Sæmundssonar sem hér hefúr mjög verið vitnað til. Er skemmst ffá að segja að sú lýsing sem hann gefur á einnig við ffam til miðrar þessarar aldar. Þrenns konar veiðarfæri vom notuð, eða lagnet allt árið, dorgveiði upp um ís yfir vetrartímann, og svo fyrirdráttar- veiði. Minnst mun effirtekjan hafa verið af lagnetaveiðinni alla jafna, sem stafaði af því að þau lagnet sem menn höfðu ráð á vom mjög óveið- in, en á því varð gagnger breyting um miðjan sjötta tug þessarar aldar, eins og síðar mun verða að vikið. Annars mun lagnetaveiði oft hafa verið mjög notadijúg. A dorg var ofl uppgripaafli eins og ffam hefúr komið, og er svo að sjá að á dögum Stefáns hafi dorgarafli sum ár skil- að fúllum helmingi ársafla. Stór- tækasta veiðiaðferðin var fyrirdrátt- urinn, en þau hlunnindi fylgdu flest öllum veiðijörðum við vamið í mis- miklum mæli. Með þeim hætti var oft um uppgripaafla að ræða, eins og ffam heftir komið í þessu ágripi mínu. En svo verður hér gjörbreyt- ing á í kringum 1960. Þá gjörbreyt- ast lagnetin. í stað hinna heimaunnu neta fór að flytjast allt sem til neta- gerðar þurfli úr gerviefhi sem þyngdist ekki þó netin lægju í vatn- inu um lengri tima, auk þess svo næm að hver branda festist í þeim þótt þær væru á lítilli ferð. Aður voru net lögð að kveldi og tekin upp að morgni og þurrkuð >dir daginn, nú var hægt að fara með netunum og taka úr þeim aflann og láta þau svo liggja ef veðurútlit leyfði. Fyrst komu hér á markað bugtir (sér mý- vetnskt heiti á netslöngu?) úr nælon, ég hygg 1954 eða svo, ogþótti mik- il breyting til batnaðar. Nokkru síð- ar komu svo gimisnetin sem tóku nælonnetunum langt ffam. En fleira kom til. Um þetta bil komu utan- borðsmótorar á hveija fleytu, svo þá opnaðist Mývatn allt sem óslitin veiðistöð fyrir lagnet, sem var gjör- breyting á nýtingu þess. Síðan komu jeppabílar og síðar einnig vél- sleðar, en af því leiddi margfalda sókn með lagnetum undir ís. Þar til má einnig nefha þægilegt áhald sem nefhist kafari, en honum var skotið milli endavaka undir ísnum þegar net vom „vökuð undir“ eins og það hét. Það gat verið erfítt að gera vak- ir niður um 70-80 cm íshellu, en kafarinn sparaði þá vinnu að vem- legu leyti. Með þessari tækni allri er það skoðun mín, að hægt væri að gjöm- ýta eða ofnýta silungsstofninn í vatninu, ef hér væri ekki höfð stjóm á, sem nú er vissulega viðhöfð. Enda er nú svo komið, og hefúr ver- ið svo undangengin 30 ár, eða þar um bil, að veiði í Mývatni er nær eingöngu stunduð með þessum hætti. Dráttarveiði er með öllu af- lögð, en dorgveiði er enn við lýði ef gefur, en þó meir til gamans. Nú er hér gildandi arðskrá hjá Veiðifélag- inu, og fær hver veiðiréttarhafi sinn kvóta, misjafnan þó, og fær hver ákveðinn netafjölda í samræmi við arðskrá. En fleira kemur til að þess- ar áður diýgstu veiðiaðferðir hafa aflagst. Til þess að dráttarveiði væri arðbær þurfti að koma til mikið sil- ungsmagn í vatninu, sé það lítið þarf ekki að reikna með því að sil- ungur þjappaði sér svo saman á fyr- irdráttarsvæðin, að nokkra veiði gæfi. Eins mátti segjaum dorgveið- ina. Þar af leiðir, að þessi 20 síðustu hörmungarár hefði enginn afli orð- ið á fyrirdrætti þó reynt hefói verið, og dorgveiði lítil, sum árin nær eng- in. Það hygg ég alla kunnuga vera sammála um. Eg vil skjóta því hér inn, að nú árið 1990 veiddust úr vatninu rúm 12.000, en aðeins 3000 árið áður. Eg er sannfærður um að ef hin gamla veiðitækni hefói verið við lýði hefói veiði orðið álíka og árið áður. Þetta sýnir að þessi breyt- ing á veiðitækni getur ruglað sam- anburð aftur í tímann. Eins og fram hefúr komið í þessari samantekt minni, þá verða þáttaskil í lífriki Mývatns 1970. Þá