Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 11
Friðrik Þór Friðriksson, Sigrið-
ur Hagalín og Gfsli Halldórs-
son hyllt (lok frumsýningar.
Mynd: Jim Smart.
að áhorfandinn skilji alltaf hvað
gerist - hann eigi mun frekar að
skynja atburðina á fallegan hátt.
Friðrik skírskotar einnig til kvik-
myndasögunnar með því að láta
Bruno Ganz endurtaka englahlut-
verk sitt úr Himni yfir Berlín.
Vinnubrögð sem þessi eru löngu
þekkt bæði úr bókmenntum og
kvikmyndum, en hafa lítt verið
stunduð í íslenskum kvikmyndum.
Reyndar gerir Friðrik meira en að
vísa í Himin Wenders. Þama má
greina áhrif frá Grikkjanum Þeo
Angelopoulos og Pólverjanum
Kryzstof Kieslowski. Við skulum
leyfa kvikmyndaáhugamönnum að
bijóta heilann yfir þessum tilvísun-
um.
Velta má vöngum yfir hvaða er-
indi saga á borð við Böm náttúr-
unnar eigi til almennings í dag. I
rauninni á hún erindi til allra og
þetta er einstaklega hugljúf saga um
fólk, sem allir þekkja. Hún er auð-
skilin, hlý og hjartnæm, en einnig
nokkuð hæg og kannski ekki í þeim
flokki kvikmynda sem ná mestum
vinsældum. Þeir sem sáu Paradísar-
bíóið hafa líklega áhuga, enda
söknuður og nostalgía í báðum
myndum. Annars geta áhorfendur
verið svo óútreiknanlegir og erfitt
að rýna í ákveðna markhópa í þessu
sambandi. Mestu skiptir vitaskuld
að myndin gengur upp og hún mun
vafalaust standa af sér tiskubylgjur
og eldast vel, rétt einsog fólkið sem
hún fjallar um.
Sjálfur er Friðrik nú á leið til
Japans i undirbúningsviðræður
varðandi næstu kvikmynd. Hún
verður á einhvem hátt flökkusaga
og lokar Friðrik þannig þríleik sín-
um á þvi sviði. Myndin mun gerast
bæði á íslandi og í Japan og segir
ma. frá ógöngum Japana hér á landi
þegar hann kemur hingað sem
ferðamaður. Eitt aðalhlutverkanna
verður væntanlega í höndum sama
Japana og lék aðalhlutverkið í
„Mystery Train" eftir Jim Jarmu-
sch, en hún var sýnd á síðustu
Kvikmyndahátíð líkt og títtnefnd
Himinn yfir Berlín.
Friðrik hefur fleiri jám í eldin-
um. Tam. sjónvarpsseriu eftir Eyju-
sögum Einars Kárasonar, og svo er
spuming hvenær Friðrik klárar
myndina um Bubba Morthens, en
tökur að henni hafa staðið yfir ffá
því Bubbi byrjaði í bransanum. En
ekki má gleyma Bömum náttúmnn-
ar.
-þóm
Allt eins og blómstrið eina
Stjörnubíó
Börn náttúrunnar
Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriks-
son
Handrit: Friðrik Þór Friðriksson
& Einar Már Guðmundsson
Framleiðendur: Friðrik Þór Frið-
riksson, Wolfgang Pfeiffer, Skule
Eriksen.
Kvikmyndataka: Ari Kristinsson
Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson
Hljóð: Kjartan Kjartansson.
Aðalleikarar: Gísli Halldórsson,
Sigríður Hagalin, Egill Ólafsson,
Tinna Gunnlaugsdóttir, Bruno
Ganz
Friðrik Þór á að baki skrautleg-
an feril sem kvikmyndagerðamaður,
hann gerði til dæmis heimildar-
myndimar Rokk í Reykjavík og Kú-
reka norðursins. Hann gerði líka
myndimar um Hringveginn og
Brennunjálssögu, myndir sem urðu
kannski ekki vinsælar meðal al-
mennings en em óneitanlega
óvenjulegar kvikmyndir. Síðasta
verkefni hans á hvíta tjaldinu var
Skyttumar, æsileg mynd um nötur-
leg örlög tveggja sjómanna. Nú hef-
ur hann heldur betur skipt um gír og
gert hæga og kyrrláta mynd um
aldrað par sem leggur af stað í lang-
ferð til að sjá æskustöðvamar áður
en þau deyja.
Gísli Halldórsson og Sigríður
Hagalín leika Geira og Stellu,
bemskuvini norðan af Homströnd-
um sem hittast á elliheimili í
Reykjavík. Stellu hittum við fyrst á
elliheimilinu en Gísla höfum við
fylgst með alveg frá því að hann
sendi æmar sínar í sláturhúsið,
pakkaði gömlu veggklukkunni sinni
niður og settist á gamla mjólkurpall-
inn til að bíða eftir rútunni í bæinn.
