Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 10
V(i VI Þorgeir (Gisli Halldórsson) svalar þorsta sínum i morgunsárið. H * s- ■iiií já. Stella (Sigríður Hagalín) kemst í draumaheim á æskustöðvum sinum. Flökkusaga náttúrubarna Islensk kvikmyndagerð er ekki stærri en svo, að frumsýning islenskra kvikmynda telst heil- mikill viðburður. Síðustu árin hafa verið einstaklega fátækleg hvað varðar framleiðslu kvik- mynda hér á landi og aðeins eitt verk framleitt árlega. Einhverra hluta vegna virðast bjartari tím- ar í nánd, en fjöldi kvikmynda er nú i framleiðslu hérlendis á ýms- um stigum. í fyrrakvöld var svo frumsýnd kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúr- unnar. Rammíslensk kvikmynd, sem markar vonandi þáttaskil í kvikmyndagerð okkar sem upp- hafið að langþráðu sumri á eftir vori og ótímabærum éljagangi. Reyndar leggja erlendir aðilar Bömum náttúrunnar lið. Framleið- endur ásamt Friðriki Þór eru frá Þýskalandi og Noregi og hún er fyrst íslenskra mynda til að hljóta styrk úr kvikmyndasjóði Evrópu. Þessi tilhögun er ekkert nema já- kvæð og verða metnaðarfyllri ís- lensk verk að búa við þennan vem- Ieika. Það hefur einfaldlega ekki tekist að útvega nægjanlegt fjár- magn innanlands síðustu ár og nauðsynlegt að afla þess erlendis frá. Þetta er einnig í samræmi við þá strauma sem eiga sér stað í al- þjóðlegum kvikmyndaheimi, en samvinna á milli landa færist æ í aukana. í Bömum náttúrannar fer verkaskiptingin ekki á milli mála. Sagan og allur veraleiki persón- anna byggir á rótgrónum íslenskum granni og væri það fjarstæða að halda því fram að kvikmyndin væri eitthvað annað en íslensk. Kvikmyndinni var mjög vel tekið framsýningarkvöldið og höfðu margir varla til orð til að lýsa hrifningu sinni. Frumsýningar era að vísu ekki rétti staðurinn til að meta ágæti kvikmynda, því and- rúmsloftið verður varla jákvæðara en þar. Hvað um það, fýrir frum- sýningu hafði myndinni verið hrós- að mjög af Bjöm Bratten, gagnrýn- anda Norska dagblaðsins, en hann er þekktur fyrir allt annað en milda dóma - sérstaklega þegar íslensk verk era annarsvegar. Myndin hefúr einmitt þegar hlotið dreifingu í Noregi og verður á kvikmyndahá- tíðinni í Haugasundi síðar í þessum mánuði. Aðspurður sagði Friðrik ekki ákveðið frekar á hvaða hátíðir myndin færi. Hann ferðaðist mikið á milli kvikmyndahátíða með Skyt- tumar, en segist varla verða jafh víðforall að þessu sinni. Það vakti athygli blaðamanns á framsýningu að Gísli Halldórsson var ekki viðstaddur sýninguna. Hann kom þó upp þegar henni var Iokið og viðtók ásamt Sigríði Haga- lín og Friðriki Þór dynjandi lófatak áhorfenda, sem risu úr sætum sín- um. Friðrik Þór Friðriksson hefúr um skeið verið einn ffemsti kvik- myndagerðarmaður okkar. Hann hefúr ávallt farið sínar eigin leiðir í verkefnavali og hvað eftir annað komið á óvart. Rétt einsog Skyt- tumar, er Böm náttúrannar flökku- saga - „road movie“ - og virðist sú sagnahefð falla einkar vel að hæfi- leikum Friðriks. Þessi nýja mynd hans á einnig margt sameiginlegt með heimildamyndinni Eldsmiðn- um, sem var eitt af fýrstu verkum Friðriks. Hann segir hugmyndina að Bömum náttúrannar einmitt hafa verið fædda áður en hann gerði Eldsmiðinn, en síðan hafi hún legið niðri og geijast í mörg ár. Líkt og Skyttumar - og reyndar flestar flökkusögur - fjallar Böm náttúrannar um utangarðsfólk, en slíkar sögur virðast standa mjög nærri hjarta Friðriks. Báðar þessar myndir segja ffá fólki, sem lendir í erfiðleikum vegna umhverfis síns. í Bömum náttúrannar gerist hinsveg- ar það ánægjulega, að sögupersón- umar taka sér tak til að komast útúr þessum vandamálum sínum og láta drauma sína rætast. Þannig verður myndin ljúfsárari og fallegri, enda mjög viðeigandi i þessari sögu. Að öðru leyti er í raun óþarft að bera þessar tvær kvikmyndir Friðriks saman. Að vísu er athyglisvert að í báð- um tilfellum skrifar Friðrik handrit- ið við annan mann. Hann fær rithöf- unda í lið með sér og í þessu tilfelli er viðkomandi æskufélagi hans, Einar Már Guðmundsson. Hand- ritsvinnan fór ffam í gömlum kjall- ara á Grettisgötunni og segir Einar Már góða anda hafa verið þar á sveimi, rétt einsog í myndinni. Vandamál vora leyst með umræð- um, oft langt ffam á nótt. Þá hefúr samstarf Friðriks og Ara Kristinssonar kvikmyndatöku- manns staðið lengi yfir, Þeim geng- ur greinilega vel að vinna saman, því hugmyndir Friðriks komast ákaflega myndrænt til skila. Ari segir það einmitt ánægjulegast við þeirra samstarf að Friðrik fái einatt myndrænar hugmyndir, sem geri kröfur um snjalla útfærslu kvik- myndatökumannsins. Enda er kvik- myndataka Ara í Bömunum stór- brotin og hans langbesta verk til þessa. Kvikmyndin var að mestu tekin síðastliðið sumar og haust og fóru þær ffam víða um land. Auk leiðar- innar ffá Reykjavík til Homstranda, má nefna að rnyndin hefst á bænum Höfða á Höfðaströnd, en faðir Frið- riks var áður bóndi á bænum og Friðrik ólst þar upp að hálfú leyti. Upptökur að Bömum náttúrannar stóðu sleitulaust yfir í rúma tvo mánuði, auk nokkurra skota sem tekin vora á þessu ári. Off vora að- eins tekin tvö myndskeið á dag og segir Friðrik sig og sína samstarfs- menn hafa getað vandað sig einsog þeir óskuðu. Að auki hafi liðið langur tími ffá því að tökum lauk og því verið dijúgur tími til að meta kvikmyndina uppá nýtt í heild sinni fýrir ffumsýningu. Eitt af einkennum Bama náttúr- unnar era hin dularfúllu atvik, sem breyta gangi sögunnar. Alfar og huldufólk hafa fýlgt landanum ffá aldaöðli og er ánægjulegt að sjá þá birtast þama án nokkurra skýringa. Friðrik segir það ekki nauðsynlegt 1 10 SÍÐA — ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 2. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.