verður hrun f lifrikinu, það fyrsta sinnar tegundar sem sögur fara af. Þetta er samdóma álit þeirra líffræð- inga er hér hafa stundað rannsókn- ir undangengna tvo áratugi, svo og fiskifræðings Veiðimálastofnunar, Guðna Guðbergssonar, og kemur heim við reynslu okkar veiöibænda. Þegar þefta hrun verður var góð veiði í vatninu, en það vakti fúrðu hversu horaður silungurinn var, og þá læðist í fyrsta sinn sá grunur að mönnum að silungur í Mývatni hafi ekki nóg að éta. Fljótlega réttir líf- rikið við að mestu, en hrynur svo á nýjan leik 1974 og 1975. Batamerki komu í ljós 1977 og afli að glæðast, þó undir meðallagi og hélst svo fram til 1983. Þá verður algert hrun og átuleysi, það þriðja í röðinni, enda bera aflatölur áranna 1982, 1983 og 1984 þess glöggt vitni. Enn verður viðrétting sem fer að gæta 1985, og 1986 fer veiði yfir meðal- tal áranna frá 1900-1970, eða í tæp 46.000. 1987 fer svo enn að síga á ógæfúhliðina, og 1988 verður svo dýpsta og aivariegasta hrun þessara ára. Það er fyrst 1990 sem merkja má nokkra viðréttingu, lífleg ganga af toppflugu (stærstu tegund af fjöl- mörgum mýtegundum við Mývatn) svo og dálítið af komátu, svo leif- amar af silungsstofninum sem lifói af hörmungamar fitnaði og fór að veiðast. 1988 yfirgáfu endur hreið- ur sín á miðjum varptíma, voru sjálfar að falla úr hor. Ungar er skriðu úr eggjum drápust nær allir samtímis og þeir komu fram á vatn- ið vegna þess að lífsnauðsynleg fæða var engin. Hér er þó aðeins hálfsögð sagan, því næsta sumar, 1989, vegnaði varpi engu betur, ef ekki ver. Dr. Ami Einarsson, sem fylgist mjög náið með viðkomu andíúgla á Mývatni og Laxá, taldi að það sumar hefóu komist upp 2 húsandarungar, annar á Mývatni, hinn á Laxá, því auðvitað fór Laxá sömu leiðina. Þá flúði húsöndin, sú sem ekki hreinlega drapst, til nær- liggjandi vatna, og jafnvel út á sjó, og vita menn engin dæmi til slíks. Þá staðfestir Guðni Guðbergsson það, en hann fylgist með nýliðun í silungsstofninum, að síðla sumars 1988 hafi nær allur 2ja og 3ja ára silungur, sem hann áleit vera í tölu- verðu magni fyrri hluta sumarsins, drepist. Dánarorsök: Fæðuskortur. Þetta er nú endanlega staðfest, því þessara árganga hefúr ekki orðið vart í veiði, hvorki 1989 eða 1990. Leiða má líkur að því, að slíkt hafi aldrei fyrr gerst í Mývatni svo lengi sem sagnir herma. Slíkt hefói geymst i minni og skráðum heim- ildum, enda þýtt hungursneyð fyrr- um, eða allt fram é þessa öld. 1989 hrapar svo ársaflinn niður í 3000 sil- unga, eða langt niður fyrir það sem gerst hefúr á öldinni. Nú, 1991, tel- ur Guðni Guðbergsson að hann hafi fúndið þess merki að ungsilungur gæti komið inn í veiðina á komandi sumri, ef allt yrði með felldu um átu í vor. Eftir reynslu undangenginna ára hljóta menn að setja spumingar- merki við það hvort svo muni verða. Líffiki Laxár byggist nær því al- farið á líffænu reki úr Mývatni. Það fór ekki hjá því að þær sveiflur eða hmn í lífríki Mývatns, sem áður er getið, kæmu fram í Laxá, þótt ekki færu nákvæmlega saman í tíma. Mývargsplágan í Mývatnssveit er víðffæg, enda varglirfan undir- stöðufæða fúgla og fiska í ánni og á. Laxárurriðinn er af veiðimönnum effirsóttur og vart talinn eiga sinn líka á norðlægum slóðum. Efsti hluti Laxár er, eða var að minnsta kosti, mjög mikilsvert svæði fyrir margar andategundir, einkum þó húsönd og straumönd. Alvarlegt hrun varð í bitmýs- stofninum í Laxá sumarið 1978, og náði hann sér ekki upp fyrr en 1984, og síðan urðu minni háttar sveiflur. Sumarið 1989 varð meiri háttar hrun, sem meðal annars birtist í því að aðeins einn húsandarungi komst upp á ánni eða við hana, en helm- ingur húsandarstofnsins hvarf af svæðinu. Astand