Auðvitað er hann ekki beinlínis á
leið á elliheimilið, hann er orðinn of
gamall til að búa og ætlar að setjast
að hjá dóttur sinni og fjölskyldu
hennar í bænum, hann gleymdi bara
að segja henni ffá því. Sambúðin fer
eftir því. Dóttirin (Valgerður Dan)
býr með manni sínum (Hallmar Sig-
urðsson) og dóttur (Sigríður Haga-
lín Bjömsdóttir) í þriggja herbergja
blokkaribúð. Gamli maðurinn sest
að í herbergi heimasætunnar og
kemst strax upp á kant við hana þeg-
ar hann tekur niður eitt af fjölmörg-
um Bubba- plakötum á veggnum og
setur upp mynd af konunni sinni
sálugu. Fjölskyldan gerir það sem
flestir myndu gera í slíkri aðstöðu,
hún kemur honum þangað sem hann
á vísan „selskap við hæfi“.
Á elliheimilinu hittir hann
Stellu, gamla vinkonu sína og þó að
hann virðist sætta sig við hlutskipti
sitt er annað uppi á teningnum hjá
henni. Hana dreymir stöðugt um að
fá að sjá æskustöðvamar í síðasta
skipti og vill verða grafin í gamla
kirkjugarðinum þar við hlið foreldra
sinna. Hún hefur margsinnis reynt
að stijúka en aldrei komist lengra en
niður á Umferðarmiðstöð.
Saman ákveða þau að láta
hinsta draum hennar rætast, þau
stela bíl og leggja af stað vestur í
skjóli nætur. Ferðin er ævintýraleg
og ýmsir dularfullir atburðir gerast.
Smám saman fer mann að gmna að
einhver eða eitthvað haldi yfir þeim
vemdarhendi.
Friðrik hefur tekist að gera sér-
kennilega og merkilega mynd.
Handrit hans og Einars Más er fal-
legt og látlaust, það er lítið um sam-
töl, myndimar tala sínu máli án
orða. Myndin er afar hæg en heldur
spennu vegna þess að söguþráður-
inn nær manni fullkomlega á sitt
vald. Kvikmyndataka Ara Kristins-
sonar á líka stóran þátt í því hversu
vel heppnuð myndin er, ég held ég
hafi aldrei séð íslenskt landslag jafn
tilkomumikið og talandi í kvik-
mynd. Það er í senn ffamandi, dul-
úðugt, kunnuglegt og kært. Þegar
skötuhjúin em komin vestur og
minningamar hellast yfir Stellu
klippir Friðrik gamlar filmur eftir
Ósvald Knudsen inn í myndina.
Áhrifin em sterk, fortíðin magnar
upp tilfinningar sem ekki hefðu
náðst ef Friðrik hefði tekið þann
kostinn að gera þessi atriði sjálfur.
Þó að hann hefði getað náð búning-
um og filmuáferð þá hefði hann
aldrei fundið þetta fólk, það lítur
enginn svona út í dag. Hljóðið í
myndinni er gallalaust (í alvöru) og
tónlist Hilmars á víxl hrífandi og
ógnvekjandi.
En Börn náttúrunnar hefði
aldrei orðið neitt sérstakt ef lakari
leikarar hefðu verið valdir í aðal-
hlutverkin. Gísla og Sigriði er full-
komlega treystandi. Allar hreyfing-
ar og svipbrigði em ekta, eitt augna-
ráð á milli þeirra segir meira en
mörg orð. Það er alveg sérstaklega
skemmtilegt að fá að sjá tvo af ást-
sælustu leikumm þjóðarinnar takast
á við jafn gefandi hlutverk og í þess-
ari mynd.
Það er líka urmull af skemmti-
legum aukahlutverkum, Egill Olafs-
son er reffilegur (fulskeggjaður)
lögregluþjónn sem leitar hjúin uppi,
Tinna Gunnlaugsdóttir er ákveðin
hjúkmnarkona á elliheimilinu,
Magnús Ólafsson og Kristinn Frið-
finnsson em furðulíkir fjallabræður
sem hjálpa skötuhjúunum á áfanga-
stað og Rúrik Haraldsson er kven-
samur herbergisfélagi Geira á elli-
heimilinu. En sterkasta aukahlut-
verkið og það sem kom mest við
hjartað í manni er Bruno Ganz sem
kemur svífandi eins og engill beint
úr myndinni Himinn yfir Berlín eft-
ir Wim Wenders. Ég heyrði á fólki
sem ekki hafði séð mynd Wenders
að það skildi ekki til hlítar hlutverk
Bmno og velti þvi jafnvel fyrir sér
hvort þessi maður væri í lögregl-
unni, en fyrir þá sem þekkja Himin-
inn er þetta atriði áhrifamikið og
mig langar til a-t þakka Friðrik fyrir
aðtakapaðmeð.
Það er oft sagt að maður verði
nú eiginlega að skella sér á islensk-
ar myndir til að styðja íslenskan
kvikmyndaiðnað og allt það, en nú
þarf engar slíkar afsakanir. Myndin
er einfaldlega góð og þessvegna
væri sorglegt að missa af henni.
Sif
lOiSi i nriivai V«