Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 19
ÆNSNAPRIKIÐ Sumir skrifa ástarljóð, aðrir ástarsögur. Þið þekkið áreiðanlega mörg sögu Astrid Lindgren um Ronju ræningjadóttur. Sænsk stelpa, sem heitir Estrid Cederby og dvaldi nýlega á íslandi, teiknaði þessa mynd af Ronju og Birki. Þau eru að kallast á yfir Helvltisgjána. Þau máttu ekki vera vinir, af þv( pabbar þeirra voru óvinir. Klukkurnar í Skálholti Konan á HÆNSNAPRIKINU var stödd í SKÁLHOLTI á döaunum. í Skálholti var lengst af biskupsstóll á fslandi. Á staðnum bió fjöldi manns og þar gerðist oft mikil saga. Þar gerðist kirkjusaga, og stjórn- málasaga og þar aerðust fræaar ástarsögur. Kannski þekkið þið söguna af Ragnheiði Brynjólfsdótt- ur og Daða. Kirkjur í Skálholti hafa alltaf staðið á sama holtinu, hvort sem jær hafa verið stórar eða litlar og ?eirra hafa beðið, margvísleg ör- ög. Þær hafa brunnið og hrunið í jarðskjálftum. En sú sem nú stend- ur er hvít og úr steinstevpu og ákveðin í að standa lengi. Klukkur hennar hrinaja tvisvar á dag og óma yfir nærliggjandi sveitir. Rett hjá Skalholti er lítið þorp, sem heitir Laugarás. Þar hitti eg þrjár stelpur á hjóli. Þær heita Ipga Dóra Pétursdóttir, Gunnur Ósp Jónsdóttir og Tinna Sigurðardóttir. Tinna er 12 ára og á heima í Reykjavík en hinar eru nýorðnar 11 ára og eiga heima í Laugarási, en ganga í skóla í Reykholti, sem er annað smáþorp í nágrenninu. Sundlaugin í bankanum Það er fínt að vera í skóla í Reykholti, sögðu þær. Og þar er jg- rennibraut og heitum pottum sundlauainni stendur ekki sund- laug. Það stendur Landsbanki. Svo sennilega er hægt að kafa í henni eftir silfri oa gulli. Svo kaupir maður pylsur í pylsubankanum á eftir. Stelpurnar þrjár leyfðu mér að kíkja í Ijóðabókina, sem þær yrkja stundum saman í. Og í aag fæ eg að birta Ijóðið þeirra um ástina. Það er sterkur klukknahljómur í kvæðinu. Og þó að ungar stúlkur þurfi ekki að eiga heima T námunda við Skálhoit til að yrkja um ástina, aá kann að vera að það séu samt dukkurnar í Skálholti sem klinqja í löfði þessara stelpna þeaar anainn kemur yfir þær. Hver veit? Kveðja /ó&' Ástarljóð Ást er ástin sem leynist hér og par, en ekki alls staðar. Má ég siá, hvað er á þinni ástar bók. Ostur er hluti af ástinni. Rjómi er það sem ástin elskar. Rómantín er ástin, ástin er góð og ástþú snæðir. Rómantik erþað sem allirþrá bæði ungir og gamlir. Klukknaslátturlífsins bergmálar í ástarklukkum. Kraftaverk ástarinnar gengur í gegnum brjóst kraftmikillar konu. Höfundar: Inga Dóra Pétursdóttir 11 ára Gunnur Ösp Jónsdóttir 11 ára Tinna Sigurðardóttir 12 ára Sjálfsmyndin - Ég hugsaöi ekki um neitt. Hjartaö táknar ástarsorg. Úlfur Úr Litla-Bergþór ( Biskupstungunum er gefið út blað, sem heitir Litli-Bergþór. Þar birtist eftir- farandi saga eftir eitt Reykholtsskóla- skáldið. Jötunssaga Einu sinni fyrir löngu bjó jötunn einn í helli. Áður fyrr hafði hann unað sér vel í hellinum, en nú var svo komið að honum var ekki farið að líka vistin lengur, þvi mannabyggðir voru komnar helst til ná- lægt að hans áliti. Morgun einn vaknaði hann upp við háreysti mikla og sá er hann opnaði aug- un að þrír menn stóðu við rúmstokkinn hjá honum. Hann spurði þá hvað þeir væru að gera þarna eins og eflaust margir hefðu gert. Svöruðu mennirnir þvl til að þeir og sveitungar þeirra hygðust grafa göng þarna í gegnum fjallið því að það hamlaði samgöngum á milli héraö- anna. Ennfremur sögðu þeir að fjallið væri svo hátt og hrikalegt að það skyggði á himin I 50 kílómetra flarlægð (Hvaða fjall skyldi það nú vera?). Reis þá jötun- inn upp úr rekkju sinni og hann líktist engum engli þá stundina. Hóf hann upp raust sína og söng þetta sem á eftir kem- ur. Grafið göng gjarnan löng, en ekki hér, alveg sama hvað hinum megin er. Ekki veit ég með hvaða lagi hann söng þetta, en eflaust gæti einhver tón- listarmaður fundið það út. Fóru mennirn- ir þá í burtu og ekki þarf að tíunda frekar að mikill fjandskapur ríkti á milli jötunsins og safnaðarins I sveitinni eftir þetta. Jóhann Haukur Björnsson Föstudagur 2. ágúst 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.