bitmýsins virtist sýnu verra sumarið 1990. Þá var mývargsleysi algjört. Engar sagnir eru til um það að mývargur hafi brugðist við Laxá fyrr en nú á þess- um síðustu árum. Eins og fram hefur koinið á þessum blöðum, brutu menn löng- um heilann um hvað valdið gæti þeim sveiflum í afla sem ætíð hefúr verið í Mývatni. Enn frekar en áður er ástæða nú til að staldra við og leita svara í því máli. Eflir reynslu síðustu 20 ára hljóta menn að átta sig á því, að nú verður að leita svara út ffá nýjum forsendum, nú standa menn ffammi fyrir hruni í lífríkinu með stuttu millibili, í staðinn fyrir minni afla sum árin, og svo mjög góðra aflaára þess á milli. Á þvi er mikill skilsmunur. Þetta sýna glögg- lega veiðiskýrslur allt ffá aldamót- um og til þessa dags, en þær fylgja með þessari ritgerð minni og eru fengnar l eint ffá Veiðimálastofnun í þeim búningi sem þær birtast hér. Ekki er að efa að þær sveiflur sem urðu mönnum hér fyrr á tið ráðgáta, hafi átt sínar náttúrlegu skýringar. Þær eru ekki auðskildar, enda er það svo að eftir 20 ára rannsóknir lif- ffæðinga á líffíki Mývatns hafa þeir ekki enn ráðið allar þær gátur sem hið margslungna og fágæta fyrir- brigði hefúr að geyma. Nú á hinum síðustu imum hefúr heimurinn rekið sig á það, að með nú- tíma tækni og iðnvæðingu hafa menn með botnlausri ffekju sinni og gróðafikn gengið svo nærri náttúr- unni, hinni einu og sönnu auðlegð, að til auðnar horfir ef svo heldur ffam. Því er það mjög eðlilegt að menn leiti skýringa á þeim umskiptum sem við blasa í Mývatni, út ffá þessari forsendu að menn eigi hér sök á, hafi nú beitt þeirri ffekju gagnvart náttúrunni sem fyrr er vikið að. En hvemig höfúm við farið að því? Hvað hefúr breyst í samskiptum okkar við þennan hluta náttúrunnar? Jú, fyrir 23 árum hófú menn nýja nýtingu á auð- æfúm þeim sem Mývatns- botn býr yfir, eftir að hafa um aldir látið sér nægja matbjörgina sem hann Iagði okkur í hendur. Þá varbyggð efnaverksmiðja upp við Námafjall og tek- ið að dæla þangað upp eft- ir botni Mývatns allt niour ao und- irstöðum hans, hrauninu, ekki ein- ungis liffikinu ofan af heldur setlög- um eins og til næst. Nú er svo kom- ið að mikill hluti af botni Ytri-Flóa er kominn þar upp eftir og búið að vinna hann og setja í poka og selja til útlanda. Hér er myndarlega að verki staðið, og verður tæplega séð að með grófara hætti sé hægt að ráð- ast inn í það margslungna líffíki sem staðið hefúr undir þeim náttúr- lega blóma og auðlegð sem talin er mjög fágæt á heimsvísu. En við erum að gera fleira í svipuðum dúr. Þeim hefur fjölgað um meira en helming sem nú hafa fasta búsetu á bökkum Mývatns. Að auki flæðir hér yfir hin síðari ár yf- ir sumartímann ógnar fjöldi ferða- langa sem hafa hér styttri eða lengri viðdvöl, kannski 100.000 eða meir og fer fjölgandi ár ffá ári. Nú á tím- um er margs konar úrgangur ffá mannabyggð á þann veg, t.d. alls konar hreinlætisvörur o.fl. kemísk efni, sem em óholl náttúmnnar ríki. Fyrir úrgang alls þessa mannfjölda er Mývatn nú notað sem allsheijar skólpþró. Til þessa alls, hvort held- ur var verksmiðjurekstur eða marg- földun búsetu bæði heimilisfastra sem fefóalanga, var stofnað án minnstu rannsókna á því hvað af þessu kynni að leiða. Þarf nú nokkum að undra þó menn álykti sem svo, að þama sé skýringanna að leita á þeim miklu umskiptum í lífríki Mývatns og Laxár ffá því 1970? Eigum við að halda áffam á þessari braut? Taka þá áhættu að innan skamms tíma verði búið að breyta þeim mikla náttúr- lega blóma, sem hér var löngum, í eyðimörk. Ég segi NEI! Einar Valur Ingimundarson AF ADSKILJANLEGUM NÁTTÚRUM Föstudagur 2. ágúst 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.